Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 6
45) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 8. mai 1955 ----- þlÓOVILJINN Ctgefandl: Samelnlngarflokkur alþýfiu — Sósíallstaflokkurlnn. Ritatjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttastjóri: Jón Bjarnason. BlaOamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benedlktsson, Guð- mundur Vigfúsaon, Ivar H. Jónsson, Magnúa Torfi Ólafsson. Auglýslngastjóri: Jónsteinn Haraldsson. Ritstjórn, afgreiCsla, auglýsingar, prentsmlðja: Skólavörðustig 19. — Sími 7600 (3 línur). Aakriftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. elntakið. Prentsmiðja 'Þióðviljanp h.f. Fordæmi Morgunblaðsins Morgunblaðið hefur sem kunnugt er mjög náin sambönd við "ráðamenn í Sovétríkjunum og skýrir svo frá í gær að ,,fregnir jfiafi borizt um að Rússar kunni (!) að mælast til þess við Finna á næstunni (!), að fá land undir ratsjárstöðvar og flugvelli á nokkrum stöðum í Finnlandi“. Síðan bætir Morgunblaðið þess- ari athugasemd við hina leyndardómsfullu fregn sína: ,,Ástæða er til þess að spyrja Þjóðviljann hver afstaða hans sé til slíkrar málaleitunar Rússa? Telur kommúnistablaðið hana eðlilega og sjálfsagða“. Ekki er vísdómslega spurt. Það ætti jafnvel ekki að hafa farið framhjá verstu þöngulhausunum við Morgunblaðið að Þjóðviljinn hefur einn aljra íslenzkra dagblaða barizt gegn erlendri hersetu og erlendum herstöðvum í hverri mynd sem þær birtast. En það er annað blað sem hefur hegðað sér á annan hátt: Morgunblaðið sjálft. Það hefur tekið fyllsta þátt í því að siga bandarískum ínnrásarhér á íslendinga og fengið honum í hendur land af okk- ar landi. Ef hin ímyndaða kröfugerð Sovétríkjanna á að byggj- ast á íslenzkri röksemdafærslu þá er hægt að finna lesmál úr Morgunblaðinu svo skiptir metrum, ef ekki kílómetrum, þess efn- is að erlendar herstöðvar séu hið mesta lán og gæfa og sjálf- sagðastar af öllu sjálfsögðu. Ef Finnar leituðu til blaðs íslenzka forsætisráðherrans til þess að finna hin réttu viðbrögð við ein- hverri upphugsaðri beiðni Sovétríkjanna, þá væri aðeins eitt svar að finna: að segja hinum erlenda her að gera svo vel og hreiðra um sig svo sem honum sýndist. Afstaða Morgunblaðsins er ekki aðeins svik og landráð við íslenzku þjóðina, hún er alþjóð- legur glæpur. Hún eykur viðsjár í heiminum og magnar styrjald- arhættu. Hafi Morgunblaðið einhverjar áhyggjur af Finnum þá er hægt að bæta aðstöðu þeirra og allra annarra þjóða með því að taka undir kröfuna um að Bandaríkin hverfi héðan þegar í stað með allt sitt hyski, svo að íslendingar fái að lifa í landi sínu einir og frjálsir. Rétilæti verkfallsÍHS og ríkisstjórnin Það var fyrir nokkrum vikum að dómsmálaráðherra íhaldsins og Morgunblað hans hóf í orði kveðnu baráttu fyrir því að á- stundaður væri heiðarlegur fréttaflutningur, einkum þó um það sem gerðist á Alþingi. Urðu margir undrandi, því þessir aðilar hafa til þessa sízt þótt skara fram úr í heiðarlegri fréttamennsku. í fyrradag henti það svo