Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 3
2) — í>JÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. apríl 1955
Söngskemmtun
Guðmundar Baldvins-
sonar á þriðjudagskvöld
Guðmundur Baldvinsson, sem
áður hefur verið greint frá að
námi á ftalíu, efnir til söng-
námi á ftalíu, efnir til söngs-
skemmtunar í Gamla bíói n.k.
þriðjudagskvöld kl. 7.30.
Á söngskrá Guðmundar eru
14 lög, aðallega eftir erlend tón-
skáld. Hann syngur 4 ísl. lög,
eftir þá Sigfús Halldórsson, Pál
fsólfsson, Árna Thorsteinsson
og Sigvalda Kaldalóns. tír óper-
unni Fást eftir Gounod syngur
hann eina aríu og aðra úr 11
trovatore eftir Verdi. Þá syng-
ur hann lag eftir Pergolesi, ann-
að eftir Hándel, þriðja eftir De
Curtis.
Dr. Victor Urbancic verður
við hljóðfærið.
□ 1 dag er sunnudagurinn 3. apríl.
Pálmasunnudagui'. — 93. dagur
ársíns. — Dymbilyika. — Tungl í
hásuðri ki. 22.01. — Árdegisháflæði
ki. 2.45. Síðdegisháflæði kl. 15.10.
Bólusetnlng við barnaveiki
á börnum eldri en tveggja ára
verður framvegis framkvæmd í
nýju Heilsuverndarstöðinni við
Barónsstíg á hverjum föstudegi
ki. 10—11 f.h. Börn innan tveggja
ára komi á venjulegum barnatíma,
þriðjudaga, miðvikudaga og föstu-
daga kiukkan 3—4 e.h. og í Lang-
holtsskóla á fimmudögum klukk-
an 1.30—2.30 e.h.
Söfnin eru opin
Bæjarbókasafnið
Útlán virka daga kt 2-10 síðdegls
Laugardaga, kl. 2-7. Sunnudaga kl
6-7. Lesstofan er opin virka daga
kl. 10-1-2 fh. og 1-10 eh. Laugar-
daga kl. 10-12 og 1-7. Sunnudaga
kl. 2-7.
Háttúrugripasafnlð
kl 13:30-15 á sunnudögum, 14-15 á
þriðjudögum og fimmtudögum.
Þjóðminjasafnlð
kl. 13-16 á sunnudögum, kl. 13-15
6 þriðjudögum, fimmtudögum og
laugardögum.
Þjóðskjalasafnið
6 virkum dögum kl. 10-12 og
14-1».
Landsbókasafnið
kl. 10-12, 13-19 og 20-22 alla virka
daga nema laugardaga kl 10-12
og 13-19.
Listasafn
Einars Jónssonar
verður til 1. júní opið á sunnu-
dögum klukkan 13.30 til 15.30. Um
páskana þó aðeins á 2. í páskum.
Næturvarzla
er í Ingólfsapóteki, sími 1330.
IíTFJABÚÐIB
Holts Apótek | Kvöldvarzla til
3BF' | kl. 8 alla daga
Apótek Austur- | nema laugar-
bæjar daga til kl. 4.
9.30 Morgunútvarp.
Fréttir og tónleik-
ar. 10.10 Veðurfr.
a) Forleikur, stef
og tilbrigði op 160
fyrir flautu og pí-
anó b) Fjögur sönglög eftir Schu-
bert (Elisabeth Schwarzkopf
syngur). c) Þættir úr messu í C-
dúr — Missa in tempore belli,
eftir Haydn (Akademiukórinn og
Ríkisóperuhljómsveitin í Vín
flytja; dr. Hans Gillesberger stj.
Einsöngvarar: Jetti Topitz-Feiler.
Giorgia Milinkovic, Herbert Handt
og Hans Braun. Organleikari: J.
Nebois). 11.00 Messa í kapellu Há-
skólans (Séra Jón Thorarensen.
Organleikari: Jón Isleifsson). 1315
Erindi: Hugleiðingar um 100 ára
verzlunarfrelsi (Hallgrímur Sig-
trvggsson). 15.00 Samsöngur í
Karlakórs Reykjavikur (hljóðrit-
aður í Austurbæjarbíói 25. marz).
Stjórnandi: Sigurður Þórðarson.
Einsöngvarar: Guðmundur Guð-
jónsson og Guðmundur Jónsson.
Píanóleikari: Fritz Weisshappel.
