Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. apríl 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (7 TJm gervallan heim er nú verið að safna undirskriftum undir hið nýja ávarp heimsfriöarhreyfingarinnar gegn kjarnorkuvopnum. Hér sjást œðstu menn Tíbets, Dalai Lama og Panchen Lama, undirrita ávarpið. Gróusögur Framverðir íslenzkrar alþýðu á verkiallsverði um nóti í strætisvögnum, á veit- ingastöðum og víðar þar sem fleiri koma saman snúast nú umræður manna alloft um verkfallið svo sem að líkum lætur. Ég hlustaði i fyrradag á deilu tveggja sessunauta minna í strætisvagni allt neð- an frá Lækjartorgi og inn hjá Rauðarárstíg. Þegar þangað var komið, kastaði fulltrúi at- vinnurekenda fram þessari spumingu: „Hverjir hafa eig- inlega gagn af þessum and- skotans verkföllum?" Og full- trúi verkamanna svaraði á stundinni: „Það ætti nú hver maður að skilja. Auðvitað eru það atvinnurekendur. Sam- kvæmt þeirra eigin yfirlýsing- um hefur atvinnureksturinn aldrei staðið taplaust undir kaupgreiðslunum. Þess vegna þurfa þeir verkföll^af og til, svo að þeir geti safnað í sjóði. Annars myndu þeir verða gjaldþirota. Nú eru þeir bráð- um búnir að hafa verkfall í mánuð, svo að senn geta þeir byrjað aftur tvíefldir". Ég varð því miður að fara úr við Ás, svo að ég gat ekki heyrt svar andstæðingsins, en ég held honum hafi vafizt tunga um tönn. Mér virðist undantekningar- lítið, að verkamenn hafi sam- úð fólks óskipta. Allir viður- kenna, að kaup verkamanna sé of lágt — jafnvel hinir afturhaldssömustu — af því að þeir vita ósköp vel, að ekki er hægt fyrir fjölskyldu- mann að komast af með um það bil 3 þúsund krónur á mánuði, en það er það kaup, sem verkamaður með Dags- brúnarkaupi ber úr býtum, og þó því aðeins að enginn vinnU' dagur falli úr. í því sambandi hjálpa engir hagfræðingaút- reikningar. En þeir sem út af lífinu vilja halda vinnandi mönnum áfram á þessum sultarlaunum hafa fundið upp það herbragð í baráttu sinni gegn kaup- hækkunum að dreifa út um bæinn lygasögum um eitthvert óheyrilegt kaup, sem múrar- ar og málarar eigi að hafa haft að undanfömu, en þessir iðnaðarmenn taka eins og kunnugt er þátt í verkfallinu. . .Nú er sveinakaup . iðnaðar- manna — ég held mér sé ó- hætt að fullyrða múrara og málara einnig — eitthvað á milli 18 og 19 kr. á. klst. Að sjálfsögðu geta þessir menn, þegar um ákvæðisvinnu er að ræða, borið meira úr býtum en tímakaup, sérstaklega ef í hlut eiga duglegir menn. Stundum kemur líka fyrir, að út úr uppmælingu kemur lægra kaup en tímakaup. En ákvæðisvinnu er komið á með það fyrir augum að gefa dugnaðarmönnum og þeim, sem vilja vinna af kappsemi, tækifæri til að hafa meira upp en sem svarar venjulegu tímakaupi og er oft alveg eins í hag vinnuveitanda og vinnu- þiggjanda. En ég hef heyrt heildsala, fjármálamenn (okr- Framhald á 8. síðu. Klukkan er tólf að nóttu, það er dumbungsveður, austan stormkaldi og gengur á með snörpum krapaskúrum. Ég ek með kunningja min- um upp fyrir bæinn, ferðinni er heitið í heimsókn til verk- fallsvarðanna úti á vegunum. Ég hef einsett mér að sjá með eigin augum framkvæmd þessarar verkfallsvörzlu sem Morgunblaðið og Vísir hafa sagt af hroðasögur undan- farna daga. Við staðnæmumst ekki fyrr en við Geitháls. Rétt neðan við Geitháls hafa verkfallsverðirn- ir búið um sig. Þeir hafa sett hlið á veginn og við það hlið stöðva þeir bifreiðar á vestur- leið til þess að ganga úr skugga um hvort þær séu með varning sem heyrir undir verkfallsbrot að flytja til bæjarins eins og á stendur. Smáskúr hefur verið komið fyrir á vegkantinum svo