Þjóðviljinn - 03.04.1955, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria REMARQUE:
/■-------------------------'>
Að elska ...
. •«og deyfa
t *
V__________________________/
5. dagur
falið flöskuna í fjaðradýnunni; þess vegna hafði þjófur-
inn ekki fundið hana. Hann hafði líka stungið niður
glasi. „Hér kemur hún. Viö verðum að drekka úr henni
í pukri, svo að enginn taki eftir því. Annars kærir frú
Lieser okkur fyrir aö hlakka yfir óláni þjóðarinnar“.
„Það er tilgangslaust að pukrast ef maöur vill kom-
ast hjá athygli. Það er ég búin að læra“. Elísabet tók
glasið og drakk. „Dásamlegt“, sagði hún. „Einmitt það
sem ég þarfnaðist. Nú er eins og viö séum á útiveitinga-
húsi. Ertu líka með sígarettur“. t
„Ég kom með allar sem við áttum“.
„Gott. Þá höfum við allt sem við þurfum".
„Ætti ég ekki að ná 1 meira af húsgögnum?"
„Þeir hleypa þér ekki inn í húsið lengur. Og við höfum
ekkert við þau að gera. Viö gætum ekki einu sinni haft
þau meö okkur þangað sem við ætlum aö gista í nótt,
hvar sem það þá veröur“.
„Annað okkar getur staöið vörð meöan hitt leitar að
afdrepi".
Elísabet hristi höfuðið og lauk úr glasinu. Um leið
hrundi þakið á húsi hennar. Veggirnir virtust riða. Svo
hrundi gólfið á efstu hæðinni. íbúarnir niðri á götunni
stundu. Neistar flugu út um gluggana. Logar teygðu sig
upp gluggatjöld. „Hæðin okkar stendur enn“, sagöi
Graber.
„Þaö verður ekki lengi“, svaraöi maður fyrir aftan
hann.
„Því ekki?“
„Því skylduö þið standa betur að vígi en við? Ég hef
átt heima uppi í þakhæðinni í tuttugu og þrjú ár, ungi
maður. Nú er hún aö brenna. Því skyldi ykkar hæð þá
ekki brenna?“
Gráber leit á manninn. Hann var magur og sköllóttur.
„Ég hélt að svona lagað væri háð tilviljunum en ekki
siðfræði“.
„Þaö er háð réttlætinu. Ef þú skilur hvaö það táknar“.
„Ekki beinlínis. En þaö er ekki mín sök“, Gráber
brosti. „Þú hlýtur að hafa átt erfiða daga ef þú trúir
enn á það sjálfur. Á ég aö gefa þér glas af vodka. Það
er betra en að hneykslast“.
„Nei þakk. Eigðu snapsinn þinn sjálfur! Þér veitir
ekki af honum þegar hæöin þín brennur“.
Gráber stakk flöskunni niöur aftur. „Viltu veðja um
að hún brenni ekki?“
„Hvað þá?“
„Ég spurði hvort þú vildir veðja“.
Elísabet hló. Sköllótti maðurinn starði á þau bæði.
„Þú vilt veðja. Hvílík ósæmandi léttúð! Og þér, ungfrú,
þér hlægið aö honum. Þetta er of langt gengið!“
„Hví skyldi hún ekki hlæja?“ spurði Gmber. „Það er
betra að hlæja en gráta. Einkum þegar hvort tveggja
er þýöingarlaust".
„Þiö ættuð að biðja! “
Veggur hrundi. Hann braut gólfið á hæöinni fyrir ofan
íbúð Elísabetar. Frú Lieser fór að kjökra ákaft undir
regnhlífinni. Fjölskyldan við eldhúsboröið var að hita
gervikaffi á sprittlampa. Konan í rauða flosstólnum
breiddi dagblöð yfir arma og bak stólsins til að verja
hann fyrir regninu. Barniö í vöggunni fór að gráta.
„Og þá er þetta tveggja vikna heimili okkar úr sög-
unni“, sagði Gráber.
„Réttlæti“, sagði sköllótti maöurinn ánægður.
,,Þú hefðir átt að veðja. Þú heföir unnið“.
„Ég er ekki efnishyggjumaöur, piltur minn“.
„Hvers vegna varstu þá aö kvarta þegar íbúðin þín
brann?“
„Það var heimili mitt. Þú skilur það sjálfsagt ekki“.
„Nei, sennilega skil ég þaö ekki. Þýzka ríkið geröi of
snemma úr mér ferðalang“.
„Þú mátt þakka fyrir það“. Sköllótti maðurinn strauk
sér um munninn og ræskti sig. „En hvað sem því líður
gæti ég þegið glas af vodka núna“.
„Nú stendur það ekki til boða. Þú skalt biðja í staöinn“.
Eldtungur teygðu sig út um gluggana á herbergi frú
Lieser. „Þar fer skrifboröið“, hvíslaði Elísabet. „Skrif-
borð slefberans og allt sem í því er“.
Söngfélag verkalýðssamfakanna
Framhaid af 6. síðu.
sem það hefur flutt hefur hin
gamla arfleifð, þjóðlög, þjóð-
kvæði og ættjarðarsöngvar,
tengst baráttu- og ættjarðar-
ljóðum dagsins í dag.
Flestir hafa nautn og yndi
af söng, þessari alþýðlegustu
listgrein allra tíma. En mönn-
um er ekki sama hvað þeir
syngja eða hlusta á sungið.
