Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 3. april 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Einstaka mönnum cr s6 náðargáfa gefin að vera svo hjartahlýir að engin frost mannlífsins megna að kæla hug þeirra. Einn þeirra hygg ég vera Svein Guðjónsson frá Raufarhöfn. Hann verður sjötugur á morg- un. — í>að er ekki mikið sem ég hef að segja um ævi mína, svaraði hann fyrstu spum- ingu minni. Það bregst sjald- an að bak við hógværustu svörin búi margháttuðust lífs- reynsla. — Ég er fæddur í Helgu- gerði á Húsavík 4. apríl 1885, sagði Sveinn; það er nú fallið og horfið. Ég fæddist þar, og eftir því sem mamma hefur sagt mér var ég á heljarþröm- inni, en svo fór ég til vanda- lausra þá, barnið. Fór í Heið- arbót í Reykjahverfi. • Leit aldrei föður sinn — Móðir mín hét Sigurbjörg Davíðsdóttir, hún var aust- firzk að ætt. Faðir minn hét Guðjón Guðlaugsson. Hann var Þingeyingur. Hann þekkti ég ekki neitt, sá hann aldrei. Hann hrapaði úr Lundey um svipað leyti og ég fæddist. Gamall maður sem viðstaddur var sagði mér af því mörg- um árum síðar. • Jólagaman manns — Ég var í Heiðarbót til 4-5 ára aldurs og fór þá til mömmu á Húsavík. Ég var þó ekki lengi hjá mömmu, fór að Kvíslarhóli á Tjörnesi. Konan þar hét Guðrún Jónatansdótt- ir, maður hennar Frímann Þorgilsson. Þar var ágætt að sumu leyti. Mér líkaði ágæt- lega við konuna, ekki við manninn. 1 þá daga var alltaf verið að segja unglingum drauga- og skrímslasögur. 'Einu sinni bað bóndinn mig að koma með sér niður að sjó, þar hafði hann kindur. Þetta var á að- fangadagskvöld jóla. Ég gleymi því aldrei. Það var glaða tunglsljós. Leiðin niður í fjöruna lá um kamb. Þar grípur mig einhver hræðsla. Ég segist ekki þora niður, segist vilja bíða þar til hann komi aftur. Viltu þá heldur að ég fari í skrímslin? segir bóndi og fer. Svo bíð ég og bíð. Skil ekki hvað hann geti verið að gera svo lengi. Geng um gólf. Bíð. Það þykknar í lofti, en samt sé ég að ein- hver skepna kemur skríðandi á fjórum fótum upp kambinn. Það grípur mig ofsahræðsla og ég hleyp heim. Það var nokkuð langt að fara, uppí móti og erfitt að hlaupa. Það var á þarna og brú á henni. Þegar ég er kominn yfir ána sé ég að skepna þessi rís upp. Þetta hafði þá verið húsbónd- inn sjálfur. Hann kallaði, en ég anzaði ekki og hélt áfram að hlaupa þar til ég kom heim til konunnar er ég kallaði fóstru mína. Þar hneig ég niður. Þegar ég hafði jafnað mig krafði hún mig sagna. Hún tók bónda sinn svo til bænar að hann endurtók ekki þessa skemmtun sína. • Föðurlaust barn Sveinn leit föður sinn aldrei, sem fyrr segir. Systkini hans voru mörg og í þá daga þóttu það ekki búvisindi á íslandi að hópur föðurlausra bama yxi upp hjá móður sinni. Sveinn heldur sögu sinni á- fram: — Frá Kvíslarhóii fór ég til Húsavíkur aftur. Var þar einn vetur, — í skóla. Kennarinn var ungur, frískur og fjörug- Svelnn Guðjónsson HANN STRAUK aði mér á fótunum og var mér félagi og vinur. • Líkkis'ta í ágústmyrkri — Starf mitt var að gæta ánna. Leið svo fram í ágúst miðjan. Vanalega fór ég út að smala kl. 5-6 að morgni. Það var oft kalt í regnblautum fötum. Matur var enginn fyrr en ég kom heim með ærnar. Síðan var ég yfir ánum til kvölds. Á þessum árum geisaði bamaveiki. Eitt barnið á heimilinu var veikt af barna- veiki. Svo var það eitt kvöld- ið er ég kom heim að ég fleygði mér uppgefinn í fletið og sneri mér til veggjar. Það var svarta myrkur. Svo sneri ég mér fram, og í horninu á móti mér sá