Lög eftir Árna Thorsteinsson, Jón
Leifs, Karl Runólfsson, Sigfús
Einarsson, Sigurð Ágústsson, Sig-
urð Þórðarson, Jaroff, Járnfelt,
Lumbye, ,Speaks,.Tschaikowsky og
Weber. 16.15 Fréttautvarp til Is-
lendinga erlendis. 16130 Veður-
fregnir. 17.30 Barnatími (Þorst
Ö. Stephensen): Nemendur úr
CiagnfræðasV:óla Vesturbæjar
flytja frumsamið efni: sögur, rit-
gerðir og tónlist, — undir stjórn
Björns Þorsteinssonar kennara.
18.30 Tónleikai-vpl.’: (16.25 Veður-
fregnir). a) Piariókonsert í A-dúr
eftir Bach (Fischer og hljómsv.
hans leika). b) Brandenburger-
konsert nr. 6 í B-dúr eftir Bach
(Dönsk kammerhljómsveit; Mog-
ens Wöldike stjórnar). c) Elisa-
beth Marango syngur Jög eftir
Mozart. d) Píanósónata í Es-dúr
nr. 1 eftir Haydn (Horowitz leik-
ur). 20.20 Leikrit: Leikfélags R-
víkur: Nói eftir André Obey, í
| þýðingu Tómasar Guðmundssonar.
— Leikstjóri: Lárus Pálsson. Leik-
endur: Brynjólfur Jóhannesson,
Emilía Jónasdóttir, Steindór Hjör-
leifsson, Jón Sigurbjörnsson, Ein-
ar Þ, Einarsson, Hólmfríður Páis-
dóttir, Sigríður Hagalín, Anna
Stína Þórarinsdóttir, Þorsteinn Ö.
Stephensen. 1 hlutverkum dýr-
anna: Nína Sveinsdóttir, Árni
Tryggvason, Einar Ingi Sigurðs-
son, Birgir Brynjólfsson, Jóhann
Páisson. 22.15 Danslög — 22.30
Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun:
8.00—9.00 Morgunútvarp. — 10.10
Veðurfregnir 18.00 Dönskukennsla;
I. fl. — 18.30 Enskukennsla; II. fl.
18.55 Skákþáttur (Baidur Möller).
— 19.15 Þingfréttir. 19.25 Veður-
fregnir — 19.30 Lög úr kvikmynd-
um pl. 20.30 Útvarpshljómsveitin;
Þórarinn Guðmundsson stjórnar:
Lög úr óperettunni Fuglasalinn
eftir Zeller. 20 50 Um daginn og
veginn (Helgi Hallgrimsson full-
trúi). 21.10 Einsöngur: Sigurður
Ólafsson syngur: Fritz Weisshapp-
el leikur undir á pianó. a) Jarp-
ur skeiðar fljótur, frár eftir Pál
Isólfsson, þ) Einþúinn eftir Árna
Björnsson. c) Vöggulag eftir
Skúla Halldórsson. d) Við Vatns-
mýrina eftir Sigfús Halldórsson.
e) Armenskt lag eftir Dolucamjan.
f) Þú ein ert ástin mín eftir Le-
hár, 21.30 Upplestur: Hinn dauða-
dsemdi frammi fyrir hetjunni, smá
saga eftir Verner von Heidenstam
(Helgi Hjörvar). 22.00 Fréttir og
veðurfregnir. — 22.10 Passiusáim-
ur (45), 22.20 islenzkt mál (Bjarni
Vilhjálmsson). 22.35 Létt lög: Kar-
en Juel syngur og Carrol Gibbons
leikur á píanó. 2310 Dagskrár’.ok.
Sigurður Flosason
ók nýlegá yfir Heydal, fjailveg
milli Hnappadals og Skógarstrand-
ar, sem hlutaðeigandi héruð hafa
alllengi haft .augastað á sem veg-
arstæði. Mjög lítill snjór var í
Heydalnum, en á sama tíma voru
aðrir vegir vestur um lokaðir
vegna snjóa. Á Alþingi hefur nú
verið borin fram tillaga um fjár-
framlag til vegar yfir Heyda';
og ætti för Sigurðar Flosaaonar
og féiaga hans að ýta undir þing-
menn að samþykkja hana.
Laugarneskirkja
Biblíulestur annað kvöid (mánu-
dag) kiukkan 8.30. Séra Garðar
Svavarsson.
