Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Háosteína Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega notkun kjarnorkunnar: 500 vísindamenn austurs og vesturs koma tll Genf í ágúst Ráðstefna Sameinuöu þjóðanna um notkun kjarnork- unnar til friðarþarfa verður haldin í Genf frá 8. ágúst til 20. ágúst í sumar. Aöalforseti ráöstefnunnar veröur banda- ríski prófessorinn Walter G. Whitman, en varaforseti sov- ézki risindamaöurinn dr. Viktor S. Vaviloff. Er Whitman nýkominn úr Eviópuferö og dvaldi þá tvo daga í Moskvu og ræddi m.a. viö Vaviloff. Gert er ráð fyrir að um 500 fulltrúar frá sextíu löndum komi þar saman og skiptist á skoðunum um notkun kjarnork- unnar til friðsamlegra nota. Verða almennar umræður á dag- inn en á kvöldin verða flutt erindi, þar sem framúrskarandi vísindamenn frá löndum austurs og vesturs skýra frá aðalatriðum þróunarinnar í kjarnorkufræð- um og framtíðarhorfum í þeirri grein, hver á sínu sérfræðisviði. t, Kjarnorkan getur orðið mann- kyninu blessun. Nú hefur UNESCO, menning- arstofnun Sameinuðu þjóðanna, Bændur, vopn- aðir Ijáum, verja akra sína ÍBÚARNIR í vesturþýzka bænum Auenhausen, War- burgsýslu, hindruðu nú fyrir nokkrum dögum að tekið væri 15 ha akurlendi undir byggingu á radarstöð fyrir herinn. I>egar hópur verkamanna kom á vettvang til að grafa fyrir grunni stöðvarhúsanna, mættu þeir fylktu liði nærri hvers mannsbarns í þorp- inu, vopnuðu Ijáum, er var þess albúið að ráðast á verkamennina, ef þeir hæfu yerldð. Varð ekki af frekari framkvæmdum. Fjérveldafundur Framhald af 1. síðu. sér í verki að aftra því, að nokk- ur árangur geti orðið af hinum fyrirhugaða fjórveldafundi. Er einkum tilfært að fram hafi komið ummæli varðandi íhlutun í mál alþýðuríkjanna í Austur- Evrópu, sem á engan hátt gætu samrýmzt þeirri meginreglu sam- einuðu þjóðanna, að hlutast ekki til um innanlandsmál sjálfstæðra ríkja. Haldi Bandaríkjastjórn fast við þá kröfu að slík mál verði tekin til meðferðar á fjórvelda- fundinum, geti það ekki þýtt annað en að hann sé fyrirfram dæmdur til að misheppnast með öllu. Gæti þá verið verr farið en heima setið, og afleiðingin orðið versnandi sambúð stórveld- anna og vaxandi alþjóðaviðsjár. Til þess að fundurinn beri til- ætlaðan áraneur verði allir hlut- aðeigendur að leggja sitt bezta fram til þess að svo geti orðið. Sovétstjórnin telur heppilegast að forsætisráðherraifnir ráði sjálfir dagskrá fundarins, Hún telur hagkvæmast að fundurinn verði í Vín í náinni framtíð, enda hafi austurríski kanslarinn, Raab, boðið þar til fundar. gefið út aukablað af málgagni sínu, „Courier“, sem ætlað er að að kynna mönnum kjarnorkuna frá öðru sjónarmiði en hinu venjulega. Er blaðið helgað hin- um miklu möguleikum, sem notk- un kjarnorku til friðarþarfa býð- ur mannkyninu. Svo hörmulega tókst til, að uppgötvunin um risa- orkuna sem leystist þegar úra- níum atóm er klofið, var einmitt gerð árið 1939, rétt áður en mesta styrjöld mannkynssögunn- ar hófst, segir í ritstjórnargrein „Courier“. Var uppgötvunin strax notuð til framleiðslu ægi- Ef helmingur þingmanna legra sprengna. En því skyldi aldrei gleymt, — bætir