Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 3
Föstudagiir 27. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ellefta næsta mánaöar hefst hér í bæ uppeldismálaþing Sambands íslenzkra barnakennara og Landssambands framhaldsskólakennara, hið 9. í röðinni. Jafnframt verður opnuð sýning á allskonar nýjustu kennslutækjum sem notuð eni hér á landi. Pálmi Jósefsson, formaður S.I.B., sem jafnframt er for- maður sýningarnefndarinnar, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Um alllangt árabil hefur Sam- band íslenzkra barnakennara haldið uppeldismálaþing annað- hvort ár, — hitt árið hafa verið fulltrúaþing kennara. í ár verður uppeldismálaþing og kennslutækjasýning, og stendur Landssamband framhaldsskóla- kennara einnig að því. Allar niarkverðustu nýungar. Langt er síðan hér hefur ver- ið kennslutækjasýning, og kenn- arar því ekki átt þess kost að kynnast á einum stað öllum þeim kennslutækjum og hjálp- argögnum sem í notkun eru hér á landi. Or því á sýning þessi að bæta. Verður sýnt þarna allt hið markverðasta á þessu sviði nú. Á síðustu árum hef- ur margt nýrra tækja verið tekið í notkun, eins og kvik- myndavélar, segulbandstæki, skuggamyndavélar með film- böndum, handhægir fjölritarar fyrir skóla, o. fl. o. fl. Erindaflutningur. Jafnframt sýningunni munu sérfróðir menn flytja erindi um hvern þátt hennar. M. a. mun Anne Marie Nör\dg, sálfræðing- ur og skólastjóri tilraunaskól- ans í Kaupmannahöfn flytja tvö erindi. — Tilraunaskólinn í Kaupmannahöfn var stofnað- ur 1948 og var frú Nörvig valin skólastjóri hans, er hiin kunn á Norðurlöndum fyrir starf sitt. I mörgum flolíkum. Sýningin verður í möi'gum flokkum, eða hver námsgrein út af fyrir sig. Fyrir tveim ár- um hafði Landsamband fram- haldsskólakennara slíka sýn- ingu og þá í náttúrufræði, landafræði og eðlisfræði. Einn- ig verða sýnd þarna skólahús- gögn. Svo umfangsmikil sýning sem þessi er alldýr og hefur mennta máláráðuneytið veitt nokkurt fé til þess að hægt væri að halda hana. Sýningarnefndin væntir þess að fyrirtæki og einstaklingar er vita um nýungar eða hafa 2-3 ungir Islendingar geta fengið ókeypis skólavist í Félaginu ísland — Noregur, hefur verið falið, í samráði viö félagið Norsk-Islands Samband í Oslo aö velja 2-3 unga menn til ókeypis skólavistar í Noregi. Einn piltur getur fengið skóla- vist í Búnaðarskólanum á Voss næsta haust. Námstíminn er 2 vetur. Umsóknir með afritum af vottorðum um nám og undir- búning og meðmæli sendist for- manni félagsins Árna G. Ey- lands, Reykjavík. 1 eða 2 piltar geta fengið skólavist í Statens Fiskarfag- skole Aukre við Molde. Skóli þessi starfar í þremur deildum: a. ,,Fiskeskipperlinje“, 10 mán- aða nám. b. „Motorlinje“, 5 mánaðanám. c. „Kokkelinje“, 5 mánaðanám. Því miður mun nám í a og b- deíld skólans ekki veita nein sér- stök réttindi til starfa hér á landi hliðstætt því sem er í Noregi, en matreiðslunámið mun veita starfsaðstöðu eins og hlið- stætt er hér á landi. Þeir sem vilja sinna þessu Garðyrkjufélagið Leiðrétting í blaðinu í gær urðu þau leið- inlegu mistök að línurnar: „Framanskráðar upplýsingar eru frá stjórn Garðyrkjufélagsins", villtust undir frétt úr Kópavogi, — sem vitanlega var stjórn Garðyrkjufélagsins með öllu ó- viðkomandi! Leiðréttist þetta hérmeö. Það voru upplýsingarn- ar í greininni um Garðyrkjufé- lagið 70 ára sem voru frá stjórn Garðyrkjufélagsins, er það átti viðtal við blaðamenn. geta sent umsóknir sínar beint til skólans, en æskilegt er að þeir geri íormanni félagsins ís- land-Noregur Árna G. Eylands viðvart um leið og þeir sækja um skólavist þessa, helzt með því að senda honum afrit af um- sókn og upplýsingum, sem þeir kunna að senda skólanum. — Utanáskrift