Þjóðviljinn - 13.04.1955, Síða 3

Þjóðviljinn - 13.04.1955, Síða 3
Miðvikudagur 13. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Verkalýðssamtökin munu telja að töluvert mikið þurfi að kenna Þróttarbílstjóranum sem þarna var að verki. • Dýrið sem bítur í hælinn Það er sagt að þrír fjórðu hlutar Reykvíkinga séu ann- aðhvort aldir upp í sveit eða hafi verið ungir í sveit. Þeir munu því flestir þekkja dýrið sem hleypur til og bítur í hæl þegar húsbóndinn sigar. En þótt veslings dýrið hafi gert þetta samkvæmt skipun vill það ærið oft við bera að hús- bóndinn sparki í dýrið fyrir þjónustuna. Þá leggst dýrið flatt, skríður, ýlfrar aumkun- arlega, mænir upp á húsbónd- ann, sleikir hönd hans. Og húsbóndinn lítur hluttekning- arlaust niður á dýrið sitt og segir: Svei þér! • Án glingnrs við páskaegg En fyrirgefið þið. Það var alls ekki ætlunin að fara að ræða sveitalífið, hvorki erf- iðleika þess né sælu, nú, að nýafstöðnum verkfallspáskum. Það var einmitt annan páska- dag sem ég fékk að fljóta með út á þjóðvegina, — til mann- anna sem hafa metið meira að berjast fyrir bættum kjör- um. alþýðunnar, að standa verkfallsvörð, en glingra við páskaegg, og hafa orðið að neita sér um að hlýða á messur. Við lítum fyrst við hjá vörðunum neðan Smá- landa. Það sem einkenndi um- ferðina þar, eins og yfirleitt frá upphafi verkfallsins, var fullkomin vinsemd og skiln- ingur hins almenna vegfar- anda á starfi verkfallsvarð- anna. Það sama var að sjá uppi við Geitháls. Jafnvel skíðabílarnir, sem frægastir urðu á dögunum, voru nú hin- ir ljúfustu, — enda Einar Magnússon hvergi sjáanlegur. Aðeins einn bílstjóri að aust- an lét henda sig smákjána- skap. • 1952 — BSR — 1955 Á meðan við horfðum á um- ferðina við Geitháls fóru nokkrir B.S.R.-bílar austur — tómir, og var það raunar tæp- ast nýtt. Bílstj. á B.S.R. og Borgarbílstöðinni eru verka- lýðssamtökunum allkunnir. Framkoma þeirra er með al- veg sérstökum hætti. Það voru þeir sem söfnuðu slags- málaliði gegn verkfallsmönn- um 1952. Og það stóð heldur ekki á því að bilstjórar sömu stöðva tækju sig nú fram um fjandskap og benzinsmygl i þessu verkfalli. Eitt kvöldið um daginn fórnuðu þeir kvöld tekjunum. Hættu að aka og fóru í nokkrum bílum upp undir bækistöð verkfallsvarða neðan við Geitháls. Hentu léttúðugir menn því á milli sín að líklega ætluðu þeir nú að gerast heilagir menn og gefa gróðann af „partíaakstrinum" til fátækra. • Bar ekki saman um töluna Þeir sátu lengst af í bílum sínum í nokkurri fjarlægð frá verkfallsvörðunum og störðu. Á milli skúra skutust þeir út úr bílunum, gengu að baki verkfallsvörðunum, kíktu laumulega og töldu hljóð- lega. Virtist þeim ekki bera saman um töluna, er þeir hurfu til baka. Stundum náðu skúrimar þeim áður en þeir slyppu aftur undir þak bíla sinna svo manngreyin blotn- uðu. Þessi seta gat verið skað- leg heilsunni, enda laumuðust þessir ,,meðlimir“ í Alþýðu- sambandi Islands loks burtu. En næstu nætur bárust fréttir langa hríð og beindu vélum sínum hvor að öðrum, unz bíl- stjórinn sleppti höndum af vél sinni og slíðraði þær í B.S.R. fl BAK VIÐ HÓL buxnavösunum. Skömmu síð- ar voru komnir til hans nokkr- ir félagar hans af B.S.R. Var þá myndavél beint að þeim. Maður einn, er þarna hafði staðnæmzt til að horfa á verk- stundina og því falið sig bet- ur. • Þegar ljósi er brugðið á rottuhóp Við skruppum því ábragga- hverfisstæðið skammt fyrir neðan Sandskeiðið. Þar blöstu smyglarabílamir við. Og það væri synd að segja að það hafi verið hetjulegir menn er höfðu falið sig þarna bak við gíghólinn á söndunum. Þeir stóðu þar með slöngur fastar við tunnur og tanka. Svipur- inn gersneiddur hreykni garps- ins. Viðbrögðin minntu helzt á það þegar skyndilega. er brugðið ljósi yfir nagandi rottuhóp í myrkri. Titringur virtist á höndum er um slöng- ur héldu. Ekki laust við að örlitið benzín skvettist utan- hjá. Þarna voru þeir komnir mennirnir sem vilja endilega fá sig löggilta sem einu menn- ina er fela megi þann „trún- að" að aka leigubíl í Reykja- vík. • Snar maður, Eggert Einn var sá maður er yfir- gaf tunnur, slöngur og tanka, hljóp í bílinn 6828 og flýði — í átt til fjalla! Kvað slíkt hafa verið alltítt ráð sauðaþjófa í gamla daga og hafa myndazt um það margar þjóðsögur og þykja rómantískar í bezta lagi í dag. Maður þessi var Eggert Thorarensen, forstjóri B.S.R. Telja margir að hann hafi bet- ur kUnnað sér starfa að velja en Þorsteinn bróðir hans, að hann skyldi taka að sér stjóm