blaöið við —, að það er sprengjan sem flytur dauða og eyðileggángu, en ekki sjálf kjamorkan. Nú er svo komið að kjarnorkan getur orðið mannkyninu til blessunar. „Courier“ leggur áherzlu á þá staðreynd að þegar hefur verið lagt inn á braut, sem hefur orð- ið farsæl. í>að gerðist 5. desem- ber 1954, þegar öll ríki Sam- einuðu þjóðanna greiddu því at- kvæði á allsherjarþinginu að hefja skyldi aiþjóðasamvinnú um notkun kjarnorku til frið- samlegra þarfa, bandalagsins. undir stjóm leggur þjóðarhrejTingu til að knýja læknastéttina til viður- kenningar á framförum í lækna- vísindum. Koma fram í þessum ráðstöf- unum frönsku kvennanna vin- sældir þær sem hugmyndin um þjáningarlausan bamsburð hefur fengið þar i landi, en þessari að- ferð hefur verið nokkuð beitt fœrist! Öldungadeild Bandaríkjanna hefur samþykkt stjórnarskrár- breytingu, sem 'heimilar bráða- birgðaskipun þingmanna í full- trúadeild þingsins, ef helming- ur þingmanna skyldi farast í kjarnorkuárás eða öðrum stór- slysum. Það eru ríkisstjórar hinna einstöku „ríkja“ Bandaríkjanna, sem skipa eiga bráðabirgða- þingmennina. Kjarnorkuknú- in kaupskip Áður en sex ár líða munu Bandaríkin sennilega eiga kjarn- orkuknúið hafskip í förum, að því er Raymond Hicks varafor- seti bandaríska skipafélagsins United States Lines heldur fram. Hicks bætir því við að svo sé komið að ekki sé hægt að gera áætlanir um nýsköpun skipaflotans, nema hafðar séu í huga þeir miklu möguleikar, sem kjarnorkan bjóði. Læknar og ljósmæður Frakklands eiga að læra aðferðir er stuðla að þjáningarlausum barnsburði Fæðingarstofnun í París, eign verkalýðs- sambands, hefur beitt þessum aðferðum í f jögur ár með góðum árangri Konur víð'svegar að úr Frakklandi gengu á fund franska heilbrigöismálaráðherrans í vikunni sem leið og kröfðust þess, að veitt yrði af ríkisfé til að kosta kennslu handa læknum og ljósmæönim um þjáningarlausan barnsburö. isecvi Mun það vera í fyrsta sinn í þar frá 1951 og var forgöngumað- sögunni að alþýða manna skipu- . urinn Fernand Lamaze, sem hafði kynnt sér hana í Sovét- rikjunum, þar sem hún er orðin almennt viðhöfð. Aðferðin byggist á nánu sam- starfi hinnar fæðandi konu, læknis og ljósmóður. Er móðirin látin iðka sérstakar afslöppun- ar- og andardráttaræfingar áður en tiL fæðingar kemur, svo hún geti vitandi vits stuðlað að þján- ingarlausri fæðingu, án notkunar deyfilyfja. Árangurinn Undanfarin misseri hafa ótal ráðstefnur verið haldnar víðs- vegar um Frakkland, að við- stöddum læknum, ljósmæðrum og mæðrum, og hafa talað þar m. a. margar mæður sem skýrt hafa frá reynslu sinni. Um 10 þúsund franskar konur liafa fætt þjáningar- Iaust frá því 1951, að dr. Lamaze tók að beita þessari aðferð á fæðingarstofnun í París, sem er eign Verkalýðs- sambands járniðnaðarmanna. í París hefur hreyfingin náö mestri útbreið^lu og þar hefur borgarstjórnin þegar veitt 35 milljónir franka til rannsóknar á aðferðinni í fæðingarstofnun- um sem reknar eru af bæjarfé- laginu. Ethel og Júlíus Rósenberg í fangelsinu .