verðirnir geti leitað sér skjóls til skiptis. Við heilsum vörð- unum og spyrjum þá tíðinda. Ekkert að frétta, allt rólegt ennþá, segja þeir. Við stönzum, förum út úr bif- reiðinni og litumst um. Það er kalsa hryssings veður. Þarna stendur álitlegur hópur ungra vaskra manna og framkvæmir skyldustörf á vegum stéttar- félaganna sem í verkfallinu eru. Við lítum inn í skúrinn og hann er líka fullur af mönnum. Það var á þessum stað sem Einar Magnússon yfirkennari setti smánarblett á einn virðu- legasta skóla landsins, Mennta skólann í Reykjavík, með dólgslegri dónaframkomu sinni. Sagan er í stuttu máli þessi. Menntaskólakennarinn var fyrirliði fyrir stórum hópi af skíðafólki sem fór vestur veginn þennan dag. Þegar þessir bílar komu að hliðinu við Geitháls þá varð þar nokk- ur töf vegna bifreiða er þar voru fyrir og staðnar höfðu verið að verkfallsbrotum og öðrum er viðhöfðu dólgshátt til að tefja fyrir verkfalls- vörzlunni. Verkfallsverðir ætl- uðu að greiða för skíðafólks- ins eftir því sem þeim var unnt en eftir því var ekki beðið, heldur ráðizt með of- beldi á verkfallsverðina, tálm- unum af veginum rutt og skúr varðanna kastað út fyrir veg, þó hann hindraði á eng- an hátt bílaumferð. Og mað-. urinn sem hvatti til þessara skrílsláta og stjórnaði þeim hefur um langt árabil verið yfirkennari við menntaskóla. Hvernig má þetta ske? Er ís- lenzk skólamenning orðin svo gegnsýrð af ómenningu eins og þetta tilfelli gefur nokkra ástæðu til að álykta, eða er þetta aðeins einstakt tilfelli þar sem miður hæfum manni hefur verið troðið í stÖðu upp- alanda við eina virðulegustu skólastofnun landsins ? Um hitt þarf ekki að deila, ' að maður sem gegnir stöðu menntaskólakennara, honum ber að koma prúðmannlega fram í hvívetna og sýna still- ingu í staðinn fyrir að æsa til skrílsuppþots og stjórna því. Mér finnst að menntaskólinn þurfi að biðja afsökunar á þessari framkomu kennara síns, ef hann gerir það ekki sjálfur, sem ekkert virðist benda til að hann ætli að „Stórhugur" íhalds og Þjóðvarnar í húsnæðismálum: Fella i bæjarráði að bærinn undirbui byggingu 100 íbuða i stað herskálanna Samþykkt að undirbúa byggingu 48 íbúða og bjóða loks út íbúðirnar sem ákveðið var að byggja í fyrrasumar . ............. ■ Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 5. þ.m. að hefja undir- búning að byggingu 48 íbúð|a, 2ja og 3ja herbergja, í samræmi við ályktun bæjarstjórnar frá. 13. apríl 1954. Verða-íbúðir þessar í fjölbýlishúsum og að öllum líkindum reistar á Hálogalands- svæðinu sem verið er að skipuleggja til íbúðahúsabygginga. Stórhugur íhaldsmanna og Þjóðvarnarmannsins birtist í því að fella tillögu Guðmundar Vig- fússonar um að bærinn miðaði undirbúning sinn við byggingu 100 íbúða. Á bæjarráðsfundinum tók Guðmundur Vigfússon það skýrt fram að tillaga hans um byggingu 100 íbúða miðaðist við það að ná samkomulagi um eitthvað sem bætti örlít- ið meir úr vandræðum her- skálabáanna en fyrirætlanir íhaldsmeirihlutans um aðeins 48 íbúðir. Þá væri og augljóst að það skapaði bænum sterk- ari aðstöðu tU að krefjast fyllsta framlags af áætiuðu nýja húsnæðisfrumvarpi sem fyrirætlanir hans væru stór- tækari. Samt sem áður sat íhaldið fast við sinn keip, undirbúningur 48 íbúða var að dómi þess fullnægj- andi og bænum sæmandi, og það á sama tíma og 700 fjölskyldur sem búa við húsnæðisskort eða eru í herskálum og öðru heilsu- spillandi húsnæði, sækja um 16 íbúðir sem nýlega var úthlutað í Bústaðahverfinu. Gefur sú tala umsækjenda hugmynd um á- standið í húsnæðismálunum í Reykjavík undir stjórn íhalds- ins, og