Borizt hafa tvö
hefti Prentarans,
9—12. tbl. fyrri ár-
gangs. Þar er fyrst
greinin Eru prent-
arar sinnulausir
um hagsmunamál sín? eftir Á. G.
Steinar Sigurjónss. skrifar grein:
Um nýtt form meginmálssetning-
ar. Minningargreinar eru um þá
Jóhann Vilhelm Stefánsson yfir-
prentara og Óiaf J. Hvanndai
prentmyndasmið. Birtir eru reikn-
ingar Hins íslenzka prentarafélags
fyrir árið 1954 — og ýmislegt
fleira er í blöðunum. Ritstjórar
eru þeir Árni Guðlaugsson og Sig.
Eyjólfsson.
Gátan
Hver er sú kerling,
sem kraft hefur í tönnum.
gerir sér götu,
gengur hana enginn.
Tilstilli þarf hún
tveggja systra;
fer um fold víða,
þó fót hafi engan.
Ráðning síðustu gátu: —
Mánuðurimi HARPA.
Kvennadeiid SVFÍ
í Reykjavik heldur fund með
skemmtiatriðum í Sjálfstæðishús-
inu annað kvöld klukkan 8.30.
Dagskrá Alþingis
mánudaginn 4. april 1955, kl. 1.30.
Efri deild
1 Barnavernd og ungmenna. frv.
2 Leigubifreiðar i kaupstöðum,
frv. — 2. umr.
3 Lífeyrissjóður starfsmanna rík-
isins, frv.
4 Lífeyrissjóður harnakennara,
frv. — 2. umr.
5 Lífeyrissjóður hjúkrunar-
kvenna, frv.
6 Skipun prestakalla, frv.
Neðri deild
1 Fiskveiðasjóður Islands, frv.
2 IRíkisborgararéttur, frv.
13 Bæjarstjórn í Kópavogskaup-
stað, frv.
4 Fasteignamat, frv.
5 Jarðræktarlög. frv.
6 Jarðræktar- og húsagerðar-
samþykktir í sveitum, frv.
7 Framleiðsluráð landbúnaðarins,
o. fl. frv.
8 Varnarsamningur milli Is-
lands og Bandaríkjanna, frv.
9 Ibúðarhúsabyggingar í kaup-
stöðum og kauptúnum, frv.
Aðaifundur HIP
verður haidinn í Alþýðuhúsinu i
dag og hefst klukkan 1.30 síðd.
Sextugsafmæli
Sextugur er á morgun Ólafur
Daníelsson, bóndi að Hurðarbaki í
Hvalfjarðarstrandarhreppi.
Helgidagslæknir
er Arinbjörn Kojbeinsson, Miklu-
braut 1, sími 82160.
Fyrirlestur séra Murdoclis
Geta menn bætt ráð sitt eftir
dauðann? nefnist erindi sem séra
L. Murdoch flytur í Aðventkirkj-
unni i dag klukkan 5.
Stúdentar 1940 —
Stúdentar úr Menntaskóianum í
Reykjavík eru beðnir að mæta i
Iþöku við Menntaskólann klukkan
8 30 e.h. mánudaginn 4. april. —
Áríðandi.
Krossgáta nr. 619
Lárétt: 1 nemur staðar 6 sögurit-
ara 7 kindur 8 nakinn 9 fleyta
11 söngflokkur 12 skst 14 spil 15
flýtir sér.
Lóðrétt: 1 safi 2 askur 3 félag 4
sníður 5 skrúfa 8 drykkjustofa 9
gengu 10 bönd 12 sigti 13 háspil
14 skst.
Lausn á nr. 618.
Lárétt: 1 tá 3 Lars 7 ost 9 bát 10
garð 11 pr. 13 ró 15 einn 17 apa
,19-KlD 20 raki 21 la.
Lóðrétt: 1 togarar 2 Ása 4 ab 5
ráb 6 stranda 9 trú 12 eik 14 ópa
16 Níl 18 ak.
•Trá
Bíkissldp.
Hekla er á Austfj. á norðurleið.
Esja er á Akureyri. Herðubreið
er væntanleg til Rvíkur í dag frá
Austfj. Skjaldbreið er í Reykja-
vík. Þyrill var í Hvalfirði í gær.
Eimskip
Brúarfoss er í Reykjavík. Detti-
foss er í Rvík. Fjallfoss fór frá
Vestmannaeyjum síðdegis í gær til
Rvíkur. Goðafoss kemur til R-
víkur kl. 10.00 fyrir hádegi í dag.