Innihald laga og Ijóða verður
að snerta menn, lyfta hugan-
um, auðga tilfinningalífið.
Þarna álít ég að sé að finna
skýringuna á vinsældum Söng-
félags verkaiýðssamtakanna.
Söngur þess hefur verið þrung-
inn lífi og anda, sem er í sam-
ræmi við eðiilegustu lífsviðhorf
hvers heilbrigðs og óspillts al-
þýðumanns. Hann gleður, hvet-
ur ög göfgar.
Það er nú sýnt, eftir fimm
ára starfsemi þessa kórs, að
stofnun hans var mjög mikil-
eimilisþáttur
PEYSUHUGLEIÐINGAR
Peysur eru sígildar flíkur,
sem alltaf eru jafnvihsælar,
hvað sem líður hliðarhoppum
tízkunnar. Og þótt þær hafi
tekið miklum breytingum und-
anfarin ár, þá eru þær breyt-
ingar hægfara og beinast allar
að því að gera þessar ágætu
flíkur enn nytsamlegri, hent-
ugri og fjölbreytilegri. Peysa
og pils er nokkurs konar ein-
kennisbúningur vinnandi kvenna
og skólastúlkna. Á stóru mynd-
hér að ofan er algengasta
sniðið á hversdags- og vinnu-
peysum. Bolur og ermar
út í eitt, ermarnar rétt fram
fyrir olnboga, líning í hálsinn
og stroff í mittið. Einnig
jerseypeysur með þessu sniði
mjög algengar og vinsælar.
Hinar tvær peysurnar eru
kuldapeysur eða sportpeysur.
löngu stroffi framan á erm-
unum. Sennilega væri hún þó
hentugri ef hún væri örlitlu
siðari, en þá mætti ekki auka
ær eru báðar tilvaldar skíða-
eysur. Alhvíta peysan er úr
íjög grófu golgarni, við og
imgóð, há í hálsinn og
eins mikið út ofanvið stroffið.
Hin peysan er með mynstur-
i bekk neðan við hálslíninguna
j og efst á ermu«um. Bekkurinn
j er mjög einfaldur og auðprjón-
aður, tvær mjög dökkar rendur
umhverfis breiðari, ljósari rönd,
aðskildar með rönd úr aðallitn-
um. Sameiginlegt flestum gróf-
j um sportpeysum nú orðið er að
i þær eru háar í hálsinn, vel víð-
i ar og axlasaumurinn er mjög
neðarlega, oft 5-10 cm neðan
við brúnina á öxlinni. Það er
yfirleitt vandalítið að prjóna
þær sjálfur, aðalatriðið er að
þær séu nógu víðar. Og eigi að
þær mikið er að sjálf-
sögðu heppilegra að velja ekki
í þær mjög ljósa liti, því að.
fæstar peysur fríkka við of
þvotta.
vægt spor í menningarbaráttu
verkalýðshreyfingarinnar og
má vera að sá atburður verði
síðar talinn hafa markað tímá-
mót. Á þessum fimm árum
hefur verið unnið merkilegt
brautryðjendastarf, fengizt hef-
ur reynsla, sem læra má af og
byggja á áframhaldandi starf.
Hin skipulögðu samtök, verka-
lýðsfélögin og Alþýðusamband-
ið, þurfa nú að taka þessi mál
fastari tökum. Þau þurfa ,að
veita þessum brautryðjendum
allan stuðning og bæta aðstöðu
þeirra. Þau þurfa að koma upp
söngflokkum á vegum verka-
lýðshreyfingarinnar á þeim
stöðum þar sem þess er nokk-
ur kostur, greiða fyrir efnileg-
um mönnum til tónlistarnáms,
sem geri þeim fært að taka að
sér stjórn kóra og hljómsveita
á hinum ýmsu stöðum þar sem
skortur er á stjórnendum o. s.
frv.
í þessu sambandi ber einnig
að minnast á Lúðrasveit verka-
lýðsins, sem stofnuð var fyrir
.tveim - árum og þegar hefur
■unnið mikið og gott starf þrátt
fyrir erfið skilyrði. Þá starf-
semi þarf einnig að efla og
styðja.
Einnig þarf að vinda bráðan
bug að þvi að koma upp hlið-
stæðum hópum til iðkunar leik-
listar, en á því sviði er nú mik-
il gróska í íslenzku þjóðlifi.
Slíkir leikhópar á vegum
verklýðshreyfingarinnar myndu
skapa nýja túlkunarmöguleika
fyrir hin mörgu róttæku skáld
okkar.
Halda mætti áfram að telja
verkefnin á sviði menningar-
baráttu verkalýðsins, en ég læt
þó staðar numið. En þetta eru
verkefni, sem verkalýðshreyf-
ingin fær með engu móti skot-
ið sér undan ef hún ó að vera
hlutverki sínu vaxin.
Söngfélag verkalýðssamtak-
anna vísar veginn og starf þess
á að verða upphaf að öflugu og
auðugu menningarlífi * á veg-
um verkalýðsfélaganna.
Á. A.
Allt fyrir kjötverzlanir.
Siici S03EQ ■ Þórtm H. Teitsson • Crtttojétr 3
LIGGUR LEIÐIN
FIokkMFliaii
1. ársfjórðungur féll í gjald-
daga 1. janúar. Greiðið flokks-
gjöld ykkar skilvíslega í skrif-
stofu flokksins.