Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ,l Gifting og skilnaður breyti ekki ríkisborgararétti kvenna Hvað segja Is- lendingar. Kan- Kvenréttindanefnd SÞ leggur fram upp- kast að alþjóðasamþykkt adamenn og Flestír taka lömunanreiki án þess al vifa af þvs Aðeiits örlítill Muti þeina s@m verða fyrir sýkingu veikist alvarlega Konur, sem nú eiga á hættu a'ð tapa ríkisborgararétti sínum, ef þær giftast eöa skilja við borgara annars lands, munu ná rétti sínum, ef uppkast að alþjóöasamþykkt um þessi mál nær staöfestingu. Kvenréttindanefnd Sam- einuöu þjóöanna hefur þegar samþykkt uppkasti'ö. í þess- ari nefnd eiga sæti 18 konur, sem staöiö hafa framarlega í kvenréttindamálum í heimalöndum sínum. Eins og er getur það komið fyrir í mörgum löndum, að kon- Newcastle vann bikarkeppnina Newcastle United bar sigur úr býtum í bikarkeppninni brezku. Það sigraði Manchester City í gær með 3 mörkum gegn einu. Leikurinn fór fram á Wembleyleikvangi í London og voru áhorfendur yfir 100.000. Bezt sfldveiði á tueglansótims? Þýzkur vísindamaður, G. Jens í Hamborg, heldur því fram að bezt sé að stunda síld- veiði þegár tungl er fullt eða nýU. Hann segist hafa komizt að þessu við rannsóknir og samanburð á 10.000 veiðitölum frá síldveiðinni í Norðursjón- um árið 1953. Hann vill þó ekkert um það segja, hvort á- hrif tunglsins á veiðina voru bein, eða hvort hin mismunandi veiði stafaði af áhrifum tungls- ins á sjávarföllin. Einn kunnasti leikari og leikstjóri Dana, Holger Gabri- eísen, lézt í gær í Kaupmanna- höfn, 51 árs að aldri. Gabriel- sen var um áratugi einna fremstur í flokki danskra leik- ara og mótaði mjög allt starf Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn. ur missi borgararéttindi í sínu eigin landi, ef þær giftast út- lendingi. Eins getur það komið fyrir að þær öðlist borgararétt- indi í tveim löndum, eða verði landlausar með öllu. Með enn öðrum þjóðum skapast þessir erfiðleikar ef kona skilur við mann sinn, ef hann er útlend- ingur. í uppkastinu að samþykktinni er gert ráð fyrir, að konur missi ekki borgararéttindi af sjálfu sér er þær giftast erlendum borgur- um. Það á hvorki að vera hægt að neyða konu til að taka ríkis- borgararétt manns síns né missa sinn eigin borgararétt við gift- ingu eða skilnað. Kvenréttindanefndin hefur haft þetta mál til umræðu á þingum sínum undanfarin ár og loks var uppkastið samþykkt með 15 atkvæðum. Ein þjóð var á móti (Bandaríkin), en tvær þjóðir sátu hjá (Frakkland og Indónesía). Tillagan um alþjóða- samþykkt þessa var borin fram af fulltrúa frá Kúba, en breyt- ingartillögur voru samþykktar frá fulltrúa Ástralíu og öðrum fulltrúum. Uppkastið fer nú til Efnahags og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna og ef ráðið samþykkir það verður það lagt fyrir Alls- herjarþingið til endanlegrar sam- þykktar. Fulltrúi Bandaríkjanna greiddi atkvæði á móti uppkastinu á þeim forsendum að það væri verkefni alþjóða laganefndarinn- ar að fást um mál sem þetta og auk þess ættu ákvæði uppkasts- ins að gilda jafnt um karla og konur. Stungið hefur verið upp á því að Bandaríkjamenn komi sér upp nokkrum risastórum, kjarnorkuknúðum rellublásur- um meðfram landamærum Kanada, til þess að blása til baka harðviðrum og köldu lofti sem leita á áð norðan. Charles Gárdner, fram- kvæmdastjóri opinberrar veð- urstjómarnefndár, greindi frá þessari tillögu þegar hann var beðinn að nefna dæmi um þau viðfangsefni, sem nefndin hef- ur fengið til að kljást við síð- an Bandaríkjaþing setti hana á stofn fyrir tveim ‘árum. Nefndinni var þá falið að kanna alla viðleitni til að stjórna veðurfari í stórum stíl. Önnur hugmynd, sem margir Bandaríkjamenn hafa skotið að nefrtdinni, er að breyta rás Golfstraumsins, sem vermir ís- land og Bretlandseyjar en ger- ir Ámeríku lítið gagn þótt hann eigi upptök sín við strendur hennar. Enginn hefur þó treyst sér til að skýra frá því, hvem- ig fara eigi að því að breyta stefnu Golfstraumsins. Veitti sjálfum sér sakaruppgjöf Maður að nafni Clifton Eyton var ekki alls fyrir