Guilfoss fór frá Kaupmannahöfn
í gær til Leith og Rvíkur. Lagar-
foss kom tii Ventspils 29. fm frá
Rotterdam. Reykjafoss er í Rvík.
SSlfoss fór frá Reyðarfirði 29. fm
til Belfast, Dublin og Leith.
Tröllafoss er í Rvik. Tungufoss
er í Rvik. Katla er í Rvík.
Skipadeild SIS
Hvassafell fór frá Þorlákshöfn 31.
fm áleiðis til Hamborgar. Arnar-
fell er í Reykjavík. Jökulfell fór
frá Kaupmannahöfn 1. þm. áleiðis
til Islands. Dísarfell er á Akur-
eyri. Helgafell er í N.Y. Smeralda
er í Hvalfirði. Jutland fór frá
Torreveija 23. þm áleiðis til Aust-
fjarðahafna. Thea Danielsen fór
frá Torreveija 26. þm áieiðis til Is-
lands.
SKÁKIN
Botvinnik — Smisloff
10. Rbl—d2
I tíundu skák einvígisins kom
þessi staða fram aftur, og þá iék
Botvinnik 10. f3—f4, sem rýmir
hornaliínuna fyrir biskupinn og
virðist rösklegri leikur.
10. . . . Rg8—f6
Hann vill ná tangarhaldi á f5 áð-
ur en hann leikur c7—c5, til iþess
að hvítur geti ekki svarað d4—d5.
litli Kláus og stóri Kláus
Ævintýri eftir H. C. ANDERSEN .:. Teikningar eftir Helge Kuhn-Nielsen
Sólin skein svo yndisfagurt, og allar klukkur í kirkjuturn-
inum hringdu til messu. Fólkið var prúðbúið, og hver mað-
ur gekk með sálmabók undir hendinni í guðshús til að
heyra prestinn prédika, og allir horfðu á iitla Kláus, sem
var að plægja með fimm hestum. Og hann varð þá svo
hróðugur og ánægður, að hann smellti aftur með keyrinu
Sunnudagur 3. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Verkamaður á ekki ei þnries að verfa
nema tíunda hluta launa sinna í húsnæði
En samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar þarf td. Dagsbránarmaðiir að
verja þriðjungi til helmingi tekna sinna til að koma sér þaki yfir höfuðið
Fnsmvarpið þýðlr uppgjöf fyrir gréðaþorsta og okurvilja fjármálamanna
★ Fyrstu uinræðu um húsnæðisfrumvarp ríkisstjórnarinn-
ar er lokið, og- málið komið til 2. umr. og fjárhagsnefndar.
★ í ýtarlegri ræðu sem Einar Olgeirsson hélt við þá um-
ræðu, Iagði hann álierzlu á nauðsyn þess, að hakla. íbúðabygg-
Ingum og húsaleigu sem mest utan við hringiðu peningabrasks-
ins í þjóðfélaginu.
★ En í stað þess að halda, áfram á þeirri braut sem hafin
var með lögum um verkamannabústaði og byggingar í sveitum,
virðist ríkisstjórnin hafa gefizt upp fyrir gróðaþorsta og okur-
vilja auðmagnsins, og með frumvarpi hennar er að því stefnt að
láta húsnæðismálin sogast imi untlir alræði peningavaldsins.
í upphafi ræðu sinnar lagði
Einar áherzlu á þá brýnu
nauðsyn að halda íbúðarhúsa-
byggingum og húsaleigu utan
við brask, gera þessi atriði
eins óháð sveiflum á peninga-
markaðinum og hægt væri.
í þá átt hefði verið stefnt
með lögunum um verkamanna-
bústaði, byggingar í sveitum
og lagaákvæðunum frá 1946
um útrýmingu heilsuspillandi
húsnæðis. Lán til langs tíma
með lágum vöxtum og ákvæð-
in um að ekki megi selja íbúð-
ir í braski vísi allt í þessa átt.
Hin stefnan væri að láta
undan kröfum einkaauðmagns-
ins, láta húsbyggingarnar
og húsaleiguna sogast inn í
hringiðu brasksins. Sterk öfl
bankavalds og fjármálahópa,
sem hafa tök á núverandi
stjórnarfl., hefðu jafnan bar-
izt fyrir því, að þetta yrði of-
an á. Og nú hefði félagsmála-
ráðh. haft við orð, að honum,
og ríkisstj. allri væri óljúft
að beita fjármálastofnanir
hörðu. Það yrði þó að gera
stundum, til þess hefði orðið
að grípa líka hér á landi, t.d.
með lögunum um Stofnlána-
deild sjávarútvegsins.