skólans er Statens Fiskarfagskole, Aukre pr. Molde, Norge. ný kennslutæki láti nefndina vita. Fyrst um sinn geta menn hringt um þetta til skrifstofu fræðslufulltrúa Reykjavikur. Sýningarnefndin hefur feng- ið þá Þóri Sigurðsson teikni- kennara og Ólaf Hjartar kenn- ara til að annast uppsetningu og fyrirkomulag sýningarinn- ar. 1 sýningarnefndinni eru, á- samt Pálma Jósefssyni: Ámi Þórðarson, Helgi Þorláksson formaður Landsamb. framhald- skólakennara, Ingimar Jóhanns- son fulltrúi fræðslumálastjóra og Jónas B. Jónsson fræðslu- fulltrúi Reykjavíkur. Iflakkunnnl Annax ársfjórðungur féll í gjalðdaga 1. apríl s.l. Greið- ið flokksgjöld ykkar skilvís- lega. Skrifstofa Sósíalistafé- lags Reykjavíkur er í Tjarn- argötu 20, sími 7511, opin alla virka daga frá kl. 10-12 og 1-7 síðdegis. Hljóp burt og klagaði fyrir „mommu Byggingarnefnd Kópavogs- hrepps hélt nýlega fund og sam- þykkti þar, samkvæmt samþykkt hreppsnefndar, að úthluta bygg- ingalóðum fyrst og fremst til heimamanna í Kópavogi. Veitti nefndin um 50 byggingaleyfi, með þeim fyrirvara að skipulag- ið staðfesti skipulag húsanna. Þegar nefndin hafði samþykkt þetta gengu þeir Ilannes „félags- fræðingur“ og Jón Gauti af fundi í mótmælaskyni! Siðar munu þeir hafa kært fyrir „mömmu", þ. e. Steingrími Steinþórssyni ráðherra, það framferði bygginganefndar að veita fyrst og fremst Kópavogs- búum byggingaleyfi! Frumsýning á nýjum skopleik í Iðnó á 2. í hvítasunnu Leikfélag Reykjavíkur fnrmsýnii’ á annan í hvítasunnu nýjan skopleik í IÖnó. Er leikurinn eftir Walter Ell- is, sem er áhorfendum góðkunn- ur frá því skopleikur hans „Góðir eiginmenn sofa heima“ var sýndur hér í hittiðfyrra. Skopleikurinn, sem L. R. hefur tekið til meðferðar heitir á frum- málinu „A Little Bit of Fluff“ og er nú einhver vinsælasti skop- leikur og tíðast sýndi í Englandi, en eftir nýjustu upplýsingum hefur hann að sýningatölu farið fram úr „Frænku Charleys“ í heimalandi sínu. í þýðingunni, sem Einar Pálsson leikstjóri hef- ur gert, er leikurinn nefndur „Inn og út um gluggann". Með aðalhlutverkin í leiknum fara þau Árni Tryggvason, Guð- björg Þorbjarnardóttir og Hauk- ur Óskarsson. Eru tvö hin síðast nefndu hjónin í leiknum, en Árni leikur einkar kyndugan heimilisvin, Túlla trúboða, sem lendir í hinum ótrúlegustu vand- ræðum. Steindór Hjörleifsson leikur lækninn, Steingrímur Þórðarson strætisvagnaeftirlits- mann, en Sigríður Hagalín, Gerður Hjörleifsdóttir, Ragn- hildur Steingrímsdóttir og Anna Stína Þórarinsdóttir leika döm- ur á ýmsum aldri, sem koma allmjög við sögu. Leiktjöldin hef- ur Lothar Grund málað, en leik- stjóri er Einar Pálsson. (Frá L. R.) Hæstiréitur égildir „kínismaf Heimdallarslefbéraima Framhald af 12. síðu. lausu mati“, sem hann hefði lát- ið trúnaðarmenn sína gera og sagðist síðan hafa unnið af „sam- vizkusemi og nákvæmni" úr skýrslum þeirra. Sjömenningun- um hefði hann skipað í 2. flokk, en öðrum vagnstjórum í úrvals- eða 1. flokk. • Mjög umrætt mál — Brottrekstrarmál þetta vakti á sínum tíma mikla athygli og umtal í bænum. Einkum þótti það kynlegt að forstjórinn neitaði með öllu að benda á nokkuð sem áfátt hefði verið i starfi vagnstjóranna brottreknu. Mun engum er til þekkti hafa blandast hugur um að þetta svo- kallaða „hæfnismat'1 var klaufa- lega dulbúin tylliástæða til þess að losna við menn er fremstir höfðu staðið í kjarabaráttu vagnstjóranna, en átti raunveru- lega ekkert skylt við hæfni við- komandi manna til að aka stræt- isvagni. • Héraðsdómurinn sýknaði Einn af vagnstjórunum 7, Kristján Jóhannsson höfðaði þá mál gegn borgarstjóranum i Reykjavík f. h. bæjarsjóðs og Eiríki Ásgeirssyni forstjóra SVR til ómerkingar þeim ummælum að hann væri 