Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 13. apríl 1955 þJÓÐVILJINN Útgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 7500 (3 línur). Áskriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. Prentsmiðja Þjóðviljans h.f. HvaS skammta þeir sjáifum sér? Forkólfar atvinnurekenda með Kjartan Thors í broddi fylk- ingar hafa nú senn stöðvað mest allt atvinnulíf Reykjavíkur um f jögurra vikna skeið til þess að leitast við að hindra að Dags- brúnarmaður fái 3864 krónur í kaup á mánuði. En þetta er fyllsta krafa Dagsbrúnar og þá gengið út frá því að verka- maðurinn vinni allar stundir og sleppi aldrei úr degi. Það hefur reynzt örðugt fyrir atvinnurekendaklíkuna og mál- íivara hennar að færa rök að því að kröfur verkamanna séu ekki sanngjarnar eða á rökum reistar. Þetta er eðlilegt. Hver maður sem kynnir sér kröfur verkafólksins og íhugar málin æðrulaust veit og viðurkennir að hér er farið fram á algjört lágmark þeirra launa sem hrökkva til lífsframfæris meðalfjölskyldu. Eigi að síður þýðir hin þvermóðskufulla og ósvífna neitun atvinnurekendanna á því að ganga til samninga við verka- < lýðsfélögin að þeir telja verkamenn krefjast of hárra launa og að þeir ætla þeim rýrari hlut. Menn eins og Kjartan Thors, Sveinn í Héðni, Benedikt í Hamri, Frederiksen í Sambandinu, Ingólfur Flygenring, Ingvar Vilhjálmsson og aðrir slíkir „lág- tekjumenn" setja sig í dómarasæti yfir verkamenn og halda því fram í reynd að krafa þeirra um 3864 króna mánaðarkaup sé slík ósvífni að á hana sé ekki hlustandi og því sjálfsagt að stöðva framleiðsluna og atvinnulífið vikum saman til þess að koma í veg fyrir framgang hennar. En livað skyldu þessir herrar sem þannig haga sér skammta sjálfum sér í laun? Skyldu þeir telja sig of haldna af 3864 krónum á mánuði. Tæplega. Ætli hitt sé ekki líklegra að þeim þættu það ekki sérstaklega eftirsóknarverð lífskjör? En þannig er viðhorf íslenzku auðmannastéttarinnar. Sjálf veltir hún sér í slíkum munaði og lúxus að jafnvel erlendir stéttarbræður hennar verða orðlausir af undrun yfir öllu óhófinu og prjálinu. En jafnframt neitar hún verkafólki um sómasamleg laun fyrir framlagða vinnu. Slík sjónarmið viðurkennir ekki íslenzkt al- þýðufólk, það krefst réttar síns úr höndum auðmannaklíkunnar og er reiðubúið til að berjast til sigurs. Drengskaparskylda Blöð Sjálfstæðisflokksins hlakka yfir því hve langt verkfallið er orðið. Þeim finnst að tekizt hafi vonum framar fyrirætlanir auðburgeisanna sem ráða Vinnuveitendasambandi Islands og ríkisstjórninni, að þjarmað skuli að verkamönnum með löngu verkfalli, hvað sem líður hagsmunum þjóðarheildarinnar. Valda- klíkur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar skipuðu svo fyrir, að vinnustöðvun skyldi verða sem lengst í Vestmannaeyjum í vetur, hvað sem liði vetrarvertíðinni. Sömu klíkurnar létu stöðva flotann vegna matsveina- og þjónadeilunnar, enda þótt margfalt meiri verðmætum væri kastað á glæ en kostnaðurinn af því að gengið hefði verið þegar i stað að öllum kröfum verk- fallsmanna. Ljóst er af skrifum íhaldsblaðanna að í verkfalli því sem nú stendur skuli þjarmað að verkamönnum til hins ýtrasta. Auð- burgeisarnir þykjast hafa efni á að sýna verkfallsmönnum í tvo heimana, þeir treysta á það að ríkisstjórnin misnoti vald sitt í þeirra þágu, þeir vita að með því að þrauka gegn sanngirnis- kröfum verkamanna vinna þeir til lofs og umbunar hjá banda- rísku húsbændunum. Gegn þessum fantatökum valdaklíku Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar