Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 3. apríl 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (5 Géðsamir, gesirisnir ©g irábiinir ófriði Fyrsti hvíti maðurism heimsækir þfóS sem hefur ekhert samband vic umheimimt Ungur Ástralíumaöur hefur skýrt frá heimsókn sinni tii 20.000 manna þjóöar, sem býr í afskekktum dölum í há- fjöllum Nýju Gíneu og hefur lengi ekki haft neitt samband viö umheiminn. Flugmenn komu fyrstir auga á byggð fólks þess í ókönnuð- um fjallgarði um miðbik hinn- ar miklu eyjar norður af Ástr- alíu. James Kent, aðstoðarhéraðs- stjóri áströlsku nýlendustjórn- arinnar í Port Moresby, var fal- ið að stjórna leiðangri til Ára- dals þessa. Eftir að vegi þraut varð Kent og menn hans að ganga í þrjá mánuði og klífa hina hrikalegu Hindenburg og Star fjallgarða. Höfðu aldrei séð hvítan mann Loks fann Kent dalinn sem hann leitaði að og var þeim félögum tekið með kostum og kynjum. Fólkið hafði aldrei séð hvítan mann fyrri og hafði einungis óljósar sagnir af skipt- um við aðra þjóðflokka innbor- inna manna. Mál þess var þó ekki frábrugðnara öðrum tung- um frumbyggja Nýju Gíneu en svo að Kent. gat rætt við það. Tekið með fagnaðarlátum „Á leið okkar um byggðar- lög þeirra umkringdi okkur skari syngjandi og dansandi karla, kvenna og barna“, segir Kent. „Fagnaðarhrópin glumdu og við vorum faðmaðir, kreistir og stroknir". ,,Höfðingjanir í þorpunum kepptu hvor við annan í að láta í Ijós vináttuhug í okkar garð“. „Geðþekkasta fólk sem ég hef kynnzt“ Kent kemst svo að orði að þessi afskekkta þjóð sé „vin- gjarnlegasta, gestrisnasta og geðþekkasta fólk sem ég hef nokkru sinni kynnzt". Það tók ekki aðeins sjald- séðum gestum vel heldur var alúðlegt og hjálpsamt hvort við annað. Ófriður milli ættflokk- anna er næstum óþekkt fyrir- bæri. Mat hefur fólkið nógan því að garðrækt þess er á háu stigi. Það byggir sér víða hús í trjám og gengur kvenfólk og karl- menn hvort um sínar dyr. Nýir stjórnendur samyrkjubúa Krústjoff, aðalritari Kommún- istaflokks Sovétríkjanna, gerði í gær grein fyrir fyrirhuguðum breytingum ó stjóm samyrkju- búanna í landinu. Skýrði hann m. a. frá þvi, að tugir þúsunda reyndra manna mundu skipaðir formenn fyrir stjórnum sam- yrkjubúa, og þá einkum þeirra, sem dregizt hefðu aftur úr með afköst. Dó í leyni Það vitnaðist í síðustu viku að franski fasistinn Marcel Déat dó á ítalíu 10. janúar. Hann hefur farið huldu höfði síðan í stríðslok. Déat var einn af verstu böðlum Vichystjórnar- innar og hann var dæmdur til dauða in absentia. Spraufur v/ð nœrsýni Læknar í Sovétríkjunuin eru farnir að íækna nærsýni að því skýrt hefur verið frá í útvarpi frá Moskva. í stað þess að Iáta hinn nærsýna hafa gleraugu er sprautað í hann Iyfjum, sem hafa þau áhrif að sjónin verður eðlileg á ný. Læknarnir telja að lækningin sé varauleg en úr því fæst ekki skorið með fullri vissu fyrr en með tím- anum. Fró Ander- senssýningu Vegna 150 ára afmœlis ævintýraskáldsins H. C. Andersens hefur Kon- unglega bókasafnið í Kaupmannahöfn efnt til sýningar á Anderseniana — pað er að segja hand- ritum, bréfum, teikning- um og síöast en ekki sízt bókum sem varpa Ijósi á rithöfundarferil afmælis- barnsins og sigurför verka þess um allar jarð- ir. Hér eru tvær myndir frá sýningunni. Til vinstri skuggamynd úr hebreskri útgáfu á Nœturgalanum. Til hægri heldur Erik Dal bókavörður, sem sett hefur upp sýninguna, á einni hinna skemmtilegu klippimynda, sem H. C. Andersen gerði og gaf vinum sínum. <•>- Vefifæki tínfr físk úr Yötnum með rafstraumi Ný uppfmmng þýzkra fiskiíræoinga vek- ur reiði stangaveiSimarma Nú geta menn setiö í makindum á bakka silungsvatns eða laxár og seitt til sín fisk meö rafstraumi. Strauminn leggur nýtt veiði- tæki til. Það hefur hlotið nafn- ið Salmo-Super og vegur 20 kíló. Stillt eftir fisktegundum. Veiðimaðurinn getur meira að segja valið hvaða fisktegund hann vill veiða af þeim sem fyrirfinnast í vatninu. Hann þarf ekki að gera annað en snúa nokkrum skífum á tækinu og ýta á hnapp. Þýzkir vísindamenn við fiski- rannsóknarstofnunina í Ham- borg hafa smíðað Salmo-Super. Yfirsmiðurinn er eðlisfræðing- ur að nafni dr. Conradin Kreutzer. 