^ 97% byggingarverðs
vaxtalág lán til
langs tíma
Slíkar ráðstafanir er hægt
að gera einnig innan auðvalds-
þjóðfélaga. Um það tók Einar
dæmi frá Danmörku:
Þar í Iandi getur hver sem
vill fá byggingarlán farið til
hvaða veðlánabanka sem er
og fengið að láni 49% bygg-
ingakostnaðar með 4% vöxt-
um til 40 ára. En ekki nóg
með það, hann getur í við-
bót fengið 57% kostnaðar-
verðs að láni hjá ríkinu, með
2%% vöxtum til allt að 100
ára. Þarna er þannig hægt
að fá lán er nema 97% kostn-
aðarverðs íbúðar eða íbúðar-
húss með 2%—4% vöxtum,
til 40—100 ára.
Að sjálfsögðu eru slík lán í
algerri andstöðu við venjulegt
markaðsverð á peningum þar
í landi, en með þessum lánum
og ákvæðum sem liindra sölu í
gróðaskyni, er húsnæði og
húsaleigu að verulegu leyti
haldið utan við brask.
1050 íbúðir og við-
hald — 200 millj.
Næst sneri Einar sér að
viðfangsefninu: Hvað þarf
þjóðfélagsheildin, hvað þarf
þjóðarbúið að ætla sér mikinn.
hluta af þjóðartekjunum á ári
til þess að byggja nýtt íbúðar-
húsnæði og til þess að við-
halda því gamla, án þess að
greiða neinn gróðaskatt til
eins eða annars?
Þeirri spumingu svaraði
Einar á þessa leið:
„Ef þjóðarbúið ætlar að
byg'gja á ári, eins og ríkis-
stjórnin reiknar með í grein-
argerð sinni, 1050 íbúðir, og
í’ið skulum segja að hver í-
búð kosti 150 þús. kr. eins
og ríkisstjórnin reiknar hér
með líka, það mundi þá þýða
um 157 millj., sem þjóðarbú-
ið þarf að leggja fram á ári
til þess að byggja nýjar 1050
íbúðir á 150 þús. kr. hverja.
Miða ég þá við það sama*
sem félagsmálaráðherra tal-
aði um, íbúðír frekar litlar,
miðaðar við abnenningshæfi.
Þá er í öðru lagi rétt að
áætla, hvað þarf þjóðarbúið
að ætla sér á ári í raunveru-
legt viðhald á öllum húseign-
um sem fyrir eru. Ég geng út
frá að ef maður reiknar 1%
í viðhald af öllum þeim hús-
eignum, sem fyrir eru, þá sé
það mjög hátt. Brunabótamat
alls ibúðarhúsnæðis sem nú er
til á íslandi mun vera í kring-
um 4000 millj. eða 4 milljarð-
ir. Það mundi þýða að 1%
í viðhald á öllum þeim húsum
sem nú eru til á íslandi, væri
um 40 millj. kr.
Og það er eingöngu þetta
tvennt, sem þjóðarbúið þarf
að reikna með sem sínu
framlagi til þess að auka í-
búðarhúsnæðið og við-
halda þvi. Annars vegar
157 milljónir króna til þess
að byggja 1050 íbúðir á ári
og hins vegar 40 millj. kr. til
viðhalds. Það þýðir 197 millj.
kr. eða við skulum segja um
200 millj .kr.
^ 1200 íbúðir og við-
hald — 225 milljónir
Það sem okkar þjóðarbú
sem heild þarf að leggja fram
á ári til eins margra íbúða og
ríkisstjórnín reiknar með og
til viðhalds á þeim íbúðum,
sem fyrir eru, væri um 200
millj. kr. á ári. Ef við reiknum
þarna með heldur fleiri íbúð-
um, að það væri nauðsynlegt
að byggja meir en 1050 íbúðir
á ári eins og við sósíalistar
höfum oft haldið fram, ef við
reiknum t.d. með að það væri
nauðsynlegt að byggja. 1200 í-
búðir á ári á sama verði, þá
kæmi út úr þessari samlagn-
ingu 225 millj. kr. Það þýð-
ir, með öðrum orðum, þjóðar-
búið þarf að Ieggja fram sem
heild 200—225 niillj. kr. á ári
af sínum sameiginlegu tekjum
til þess að byggja nýtt og til
þess að viðhalda því gainla.