ég glampa í eitt- hvað, og þá fór nú hjartað í mér að titra. Þrátt fyrir hræðsluna varð ég að vita hvað þetta var. Ég sá undir eins er ég kom að þessu að það var líkkista og hafði glampað á skrúfumar í lok- inu. Mér var nú nóg boðið. Tók þessar litlu föggur sem ég átti og flýði út. Fyrst sótti ég ærnar og rak þær heim. Svo bjóst ég til stroks. ur. Mér hefur aidrei fallið hann úr minni. Hann var Garðar Gíslason, síðar kaup- maður, bróðir Ingólfs læknis. Frá Húsavík fór ég enn. I þetta sinn að Knútsstöðum í Aðaldal til Davíðs Kristjáns- sonar og Helgu Kristjánsdótt- ur. Og enn fór ég til Húsa- víkur — og þaðan aftur í Bárðardal um sumarið. Hús- bóndi minn hét Xngólfur Sig- urðsson. Að liðnu sumri fór ég enn til Húsavíkur. Þá var ég á 10. ári. Ekki varð við- dvölin löng á Húsavík, því brátt fór ég norður í Keldu- hverfi, að Eyvindarstöðum. • Lyngskór á litlum fótum — Hvað átti ég nú að gera. Reyndi ég að fara heim til mömmu sömu leið og ég hafði verið fluttur myndi ég bráð- lega nást. Ég hafði aðeins heyrt getið um annan veg vestur til Húsavíkur, Blá- skógaveg. Ég ákvað að fara þá leið. Þegar kemur inn fyrir Bláskógaveginn taka við svo- nefndar Hellur. Þar setti yfir niðaþoku. Þá réð ég af að vera kyrr heldur en eiga á hættu að villast út í opinn heiðageiminn. Þarna var ég á annan sólarhring í niðaþoku. Lifði á berjum. Át mest blá- ber og aðalber því ég hafði fundið að ég varð svengri af krækiberjum. Hundinum kenndi ég að éta ber líka. Gaf honum þau úr lófa mínum, og eftir það þurfti ekki að hjálpa honum, hann gekk sjálfur á lyngið. Það birti upp að morgni, þá hélt ég aftur áfram. Hafði tapað slóðanum en fann hann aftur eftir nokkra göngu. Hafði ég þá gengið niður úr öllu, sokkum og skóm, gekk á berum fótunum. Þá varð mér það fyrir að rífa lyng og leggja undir iljarnar, utanum þetta vafði ég því sem eftir var af sokkunum. • Nafnlaus íslenzk kona í heiðarbýli — Hélt ég svo áfram götu- slóðann þar til upp úr miðjum degi að ég sé að það er farið að verða sveitarlegt umhverf- is. Þetta varð. Skömmu síð- ar kem ég að bæ, — Heiðar- bót, fyrsta bænum sem ég hafði verið á strákur! Ég ber að dyrum og kemur kona út. — Hvað er þetta blessað barn, hvaðan kemur þú ? sagði konan, er hún hafði virt fyrir sér útganginn á mér. Mér vafðist tunga um tönn, en sagði: Ég er hálfgerður villigöltur. Sagði ég henni svo allt af létta. Hún sagðist ekki þora að ‘bjóða mér inn (vegna barnaveikinnar) en bað mig bíða. Og brátt kom hún aftur með indælan mat, og ekki gleymdi hún heldur hundin- um mínum. Svo hvarf hún inn í bæinn aftur og kom til baka með sokka og nýja skó og sagði mér að fara í. Mér varð stirt um mál, en en ég tók í liönd hennar og sagði: Ég veit að guð blessar þig. Ég gleymdi að spyrja kon- una að heiti. • Nú mátt þú fara heim — Þá hélt ég af stað út á Húsavík — og þurfti nú ekki að segja mér til vegar. Eins og mig hafði grunað hafði • Ekki hafður með fólki — Maður að nafni Svein- ungi frá Byrgi sótti mig. Hann fór með mig um Tjör- nes og yfir Tunguheiði. Bónd- inn á Eyvindarstöðum hét Flóvent. Hann bjó með ráðs- konu, hafði misst konu sína, en átt með henni eina dóttur er var lítið eitt yngri en ég. Ráðskonan hét Sigurbjörg Emilía og var Bjömsdóttir. Þegar ég hafði verið þarna nokkurn tíma fluttust þangað hjón með böm. Maðurinn hét Isak. Fór þá að þrengjast í Bárðarbás. Þá skipti um fyrir mér. Þá var ég ekki hafður með fólki lengur heldur var ég látinn sofa frammi í bæj- ardyrum. Á þeim