Þjóðviljinn - 13.04.1955, Side 1

Þjóðviljinn - 13.04.1955, Side 1
 Miðvikudagur 13. apríl 1955 — 20. árgangur — 82. tölublað Samnmgafmiclur hefur verið boðaður klukkan 5 í dag. Utifundur á lækjartorgi kl. 6 í dag Eðvarð Sigurðsson Eggert Þorsteinsson Björn Bjarnason Guðmundur J. Guðmundsson Atvmnurekendur og ríkisstjórn kafa sóað á annað hundrað milljónum í styrjöldina gegn verklýðsfélögunum Fjölmargir atvinnurekendur vilja semja við verkalýðssamtökin ] án hfiss afi atvinnurekendur Off ríkis- & kaupi. Sama dag var hins Tanar Síl H 0 fl Vr Páskarnir liðu án þess að atvinnurekendur og ríkis stjóm gerðu nokkurt handarvik til að leysa vinnudeilum- ar. Þessir aðilar hafa nú stöðvað framleiðsluna í fjórar vikur í því skyni einu að reyna að svelta verkfallsmenn til undanlátssemi. Þeir hafa nú þegar sóað fyrir þjóðinni upphæð sem nemur á annað hundrað milljónum króna og hefði hrokkiö til að uppfylla allar kröfur verkalyðsfé- laganna á annað ár! Virðast ríkisstjórn og ofstækisfyllstu atvinnurekendurnir staðráðnir í því aö halda þessum einstæðu skemmdarverkum áfram enn um sinn, þótt dag- vaxandi andstaða sé nú meðal atvinnurekenda gegn þess- um vinnubrögðum. Þannig urðu hörö átök á fundi í Vinnuveitendasambandi íslands s.l. laugardag, og var til- laga um að gera verkalýðsfélögunum nýtt og hærra til- hoð felld með aöeins fjögurra atkvæða mun. Fundur deiluaðila var hald- þar ekki neitt; atvinnurekend- inn s .1. laugardag og gerðist ur buðu þar ekki eyrishækkun á kaupi. Sama dag var hins vegar haldinn fundur í Vinnu- veitendasambandi fslands og kom þar fram mjög mikill á- greiningur og harðar deilur. Sjá ýmsir atvinnurekendur fram á að fyrirtæki þeirra verði gjaldþrota ef eins verður hald- ið áfram,, og báru þeir fram tillögu um að atvinnurekendur gerðu verkalýðsfélögunum nýtt og hærra tilboð en þær ,,7% kjarabætur“ sem síðast voru nefndar. Tillaga þessi var felld með aðeins fjögurra atkvæða mun, og voru hörðustu and- stæðingar hennar milliliðaokr- aramir og hermangaramir með Kjartan Thors í broddi fylking- ar. ^ Tapar 50.000 kr. á dag. Tjónið af framleiðslustöðvun atvinnurekenda og ríkisstjórn- arinnar er þegar orðið geysi- legt og fer stighækkandi með hverjum degi. Varlega áætlað mun það nú þegar nema á ann- að hundrað milljónum króna. Þegar togararnir stöðvast nú allir bætist enn við milljónatjón á hverjum degi. Sem dæmi um herkostnað atvinnurekenda má nefna að Vélsmiðjan Héðinn mun tapa 50.000 kr. á dag, þannig að hún ein hefur þegar tapað á aðra milljón síðan verk föllin hófust. Framhald á 5. síou. Hannibal Valdimarsssan Samninganefnd verka- lýðsfélaganna boðar verk- fallsmenn og aðra bæjar- búa til útífundar á Lækjar- torgi kl. 6 í dag. Ræöumemi verða þessir: Eðvarð Sigurðsson Eggert Þorsteinsson Björn Bjarnason Guðm. J. Guðmundsson Hannibal Valdimarsson Verkfallsmenn eru hvatt- ir til aö fjölmenna á fund- inn og allir þeir