Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 4" ÍÞRÓTTIR RlTSTJÖRl FRÍMANN HELGASON _________________ Hafa húsbyggingamál íþróttafélaganna í Reykjavík þróazt í rétta átt? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að draumur og von allra íþrótíafélaga er að geta skapað eða aflað sér aðstöðu til iðkana þeirra íþrótta sem þau hafa á stefnuskrá sinni. Þetta er óskin í byggð og bæ hvað snertir íþróttamannvirki. Með íþróttalögunum hefur mik- ið miðað í þá átt að uppfylla þessar óskir með styrkveiting- um til íþróttavalla, íþróttahúsa, sundlauga, skíðaskála og fleiri mannvirkja. Þessar óskir hafa ekki verið bornar fram í fjár- liagslegu hagnaðarskyni. Til þess að maiinvirki geti gengið verður í flestöllum tilfellum að leggja frám mikla áhugavinnu. Hagnaðurinn er því óbeinn, og liggur í starfsöryggi félags- ins, og eins því að annast betur það lilutverk, sem því er ætlað, að ná til fjöldans og gefa lion- um aðstöðu og tækifæri til að iðka íþróttir sér til skemmtun- ar og hressingar, aðstöðu til að eyða frístundum sínum á stöðum sem hafa bætandi á- hrif á hugarfar æskufólksins.' Samkeponin er vissulega hörð við ,,sjoppurnar“ og aðra slíka svonefnda „gleði'‘-staði t.d. í Reykjavík. Ef óskirnar rætast? Við skulum nú gera ráð fvr- ir að allar þessar óskir rætist og höfum þá í huga íþrótta- félögin í Reykjavík, sem hafa á margan hátt sérstöðu, þegar rætt er um húsbyggingarmál. Hér munu vera ekki færri en 10 félög sem ýmist hafa byggt sér hús, eru að byggja eða eru búin að fá teikningar, ætla að fara að láta teikna eða eru með einlæga drauma um eigið iþróttahús og það bó þau eygi ekki möguleikann til að koma því uop á næstu 10—15—20 árnm. Þessi möauleiki getur alltaf opnazt, ef samhentir. dugleeir menn legaiast með kraft.i á eitt að koma bessu uno. Þett.a, hefur komið fvrir og því ge+ur bað komið fvrir aftur og aftur of- er ekkert líklegra Við þessa tölu geta svo bætzt fleiri Dreng]ahlaup Armanns Drengjahlaup Ármanns verður háð fyrsta sunnudag í sumri 24. apríl kl. 10.15 árd. Keppt verður í 5 manna sveitum um bikar, sem Eggert Kristjánsson stórkaupmaður hefur gefið, og í 3ja manna sveitum um bikar gefinn af Jens Guðbjörnssyni. Handhafi beggja bikaranna er Glímufélagið Ármann. Öllum í- þróttafélögum innan F.R.I. er heimil þátttaka, og skal til- kynna hana formanni frjáls- íþróttadeildar Ármanns, Jó- hanni Jóhannessyni, viku fyrir hlaupið. félög sem kynnu að verða stofn- uð í framtíðinni. Það er því ekki útilokað að hér í Reykjavík rísi upp á næstu 10—15—20 árum allt að 10 í- þróttahús ef allt gengur eins og vonir standa til. Við þessi allt að 10 hús bætist svo sýningar- og keppnishöll sem verður byggð af Reykjavíkurbæ. Hver ber hallann? Óskirnar hafa. rætzt, hvert félag sitt eigjð æfingahús óháð og útaf fyrir sig, ‘getur valið úr góðum tíma, til æfinganna, svo unglingar þurfa ekki að vera e.t.v. þar til kl. að ganga 12 við æfingar eins og þegar aðeins eitt eða tvö hús voru til afnota. Rætist þessi draum- ur þá mæta flokkarnir til sýn- inga eða keppni i sýningar- höljinni svona tvö til þrjú kvöld í viku. Hina 4 til 5 dagana fær höllin sennilega að standa auð, því að félögin sem íþróttir iðka hafa húsnæði fyrir sig og vel| það. Það er með þetta mál sem flest önnur að það hefur fleiri en eina hlið. Þegar byggt hef- ur verið íþróttahús c.a. 32x16 m með böðum og búningsklef- um, verður ekki hjá því komizt að halda þessu ,,leikfangi“ við, hita það unp og hafa í því um- sjónarmann. Allt þetta kostar peninga og mun varla of reikn- að þó nefndar væru 60—80 þús- und kr. á ári. Nú hefur það sýnt sig að félögin hafa átt fullt í fangi með að afla tekna til starfrækslu þeirra svo full- víst er að fyrir flest þeirra verður útilokað að greiða svo háa húsaleigu og það þó þátt- taka í æfingum aukizt um 100%. Hér hefur alveg verið sleppt að gera ráð fyrir skuldum sem boi'ga þarf, bæði afborganir og vexti, og mun það þó óráðlegt, en það gerir dæmið enn alvar- legra fyrir afkomu húsanna eða félaganna. Afskriftum er held- ur ekki gert