Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 12
Ætlar íhaldið að stöðva bæj- arfogarana fram til hausts? Felldi í útgerðarráði að taka upp sérsamninga við verka lýðsfélögin — Færeysku sjómennirnir á förum vegna stöðvunarinnar Framkvæmdarstjórar Bæjarútgerðar Reykjavíkur skýrðu írá því á fundi útgerðarráðs í gærmorgun að stöðvun bæjartogaranna hefði það í för með sér að íæreysku sjómennirnir sem verið hafa á togurunum myndu hverfa heim með fyrstu ferð og teldu sig lausa allra mála þótt ráðningartíminn sé ekki út- runninn. Á togurum bæjarútgerðarinn- ar eru nú 67 færeyskir sjómenn en auk þeirra voru 9 Færeyingr ar á b.v. Jóni Baldvinssyni. Reyndist sem kunnugt er ókleift að fá nægilega marga menn á togaraflotarín og varð því að grípa til þess ráðs að fá Færey- inga til þess að geta haldið skip- 'unum á veiðum. Allir bundnir nema tveir Allir reykvískir togarar eru nú bundnir í höfn vegna vinnustöðv- unarinnar nema tveir, Þorkell Máni og Jón Þorláksson, en þeir eru væntanlegir af veiðum innan fárra daga. Hafa útgerðarmenn afskráð skipshafnirnar og því allt í óvissu um möguleika á að fá mannskap þegar deilan leys- ist. Bætir það vissulega ekki úr ef Færeyingarnir hverfa af landi brott einá og allar horfur eru á. Tillaga um sérsamninga I sambandi við þetta mál bar Guðmundur Vigfússon fram svo- hljóðandi tillögu á útgerðarráðs- fundinum í gærmorgun: „Þar sem telja má fyrirsjá- anlegt að bæjarútgerðin haldi ekki þeim sjómönnum öllu lengur sein verið hafa á tog- urum hennar, nema skjót lausn fáist á yfirstandandi vinnudeilu, en hins vegar litl- ar líkur til að heildarlausn liennar sé nálæg, ákveður út- gerðarráð að leita þegar sér- samninga við samninganefnd verkalýðsfélaganna, í því skyni að leysa togara og ann- an atvinnurekstur bæjarút- gerðarinnar undan vinnu- stöðvuninni.“ íhaldið vísar frá Kjartan Thors flutti frávísun- artillögu, sem rökstudd var með því að ekki rnyndi annars kost- Framhald á 11. síðu Vegir eystra hafa versnað mjög Selfossi. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Vegir eru nú mjög farnir að spillast hér eystra og eru víða mjög torfærir. Hafa þeir blotnað mjög i rigningunum undanfarið. Víða er 50—60 sm þykkur klaki í jörðu og má því búast við að vegirnir verði blautir lengi fram eftir vori. þJÖÐVILJINN symnguna og 28 mynd ir hafa selzt. — Verkamenn á Akureyri hafa tekiS i uerkfallsgæzlu á vegunum Miðvikudagur 13. apríl 1955 — 20. árgangur — 82. tölublað Sýn- ing Braga Sýning Braga Ás- geirssonar i Lý'stamanna skálanum sem átti at loka í gæi þann 12. april verðui vegna góðr- ar aðsókna: framlengd til föstu- dagskvölds 15. apríls. — 1100 manns hafa séð Heimsfrægur spænskur hörpu- leikari heldur hér tónleika Leikur lyrir styrktarfélaga tónlistarfélag- anria í Reykjavík og Hafnarfirði Spænski hörpuleikarinn Nicanor Zabaleta er kominn bingað til lands og leikur á tónleikum fyrir styrktarfélaga tónlistarfélaganna í Reykjavík og Hafnarfiröi nú í vik- unni. Er þetta í fyrsta sinn sem hörpuleikari. heldur tón- leika hér á landi. Nicanor Zabaleta er í hópi frægustu hörpuleikara heims. Rann er Baski, fæddur í San Sebastian á Spáni, þar sem hann hóf tónlistarnám 7 ára kvöldin. Á föstudagskvöldið leikur hann í Hafnarfirði. Á öllum þessum tónleikum mun hann leika verk eftir Bach, Beethoven, Mehul, Rosetti, Par- ish-Alvars, Prokofféff, Pitta- Iuga og Tournier; allt vehk sem samin eru fyrir hörpu. Vegna þess að Zabaleta verð- ur að hraða för sinni er óvíst að liann geti leikið með Sin- fóníuhljómsveitinni eins og von- azt hafði verið eftir. Gerðardómur í danskri ninnudeilu Danska ríkisstjórnin leggur í dag fyrir þingið frumvarp um lögskipaðan gerðardóm í kjara- deilu landbúnaðarverkamanna og stórbænda. Höfðu landbúnaðar- verkamenn fallizt á uppástungu um að leggja deiluna í gerð af frjálsum vilja en bændur neit- uðu. Deilt er um styttingu vinnu- tíma við landbúnaðarstörf Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Framkvæmd verkfallsins hefur gengiö hér vel og friö- samlega. Verkamenn tóku fyrir nokkru upp verkfallsgæzlu á vegunum og varð samkomulag við flesta eigendur vöruflutn- ingabíla er annast flutning milli Reykjavíkur og Akureyr- ar, að þeir