löngu dæmd- ur í fangelsi í Bretlandi fyrir skjalafals. Honum var fengin vinna í prentsmiðju fangelsis- ins, en þar eru prentuð ýms skjöl fyrir stjómarvöldin. Hon- um tókst að lauma inn í eitt þessara skjala, að búið væri að náða hann og gefa honum upp sakir. Hann var látinn laus úr fangelsinu, en hefur nú nýlega verið settur inn aftur; hann vinnur þó ekki lengur í prent- smiðju fangelsisins. Miklum sigi’i læknavísindanna 1 baráttunni gegn löm- unarveikinni hefur nýlega veriö fagnaö um víöa veröld. Bandarískum lækni, Dr. Salk, hefur tekizt aö framleiöa bóluefni, sem gerir flesta ónæma um tíma að minnsta kosti fyrir þessum óttalega sjúkdómi, sem hefur lagt svo marga að velli fyrir aldur fram, eöa leikiö þá svo grátt, að þeir bera aldrei sitt barr framar á meðan þeir lifa. Barátta læknavísindanna gegn löihunarveikinni hefur verið seinleg og ströng og ennþá er ekki fullur sigur unninn. Senni- lega- líta læknavísindin svo á, að bóluefni Dr. Salks sé aðeins! einn áfangi og að halda beri áfram að lokatakmarkinu, að útrýma þcssum sjúkdómi með öllu. Það vildi svo til, að skömmu áður en fregnin um bóluefni Dr. Salks var birt hafði Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (\VHO) gefið út ítarlega bók um lömunarveikina. Bókin, sem er rituð af 17 sérfræðingum frá 7 löndum er 400 blaðsíður að stærð og gefur yfirlit um allt er læknavisindin vita um sjúk- dóminn. Tiltölulega nýr sjúkdómur I bókinni er skýrt frá því, að lömunarveikin sé tiltölulega nýr sjúkdómur. Það eru ekki nema um 200 ár síðan að læknar fóru að gefa þessari veiki sérstak- an gaum. I fyrstu lagðist veik- in eingöngu á mjög ung böm og frá því stafar hið gamla nafn „barnalömun“ — infantile paralysis — Auk þess virtist svo sem veikin kæmi ekki upp nema í einstökum löndum. Auk- in þekking lækna á veikinni og hæfni til að greina hana hefur fært mönnum heim sanninn um, að lömunarveiki kemur fyr- ir svo að segja um allan heim. Og ennfremur er nú svo komið að lömunarveikin leggst á fólk á öllum aldri, fyrst fór hennar að vera vart í unglingum og síðar í fullorðnu fólki og virð ist sem að hár aldur sé engin vörn lengur. Þetta hefur verið skýrt á þann hátt, að með auknum heil- brigðisráðstöfunum og betri að- búnaði minnki líkurnar fyrir því, að ungt fólk taki veikina, eða smitist, en af því leiðir, að ungt fólk verður ekki ónæmt fyrir sjúkdómnum með því að fá hann á lágu stigi. Þetta þýð- ir aftur, að eldra fólki er hætt. ef það kemst í tæri við smit- bera. Lömunartilfelli fá Tiltölulega mjög fáir sjúkling- ar sem taka lömunarveiki lam- ast eða deyja. Það má segja. að það sé frekar undantekn- ing en regla að lömun eigi sér stað. Ennfremur má geta þess. að læknavísindin telja, að meiri hluti íbúa heimsins verði ónæm- ir fyrir lömunarveiki á „eðli- legan“ hátt, það er án þess að nokkrar sérstakar ráðstafanir Framhald á 11. síðu. Nýtt alþjéðamál Nýtt alþjóðamál hefur verið búið til og nefnist það inter- lingia. Það er hrærigrautur úr frönsku, ensku, þýzku, spænsku, portúgölsku, rússnesku og latínu. Sá sem skilur þessi mál ætti því að geta skilið þessa setningu á nýja málinu: „Energia es necess- uri pro toto que occure in le mundo“ (Orka er nauðsynleg til alls sem gerist í í heiminum), Interlingiafélög hafa verið stofn- uð í Sviss og víðar. Cjráðugt ungvidi Fisklrækt og klak fiskseiða verða sífellt umfangs- meiri, einkum þó í löndum sem ekki liggja að sjó svo sem Tékkóslóvakíu, þar sem þessar myndir voru teknar. I»ær sýna vel þá erfiðleika sem eru á geddu- klaki. Geddan er frá blautu bíu-nsbeini hiim versti rárifiskur og ekki er gedduungviðinu fyrr sleppt í fiskatjamir en systkinin taka að éta hvert annað. Efst til vinstri nálgast ’tvær unggeddur hvor aðra með gapandi gin, og endiriim er sá að sú sem megnar að glenna meira upp skoltana sporðrennir hinrii; Fiskiræktarmennirnir hafa tekið það til bragðs að sleppa ekki gedduseiðunum nema fáuni í einu, svo að þau vrerði að leita einhvers annars ætis en systkina sinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.