B.S.R. í stað þess að skrifa um utanríkismál fyrir Moggann. En um þetta er deilt. Fer svo löngum að sitt sýnist hverj-' um. (Útilega Thorarensens á f jöllum stóð þó ekki lengi, því hann sló sér að seinna um dag- inn og virtist ljúfur í löngum viðræðum við Guðmund J. Fer engum sögum af viðræðum þeirra). BSR-bílunum lagt að smyglbílunum eins og „móðurskipi“. af liðssafnaði niðri á B.S.R. Inni í portinu var geymdur stór vörubíll, R 3555, hlaðinn benzíntunnum — tómum. • Nei! Ég er ekki á B. S. R.! Svo bar við síðar á björtum degi uppi hjá Smálöndum að bílsendill frá BSR var kominn þar að baki verkfallsvörðun- um. Kíkti hann í gegnum myndarvélarauga. Var veður gott og vel fallið til slíkrar skemmtunar. Hugðist einn er var með hóui verkfallsvarð- anna einnig hafa af slíku skemmtun nokkra, brá mynda- vél á loft og beindi henni að BSR-bílstjóranum. Ókyrrðist hann þá mjög og beindi sinni myndavél' að keppinaut sínum í myndatökum. Stóðu þeir fallsvörzluna skaut sér snar- lega til hliðar og sagði: Nei, nei! Eg er ekki á BSR! Mun maðurinn hafa í þessum fáu orðum túlkað furðuvel við- horf almennings til stöðvar þessarar nú. • Þar fengu þeir inni Svo var það síðdegis í fyrra dag að verkfallsverðir hjá Geithálsi brugðu sér austur á veginn til að líta á benzin- smyglarana. Fékk ég að fljóta með. Við ókum upp á Sand- skeið. Hafði manntegund þessi fengið inni í flugskýli Svif- flugfélags íslands. Þar var inni geymd smyglferjan, vöru- bíllinn R 3555, er sendur hafði verið austur fyrir nokkru. Ekki höfðu þeir þó talið þetta tryggan afgreiðslustað þessa • Númer — ekki nafn Verkfallsmenn og aðrir Reykvíkingar er fengið hafa fregnir af smyglurum þessum hafa óskað eftir vitneskju um hverjir þar voru á ferð. Að simii verða menn að sætta sig við þótt nöfnum sé sleppt, en bílamir voru þessir: R-1803, R-683, R-5130, R- 2640, R-1520, R-5270, R-726 og’ R-4264, G-1418, R-3567, — auk forstjórabílsins, R-6828, er áður getur. Voru þrír hinir síðasttöldu með benzíntunnur. • í samúðarverkfalli Tveir bílanna, R-4264 og G- 1418, eru vörubílar. Vömbíl- stjórafélagið Þróttur er sem kunnugt er í samúðarverkfalli með • öðmm verkfallsfélögum. Guðm. J. gekk til annars þess- ara vörubílstj., Þróttarmanns, Þetta var fremur renglulegur maður, og sýndist enn minni er hann koðnaði niður undan tilliti Guðmundar J. Má þó Guðmundur J. með sanni eiga það, að hann fór ekki að> manninum með fólsku þótt ekki fælust í raddhreim hans gælur einar. Þessi Þróttar- maður er einn þeirra er hafa notið uppeldis Friðleifs Frið- rikssonar og Sjálfstæðisflokks ins. Þetta er sá skilningur á samúðarverkfallsaðgerðum sem „allrastéttaflokkurinn", Sjálfstæðisflokkurinn hefur kennt honum. Það er þó mjög hætt við því að verkalýðs- samtökin telji mann þenna og aðra slíka margt eiga eftir ó- lært — sem sjálfsagt sé að kenna þeim. Um kennsluað- ferðirnar skal engu spáð hér. En margur veltir fyrir sér spurningunni um það hvernig maður þessi hyggst líta fram- an í vinnufélaga sína — fyrr- verandi — í Dagsbrún. Maðusr inn sem laumast aftan að fé- lögum sinum af því húsbóndi hans, Sjálfstæðisflokkurinn, segir honum það. Guðmundur J. átti ýmislegt- vantalað við suma þessara manna sem höfðu falið sig þama bak við gíghólinn. Hana varð þvi eftir við annan mami. Við hinir ókum brott. — Þið fyrirgefið, en ég fór aftur að hugsa um dýrið sem bítur í hælimi þegar húsbóndinn sig- ar, en skríður, mænir og sleik- ir þegar hann sparkar og seg- ir: Svei þér! J.B. Liggja í vari í Þor- lákshöfn Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Grenjandi útsynningur nieð regnhryðjum var liér í gær og lágu 14 skip í landvari við Þot- lákshöfn. Einn bátur komst út frá Stokkseyri í fyrradag, og er hanm einn þeirr.a sem liggur hjá Þor- lákshöfn, því ólendandi er á Stokkseyri. Á skírdag var mok- afli, en á laugardaginn var mjög vont í sjóinn, gátu bátarhir yfirleitt ekki dregið nema 2—% trossur og var afli lítill. Netin munu yfirleitt hafa farið í hnút í stormunum undanfarið. Afli hefur annars verið góður í Þor- lákshöfn í vetur. Nýr 49 manna áætlunarbíll K.A. Selfossi Selfossi. Rrá fréttaritara Þjóðviljanj. Kaupfélag Ásnesinga tök í notkun nýjan 49 sæta langferða- vagn um páskana. Vagn þessi er frá þýzku Hen;- chelverksmiðjunum og var byggt yfir hann í Þýzkalandi. Er í hou- um hráolíumiðstöð. Er miðstöðv- arketill er brennir hráolíu undir vagninum og hitar hann upg meðfram báðum hliðum.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.