Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 1
Þátttakendur í verkfallinu eru beðnir að hafa sam- band við verkfallsskrif- stofuna í Alþýðuhúsinu. Flugfélag íslands stendur á bak við kúg- unarráðstafanirnar gegn Loftleiðum Thorsararnlr eru fengiliðurinn milli Flug- félagsins, oliuhringanna, Vinnuveifenda- sambandsins og rikissfjórnarinnar Enn situr vi'ð það sama að Vinnuveitendasamband ís- lands, olíuhringarnir og ríkisstjórnin banna Loftleiðum að semja við verkalýðsfélögin. Lýsa olíuhringamir og Vinnuveitendasambandið yfir því að Loftleiðir fái ekki dropa af benzíni ef samið verður við verkalýösfélögin, og flugmálaráðherra íhaldsins hefur gefið í skyn að félagið verði svipt ríkisábyrgð fyrir láni ef það semur. Af þessu og þessu einu stafar stöðvunin á starfsemi Loftleiða. Félagið er ekki í Vinnuveitenda- sambandi íslands. Það vildi gera sérsamninga við verklýðsfélög- in, enda var það sjálfsagt hags- munamál þess, þar sem stöðvun- in kostar félagið 250.000 kr. á viku í beinum útgjöldum auk hins óbeina tjóns. En þegar til samninga skyldi koma skárust ríkisstjórnin, Vinnuveitendasam- bandið og olíuhringarnir í leik- inn og stöðvuðu með ofbeldi að samið yrði. | 'jíf Alstaðar thorsarar. Þessi afstaða Vinnuveitenda- sambands-klíkunnar og ríkis- stjórnarinnar stafar ekki aðeins af fjandskap þessara aðila við verklýðssamtökin og kröfur þeirra, heldur kemur þarna einn- ig til greina baráttan milli Flug- félags íslands annarsvegar og Loftleiða hinsvegar. Flugfélag ís- Olíumálið tekið nýju eít- ir páskana fyrir ú Eins og kunnugt er var oliumálinu’ frestað hinn 24. f.m., á fjórða degi málflutn- ingsins í Hœstarétti. Var þessi frestun byggð á því að afla þyrfti nokkurra gleggri upplýsinga og frekari gagna. Þessar nýju upplýsingar lágu fyrir hinn 29. marz. Átti að halda málflutningnum áfram sídegis þann dag en þá and- aðist annar verjandinn, Ein- ar Arnórsson, um hádegisbil- ið. Nú hefur verið ákveðið að olíumálið verði tekið fyrir að nýju til flutnings í Hæsta- rétti eftir páska, annaðhvort 14. eða 15. apríl n.k. Verjandi í stað Einars heitins Arnórs- sonar verður nú Guðmundur Ásmundsson hdl., en hann er gagnkunnugur þessu máli, flutti það f. h. Sigurðar Jón- assonar o. fl. í héraði. Þetta er fyfsta prófmál Guðmund- ar fyrir Hœstarétti. lands sér nú leik á borði að kreppa kosti Loftleiða sem mest og ganga helzt af félaginu dauðu. í Flugfélaginu eru thorsararnir sem kunnugt er áhrifamestu hluthafarnir. Ríkisstjómin lýtur forsæti thorsara. í Vinnuveit- endasambandi íslands hefur thorsari forustuna. Shell er eitt af auðfélögum thorsaranna og þeir hafa þannig úrslitaáhrif á starfsemi olíuhringanna. Það eru því hæg heimatökin fyrir Flug- félag fslands að skipuleggja bar- áttuna gegn keppinautnum — á sama hátt og áður var búið að bola Loftleiðum frá öllum flug- ferðum innanlands. * Krókódílatár. Nú hlakkar í þessari auðklíku yfir því að hafa getað kúgað L'oftleiðir og komið lélaginu á kné. Ekki má þó sýna þann fögn- uð opinberlega, og þess vegna gráta ofbeldismennirnir krókó- dilatárum í stjórnarblöðunum yf- ir afleiðingum verka sinna. Sá ieikaraskapur blekkir þó engan. Almenningur þekkir staðreynd- irnar og veit að þarna er fjand- skapurinn við verkalýðsfélögin jafnframt hagnýttur til þess að klekkja á atvinnurekenda sem ekki er í náðinni hjá þeim voldugustu. Sáttanefnd og deiluaðilar ræða Loftleiðamálið Sáttanefndin í vinnudeilunni hóf fund með deiluaðilum kl. 2 í gær. Var fundi framhaldið eft- ir kvöldmat og var ekki lokið þegar blaðið fór í pressuna. Hafði til þess tíma einvörðungu verið rætt um Loftleiðamálið. 