\ý|ar ssfmaiiÍF lyrir dóms- tiioróiiiu á Rósenliergs- iijóuunuin m Bandaríski rithöíundurinn lohn Wexley heíur ritað bók um málið Bandaríski rithöfundurinn John Wexley hefur ritað bók um réttarmoröið á Júlíusi og Ethel Rosenberg, sem framið var fyrir tveimur árum. Móðir og faðir bólusettra barna fengu lömunar- Wexley er einkum kunnur sem höfundur kvikmyndahandritanna „Játningar nazistanjósnara", og kaup- ' „Böðlar deyja líka“. Hann birtir í bók sinni myndir að skjallegum sönnunum þess, að vitnin sem ríkisstjórnin lét leiða gegn Ros- enbergshjónunum, frömdu mein- særi. Nafn bókarinnar er „Dómur- inn yfir Júlíusi og Ethel Ros- enberg", og eru útgefendur henn- ar Cameron and Kahn, en þeir gáfu einnig út bók Harvey Matu- sows, „Ljúgvitnið“. veiki Bandarík kona, Carolyn Gust- avson, 25 ára að aldri, hefur veikzt af lömunarveiki mánuði eftir að 18 mánaða gömul dótt- ir hennar var sprautuð með Salk-bóluefninu, segir í frétta- stofuslceyti frá Denver, Color- ado. I sömu frétt segir að 27 ára karlmaður, Morton Solomon, hafi veikzt af lömunarveiki nokkru eftir að dóttir hans, hálfs annars árs, hafði verið sprautuð með bóluefni Salks. Solomon liggur nú í öndunar- tæki og er talinn í lífshættu. Sobell-málið Bókin kemur út um það leyti þegar tvö ár eru liðin frá morði Róseubergshjónanna. Samtímis er hert á baráttunni fyrir því að Morton Sobell, sem dæmdur var ásamt hjónunum, verði lát- inn laus. Sobell er nú í Alcatraz-fang- elsinu. Nefndin sem vinnur að því að honum verði sleppt lýsir því yfir að sex vitnanna, sem vitnuðu gegn honum „standi nú grímulaus sem falsvitni." Krefst nefndin þess, að mál Sobells verði rannsakað að nýju. f næsta mánuði munu fundir haldnir um öll Bandaríkin að vinna þeirri kröfu fylgi. til Sjóhrœddur floti? Floti Atlanzhafsbandalagsins ætlaði að hafa æfingar í Eystra- salti vikuna sem leið, en þeim var frestað fram í þessa viku vegna þess hve vont var í sjó* inn. Hörð átök niilli Perons forseta og kaþólskra Báðar deildir Argentínuþings hafa nú samþykkt aö al- mennar kosningar skuli frafn fara til að skera úr því hvorfe ríki og kirkja skuli aöskilin í landinu. Peron forseti hyggst heyja kosningabaráttuna undir kjör- orðinu: „Prestar eiga heima í kirkju en ekki í pólitík". Eiga kosningarnar að fara fram eftir sex mánuði, oe á að kjósa stjórnlagaþing sem hafi vald til að breyta öllum ákvæðum stjórn- arskrárinnar um aðstöðu ka- þólsku kirkjunnar sem ríkis- kirkju. Kaþólskir eiga að hafa fullt frelsi til að bjóða fram eins marga menn og þeir vilja. „Lát- um þá mynda stjómmálaflokk. Við skulum sjá hve mörg at- kvæði þeir fá,“ hefur Peron sagt. Deilan milli Perons forseta og kaþólsku kirkjunnar eru á- tök ntilÚ iyrrverandi (banda- manna, því það var einmitc stuðningur kaþólsku kirkjunnar* sem kom Peron til valda £ kosningunum 1946. Fyrir hálfu ári, eftir að farið var að stofna kaþólsk verkalýðs- félög, undir beinni handleiðslu kaþólsku kirkjunnar, lýsti Perort því yfir, að kirkjan væri að reyna að grafa undan valdi hans og tryggja sjálfri sér völdin. Baráttu kaþólsku kirkjunnar og Perons er fylgt af athygli um öll hin rómönsku lönd Ameríku, en kaþólska kirkjan er þar hvar» vetna voldug og vellrík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.