er aðeins eitt svar: Öll alþýða landsins, allar þær launastéttir sem beint og óbeint njóta góðs af baráttu verka- manna og sigrum, verða að finna til þess að þetta er líka þeirra barátta. Hver einasti maður sem það skilur og finnur hlýtur að telja það drengskaparskyldu að létta verkfallsmönnum byrðar hins langa verkfalls. Margir hafa sýnt þann skilning í verki með myndarlegum framlögum í verkfallssjóðinn, en það er mikils þ'örf. Rík samúð alls þorra þjóðarinnar er með verkfallsmönnum. Verum samtaka, gerum verkfallssjóðinn að sterku vopni gegn sveltitilraun atvinnurekenda. Kvöld hins langa föstudags var að þessu sinni hið bezta sem útvarpið mun nokkru sinni boðið hafa frá fyrstu stund sinnar tilvistar. Magnús Már Lárusson prófessor tók saman samfellda dagskrá úr kirkjusögu miðalda og flutti með nemendum sínum. Dag- skrá sú var virðulegur fróð- leikur um trúar- og kirkjulíf okkar fram um siðaskipti og féll fullkomlega inn í blæ föstudagsins langa án allrar tilgerðar og uppgerðar. Þá verður ekki farið sam- bærilegum lofsyrðum um dag- skrá laugardagsins fyrir páska. Góður var söngur þeirra fimmenninganna, Guð- rúnar Á. Símonar og Þuríð- ar, Guðmundar, Kristins og Magnúsar. En fullkomin á- stæða var til að óska þess, að þeir ágætu söngvarar hefðu sungið íslenzk lög með ís- lenzkum textum að einhverju leyti, þar sem á eftir kom þáttur, sem nefndur er keppni í mælskulist, en svo mætti virðast sem sá þáttur væri uppfundinn sem viðleitni að drepa niður skilning þjóðar- innar á því, hvað mælskulist er og að sú list stendur i órofa tengslum við meðferð máls og einning aðrar menn- ingargeymdir þjóðarinnar. Til að dæma um afrek í list þess- ari eru fengnir tveir úr hópi merkustu fræðimanna okkar um mál og sögu þjóðarinnar, enda báðír doktorar í þeim fræðum. Og þeim er það hlut- verk í hendur fengið að refsa manni fyrir það að minnast á skáldskap í sambandi við Egil Skallagrímsson eða taka sér orðið biskup í munn í sambandi við Skálholt eða leyfa sér að segja megin, ef minnzt er á mat, svo sem væri það mjög refsivert að taka sér í munn stuðluð orðtök. Allt er þetta fyrirkomulag svo asnalegt sem engu tali tekur, og ég er hissa mjög á því, að virðulegir fræðimenn skuli leggja sig niður við þennan ósóma. Sé það brot á reglum mælskulistar að 'Egill Skalla- grímsson hafi verið skáld og Skálholt hafi frægt orðið fyr- ir biskupa sína og matur sé mannsins megin, þá á að fá fyrir dómendur menn á borð við Þorstein Thorarensen og Guðna brúarbrandara. Hitt er annað mál, að gera mætti menningarlega skemmtiþœtti sem bera mættu með réttu heitið: keppni í mælskulist, þar sem prófessorar Háskól- ans væru vel sæmdir af próf- dómarastörfum, og þyrfti ekki miklu að breyta um form þáttarins til þess að svo yrði. Þá væru bannorð hvers kon- ar mállýti, svo sem .„sem að“ og „ef að“, eins og maður heyrði í keppninni og ekkert var við að athuga út frá sett- um leikreglum, og gefin stig fyrir setningar, sem væru sérstaklega vel sagðar, og orð- tök, sem hittu sérstaklega vel í mark. Það mundi hafa hin ákjósanlegustu áhrif í þá átt að auka áhuga almennings fyrir vöndun daglegs máls, og þá gætu þessir skemmtiþættir um leið orðið fræðsluþættir um, hvað rétt mál er og hvað rangt. Nú vill svo til, að í þess- arí viku rak ég mig á tvær ákaflegá átakanlegar ihálvill- síáuslu viku ur í erindaflutningi. Önnur var í íþróttaþættinum á mið- vikudaginn. Þar var talað um skautavelli sem gera ættivíðs- vegar í Reykjavik, og