Morgunblaðið sem oftar að flytja af Alþingi frásögn, sem ekki er heil brú í. Þar segir m. a.: „Kommúnistaþingmaðurinn Einar Olgeirsson .... hélt í gær ræðu, þar sem hann barðist algerlega á móti því að opinberir starfsmenn fengju launabætur til samræmis við verkfallshækk- unina. Ef farið væri að þessari kröfu Einars, þýddi það í raun- inni kjaraskerðingu fjölda fólks.1' Og áfram í þeim dúr. • Ummæli þessi er algerlega tilhæfulaus og marklaus þvætting- ur, enda svo óhönduglega saminn að ósannindin skína út úr um- mælunum. Einar lýsti yfir, i þeirri ræðu sem verið er að segja frá, fylgi sínu við það að starfsmenn rikisins fengju kjarabætur. En hann minnti á, að í desember í vetur felldu stjórnarflokk- amir, Ihaldið og Framsókn, þær tillögur sósíalista, að 12 milljón króna uppbótunum, sem opinberir starfsmenn fengu þá, skyldi úthluta þannig að láglaunamennirnir fengju verulegar uppbætur en hálaunamennirnir minnst. Þá hefði ríkisstjórninni og flokkum hennar fundizt það hámark réttlætisins, að bezt launuðu emb- ættismenn rikisins fengju 5000—6000 kr. ársuppbót en láglauna- mennirnir 500—600. Nú virtust hinsvegar réttlætishugmyndir ríkisstjórnarinnar hafa breytzt, því nú væri þó sýndur litur á því að láglaunastarfsmennirnir yrðu ekki alveg út undan. Og Einar bað um skýringu á því hvers vegna ríkisstjómin teldi launaupp- bót til opinberra starfsmanna nú réttlætismál, fremur en í marz- byrjun? Hvort það væm einungis Dagsbrúnarmenn og aðrir verkamenn Reykjavíkur sem ættu að skapa réttlæti í þjóðfélag- inu, það virtist þurfa sex vikna verkfall til að skapa vott af réttlætiskennd hjá ríkisstjóminni og flokkum hennar! Ekki er ólíklegt að þessi ummæli Einars hafi snortið stjómar- liðið heldur óþægilega, og þess vegna sé Morgunblaðið látið flytja tómt slúður og markleysu um ræðu hans og afstöðu. SKAKIX Rítstjóri: Guðmundur Arnl&ugsson Geller skákmeistari Sovétr. Hér voru fyrir skömmu birt- ar fimm fyrstu skákimar úr einvígi þeirra Gellers og Smis- loffs um skákmeistaratitil Sov- étríkjanna. Einvígið átti upp- haflega að vera sex skákir, en þegar sú sjötta varð jafn- tefli eins og hinar fyrstu fimm, var ákveðið að halda áfram þar til annar hvor ynni skák. Geller vann svo sjöundu skák- ina og er þar með skákmeistari Sovétríkjanna 1955. Hér koma tvær síðustu skák- irnar úr einvíginu. Sjötta skákin (tefld 15. og 16. apríl). Geller — Smisloff 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. e3 e6 7. Bxc4 Bb4 8. o—o Rbd7 9. h3 o—o 10. Rh4 Be4 11. Rxe4 Rxe4 12. Rf3 De7 13. Dc2 Ref6 14. a5 a6 15. e4 e5 16. Ha4 c5 17. d5 Dd8 18. Bd2 Bxd2 19. Rxd2 Re8 20. Be2 Rd6 21. Hfal g6 22. H4a3 Dh4 23. Hg3 f5 24. Da4 Had8 25. exf5 Dxa4 26. Hxa4 Rxf5 27. Hc3 Rd4 28. Bfl Hf4 29. Hac4 Rb5 30. He3 Hd4j 31. • Hc2 Kg7 32. Bc4 Rd6 33. Bb3 Rf5 34. Hec3 Hb4 35. Hc4 Hxc4 36. Hxc4 Rd6 37. Hcl Hc8 38. Ba4 Rf6 39. Hel e4 40. f3 Rxd5 41. fxe4 (hér fór skákin í bið) Rb4 42. e5 Rb5 43. Rc4 Hc7 44. Rd6 He7 45. Rxb5 Rd3 StúdentaskákmótiS i Lyon Alþjóðaskákmót stúdenta eiga