^ 10% bjóðarteknanna
nægilegt
Hvað þýðir þetta í prósent-
um af þjóðartekjum íslend
inga? Um þjóðartekjurnar er
nokkuð deilt, — um upphæð
þeirra; en ef við reiknum með
3000 millj., sem ekki mun vera
fjarri lagi þá mundi það þýða
að með 1050 íbúða byggingum
væri það sama sem 6.6% af
þjóðartekjunum, eða með 1200
íbúðum væri það saina sem
7.5%. Þjóðin sem heild getur
komizt af með til nýrra íbúða
og viðhalds þeirra gömlu 7.5%
af þjóðartekjunum.
Og þó við vildum nú gera
þama ráð fyrir að við þyrft-
um að byggja fleiri íbúðir og
dýrari íbúðir, og að þjóðar-
tekjur okkar væru minni held-
ur en þessar 300Q millj. sem
Var gjöfin afhent við virðu-
lega athöfn í skólanum, og
voru viðstaddir kennslumála-
ráðherra, nokkrir alþingismenn,
kennarar og nemendur skólans,
fréttamenn o. fl.
Einn nemendanna, Halldór
S. Þorbergsson, afhenti skóla-
stjóra, M. E. Jessen, gjöfina,
með stuttri ræðu og mælti m.
a. á þessa leið:
,,Nú þegar fertugasta kennslu-
ári Vélskólans í Reykjavík er að
ljúka má með sanni segja að
brotið sé blað i sögu þessa skóla.
Heyrzt hefur að skólastjórinn
okkar M. E. Jessen, láti af skóla-
stjórastörfum nú í vor, eftir 40
ára skólastjórn. Þessi maður, sem
byggt hefur Vélskólann frá grunni
og stjórnað honum um fjörutíu
ég hef slegið fram, þá býst
ég við að niðurstaðan af þessu
yrði alltaf sú, að um 10% af
þjóðartekjunum og alls ekki
meira væri nægjanlegt til alls
er þyrfti að byggja í viðbót
af húsum á íslandi og til þess
að viðhalda því gamla.
10% launa ætti
að nægja
Þetta mundi þýða að svo
framarlega sem íbúðahúsa-
byggingar á íslandi væri fram-
kvæmdar án þess að í sam-
bandi við þær skapaðist nokk-
ur gróði, nokkur gróði handa
nokkrum manni, enginn gróði
handa byggingarvörukaup-
mönnum, enginn gróði handa
neinu fyrirtæki, sem tæki að
sér að byggja, enginn gróði
handa neinum, sem lánuðu fé
til slíks, ef þetta væri allt sam-
an rekið með það fyrir aug-
um einum að vinna það sem
þjóðarþarfir, þá ætti þjóðfé-
lagið í raunverulegan kostnað
ekki að þurfa að reikna sér
meira heldur en 10% af þjóð-
artekjunum til þess að standa
undir hinum nýju íbúðum og
viðhalda þeim gömlu.
Það ætti að þýða, að það
ára skeið, mun þá skila áranLri
fjörutíu ára starfs til eftirmanns
síns. Fjöí-utíu ár eru ekki lang--
ur timi í þjóðarsögu, en sa.mt var
það svo, að fyrir 40 árum var
enginn Islendingur þeim vanda
vaxinn að taka að sér og skipu-
leggja vélfræðikennslu hér á
landi. Þá va.r leitað út fyrir land-
steinana, og valið tókst með þeim
ágætum, að enn, fjörutíu árum
siðar, njótum við Isiendingar ó-
skiptra starfskrafta þess manns.
Lengi vel var stofnun þessi
hálfgerð hornreka. Skólinn var til
húsa i gamla Stýrimannaskólan-
urn og bjó þar viö algjörlega ó-
viðunandi húsnæði, og kennslu-
tækin voru engin nema krítarmol-
inn og taflan. Við getum gert
okkur í hugarlund þær aðstæður
við kennslu í vélfræði, en samt
sem áður voru gerðar fyllstu
normala, að það eðlilega sem
verkamaður og fjölskylda
hans ætti að borga i húsa-
leigu væri 10% af launum
hans.