3864 króour 3864 kr. er upphæð sem allir landsmenn þurfa að festa sér vel í minni. Það er sú uppliæð sem Dagsbrúnarverka- maður myndi fá í mánaðarkaup, ef gengið væri að ölliun kröfum félagsins og hann ynni allar stundir og sleppti aldrei úr degi. Er nokkur sá maður til sem heldur því fram að fjöl- skylda gæti lifað mannsæmandi lífi af Iægra kaupi? Er nokkur sem dirfist að halda því fram að kröfurnar séu ósanngjarnar? Eflaust heyrast slíkar kenningar í kokkteilpartíum heildsalafrúnna í fínu pelsunum og milljónaranna í doll- arabílunum, fólksins sem hirðir liundruð þúsunda og milljónir í árskaup og lifir lúxuslífi sem vandfundið mun meðal annarra. þjóða. En fólkið í landinu, vinnandi menn til sjávar og sveita, veit að kröfur verkanjanna eru full- komið réttlætismál, sem ekki verður hvikað frá. Sú klika sem nú hefur stöðvað framleiðsluna í 15 daga og kastað milljónatugum á glæ til þess að berjast gegn því að verkainenn hafi 3864 kr. í mánaðarkaup ætti að hug- leiða það á milli kokkteilanna og viskísjússanna að í þessu máli hefur hún á móti sér einliuga þjóð — og það vald er sterkara en allt fé innlendra auðburgeisa, þótt \ið séu lagðar milljónamútur frá erlendu hemámsliði. 76 kínverskir stúdentar fá að fara heim frá Bandaríkjunum Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að þaö heföi veitt 76 kínverskum stúdentum, sem haldið hef- ur verið nauðugum i landinu, heimfararleyfi. Borgarbílstöðin stofnar enn til verkfallsbrota ÞaS var Borgarbllsfö'Öin sem safnaði slagsmálaliÖi gegn verkalýÖnum 1952 l gær fyrir hádegi gerðu 10 bílar eða fleiri tilraun til þess að smygla benzíni í bæinn en voru stöðvað- ir af verkfallsvörðum. Var farið með bílana niður að Hálogalandi og tók lögreglan í sína vörzlu bíl- lykla nokkurra smyglaranna. Benzínsmyglarar Borgarbíl- stöðvarinnar voru brátt stöðv- aðir af verkfallsvörðum uppi hjá Smálöndum. Myndaðist þar brátt mikil umferðastöðvun, því að smyglararnir voru ekki á því að hleypa vegfarendum er ekkert höfðu af sér brotið gegn verk- fallsmönnum frain hjá sér. Var lögreglan kvödd uppeftir og varð samkomulag um að benzin- smyglararnir færu með lögreglu og fulltrúum verkfallsvarða nið- ur að Hálogalandi. Þegar þangað kom víldu Borgarbílstjórarnir ekki láta leita hjá sér né af- henda benzinið. Nokkrir stungu af á leiðinni í bæinn. Loks varð samkomulag um að lögreglan geymdi lyklana að bílum smygl- aranna fyrst um sinn. Það voru einmitt bílstjór- ar af Borgarbílastöðinni sem söfnuðu slagsinálaliði gegn verkalýðnum 1952, eins og frægt er orðið. Virðast for- ráðamenn Borgarbílstöðvar- innar líta á það sem sérstakt hlutverk sitt að troða illsakir við verkalýðssamtökin. Láti þeir ekki af uppteknum hætti hlýtur alþýða bæjarins að líta á Borgarbílstöðina sem fjandsamlega verkalýðnum, og svara því á viðeigandi hátt. Þessir bílar voru þátttakendur í benzínsmyglaraflotanum í gær: G 255, R 2143, R 6401, R 312, R 1785, R 3230, R 155, R 3536 R 824, R 2167. Orðsending frá Sjómannaféiagi Reykjavíkur Styrkjum verkfallsmenn Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur vill liérmeð hvetja þá meðlimi félagsins, sem enn eru í atvinnu, að taka virkan þátt í þeirri söfnun' sem nú er haf- in til styrktar því fólki, sem í verkfalli stendur. Framlögum ver&ur veitt mótttaka í skrifstofu fé- lagsins. Sjómenn, athugið að kaupgjaldsbaráttan er háð fyrir samtökin í heild. v Reykjavík, 2. apríl 1955 Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkurt -<8> <•>- 4> Þegar alþýðustjórnin tók við völdum í Kína voru fjölmargir kínverskir menntamenn við nám í Bandaríkjunum. Margir þeirra hurfu þá þegar heim, en enn fleiri urðu þó eftir til að ljúka námi sínu. Þegar Kór- eustríðið brauzt út ákvað Bandaríkjastjórn að neita öll- um kínverskum stúdentum um heimfaraleyfi. ■» Hún hélt því fram, að aðeins örfáir þessara manna vildu fara heim til Kína, en bar fram þá ástæðu fyrir heimfararbann- inu, að þekking þeirra og lær- dómur gæti komið kínverska hernum að notum. í vetur sagði utanríkisráðu- neytið að aðeins 25 kínverskir menntamenn héldu fast við um- sóknir sínar um heimfararleyfi, en nú hefur það eins og áður segir veitt 76 heimfararleyfi. Svifflugstarfsemi sýnd börnum í dag Sunnudagaskólinn á Reykja- víkurflugvelli hefst í dag kl. 2 síðdegis. Svifflugfélag íslands býður þá börnum að skoða starf- semi félagsins, svifflugur og ann- að þess háttar. Hinsvegar verð- ur flugvöllurinn sjálfur og önn- ur starfsemi þar ekki til sýnis í dag. Inngangur á flugvöllinn verður frá Miklatorgi, en börnin eiga ;að. safnast saman við stjórnturnjnn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.