sýnilega að verða árlegur viðburður. Mótið í Osló í fyrra- vor er skákunnendum í fersku minni, þar lenti islenzka sveit- in í 5. sæti og varð hlutskörp- ust Norðurlandasveitanna, en Tékkar unnu fyrstu verðlaun eftir tvísýna baráttu við Sov- étríkin. Hætt er við að bar- áttan um fyrsta sætið verði enn einkamál austanþjóða á því skákmóti stúdenta, sem nú fer í hönd suður í Lyon og er hið fjórða í röðinni þessara móta. Ætlunin var að íslendingar sendu sömu sveit og síðast: Guðmund Pálmason, Þóri Ól- afsson, Ingvar Ásmundsson og Jón Einarsson, og hefði þetta þá orðið einskonar útlendinga- herdeild, því að allir þessir stúdentar eru við nám erlend- is, tveir í Stokkhólmi, einn í París og einn í Madrid. En nú forfallaðist Jón Einarsson og varð þá að ráði, að þeir Sveinn Kristinsson og Guðjón Sigur- karlsson færu héðan að heim- an. Jón Pálsson ákvað svo að slást í förina á eigin kostn- að, hann má að vísu ekki tefla með sveitinni, en stuðningur verður að honum samt, jafn ágætum skákmanni. Þessi mót hafa verið býsna ströng, tefld meira en ein umferð á dag, svo að mikill munur ætti að vera að hafa fimm teflendur í stað fjögurra áður og geta skipt um menn þegar þeir fara að þreytast. Mótið á að standa 6. til 15. maí. Lið okkar nú er sízt lakara en í fyrra. Verður gaman að sjá hvernig þeir félagar standa sig. 46. He3 axb5 47. Bxb5 Rxe5 48. Kf2 Kf6 49. Hc3 Hc7 5«. Ke3 Rf7 51. Hd3 Ke7 52. Bc4 Re5 53. Hc3 Rxc4t 54. Hxc4 Kd6 55. Ha4. — JafntefU. Sjöunda skákin (tefld 19. apríl) Smisloff — Geller 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 o—o 6. Be3 e5 7. Rge2 c6 8. d5 cxd5 9. cxd5 Re8 10. Dd2 f5 11. h3 Rd7 12. g3 Rb6 13. b3 f4 14. gxf4 gxf4 15. Bd4 Rd7 16. h4 Re5 17. Bg2 Bd7 18. Bf2 Hc8 19. Rd4 Da5 20. Hcl Rc7 21. Hc2 Ra6 22. o—o Rc5 23. Rce2 Dxd2 24. Hxd2 Rxe4 25. fxe4 f3 26. Rxf3 Rxf3t 27. Bxf3 Hxf3 28. Bxa7 Hh3 29. Bf2 Be5 30. Rd4 Bg4 31. Bel He3 32. Bf2 Hxe4 33. Hel Hxelt 34. og hvitur gafst upp. ABCDEFGH Hvítur hlýtur að tapa manni. Ef 35. Kf2 þá Bf6 36. Kg3 Hxel 37. Kxg4 He4| og Hxd4. Þar með var Geller orðinn skákmeistari Sovétríkjanna 1955. Geller er fæddur 1925 og á heima í Odessa. m • • inmncjarófijo Eftirtaldar vélar útvegum vér frá Tékkóslóvakíu: r----------n Óvenjtt hagstætt verð v__________j Skoda dieselvélar fyrir skip og báta Skoda dieselrafstöðvar Slavia dieselvélar og rafstöðvar Frystivélar Steypuhrærivélar Götuvaltara V ökvaþrýstilyftur Gaffallyftur, rafknúnar (Batteritrucks) Vélskóflur og skurðgröfur Lyftikrana á beltiun og bílum Loftþjöppu með dieselvélum og rafknúnar Rafsuðuvélar, rafmagnslyftitalíur o.m.fl. ATH: Margar af vélum þessum verða á sýningarsvæði Tékkóslóvakíu á væntanlegri vörusýningu hér í Reykjavík í júlí-mánuði næst- komandi. Að lokinni sýningunni verða vélarnar seldar beint til kaupenda. Allar upplýsingar um verð og annað látnar í té á skrifstofu vorri. Umboðsmenn Strojexport TÉKKNESKA VÉLAUMBOÐIÐ H.F. Laufásvegi 2 — Sími 6656 HMWf ■)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.