Þjóðviljinn - 13.04.1955, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 13. apríl 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11
Erich Maria KEMARQUE:
Að elsha...
,..og deyja
100. dagur
og blár. Döggin' glitraði á nístunum eins og silfurhjúpur.
Eiísabet sneri sér við og veifaði. Svo gekk hún hratt á-
fram. Gráber dáöist að göngulagi hennar. Hún setti fæt-
urnar næstum beint hvorn fram fyrir annan, eins og hún
væri aö ganga eftir línu. Hann haföi séö konur í Afríku
bera fæturna til á þennan hátt. Hún veifaöi einu sinni
enn og hvarf milli húsanna viö endann á torginu. Þetta
er nasstum eins og á vígstöövunum, hugsaði hann. Þegar
við skiljum, vitum viö aldrei hvort viö hittumst aftur.
Fari þetta viöburöaríka líf til fjandans!
Klukkan átta kom Pohlmann út. „Ég kom til aö at-
huga hvort þiö heföuö nokkuö aö borða. Ég hef dálítið
brauð —“
„Þökk fyrir, við höfum nóg. Má ég skilja -rúmfötin og
pinklgna eftir hjá þér meöan ég fer í Katrínarkirkjuna?“
„Auövitaö.“
Gráber bar dótiö innfyrir. Jósef sást ekki. „Þaö er ó-
víst að ég verði hérna þegar þú kemur aftur,“ sagöi
Pohlmann. „Beröu tvö hæg högg og tvö snögg. Jósef
heyrir til þín.“
Gráber opnaöi einn pakkann. „Þetta er eins og sí-
gaunalíf,“ sagði hann. „Ég gerði ekki ráö fyrir slíku.“
Pohlmann brosti þreytulega. „Jósef hefur lifað því
í þrjú ár. Mánuðum saman haföist hann viö í járnbraut-
lestum. Var alltaf á flakki. Allan þann tíma gat hann
aðeins sofið sitjandi og ekki lengur en stundarfjórðung
í einu. Þaö var áður en loftárásirnar komu til sögunn-
ar. Nú er þaö ekki hægt lengur“.
Gráber tók kjötdós upp úr pakkanum og fékk Pohl-
mann hana. „Ég má missa þetta. Fáöu Jósef hana“.
„Kjöt? Þurfiö þið þess ekki meö?“
„Nei. Gefðu honum það. Fólk eins og hann þarf aö
lifa. Hvaö verður annars um okkur þegar þessu er öllu
lokiö? Og hvar lendir þetta alla vegu? Er einhver vegur
til þess aö byrja að nýju?“
Gamli maðurinn þagði um stund. Svo gekk hann yfir
að hnettinum sem stóö 1 horninu og sneri honum til.
„Sjáðu til“, sagöi hann. „Þetta litla brot af heiminum
er Þýzkaland. Þú getur næstum falið þaö undir þumal-
fingrinum. Þaö er afarlítiö brot af heiminum11.
„Þaö má vera. En frá þessu litla broti höfum við sigrað
stóran skika af heiminum“.
„Skika, já, Og sigraö — en ekki sannfært".
„Ekki ennþá. En hvaö heföi oröiö, ef hægt hefði veriö
að halda skikanum? í tíu ár. Tuttugu ár. EÖa fimmtíu
ár. Sigrar og velgengni eru áhrifameiri en nokkur áróö-
ur. Þaö höfum við séð hér heima“.
„ViÖ reyndumst ekki sigursælir".
„ÞaÖ er engin sönnun“.
„ÞaÖ er sönnun“, sagði Pohlmann. „Mjög sterk sönn-
un“. ÆÖaber hönd hans hélt áfram að snúa hnettinum.
„Heimurinn”, sagði hann. „Heimurinn stendur ekki kyrr.
Þegar maöur örvæntir um sitt eigiö land, verður hann
að trúa á heiminn. Myrkvun um stundarsakir er ekki
sífelld nótt. Ekki á þessari plánetu. Maöur má ekki
láta þaö eftir sér aö örvænta“.
Hann ýtti hnettinum frá sér. „Þú spyrö hvort einhver
vegur sé til aö byrja aö nýju. Kirkjan byrjaöi meö nokkra
fiskimenn, nokkra trúrækna í katakombunum, þá sem
lifðu af ofsóknirnar í Róm“.
„Já. Og nazistarnir meö nokkra atvinnulausa ofstæk-
ismenn í bjórkjallaranum í Munchen“.