var mjór gluggi er gaf daufa birtu. Það var því dimmt í skotinu þar sem ég átti að sofa. Lá ég þama með fatadruslur mínar ofan á mér, — sæng var engin. Ég get ekki sagt það öðravísi en það er: þama var hundabælið. Þarna hafði ég tryggða- tröllið mitt: hvolp sem hlýj- Ilug-sið ykkur að Mosfellsheiðin byrjaði við Elliðaámar og að henni lægju aðalóbyggðir Ianðsins. Hugsið ykkur að drengurinn ykkar þyrfti að strjúka berfættur úr einhverju hundabæli hér í bænum og þramma einn alia leið til ÞingvaJla yfir vegleysur og slóða sem hann hefði aldrei farlð. Þetta væri ekki miklu lengri leið en Sveinn strauk frá Eyvindarstöðum. — Husavík er rétt neðan við miðju yzt til vinstri á kortinu. Eyvindarstaðir eru á miðju korttnu til hægri. Strikalínan þaðan sýnir leiðina sem Sveinn strauk, en Heiðarbót er þar sem strikalínan endar, neðst á kortinu til vinstri. verið safnað múg og marg- menni að leita að mér. Þegar leitin hafði orðið árangurslaus fór húsbóndi minn til mömmu á Húsavík. En þótt leitar- menni'rnir væru hættir og famir var hann enn á Húsa- vík. Það kvisaðist fljótt að ég værin kominn heim til mömmu. Var sent eftir mér strax og það fréttist. Mátti ég gera mér það að góðu að fara á fund hreppsnefndar- innar sem strokumaður. Ég varð að fara aleinn. Þórður Guðjónsen var þá í hrepps- nefndinni. Margt manna var þar fyrir og fór mér, strákn- um, ekki að lítast á blikuna innan um alla þessa höfð- ingja. Þá segir Þórður: — Af hvaða ástæðu fórstu að strjúka? Mér vafðist tunga um tönn. — Segðu bara sann- leikann, drengur, afdráttar- laust hversvegna þú fórst að strjúka. Ég herti upp hug- ann og sagði alla sólarsöguna frá upphafi til enda. Þórður Guðjónsen var skap- mikill maður, Honum varð það fyrst að ganga um gólf steinþegjandi um stund, unz hann sneri sér að húsbónda mínum og sagði hvatlega: — Er það satt sem drengurinn segir? Ég get ekki trúað því. — Því miður er það satt, varð húsbóndi minn að viður- kenna. Leið nú stund unz Þórður klappaði á kollinn á mér og sagði: — Jæja, Sveinn minn, þér er ekki alls varnað. Nú máttu fara heim. Svo sneri hann sér að húsbónda mínum 'og mælti þunglega: — Ég get sagt þér það að þennan dreng færð þú ekki með þér aftur. • Hestasveinn á hátíðardegi — Ég var nú á Húsavík hjá mömmu til vors. Þá fór ég að Litlu-Tjömum í Ljósavatns- skarði. Þar bjó Páll Jónsson, bróðir Halldórs Jónssonar bankagjaldkera. Hjá honum var ég tvö ár. Á Litlu-Tjörn- um hafði ég mikið að gera, Verstur var vatnsburðurinn fyrir bæ og skepnur. Tréföt- urnar voru þungar, sílaðar af frosti. Ég var oft yfir mig þreyttur. Þó var gott að vera þar. Ég var þar aldamótaárið, Þá var mikil hátíð að Ljósa- vatni. Þangað komu Eyfirð- ingar og Þingeyingar. Mikið f jölmenni. Ég var hestasveinn. Þetta var mjög skemmtilegur1 dagur. Um kvöldið þegar við komum heim rétti húsbóndi minn mér 5 krónur. Það voru miklir peningar. • Maður og hestur í hríð og myrkri — Frá Litlu-Tjörnum fór ég á 13. ári að Draflastöðum í Fnjóskadal til Karls Sigurðs- sonar, bróður Sigurðar skóla- stjóra á Hólum í HjaltadaL Á Draflastöðum var ég önn- ur tvö ár. Annan veturinn eft- ir hátíðir bað Karl mig að fara með áburðarhest undir rúgmjöli út á Flateyjardal, Það var þykkt loft um morg- uninn. Það var slóð eftir menn með hest og sleða frá því deginum áður, en hafði skafið svo erfitt var að rekja slóðina. Niður í Flateyjardal þarf að fara hálfgert einstigl, Framhald á 9. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.