Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. maí 1955 Vill láta banna að vín sé I veitt við bara 88 iuHtzúar sátu ársþing umdæmis- stúkunnar nr. 1 ' Vorþing umdæmisstúkunnar nr. 1 var haldiö í Reykja- vík dagana 7. og 8. maí 1955. ÞingiÖ sátu 86 fulltrúar úr umdæminu. Miklar umræður urðu á þing- inu um það ástand, sem nú síkir hér á landi um áfengis- xieyzlu og vínveitingar. Meðal þeirra samþykkta, sem þingið gerði, var áskorun til framkvæmdanefndar umdæmis- stúkunnar um að hef ja í Ríkis- útvarpinu og víðar öfluga á- róðursstarfsemi gegn áfengis- bölinu og að leita samstarfs við stórstúku Islands og áfeng- isvarnarráð um auknar áfengis- vamir og boðun bindindis. Einnig voru samþykktar svo- hljóðandi tillögur: „Vorþing umdæmisstúkunnar gerir þá kröfu til hlutaðeigandi aðila, að framfylgt sé til fullnustu því lagaákvæði, að unglingum innan 21 árs aldurs sé ekki veitt vín í veitingahúsum. Telur þingið nauðsynlegt að allir, sem T I L LIGGUB LEIðlN vín er veitt á slíkum stöðum hafi í höndum aldursvottorð í vegabréfs formi.“ „Þar sem reynslan hefur sýnt, að vínveitingar við hina svo- nefndu bari, leiða til síaukinnar áfengisneyzlu, skorar vorþing umdæmisstúkunnar á fram- kvæmdanefnd stórstúkunnar og áfengisvarnarráð að beita sér eindregið fyrir banni gegn slík- um veitingum." Framkvæmdanefnd umdæmis- stúkunnar skipa nú: Þorsteinn J. Sigurðsson, um- dæmistemplar, Þórður Stein- dórsson, uindæmiskanslari, Svanlaug Einarsdóttir, umdæm- isvaratemplar, Maríus Ólafsson, umdæmisritari, Páll Kolbeins, umdæmisgjaldkéri, Jón Kr. Jó- liannesson, umdæmisgæzlumað- ur unglingastarfs, Karl Karls- son, umdæmisgæzlumaður lög- gjafarstarfs, Bjarni Halldórs- son, umdæniisfræðslustj., Krist- jana Ó. Benediktsdóttir, um- dæmiskapelán, Jón Hjörtur Jónsson, uindæmisfregnritari, Sigurður Guðmundsson, fyrrv. unulæniisteinplar. Umboðsmaður stórtemplars var kjörinn Gísli fíigurgeirsson verkstjcri í Hafnarfirði. óstiiRnn Á að flenna Reykjavík upp í Hofsjökul? ræður verðlagi á rakarastofum? Hver „REYKJAVÍK er ekki borg, heldur safn af smáþorpum“ segir Homo sapiens í bréfi til Bæjarpóstsins. „Stefnan virð- ist vera sú að flenna hana allt upp í Hofsjökul og austur að Seljalandsmúla, og það er víst að svonefndum skipulagsstjór- um hennar mun takast það á skömmum tíma ef þeir fá að halda áfram hér eftir sem hing- að til. En ég fuliyrði, að hefði borgin verið byggð af ein- hverju viti og framsýni væri leikur einn að láta hana rúmast innan Öskjuhlíðar og Sjó- mannaskólahæðarinnar, og það hefði verið hagkvæmast fyrir alla aðila. En nú er komið upp þorp í Laugarnesi, annað í Kleppsholti, hið þriðja í Vog- um, fjórða í Sogamýri, fimmta í Blesugróf, að ógleymdu smá- ibúðahverfinu og öllum bragga- hverfunum sem sáð hefur ver- ið um bæinn með þeim vís- dómslega hætti að hver byggð hefði sitt braggahverfi sér til uppbyggingar — já, uppbygg- ingar, það er rétta orðið. ENGINN REIKNAR út þann kostnað sem þetta hefur í för með sér, og það er meðal ann- ars fyrir þennan útflennuskap höfuðborgarinnar sem 4000 manns í bænum biða nú eftir lóðum. Alltaf þarf sem sé að vera að „skipuleggja" ný og ný hverfi, grafa göturæsi, leggja vatns- og skólpleiðslur; og þetta er svo mikið verk eða illa að því unnið að húsin sjálf kom- ast ekki upp fyrr en eftir dúk og disk. En meðan ástandið er þannig standa einnar hæðar kumbaldar, eða minna en það, við sjálfar höfuðgötur bæjar- ins; og þar sem ættu að rísa voldugar íbúðarblokkir upp á 5—6 hæðir, eins og neðst við Vesturgötu, er einhverjum kumpánum ieyft að hrófa upp asnalegu veitingahúsi til að dekra við smekk eða öllu held- ur smekkleysi menningar- snauðra broddborgara. Sjálfur