Pohlmann orosti. „Rétt er þaö. En ekkert einræði hef-
ur getaö haldizt til lengdar. Framfarabraut mannkyns-
ins hefur ekki veriö snurðulaus. Hún hefur veriö rykkj-
ótt og afturkippir ööru hverju. Viö vorum of hroka-
fullir; viö héldum aö við værum búnir aö sigrast á hinni
blóðugu fortíö okkar. Nú vitum viö aö þaö er ekki einu
sinni óhætt aö líta viö, svo stutt erum viö komnir frá
henni. „Hann tók upp hattinn sinn. „Ég verð aö fara“.
„Hér er bókin þín um Sviss“, sagöi Gráber. „Það hefur
rignt á hana. Ég týndi henni, en fann hana aftur og
bjargaöi henni“.
„Þú hefðir ekki þurft áö bjarga henni. Maður þarf
ekki aö bjarga draumum“.
„Þvert á móti“, sagði Gráber. „Hverju fremur?“
„Trúnni. Draumar endurnýjast alltaf“.
„Vonandi. Annars gæti maöur eins gengiö út og hengt
sig“.
„Skelfing ertu ungur enn“, sagði Pohlmann. „En
hvernig læt ég? Auðvitaö ertu kornungur“. Hann fór
í frakkann. „Þaö er undarlegt — ég haföi alltaf gert mér
aðrar hugmyndir um æskuna —“
„Ég líka“, sagöi Gráber.
Jósef haföi fengiö réttar upplýsingar. Vöröurinn í
Katrínarkirkjunni tók viö föggum þeirra. Gráber skildi
bakpokann sinn þar eftir. Svo leitaöi hann upp húsnæö-
isnefndina. Hún haföi þurft aö skipta um verustað og
hafði nú aðsetur í náttúrufræðistofu í skóla. Kortagrind
og glerskápur meö sýnishornum í spíritus voru þar enn.
Skrifstofustúlkan notaöi nokkrar krukkur sem bréfa-
pressur. í þeim voru snákar, eðlur og froskar. Auk þess
var þarna uppstoppaöur íkorni meö gleraugu og hnetu
milli framfótanna. Skrifstofustúlkan var gráhærð og vin-
gjarnleg. „Ég skaf skrifa hjá mér nafn yöar og beiðni
um húsnæöi", sagöi hún. „Hafiö þér heimilisfang?“
„Nei“.
„Þá veröiö þér aö koma hingaö sjálfur og spyrjast
fyrir“. p-ý"' .y. :
„Er það til nokkurs?"
„Nei, alls ekki. Þaö eru sex þúsund umsækjendur á
undan. Þaö er betra að leita fyrif séi* sjálfur“.
Hann gekk aftur aö Jahntorgi og barði aö dyrum hjá
Pohlmann. Enginn svaraöi. Hann beiö um stund. Svo
gekk hann yfir í Marienstræti til aö aögæta hvernig þar
væri umhorfs.
Hús Elísabetar haföi brunnið niður að hæö húsvarö-
arins. Slökkviliðið hafði komiö á vettvang. Vatn draup
enn alls staðar. Ekkert var eftir af íbúö Elísabetar. Arm-
stóllinn sem staöið hafði úti var líka farinn. Blautir,
bláir vettlingar lágu í göturæsinu, þaö var allt og sumt.
Gráber sá húsvörðinn fyrir innan gluggann í íbúð
sinni. Hann mundi aö hann hafði lofaö honum vindl-
um. Honum fannst óralangt síöan og eflaust var það
ekki lengur nauösynlegt, en þó var aldrei aö vita. Hann
Togararnir
Framhald af 12. síðu.
ur ef samið væri en að ganga að
samskonar samningum og gerðir
voru í Hafnarfirði en því hefði
mirihluti bæjarstjórnar þegar
hafnað. Samþykktu íhaldsfulltrú-
arnir þrír, Kjartan Thors, Sveinn
Benediktsson og Ingvar Vil-
hjálmsson frávísunartillöguna
gegn • atkvæðum fulltrúa Sósíal-
istaflokksins og Alþýðuflokksins,
Guðmundar Vigfússonar og Sig-
urðar Ingimundarsonar.
Hagsmunum bæjarútgerðar-
innar fórnað
Þessi afstaða íhaldsfulltrúanna
í útgerðarráði er líkleg til að
hafa J>ær afleiðingar að bæjar-
togararnir komist ekki aftur á
veiðar þótt deilan leysist að
nokkrum tím.a liðnum. ^kkert
er líklegra en íslenzku sjomenn-
irnir leiti sér annarrar vinnu og
fullvíst er að færeysku sjómenn-
irnir hverfa heim og 'kömá ekki
aftur. Þrátt fyrir þessar ískyggi-
legu horfur neitar íháldið að
leita sérsamninga við verkalýðs-
félögin. Að því virðist stefnt að
fórna því sem eftir er vetrar-
vertíðarinnar og a. m. k. næsta
sumri — aðeins til að þóknast ó-
bilgjarnri og ósvífinni atvinnu-
rekendaklíku sem neitar að við-
urkenna réttlætiskröfur verka-
manna og hyggst að svelta þá til
hlýðní í krafti yfirráða sinna yf-
þeim atvinnutækjum sem
þjóðin hefur lagt þeim í hendur.
