Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 1
Inni í blaðinu 7. síða: Kveðja til Prag,, eftir Bjarna Einarsson. 5. síða: Frásögn af lömunarveiki og bólusetn- ingu. 1 Myndin er af japönskum fiskimönnum, sem urðu fyrir hættidegri geislaverkun, er hel- ryk frá vetnissprengingu Bandaríkjamanna á Kyrrahafi 1. marz í fyrra féll á skip peirra, Fúkúríú Marú. Þeir lágu mánuðum saman á sjúkrahúsi, en myndin er tekin af | þeim þegar þeir eru að leggja af stað heim til sín. Læknar þeirra pora pó engu að spá um, hvort peir eru heilir heilsu; geislaverkunin getur sagt til sín aftur, þótt síðar verði. Enginn er óhultur í heimi þar sem vetnissprengingar eiga sér stað; það œtti að vera öUum mönnum hvatning um að undirrita Vínarávarp Heimsfriðarráðsins um bann við kjarnorkuvopnum. Bandaríkín mófi tillögu Breta um stórveldafund Viiia ekki að æðsiu meim stórveldaiina komi saman iil að ræða ágreiitingsmái Bandaríkjastjóm er ekki líkleg til að taka vel í þá til- lögu brezku stjómarinnar að haldin verði fundur æðstu manna stórveldanna fjögurra viö fyrsta tækifæri. Fréttaritari brezka útvarps- fundurinn hafði staðið í klukku- ins í París sagði, að þar vseru stund. menn á einu máli um það, að Foster Dulles, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, myndi gera allt til að fá brezku stjórnina til að falla frá þessari tillögu. Hins vegar væri Bandaríkjastjóm ekki eins mótfallin því, að ut- anríkisráðherrar stórveldanna kæmu saman á fund, enda má hvort sem er búast við að þeir þurfi að hittast mjög bráðlega til að undirrita friðarsamning við Austurríki. í>eir Dulles og MacMillan, ut- anríkisráðherra Bretlands, ræddust við í París i gær og er taiið víst, að umræðuefni þeirra hafi verið fundur æðstu manna. Dulles ræddi síðar við Aden- auer, forsætisráðherra Vestur- Þýzkalands, og enn síðar sat hann fund með þeim Faure, for- sætisráðherra Frakklands og Pinay utanríkisráðherra og var ástandið í Suður-Vietnam þar á dagskrá. MacMillan mætti einn- ig 4 þeim fundi, þó ekki fyrr en I gærkvöld var fundur utan- ríkisráðherra þeirra sjö ríkja, sem aðild eiga að Bandalagi Vestur-Evrópu og á morgun hefst fundur utanríkisráðherra Atlanzbandalagsríkjanna allra. Hann mun standa í tvo daga. Eden vonar Sir Anthony Eden, forsætisráð- lierra Bretlands, hóf kosninga- baráttu Ihaldsflokksins í gær með ræðu í kjördæmi sínu. Hann sagði m.a. að hann vonaðist til að úr fjórveldafundi yrði og kvaðst helzt kjósa, að á þeim fundi mættu æðstu menn þeirra. Slíkan fund ætti að vera hægt að halda innan 1-2 mánaða. Aðeins viku fundur. Fréttaritarar segja, að það sé hugmynd brezku stjórnarinnar, að æðstu mennimir komi fyrst saman á fund og ræði ágrein- ingsmálin. Þeir komi sér sam- an uríi dagskrá fyrir fund ut- anrikisráðherranna, sem síðan verði falið að ganga frá málun- um. Brezka stjórnin telur ekki, að fundur æðstu mannanna þurfi að standa nema viku, en það hefur verið ein af mótbár- um Bandaríkjastjómar gegn slíkum fundi, að Eisenhower forseti geti ekki dvalizt lang- dvölum erlendis. Krishna Menon, aðalfulltrúi Indlands hjá SÞ, lagði í gær ar stað flugleiðis tii Peking, en þangað bauð kínverska st.jórnin lionum til að ræða við Sjú Enlæ forsætisráðherra um Taivanmálið. Diem segir Frakka stf’ðfs béfaher Sakai þá um að ha!a látið heisveitum Binh xuyen lá vepn Ngo Dinh Diem, forsætisráðherra Suður-Vietnams, sak- aði í gær fi’önsku