miðbærinn er sem sé ekki nema hálfbyggður; ef einhver þróttur væri í þeim sem eru að puða í málum bæjarins létu þeir ekki svona handahóf við- gangast, létu þeir ekki duttl- unga peningamanna í miðbæn- um ráða fyrir sér. Hér vantar nýja stefnu nýrra manna“. „HVER RÆÐur verðlagi á rak- arastofum bæjarins?" spyr ann- ar bréfritari. „Það kostar 17 krónur að láta klippa sig nú til dags, og það þó maður sé að verða sköllóttur. Þetta er í hæsta lagi tíu mínútna verk, og þannig gæti rakari haft 102 krónur á tímann af því að klippa mannshausa — Það eru 816 krónur á dag miðað við 8 stunda vinnudag. Dálaglegur skildingur. Raksturinn veit ég ekki hvað kostar, en það er á- reiðanlega eitthvað tilsvarandi. Rakari sem hefur nóg að gera er enginn smákalli með þessu verðlagi, og ég spyr aftur: hver ákveður verðlagið á rakara- stofum." — Bæjarpósturinn skýtur spurningunni til réttra aðila. Og um leið beinir hann þeirri spurningu til föðurhús- anna hvað valdi verðmismuni. á brauði í brauðsölubúðum bæjarins. Hann kaupir stund- um hálfa smjörköku með eft- irmiðdagskaffinu í mjólkurbúð- inni á Týsgötu. Þar kostar helmingurinn 2 krónur, en ekki nema 1,85 í búðinni á Skóla- vörðustígnum. Og helmingarnir sýnast fljótt á litið jaíngóðir. : Gaberdíne- ■ SKYRTUR ■ ■ {á drengi og lierra. ■— Verð frá kr. 70,00. •—• ■ ■ ■ ■ ■ | Toledo Fischersundi v F Sagan af 1 r Trístan og Isól 1. og 2. BÖK I 4. BÖKAFLOKKI MÁLS 0G MENNINGAR Nútímaskáldsaga eftir franska höfundinn J0SEFH BÉDIER „Viljið þér, göfugu herrar, heyra fagurt ævintýr um ást- ina og dauðann? Það er sagan af Trístan og ísol drottn- ingu. Heyriö, hversu þau unnust meö miklum fögnuöi og miklum harmi, og síöan dóu þau af því á sama degi, hann sökum hennar, hún sökum hans“. Meö þessum oröum hefst skáldsaga Bédiers sem samin er á þessari öld. út af hinum fornu sögum og ljóðum, keltneskum og frönskum, um Trístan og ísól, og af slíkri snilld aö hún er einstök 1 bókmenntunum. Ein megin- uppistaöa þessa verks er söguljóð frá 12. öld, en um þaö hefur Bédier sagt að það sé eitt hinna undurfáu fögru bóka mannkynsins. f inngangsoröum aö þessari útgáfu segir Einar Ól. Sveinsson prófessor: „Trístansljóöin erfa frá keltnesku sögunum harminn, hinn tragíska undirtón, en efu um leiö gædd frönskum næmleik og nærfærni, smekk, jafnvægi og öryggi“, og um skáldsögu Bédiers segir hann aö verkið sé í senn unniö af lærdómi og list. HiÖ harmþrungna, djúpfagra ástarævintýr af Trístan og ísól sem vart á sinn líka dregur öld eftir öld að sér at- hyglina, og íslendingum hefur áöur borizt hljómur af því í hinu fornfræga Trístanskvæði meö viðlaginu: Þeim var ekki skapað neraa aö skilja, sem prentað er hér aftan viö útgáfuna. Bók Bédiers kemur meö ævintýrið í heild: alla fegurö þess. Einar Ól. Sveinsson hefur snúið bókinni á svo blæfagra íslenzku að það er jafnframt unaöur að lesa hana málsins vegna, og hún mun hér eftir skipa veröugan sess í bók- menntum íslendinga. Sjödægra Ný ljóiabók ettii IÓHANNES 0B KÖTLUM Fyrsta heildarsafn af Ijóðum skáldsins frá því Sól tér sortna kom út 1945. Höfundurinn hefur á þessu tímabili tekiö miklum breytingum, svo að Sjödœgra er ný bæði aö efni og formi. Hið þjóö- kunna skáld kemur hér fram sem ungur höfundur, og má fullyröa að Jóhannesi úr Kötlum hafi aldrei leikiö betur ljóð á tungu. Bókin er yfir tíu arkh* aö stærð, stór í broti og fögur að frágangi. HEIMSKRINGLA 2 bHIIIIIBIIMIIMIIIMIIIIMBVIIMIIIIIRfllttllllMlllÍRIillMIIMBtBBIIIIRIIMttlfltltlllflBBIIIIIIVIIIIIIIVIMVitBMIIIIIHIIIBCIIIBIIBIIIIIIBIIIklMIMIIIIIIIlllBlllllllMIIIIIVIIIIIIIIIIIlllltliMiifieiiliaillKlftliiiiiiiiiiiiiiiiiii ■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.