Reykvík- ingar sem styðja baráttu verkafólks fyrir mannsæm- andi lífskjörum. j | M S karlar og konur eru alvar- j lega minntir á að mæta til I verkfallsvörzlu. Skriístoía Iðju, álþýðuhúsinu Varði 80-90% barna lömunum í íyrstu iilraun Bóluefni bandaríska læknisins Jonas Salk viö lömun- arveiki hefur reynzt koma að verulegu gagni að verja börn sýkingu og lömunum og notkun þess er hættulaus. Bóluefnið var reynt í fyrra- sumar á 410.000 skólabörnum víða um Bandaríkin. Til saman- burðar fylgdust læknar með hálfri annarri milljón barna sem ekkert bóluefni var gefið. í gær birti Thomas Francis, prófessor við Michiganháskóla, sem stjórnaði skýrslugerð um til- raunina, niðurstöðurnar af úr- vinnslu starfsmanna sinna. Hundruð visindamanna og frétta- manna voru komin til háskóla- Framhald á 5. síðu. Bólusetning hár j ■ Dr. Björn Sigurðsson skýrði | frá því í Ríkisútvarpinu í : ■ gærkvöldi að gerðar hefðu: verið ráðstafanir til að fá : ■ bóluefni gegn lömunarveiki ■ ■ hingað til lands. Miðað er að : i»ví að bólusetja 20.000 börn ■ ■ innan 15 ára aldurs. * B Tilhögun bólusetningarinnar ■ ■ verður auglýst síðar. 300 þúsund kr. í verkfallssjóði Verkíallssjóðnum hafa bætzt ágætar upphæðir undanfarna daga og er söfnunin nú komin upp í 300 þúsund krónur. Þessi verklýðsfélög hafa bætzt í hópinn með framlög frá því síðast var skýrt frá söfnuninni: Verklýðsfélag Akraness kr. 3000 og söfnun á Akranesi kr. 2050, Verklýðs- og sjómannafélag Mið- neshrepps kr. 1000 og söfnun í Sandgerði kr. 5670, Vélstjóra- deild Dagsbrúnar kr. 2400, Verzl- unarmannafél. Selfossi kr. 1210, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja kr. 5000, Fólag rafvirkja kr. 5000 og auk þess söfnun kr. 4945, Prentarar, söfnun kr. 7950, Starfsmenn í Mjólkurbúi Flóamanna kr. 1600. Verka- mannafélagið ,,Þór“, Selfossi kr. 3000. Söfnun á Self-ossi kr. 4560. Starfsfólk KRON kr. 6000. Starfs- stúlkur í brauða- og mjólkur- búðum, söfnun, kr. 6000, Verk- lýðsfélag Hveragerðis kr, 2800. Söfnun í Hveragerði kr. 1770. Félag sýningarmanna í kvik- rrtyndahúsum kr. 500. Verkalýðs- félagið „Esja“, Kjós kr. 2000. Starfsmannafélag Keflavíkur- flugvallar, söfnun kr. 6260. Verk- lýðsfélag Vestmannaeyja kr. 5000. Vélstjórafélag Vestmanna- eyja kr. 5000. Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum kr. 2000. Verklýðsfélag Bolungavík- ur kr. 2.500. Verkamannafélagið Fram, Sauðárkróki kr. 1000. Auk þessa hafa margir skilað af söfnunarlistum, stærri og smærri upphæðum. Þessi árangur af söfnuninni má heita ágætur og væntanlega verður framhaldið eftir því. En betur má, ef duga skal. Því leng- ur, sem verkfallið stendur, því meira ríður á að verkfallsmönn- um sé veittur drengilegur stuðn- ing'ur, svo áform atvinnurekenda og afturhaldsins um að svelta þá til hlýðni verði sér til skamm- ar. Munum kjörorðið: Allir fyrir einn og einn fyrir alla.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.