Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.05.1955, Blaðsíða 9
Sunnudagur 8. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 A fÞRÓTTIR RITSTJÚRI. FRtMANN HELGASON Eru hziefaleikczr úrelf íþrótt? Hnefaleikaunnandi fer enn á stúfana og er tilefnið að þessu sinni nokkrar góðlátlegar spurn- ingar vegna ummæla ensks iæknis er íþróttasíðan birti á sínum tíma. V.arla getur mínna farið fyrir svörum áhugamanns- ins, sem komu hér á íþróttasíð- unni s.l. fimmtudag. Ýmislegt er það þó sem gefur tilefni til að rabbað verði svo- lítið nánar um þau. Það eru nýj- ar upplýsingar að læknirinn hafi aðeins átt við atvinnuhnefaleika- menn, og þar sé reginmunur á. Læknirinn slær þó föstu að endurtekin rothögg séu skaðleg heilsu manna. Nú veit læknirinn og hnefaleikaunnandinn að tíð- um koma fyrir rothögg í hnefa- leikakeppni áhugamanna'. Þá er- um við komnir að þeirri spurn- ingu hvort hættulegra sé að vera sleginn í ,,rot“ fyrir pen- inga eða, ef það er gert af einskærum áhuga. Frá leik- manns sjónarmiði virðist ekki mikill munur þar á, og gaman væri að vita álit læknisins um það. Áhugamaðurinn gerir mik- ið úr þeim mun sem sé á áhuga- og atvinnuhnefaleikum, og er hann sjálfsagt töluverður. En svo einkennilega vill til að í skýrslum frá Bandaríkjunum fyrir s.l,- ár og komið hafa samhljóða í blöðum segir að 7 menn hafi látizt á árinu af völdum hnefaleika, og viti menn, 4 þeirra úr röðum áhugamanna. Algjör ágreiningur Áhugamaðurinn telur að slys af völdum hnefaleika séu ekki fleiri en í öðrum íþróttagrein- um. Um það skal ekkert full- yrt, en það er einmitt hér sem alvarlegast skerst í odda milli mín og áhugamannsins. Hann telur það álíka eðlilegt er t. d. skíðamaður dettur á skíðum og Stendur ekki upp aftur og að hnefaleikamaður slær mótherja sinn svo fast að hann fær ekki fótavist framar. Þetta verður í hans augum slysni sem ekkert verði við ráðið. Við skulum at- huga þetta nánar. Skiðamaður- inn rennur einn síns liðs eftir brautinni niður hlíðina, hann Helga Har- aldsdóttir set- ur 4 ný met Á innanfélagssundmóti KR í fyrradag setti Hclga Haralds- dóttir KR fjögur ný ísl. met, i 300, 400, 500 og 1000 m skrið- sundi. 300 melrana synti Helga á 4:45.4 mín (gamla metið var 5:10.9 mín og átti Kolbrún Ólafs- dóttir Á það), 400 m á 6:29.5 mín (gamla metið, 6:33.5 mín. átti hún það sjálf), 500 in á 8:12.0 mín (gainla metið, 8:21.5, átti hún sjálf) og 1000 m á 16:50.0 mín. (gamla metið hennar var 17:15.4). missir jafnvægi án þess nokkur komi við hann og án þess nokk- uð sé gert eða aðhafzt til þess að svona fari, eða að nokkur regla í lögum skíðaíþróttarinnar miði að því á nokkurn hátt að lama hæfni hans til að Ijúka för sinni heill og með fullri hugs- un. Hér er því um að ræða ó- happ, slys, sem í okkar daglega lífi er nefnt: óviðráðanlegt atvik. Stig fýrir að iama og slasa. I-Inefaleikamönnum er afmark- aður reitur til sóknar og Varnar. Sóknin felst í þvi að gefa skal „hrein, bein högg beggja handa sem slegin eru rneð hnúafleti hins kreppta hanzka framan á höfuðið eða lilið þess eða framan á líkamann eða hlið hans“ (Sbr. hnefaleikareglur Í.S.Í.) Hér er ekkert getið hve þungt höggið megi vera. Verði það svo þungt að maðurinn sem fyrir þvi verður bíði alvarlega hnekki á heilsu sinni eða hljóti dauða af er það um leið óheppni, slys. Hér er þó munurinn sá að al- þjóðareglur heimila þessar að- farir. Þær segja að stigeiningar skuli gefa fyrir „hrein, bein högg framan á höfuð.