Og þetta er mjög þýðingar-
míkið atriði að slá föstu og
reyna að komast að sameigin-
legrf niðurstöðii því þetta
myndi vera sú viðmiðun, sem
okkur bæri að miða við þegar
við annars vegar ætlum að
gera mönnum mögulegt að
eignast hús sjálfir án þess að
láta einhverja aðila græða á
þeim eða hins vegar þegar við
erum að ræða um að reyna
að finna grundvöll fyrir sann-
gjarnari og réttri húsaleigu.
húsaleigu i húsum, sem byggð
væru með því móti að enginn
gróðaskattur væri lagður þar
á til neinnar yfirstéttar.
^ Þriðjungs til helm-
ings aí laununum
kraíizt
En hvert er nú ástandið, sem
megin hluti verkamanna á
við að búa í dag viðvíkjandí
þessum málum. Dagsbrúnar-
verkamaður, sem hefur 3000
kr. á mánuði fyrir 8 tíma
vinnu, þarf í mörgum tilfell-
um að borga 800 kr. 1000
kr. 1200 kr. jafnvel upp í
1500 og 1600 kr. á mánuði
fyrir íbúð og það jafnvel
fyrir íbúð sem ekki er stærri
heldur en tveggja eða þriggja
herbergja. Með öðrmn orðum
mjög mikið af verkamönmim
verður sem stendur að borga
þriðjnnginn og upp í helm-
inginn af sínum launum í
húsaleigu fyrir íbúðir.
kröfur til þeirra manna, serít
þaðan komu.
Vélarnar voru þá að visu ekkí
margar og margbrotnar, en þær
voru mikils virði fyrir ga.ng fram-
ieiðslunnar. Og þá sýndi skóla-
stjórinn okkar, eins og æ síðar^
að hann var vanda sínum vaxinn-
Þeir nemendur, sem útskrifasfc'
hafa frá skóia hans, eru honurn
til vitnis.
Sem betur fór óx skilningur
þjóðarinnar á mikilvægi þess áð
eiga vel menntáða vélstjórastétt,
eftir því sem skipum og verk-
smiðjum fjöigaði og vélar urðy
stærri og margbrotnari. Og í dag
hefur skólinn til umráða helming
þessa myndariega skólahúss, auk
vélasalar á ióð skólans.
Þegar raforkuver tóku að rísa
víðsvegar urn landið var ekki
nóg að vélstjórinn sæi um að afi-
vélar þeirra snerust, hann varð
einnig að geta iagfært truflanir
þær, sem fyrir gátu kornið á raf-
magnskerfinu. Þá var bætt við
þriðju deild skólans, rafmagns-
deiidinni, og í þeirri deild einnig
tekin upp kennsla í frystivéla-
fræði, enda farið að byggja hrað-
frystihús hvert af öðru og nokkur
kaupskip okkar einnig búin
frystivélum.
Þetta húsnæði skólans fullnægir':
að mestu þörf hans í dag, en við
megum ekki halda að lokamarkí
sé náð. Þróunin heldur áfram, nýj-
ar vélar koma, margbrotnari -og
fullkomnari en áður og skólinn
þarf a.ð vera þvú viðbúinn að
gripa nýjungarnar og kynná
nemendum sínum þær, því alltaf
eru gerðar fyllstu kröfur til véi-
stjóranna, þegar út í starfið er
komið.
Við sem sækjum þennan skóla)
í da.g njótum beztu kennslukraftá
sem völ er á, en kennslutæki
þau, sem þeir hafa til umráða'
eru ekki eins fuilkomin og skyldi,
Það var ætlun okkar nemenda)
að minnast skóians okkar sið-i
astliðið haust, þegar skólinn vai*
settur i fertugasta sinn, með því
að færa honum að gjöf kennslu-
Framhald á 4. síðu.
Framhald á 10. síðu.
Halldór S. Þórbergsson ávarpar gesti og heimamenn skól-
ans við afhendingu gjafarinnar. Tœkið sést t.v. á myndinni
Nemendur Véiskóians gefa
skóla sínum veglega gföf
17 þúsund króna kennslutæki í kælitækni
Nemendur Vélskólans í Reykjavík og’ nemendur sem út-
skrifuðust úr rafmagnsdeild skólans í fyrra færSu skóla
sínum veglega gjöf nú á fimmtudaginn, mjög vandaö
kælitæki til notkunar viö kennslu í kælitækni.