herstjórnina í landinu um aö hafa veitt bófaher Binh xuyen stuðning í baráttunni við stjórnar- herinn. Ely, yfirmaður franska hers- ins í Vietnam, svaraði þessum ásökunum og sagði þær ósann- ar. Hann viðurkenndi hinsveg- ar, að franski herinn hefði tek- ið vopn, sem bófaherinn komst ekki undan með, í sina vörzlu. Allt er nú með kyrrum kjör- um í Saigon, en hinsvegar er stjórnmálaástandið jafnflókið og fyrr. Bao Dai keisari kom í fyrradag með fylgdarliði frá Cannes til Parísar og átti hann í gær tal við fulltrúa frönsku stjórnarinnar. Foster Dulles, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði að- spurður í gær að hann myndi ekki ræða við Bao Dai keisara, hann hefði þvi miður engan tíma til þess. Vamarbandalag Austur- Evrópu í næsta mánuði Verðui stoínað á fundi sem alþýðurikin halda með sér í Varsjá I næsta mánuöi munu stjómarleiötogar Sovétríkjanna og alþýðuríkjanna í Austur-Evrópu koma saman á fund í Varsjá og verður þar formlega gengið frá stofnun varn- arbandalags þessara ríkja. Otto Grotewohl, forsætisráð- herra austurþýzku stjór-narinn- ar, skýrði frá þessu í ræðu, sem hann hélt í gær á fjöidafundi, sem haldinn var í Austur-Berlín til að minnast þess að tíu ár eru liðin frá hnini Hitlers- Þýzkalands. Meðal gesta á fund- inum var Súkoff marskálkur, landvarnaráðherra • Sovétríkj- anna, en hann stjómaði her þeim, sem tók Berlín vorið 1945. Walter Ulbricht, aðalritari Einingarflokks sósíalista í Aust- HátiðaSiöld í Noregi Mikil hátíðahöld voru um all- an Noreg í gær, þegar þvi var fagnað að tíu ár eru liðin frá því að hernámi landsins lauk. Veður var hið fegursta. Á hádegi stöðvaðist öll um- ferð í landinu og var þeirra mörgu Norðmanna sem féllu í baráttu við Þjóðverja minnzt með tveggja mínútna þögn. ur-Þýzkalandi, ritaði grein í að- almálgagn flokksins Neues Deutschland í tilefni hátíða- haldanna og komst m.a. svo að orði, að hægt hefði verið að tryggja frið og örvggi í áifunni, ef stórveldin fjögur hefðu vilj- að fallast á að ábyrgjast landa- mæri Þýzkalands. Laxness Silfurtungllð frum- sýnt í Moskvu í dug Menntamálaráðuneyti Sovétríkjanna býður þjóðleikhússtjóra til Moskvu Mali-leikhúsið í Moskvu frumsýnir leikrit Halldórs Kiljan Laxness, Silfurtungliö, í dag, og er höfundur við- staddur frumsýninguna. Leikstjóri er Markoff prófessor sem kom hingað í fyrra. Markoff hefur lýst yfir því í blaðaviðtali að hann telji Silf- urtunglið mikilvægasta verkefni sitt á þessu leikári. í aðalhlut- Markoff leikstjóri verkin hafa verið valdir fremstu leikarar leikhússins, Semjon Mesjinski og Olga Sjorkóva. Tónskáldið Kirill Moltanoff hef- ur samið hljómlist með leikrit- inu, og leiktjaldamálarinn nefn- ist Sjifrin. Menntamálai'áðuneyti Sovét- ríkjanna hefur boðið Guðlaugi Rósinkranz þjóðleikhússtjóra í tíu daga kynnisför til Moskvu í sambandi við sýningar á Silf- urtunglinu, til þess að kynna sér leikhús og ballettstarfsemi þar eystra. Mun þjóðleikliússtjóri fara utan í þesari viku. Leik- hússtarfsemi stendur nú sem liæst í Moskvu, m. a. í sam- bandi við 200 ára afmæli Moskvuháskóla um þessar mundir. Mun ýmsum leikhús- mönnum frá öðrum Norðurlönd- urn einnig hafa verið boðið að koma til Moskvu í vor. Þá er verið að þýða Silfur- tunglið á þýzku undir yfirum- sjón Sveins Bergsveinssonar, prófessors við Humbolt-háskól- ann í Austurberlín.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.