sótti þó tiltölulega fátt ■af öllum þeim fjölda sem hefst við í herskálunum, vegna þess hve kjörin voru óaðgengileg. ríWsframla^i.samkv. hinHJvíiB4 ^práfcfuúdpu^^^lyrra- dag hunzkaðist íhaldið loks til að samþykkja að bjóða út bygg- ingu 58 ibúðanna í raðhúsahverf- inu við Réttarholtsveg, sem sam- þykktar voru í bæjarstjórn 24. júlí s. 1. eða fyrir nær níu mán- uðum. Hafa sósíalistar í bæjar- stjórn hvað eftir annað orðið að reka á eftir þeun fram- kvæmdum og Sanitök herskála- búa knúið á með fundarsam- þykktum en ihaldið þvælst fyrir allan tímann, þar til það liefur nú loks látið undan síga. Herskálafólkið, og aðrir sem hér eiga hagsmuna að gæta, þarf að fylgjast með því, að ekki verði látið sitja við samþykktir einar og svikist um framkvœmd- ir eða þær dregnar á langinn eins og í fyrrasumar þegar íhald- ið lét ekki byrja framkvæmdir við 45 raðhúsaíbúðirnar við Réttarholtsveg fyrr en komið var haust og bezti byggingar- tíminn að baki. gera. Að öðrum kosti verður þetta mikill smánarblettur á skólanum. Eitt er víst, sagan geymir lengi slíkt atvik sém þetta. og þegar saga íslenzkrar verk- lýðsbaráttu verður skráð, þá verður þessu ekki gleymt. Ég stend þarna við hlið verk- fallsvarðanna við Geitháls um miðja nótt, sé og heyri þá af- greiða vergfarendur með prúð- mannlegri framkomu og festu. Ég geng þess ekki dulinn að þessir menn eru stétt sinni til sóma. Þeir eru líka sigur- glaðir þó þeir standi þarna í rigningu um miðja nótt vegna þess að þeir eru á- kveðnir í því að móta fram- tið íslenzkrar alþýðu og það verður aðeins gert gegnum þjálfun og baráttu stéttarinn- ar allrar. Við ökum aftur af stað vest- ur veginn og stuttu síðar beygjum við út af veginum til hægri og höldum yfir hæð- ina til verkfallsvarðanna í Smálöndum. Þegar þangað kemur þá er strax auðséð að þar er einnig vel mannað, á vaktina. Við lítum yfir hóp- inn og köstum kveðju á verð- ina sem auðsjáanlega eru í góðu skapi þó veðrið sé frekar þungbúið og liryssingslegt. Þessa kaldranalegu nótt horfa þeir augum sjáandans inn í framtíðina og það skapar bjartsýni og sigurvissu. Þegar kemur niður í brekkuna upp af Elliðaánum þá standa þar tveir vöruflutningabílar mann- lausir á vinstri kanti vegar- ins og gegnum regnúðann sjá- um við á öðrum bílnum stend- ur „Pepsi-cola“. Neðst í brekk- unni segir ökumaðurinn: „Eig- um við ekki að skreppa aftur upp að Geithálsi og sjá hvern- ig umhorfs er þar“. Ég sam- þykki það strax. Á vesturleið höfðum við séð nokkrar fólks- bifreiðar stutt vestur af Geit- hálsi er höguðu sér dálítið grunsamlega og ég vissi að ökumann langaði til að sjá þær betur. Þegar við komum austur að steinullarverksmiðj- unni rétt vestur af Geithálsí, þá er búið að leggja þar átta, bifreiðum á vinstri hönd ut- an við veginn og meðal þeirra eru tvær lögreglubif reiðir. Þarna var talsverður liðssam- dráttur saman kominn en njósnaflokkar voru spígspor- andi á veginum allt austur að verkfallsvörzluhliði. Við ökum austur gegnum hlið- ið og staðnæmumst við Lög- berg, þar snúum við aftur bif- reiðinni í vestur á leið í bæ- inn. Jeppabifreið kemur aust- an að, fer fram úr okkar bíi á vesturleið. Niður undir Gunnarshólma koma tvær bif- reiðir á móti okkur, þær stanza og hafa tala af öku- manni jeppans, halda svo á- fram ferðinni austur. Þegar þessar bifreiðir fara framhjá þá sjáum við að þar era komnar bifreiðir lögreglunnar sem lágu við steinullarverk- smiðjuna, jeppi á undan og stór svartur bíll á eftir, mann- aðir lögregluþjónum. Hjá verkfallsvörzlunni nemum við Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.