hættu þessum flutningum og hefur það verið haldið. Hefur verkfallsgæzlan Metafladagur í Vesbnannaeyjum Vestmannaeyjum. Frá fréttaritara Þjóðviljans. í fyrradag var hér óvenjumikill afladagur. Var hæsti báturinn, Kópur, með á 9. þúsund fiska. — Á laugardag- inn var hæsti báturinn hér meö 54 tonna afla. Mesti afladagurinn á vertiðinni hér mun hafa verið í fyrradag. Þá fékk hæsti báturinn, Kópur, skipstjóri Pálmi Sigurðsson, á 9. þús. fiska, en á laugardaginn var hæsti báturinn, Björg, skipstjóri Einar Guðmundsson, með 8 þús. fiska eða 54 tonna afla. Næsthæstur þann dag var Er- lingur III. með 48 tonn og þriðji Reynir með 45 tonn. gengið vel og friðsamlega. Pabbadrengir auðstéttarinnar hugðust þó apa eftir Heimdell- ingunum í Reykjavík, þegar þeir fréttu um slagsmálaárás- ir þeirra. Öpuðu þeir fyrir- myndina svo nákvæmlega að þeir gerðu einnig þrjár aðfar- ir. Var þó frekar ‘um fíflskap- arferðir að ræða, því átök urðu engin teljandi. Voru í fyrstu heimsókninni 12 en 30-40 síð- ar. Voru þátttakendur aðal- lega pabbadrengir er sendir hafa verið til Akureyrar til náms! Innanbæjarpiltar voru ekki teljandi. Sjang Kaisék, kona hans og forseti lierráðsins heimsóttu í gær setuliðið á eynni Kvimoj fimm km undan strönd megin- lands Kína. Sjang hefur lýst yf- ir, að liann láti aldrei her sinn hörfa af eynni. Fyrsta undanþágudag strætisvagn- nna smygluðu vagnstjórar benzíni! Nicanor Zabaleta gamalf, en nú búsettur í Mið- Ameríku. Tónleika hefur hann haldið víðsvegar um heim og ieikið með flestum kunnustu sinfóníuhljómsveitum Evrópu og Ameríku. Hvarvetna hefur Zabaleta hlotið einróma lof fyr- ir leik sinn, fagran tón og takmarkalausa tækni. Hann kemur hingað frá London og héðan fer hann til Hollands, þar sem hann mun halda tón- leika. 3 tónleikar. Zabaleta leikur fyrir styrkt- arfélaga Tónlistarfélags Rvík- ur í kvöld og annað kvöld; verða tónleikarnir í Austurbæj- arbíói og hefjast kl. 7 bæði Það varð almenn ánægja í bænum á skírdag þeg- ar menn lásu það í blöðunum að verkfallsstjórnin hefði veitt undanþágu til þess að strætisvagnarnir gætu gengið áíram. Strætisvagnstjórar Sjálístæðisflokksins kunnu að meta þessa vinsemd verkfallsstjórnarinnar. Fyrsta undanþágudag strætisvagnanna notuðu þeir til þess jeindæma atíerlis að smygla benzíni í bæinn — í al- menningsvagni! Verkfallsverðirnir sýndu stræt- isvagnstjórunum þann trúnað að skoða ekki í vagnana. Tveir strætisvagnstjórar Sjálfstæðis- flokksins sáu sér strax leik á þorði að launa verkfallsmönnum eins og þeir höfðu innræti og manndóm til: — með því að flytja bénzín í bæinn í strætis- vagni. I „úrvalsflokki“! Farþegar í Lögbergsvagninum kærðu það á skírdag fyrir verk- fallsstjórninni að benzín væri flutt í Lögbergsstrætisvagninum. Hafði vagnstjórinn ekki ekið á tilskilda endastöð vagnanna heldur beðið farþegana að fara út úr vagninum við Ingólfsstræti því að hann þyrfti að skreppa inn á Kirkjusand. Þegar verk- fallsverðir komu þangað voru tveir strætisvagnstjórar að bisa við að koma benzíntunnu út úr vagninum. Eigandi smygluðu tunnunnar var Ólafur Jónsson (frá Skála), aðalslefberi Hol- steinsklíkunnar í hópi strætis- vagnstjóra, frægur fyrir þá iðju frá því fyrsta að hann gerðist strætisvagnstjóri. Sá er bílnum ók frá Lögbergi var Ingólfur Skúlason. Óheyrilegt skeytingarleysi í fyrsta lagi er benzin- smygl þetta verkfallsbrot al- veg sérstakrar tegundar, þar sem menn þessir nota undan- þágu verkfallsmanna til verk- fallsbrots, og launa þeim þann trúnað að skoða ekki í vagnana með benzínsmygli. í öðru lagi er þetta brot á lögreglusamþykkt bæjarins. í þriðja lagi er þetta óheyri- legt skeytingarleysi um ör- yggi farþeganna. Flestir sem hafa farið með Lögbergsvagn- inum vita að oftast er reykt í þeim vagni, — enda kvað smyglið hafa komizt upp með þeim hætti að einliver farþeg- ann,a ætlaði að slá öskuna úr pípunni sinni á tunnubotnin- um! Þótti engum mikið Verkfallsstjórnin tilkynnti for- stjóra Strætisvagnanna þegar um brot þetta. Tjáði hann verkfalls- stjórninni síðar, að hann hefði vikið þeim frá störfum þar til bæjarráð liefði endanlega fjall- að um mál þetta — og þótti víst engum mikið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.