ráð fyrir, en við getum látið aukna æfingasókn mæta því. Þá verður spurningin: Hvert verður farið til að jafna þenn- an halla, í hvaða sjóði verður leitað ? Vafalítið í bæjarsjóð Reykja- víkur. Sú stefna hefur líka ver- ið tekin af íþróttanefnd og stjórn Í.B.R. að ekki megi reisa svo stór íþróttahús að koma megi þar fyrir áhorfendasvæð- um sem opnuðu félögunum möguleika til tekjuöflunar til starfrækslu húsanna. Þetta fer því að verða allerfitt viðfangs, og ekki auðvelt að botna þessa vísu: Félögin mega eftir vild byggja sér hús, og fá til þess styrki bæði úr bæjarsjóði og íþróttasjóði, og hann eftir á- stæðum furðu ríflegan, en reksturinn sem e.t.v. skiptir mestu máli er látinn í léttu rúmi liggja að því er virðist. Það er því ekki laust við að maður verði dálítið undrandi þegar maður heyrir ábyrga menn í íþróttahreyfingunni halda því fram að þessar bygg- ingar eigi að vera einkaleikfang þeirra félaga sem þær byggja. Það eru fleiri sem hafa sömu skoðun. Stjórn I.B.R. hefur rætt þetta mál og komizt að sömu niðurstöðu —• „enda séu hús þessi byggð fyrst og fremst til.að leysa æfingaþörf viðkom- andi félaga" — er álit stjórn- arinnar. Meðan svo stendur að marga af skólum bæjarins vantar hús- næði til íþróttaæfinga er ekki ólíklegt að nota mætti þessi nýju hús að deginum til þegar félögin geta ekki notað þau. Á því verða samt alltaf töluverðir annmarkar. Sennilegt er líka að skólamenn framtíðarinnar vilji hafa fimleikahýsin hið næsta skólunum. Þetta gæti samt verið mikil hjálp fyrir fé- lögin meðan skólarnir hafa ekki eigin húsnæði. (Framh.) Zatopek ekki af baki dottinn Franska blaðið L’Humanité gengst árlega fyrir 10 km víða- vangshlaupi og býður hlaupur- um víða að til hlaupsins. Að þessu sinni vann Emil Zatopek á 35.15 mín. Næstur varð Pól- verjinn Charomik á 35.20, þriðji varð Tékkinn Ulsberger á 35.27 mín, Kovacs frá Ungverjalandi varð fjórði á 35.32. Zatopek vann þetta hlaup líka í fyrra. Gunnar M. Magnúss: 1 Börnm frá Víðigerði ,.Ætli þér veiti af að hugsa um sjálfan þig, svo að þú verðir þér ekki til skammar. En ég ætla ekki að fara að skammast við þig núna.“ Stjáni svaraði fullum hálsi: „Hvað ætli þú getir dæmt um það, sem ég segi. Þú sem hefur hangið aftan í kýrhölunum í sveitinni þinni og ekki séð svo mikið sem kálf eða kettling úr annarri sveit. En ég er búinn að heita því, að ég skal ekki tala útlenzku fyrsta kastið, nema fyrir sjálfan mig“. Ferðafólkið fór smátt og smát’t að tala meira' og hressast í bragði. Ferðalagið og hið óvænta tók hugann tökum. Loksins var komið að áfangastaðnum, í kaup- túnið, þar sem útflytjendur söfnuðust saman. Það voru svo sem fleiri en Víðigerðisfólkið, sem ætl- uðu að höggva tré í Ameríku, rækta þar korn og alifugla og koma sér upp búgarði. Og það voru fleiri en Stjáni, sem ætluðu að fá sér haka og skóflu og moka moldinni ofan af gullinu í Ame- ríku. Þarna var saman kominn fjöldi manns, því margir höfðu komið ofan úr sveitunum, til þess að fylgja vinum sínum og vandamönnum ’tii strandar. En frammi á höfninni lá útflytjenda- skipið, stór skrokkur, svartur ög skrámóttur, Tilboð óskast í neðangreinðar bifieiðai: 1. Chevrolet fólksbifreið smíSaár 1954 2. Oldsmobile fólksbifreiö smföaár 1952 3. Pontiac fólksbifreiö smíðaár 1952 4. Studebaker fólksbifreiö smíöaár 1951 5. Mercury fólksbifreiö smíöaár 1950 6. Ford fólksbifreið smíöaár 1950 Bifreiöarnar veröa til sýnis hjá Arastöðinni viö Háteigsveg fimmtudaginn 14. þ.m. kl. 1-3 eftir há- degi. Tilboöin veröa opnuö í skrifstofu vorri sama dag kl. 4. Sala setnliðseigna líhisins. Byggingafélag alþýðu, Rgykjavík. AÐALFUNDUR félagsins veröur haldinn í Alþýðuhúsinu, Hverfis- götu, mánudaginn 18. apríl n.k. kl. 8.30 síödegis. Dagskrá sámkvæmt félagslögum. Stjórn Byggingafélags alpýðu. Bif reiðar Höfum ávallt til sölu flestar tegundir bifreiða. Tökum bifreiðar í umboðssölu. — Gjörið svo vel að líta til okk- ar, ef þér þurfið að kaupa eða selja bifreið. BÍLASALAN Klapparstíg 37 — Sími 82032

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.