2. flokks vagn- stjóri. Einnig krafðist hann þess að honum yrðu dæmdar skaða- bætur fyrir miska og fjártjón og að forstjórinn yrði dæmdur í refsingu fyrir ummæli sin, Héraðsdómurinn sýknaði Ei- rík af refsikröfunni og byggði þá niðurstöðu á því að heimild til höfðunar einkarefsimáls hefði verið fallin niður er stefna var gefin út. Ómerkingar- og skaða- bótakröfurnar voru heldur ekki teknar til greina. — Kristján áfrýjaði þessum dómi. ) • Án vitundar vagnstjóranna eða samþykkis. Niðurstaða Hæstaréttar varð önnur. í dómi hans segir m. a.: „í máli þessu er leitt í ljós, að eftir að bæjarráð Reykjavík- ur hafði sagt vagnstjórum Stræt- isvagna Reykjavíkur, þar á með- al áfrýjanda, upp starfi frá 1. okt. 1951, lét stefndi Eiríkur Guðbj. Ásgeirsson forstjóri, fram- kvæma svonefnt „hæfnismat" á vagnstjórunum, þó án vitundar þeirra eða samþykkis. Sam- kvæmt því var vagnstjórunum skipað í þrjá hæfnisflokka, þ. e. úrvalsflokk, 1. flokk og 2. flokk. Skýrði stefndi Eirikur að gefnu tilefni bæjarráði frá flokkun þessari á bæjarráðsfundi hinn 29. september 1951 og lét þess þar getið, að hann hefði skipað áfrýjanda ásamt fleiri vagnstjór- um í 2. hæfnisflokk. Fengu vagnstjórarnir fljótlega vitneskju um þessa flokkun á þeim." • Ótraustur grundvöllur „Stefnda Eiriki var að visu skylt að gera tillögur um, hverja úr hópi vagnstjóranna skyldi endurráða til aksturs strætis- vagna og hverjum skyldi hafna. Var honum þá einnig heimilt að gera bæjarráði grein fyrir í nvaða atriðum hann teldi ein- stökum vagnstjórum áfátt í starfi sínu. En í stað þess að fara þá leið, skírskotaði hann einungis til hins svonefnda „hæfnismats“, sem allsendis er óvíst úm, að framkvæmt hafi verið á hlut- lægum og öruggum grundvelli. Sjálfur hefur stefndi Eiríkur lýst því yfir í máli þessu að hann hafi lítið þekkt persónulega til starfshæfni áfrýjanda, og ekki hefur hann í málinu bent á eða borið fram nein atriði, er gæfu til kynna vanhæfni áfrýjanda til vagnstjórastarfs." , \ • Ummælin dæmd niðrandi „Telja verður niðrandi fyrii’ ■áfrýjanda, seni haft hafði akstur strætisvagna að aðal- starfi og hafði löggildingu til að stunda bifreiðakennslu, að honum var skipað í 2. liæfnis- flokk, hinn sízta af þremur flokkum alls. Og þar scm eng- in rök liafa verið færð fram fyrir þvi, að þetta hafi verið réttmætt, ber að taka ómerk- ingarkröfu áfrýjanda til greina.“ Hæstiréttur tók hinsvegar ekki fébótakröfu Kristjáns Jó- hannssonar til greina vegna þess að „áfrýjandi hefur ekki leitt nein rök að því, að hann hafi beðið fjárhagstjón vegna þeirra ummæla, sem stefnt er út af.“ Þá var málskostnaði skipt á aðila. Einn dómenda Hæstaréttar0 Árni Tryggvason, skilaði sérat- kvæði og vildi staðfesta hór- aðsdóminn. Síðasti þjóðsagna* fyrirlestur próf. O’Duilearga Síðari fyririestur próf. Séamus Ó. Ðuilearga frá Dyflinni verð* ur í 1. kennslustofu háskólans í kvöld, föstud. 27. maí kl. 8.30. í þessum fyrirlestri mun pró- fessorinn segja frá ýmsurn merkilegum sagnamönnum, sena hann hefur kynnzt, frá hintt merkilega söfnunarstarfi sínu og frá hinni írsku þjóðfræðastofn- un. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og er öllurn heimill að- gangur. Þýzkir styrkir Menntamálaráðuneytið hefur valið þá Hrein Benediktsson, mag art., Oslo og Jón Á. Giss- urarson, skólastjóra, Reykjavík, til þess að þiggja styrki þá, er Sambandslýðveldið Þýzkaland veitir tveimur íslendingum ti'i háskólanáms í Þýzkalandi vetur- inn 1955—’56. Hreinn Benediktsson mutí leggja stund á forngermönsk mál og almenna ggrmanska saman- burðarmálfræði. Jón Á. Gissur- arson mun leggja stund á upp- eldisvísindi. (Frá menntamálaráðneytinu L

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.