“ Þær gefa stig fyrir að lama vitsmunastöðvar mótherjans. Þær gefa stig fyrir að veita varanlegt tjón á líkama mótherjans og þær veita stig fyrir að gefa svo þungt högg að sá sem fyrir þvi verður rís aldrei á fætur aftur. Það er þessi andi reglnanna sem ekki sam- rýmist hugmyndum mínum um þá fegurð sem einkenna á sann- ar íþróttir. Það er þessi andi og leikstað- an að menn berji hvern annan svo úr blæði og vit og skynj- un lamist sem hefur sarinfært fjölda manna um það að hnefa- léikar eru úrelt íþrótt, og beri að leggja þá niður. Gunnar M. Magnúss: lækni halda því fram að iðkim og keppni í hnefaleikum sé ekki í eðli sinu hættuleg. Meira að segja enski læknirinn sem ekki vildi láta nafns síns getið, slær því föstu að þeir geti verið og séu hættulegir (miðað þó við að menn lifi þá af!). Þeir viðurkenna allir að hætt- an felist í viljandi aðgerðum í leiknum sjálfum, sem aðrar greinar íþrótta sem við þekkjum, reyna að forðast og koma í veg fyrir. Hvort fleiri meiðist í þessari grein eða hinni er önnur saga, það er eðli og aðdragandi óhappsins sem dæma verður. Tilboð. Að lokum ber „áhugamaður- ,inn“ sig upp yfir því að „ekki sé rétt að íþróttamenn fari að heyja innbyrðis stríð útaf því hvort ein íþrótt sé betri en önn- ur.“ Ef eitthvert atriði hrífur mann lætur maður i ljósi aðdáun sína. Ef fegurðarkennd manns er særð lætur maður vanþóknun síná í Ijósi, Þetta er aðeins það að mynda sér skoðanir og halda þeim fram. Þetta á alveg eins við um fagrar eða Ijótar íþróttir sem annað. Og nú vil ég að lokum gera áhugamanni tilboð. Virt 'skulum hugsa okkur að FIFA tæki upp á því að breyta reglum um knattspyrnu, og samþykki nú allt í einu að leyfilegt sé að Framhald á 11. síðu. Börnin frá Víðigerði hins blessaða Yesturheims. Og nú var hann bú- inn að tæla með séi strák frá Austfjörðum, sem hann var farinn að hafa með sér og kenna ó- knytti, síðan börnin frá Víðigerði sneru við hon- um bakinu. En Finnur bóndi og kona hans fundu, að þau báru ennþá ábyrgð á Stjána, því að aldrei var þetta nema strákur á fermingaraldri, sem þurfti að vera upp á aðra kominn, bæði til fæðie og fata, fannst þeim. Og þó að strákurinn gerði ekki annað en að rífast við Finn og óhlýðnast honum, fannst þeim hjónum báðum, að sjálfsagt væri fyrir Finn að atyrða strákinn á almannafæri, við svona einstakt tækfæri, til þess að allir gætu séð, bæði kunningjar og ókunnugir, að þau hjónin gerðu það, sem í þeirra valdi stæði til þess að hafa betrandi áhrif á drenginn. Finnur tók því viðbragð og snaraðist upp á borðstokkinn, greip báðum höndum í reiðann og kallaði síðan með hárri, hásri rödd, sem vakti þá eftirtekt, að allir litu til mannsins: „Snáfaðu ofan, angurgapinn þinn, þú ert ekki kominn það undan minni stjórn, að ég hafi ekki leyfi til þess að gefa þér ráðningu. Ofan!“ En Stjáni hreyfði sig ekki, heldur kallaði á móti: „Þú hefur ekkert yfir mér að segja lengur, síðan mér var sýnt ofbeldið í Glasgow. Þá sagði ég mig úr lögum við þitt fólk“. „Snáfaðu ofan, segi ég, þú ert sjálfum þér til minnkunar, mér til minnkunar, og konunni minni til minnkunar. Ofan nú!“ Finnur færði sig eitt þrep upp í reiðann. Stjáni hækkaði sig líka eitt þrep. „Yertu ekki að ógna mér, svo að skipstjór- inn sjái, segi ég. Hann skýtur mig aldrei úr reið- anum, en þú skalt vara þig á því, að elta ungling upp um reiðann á ensku skipi“. KRR KS! Reykjavíluirinórfð hefst í kvöld kl. 20.30 á íþróttavellinum. Ahugaleysi? Áhugamaður spyr hvers- vegna „síðan“ ílytji ekki fréttir af hnefaleikamótum á Norður- löndum. Þegar úr miklu efni er að velja er það meginreglan að velja þær fréttir -sem maður á- lítur að mestur áhugi sér fyrir hverju sinni, og erfitt að koma öllu að í litlu rúmi. Miðað við þá starfsemi sem opinberlega hefur orðið vart meðal hnefa- leikamanna hér, verður góðu heilli að álíta að áhugi fyrir * hnefaleikum sem „íþrótt“ sé lít- ill. Er þá átt við iðkun, sýningar og keppni síðustu 25 árin, því á löngum tímabilum hefur allt legið niðri. Svo félagslega og „íþróttalega“ hafa hnefaleikarn- ir aldrei verið styrk stoð. Þess- vegna hafa hnefaleikar setið á hakanum í fréttutn. Þó er það svo að af og til hefur verið sagt frá atburðum ur hnefaleikum. Álit lækna. Varðandi álit lækna vil ég segja þetta: Eg hef aldrei heyrt Þá keppa FRAM 09 VALUR Dómari: Halldór Sigurösson. Á morgun, mánudag kl. 20.30 keppa KR — ÞRÓTTUR Dómari: Ingi Eyvinds. Komið og sjáið fyrstu knattspyrnuleiki ársins. VERÐ: Barnamiði kr. 5.00; Stæði kr. 10.00; Stúkusæti kr. 15.00. Mótanefndin Sósíalistar 4 Það er sjálfsögð skylda ykkar að verzla við þá sem auglýsa í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.