Kragar og hárgreiSslur
Oft er sagt . að það kosti
ekkert að breyta um hárgreiðsl-
ur, en það er nú ekki alltaf
rétt. Það kostar oft nokkrar
heimsóknir á hárgreiðslustofu,
og stundum útheimtir ný hár-
greiðsla nýjan hatt, ef gamli
hatturinn fer ekki vel við nýju
greiðsluna. Þetta er rétt að
taka til athugunar áður en
gerðar eru of róttækar breyt-
ingar á hárgreiðslunni. Sítt,
því nær slétt hár útheimtir ann-
ars konar hatta en stutta hár-
ið.
Á teikningunum eru sýndar
nýjar hárgreiðslur. Slétt
greiðsla lauslega innrúlluð og
með lokka við eyrun, því næst
önnur því nær slétt greiðsla
með breiðum ennistoppi og líkan
hnakkasvip og fyrsta greiðslan.
Á þriðju teikningunni er slétta
hárið sýnt með skiptingu í
miðju. Það er látið falla eins
og því er eðlilegast og þetta
er tilvalin greiðsla fyrir þær
sem hafa sveipi í hárinu en al-
veg slétthærðar konur geta
tæplega notazt við hana.
Skreyttir flibbakragar
Litlu kragarnir eru öll af-
brigði af venjulegum flibba-
krögum, en í stað sléttu, hvítu
kraganna er komin meiri til-
breytni. Hvítur kragi er
skreyttur með hvítum taukúl-
um eða hnoðrum og þannig er
hægt að lífga upp á gamla
kraga. Ef manni finnast hvítir
kragar viðkvæmir er hægt
að grípa til mynstruðu krag-
anna sem nú eru mjög í tízku.
Smáröndóttir kragar eru mjög
fallegir á einlita kjóla. Líka er
hægt að láta klæða nokkra
hnappa úr sams konar efni og
setja þá á kjólvasa eða annars
staðar á kjólinn.
Averkfallsverli -
Framhald af 7. síðu.
augnablik staðar og spyrjum
tíðinda. Allt rólegt segir for-
ingi verkfallsvarðanna, kná-
legur ungur maður með ein-
beittan svip og rauðan borða
um handlegg. Við bjóðum
góða nótt og óskum þeim góðs
gengis. Svo er haldið áfram
í bæinn. Gegnt steinullaryerk-
smiðjunni standa ennþá sex
bifreiðir af amerískum gerð-
um, árgangar síðustu ára.
Þarna bíður enn talsvert lið,
margir ungir menn, synir
ríkra feðra sem hrópa við há-
tíðleg tækifæri „sjálfstæðið
lifi“.
Ungu mennirnir standa þarna
í smá hópum og bera sýnilega
saman ráð sín, hvað eigi að
gera. Við ökum rólega fram-
hjá og aukum svo liraðann
áfram í bæinn. Eg er sann-
færður um að ég sofni vel
þegar heim kemur því ég er
ánægður yfir þessari nætur-
ferð, og ég ber engan kvíð-
boga fyrir verkfallsvörzlunni
á vegunum, ég hef séð að hún
er í góðra manna höndum.
Þessi næturferð skóp hjá mér
meiri bjartsýni og trú á fram-
tíð íslenzkrar alþýðu.
. 6.-4.-1955. — K. J.
Tweed-bryddingar
Þriðja samstæðan er nýjung
sem hlotið hefur miklar vim
sældir. Hún er úr yrjóttu tweedi
og er mjög snotur. Tweedpils
við svarta blússu með brydd-
ingu úr sams konar tweedi get
ur verið fallegur búningur, en
þó þarf maður að fara varlega
í sakirnar. Mörg tweedefni eru
gróf og hörð og geta sært húð
ina. Aðeins mjúkt tweed kemur
til gi’eina í svona bryödingar.
VERÐ
FJARVERANI)!
næstu vikur. Hr. læknir
Björn Guðbrandsson gegnir
sjúkrasamlagsstörfum mín-
um á meðan. Viðtalstími 1-3
Lækjargötu 6, sími 82995.
Björn Gunnlaugsson,
læknir.