200 kíló á hálftíma. Fyrir skömmu var tækið reynt í Rín nærri Worms. Ár- angurinn fór fram úr öllum vonum. Á tæpum hálftíma veiddust 200 kíló af fiski. Vísindamennirnir voru stór- hrifnir en öðru máli gegnir um samtök stangaveiðimanna í Þýzkalandi. Stjórn þeirra lét frá sér fara harðorða fordæm- ingu á þessari villimannlegu veiðiaðferð. Á sumum 'fylkis- þingum í Vestur-Þýzkalandi hafa verið borin fram frum- vörp um að banna með öllu veiðar með Salmo-Super. Hægt að hreinsa vötn. Alllangt er síðan menn kom- ust að raun um það að hægt er að lokka fisk til sín og veiða hann með því að senda rafstraum í gegnum vatnið sem fiskurinn er í. Forskaut á raf- leiðslu er látið í vatnið en bak- skautið jarðtengt. Þegar straum er hleypt á tekur fisk- urinn að synda að skautinu og lamast þegar hann kemur nógu nærri. Þá er hægt að hirða hann með höndunum eða háf. Dr. Kreutzer segir að mark- mið sitt með smíði Salmo-Sup- er hafi verið að gera mögulegt að hreinsa til meðal fiskistofns- ins í veiðivötnum. Með tækinu megi tína úr gamlar geddur og aðra ránfiska, sem gera mik- inn usla meðal sambýlisfiska sinna, og sömuleiðis sjúka og lasburða fiska. Einnig er hægt að hreinsa veiðivötn gersam- lega, ef menn eru ekki ánægð- ir með þær tegundir sem þar eru, og ala upp nýjan stofn. Xýjar áráMr á Kýpur Fjórar sprengjuárásir voru gerðar í Nicosia, höfuðborg Kýpur, í gær. Engan mann sak- aði. Einni sprengju var varpað að húsi brezks ofursta og skemmdist það allmikið. Kveikt var í stórri bifreið sem notuð er til flutninga á skylduliði brezkra hermanna, en enginn maður var í bifreiðinni. 12 menn voru leiddir fyrir rétt i Nicosia í gær, sakaðir um hlut- deild í árásunum í fyrradag. Dæmdur í fangelsi fyrir að taka aftur loginn vitnisburð BandaríkjamaÖurinn Harvey Matusow, sem játaö hefur aö hafa boriö ljúgvitni í tvennum réttarhöldum, hefur veriö dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aö leitast viö aö leiörétta framburö sinn. Dómarinn R. E. Thomason í E1 Paso í Texas úrskurðaði að Matusow hefði „sýnt réttinum lítilsvirðingu" með því að reyna að fá tekið upp aftur mál gegn Clinton E. Jencks, einum af starfsmönnum sambands banda- rískra málmnámumanna. Thom- ason dæmdi Jencks í fimm ára fangelsi fyrir að neita því að liann væri kommúnisti. Mat- usow var aðal vitnið í málinu gegn Jencks. Nýlcga játaði hann að liafa borið ljúgvitni í því máli og öðru máli gegn 12 forystumönnum kommúnista í New York í sami'áði við full- trúa ákæruvaldsins. Þora ekki að kæra Dómsmálaráðuneyti Bandaríkj anna liefur ekki treyst sér til að ákæra Matusow fyrir mein- særi, því að af því myndu hljót- a'st réttarhöld og leggja yrði fram sannanir. I þess stað er það ráð tekið að láta Thomason j ’.íf } '• ’-'úumiiU dómara beita valdi sínu til að fella dóm fyrir að „sýna rétt- inum lítilsvirðingu", en það er hægt án nokkurrar ákæru og málsrannsóknar. Matusow hefur áfrýjað dómn- um og verið látinn laus gegn tryggingu. Bólvin komin út Nýlega kom út í Bandaríkj- unum bókin Ljúgvitni (False Witness) eftir Matusow. Lýsir hann þar þriggja ára ferli sín- um, er hann var launað Ijúg- vitni og bar vitni fyrir dóm- stólum, þingnefndum og öðrum stofnunum. Dómsmálaráðuneyt- ið reyndi að hindra að bókin kæmi út en tókst það ekki. Það er nú kunnugt að a.m.k. 340 menn hafa farizt í jarð- skjálftanum mikla á Mindanao aðfaranótt fimmtudagsins, Mörg hundruð slösuðust hættu- lega og er sumum ekki hug- að líf, en tugir þúsunda misstui heimili sín. Flestir biðu bana þegar flóð- alda sem myndaðist á Iligan- flóa skall á þorpi einu á strönc- inni og skolaði því burt. Kaup hœkkað Óstaðfestar fréttir sem bár- ust til Kaíró í gær hermdu, að konungurinn í Arabarílcinu Jemen, Imam Ahmed, hefði ver- ið settur af. lœkkaður — í Frakklandii Franska stjórnin gaf út til- skipun í gær, þar sem hækku<5 eru lágmarkslaun lægstlaunuðui verkamanna og jafnframt af- numinn söluskattur á ýmsum matvælum, aðallega grænmeti. Bætur handa f jölskyldum í borg um munu einnig verða hæklö* aðar. fftt* HIMfl V * it tfM f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.