sagði ræðumaður, að „þeir ættu að rekast af Reykjavíkurbæ". í þessari einu setningu eru að minnsta kosti þrjú átakanleg lýti. I fyrsta lagi að tala um að reka iþróttasvæði í stað þess að starfrækja það. I öðru lagi að hafa setninguna í þol- mynd með forsetningarlið í stað þess, að Reykjavíkurbær starfræki völlinn. I þriðja lagá að klæða þolmyndarmerking- una í miðmyndarform, það var strax skárra að segja, að völlurinn ætti að vera rekinn af bænum, án tillits til þess í hvaða átt hin ágæta skauta- tjörn yrði rekin. Hin villan var í guðfræðilegu erindi, all- skemmtilegu, sem séra Óskar Þorláksson flutti á þriðjudags- kvöldið um Símon frá Kýrene, þann er unnið hefur sér ó- dauðlegt nafn í sögu kristn- innar fyrir að taka á sínar herðar krosstréð, sem frelsari mannanna hafði gefizt upp við að bera til aftökustaðar síns. Prestur færir rök að því, að þeir, er annast áttu fluln- ing hins dauðadæmda, voru í Framhald á 8. síðu. Samhjálp verka- lýðslns skal sigra Herðum sóknina í verkíallsöínuninní Söfnun verkalýösfélaganna og almennings í verkfallssjóð nemur nú — eftir tvær vikur — meir en tvö hundruö púsund krónum auk 75 þúsund króna framlags Loftleiöa. Engin önnur verkfallssöfnun í pessu landi hef- ur fengiö aðrar eins undirtektir. í desemöer-verk- fallinu 1952 söfnuðust alls 160 púsund krónur og pótti mikiö. ' Verulegur hluti söfnunarfjárins eru framlög frá verkalýösfélögum víðsvegar um land, sem brugðið hafa fljótt og vel viö. Fjöldi launpega í landi hefur pegar lagt fram sinn fyrsta skerf. Sjó- menn í verstöövunum eiga og drengilegan hlut í söfnuninni. Og millistéttarfólk í Reykjavík hefur lagt fram umtalsveröar u'pphæðir. Auk pess hafa ýmsir atvinnurekendur, sem ofbýður ofstœki ‘broddanna í Vinnuveitendasambandinu, sýnt í verki, að peir vilja unna verkálýönum sanngjarnra lífskjara. Þeir mörgu menn, konur og karlar, sem pegar hafa veitt verkfallsmönnum fjárhagslega aðstoö, mega vera vissir um paö, aö framlög peirra hafa pegar komiö hundruöum verkamannaheimila að tilœtluöum notum. En paö sem af er, er pó aöeins byrjunin. Þó sýnir pessi byrjun, aö púsundir landsmanna, sem ekki eru í verkfalli, skilja, að paö eru ekki aö- eins hagsmunir verkfallsmanna, sem nú eru í húfi, heldur engu síöur vélferö állrar alpýöu og milli- stétta landsins og tilvera verkalýðssamtakanna. Ofstœkisklíkan í hópi atvinnurekenda er oröin ber að pví aö reyna — með vitund og vilja ríkis- stjórnarinnar — að svelta verkfállsmenn til upp- gjafar. Þessi kaldrífjaöa tilraun má ekki takast. Þaö er fullkomlega á valdi íslenzkrar alþýðu aö sýna verkfallsmönnum slíka samúö í verki, aö hunguráœtlun milljónamæringanna brotni í spón. í pví skyni er paö skylda okkar aö efla pá fjár- söfnun, sem byrjað hefur svo myndarlega, efla hana svo, aö óvinum verkalýðsins verði Ijóst, aö peir sjálfir muni bíöa ósigur. Verkfallsmenn purfa að fá hundruö púsunda Jcróna til viðbótar því, sem enn hefur safnazt. Og pvi fyrr, sem pær berast peim, pví fyrr munu verkfallsmenn vinna verðskuldaðan sigur sinn. Þú, sem lest pessar línur, minnztu þess, aö hver sú króna, sem pú lœtur renna í verkfallssjóðinn, léttir aöstöðuna á heimilum verkfállsmanna, fer til pess aö fœða börn peirra og sjá fyrir allra brýn- ustu nauðsynjum. Tökum pví öll höndum saman til pess að efla verkfallssjóöinn sem mest má veröa. Sýnum pað í verki, að álpýöan öll œtlar aö standa með verkfállsmönnum, par til sigur er unn- inn. Eggert Þorbjarnarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.