Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 6
8) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 27. maí 1955 IUÓOVIUINN Otgofandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurlim. Ritstjórar Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb.) n'rí('tastjóri: J6n Bjarnason. Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guð- mundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. A-Uglýsingantjóri: Jónsteinn Haraldsson. Rltstiórn, nfgreiðsla. auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustí* i» Sím1 7500 (3 línur). Áskrlftarverð kr. 20 á mánuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar á landinu. — Lausasöluverð 1 kr. eintakið. °rtir)tsmiðia t>jóðviljans h.f. Sðltfiskhringurinn Undanfarið hefur Þjóöviljinn i’ætt allýtarlega nýjasta lineyksli saltfiskshringsins, sölumar á óverkuöum úrvals- fiski til Noregs. Hefur blaöiö krafizt þess aö stjórn SÍF gerði almenningi einhverja gi’ein fyrir hinum furðulegu vinnubrögöum sínum, og í gær birtir Kristján Einarsson loks grein í Morgunblaðinu xim málið. Kristján er sem kunnugt er framkvæmdastjóri SÍF, og hann vakti all- mikla athygli á sér fyrir nokknim árum, þegar birt voru skeytaskipti milli hans og ítalsks fiskkaupmanns, en í þeim skeytum féllst fiskkaupmaðurinn á ákveðnar pró- sentur til Kristjáns. Ekki þótti þetta athæfi samt sak- næmt, enda nýtur SÍF sérstakrar hylli og vemdar Bjarna Benediktssonar dómsmálaraöherra, sem skipaöi sérstakan „rannsóknardómara“ til þess að bjarga SÍF og forraöa- mörmum þess. Grein Kristjáns er aö því leyti athyglisverð aö hann Staðfestir allt sem Þjóöviljinn hefur sagt um málið, og af- sakanir hans eru furðulega haldlausar. Hann segir þrennt í greininni: 1) íslendingar hafa ekki markaö fyrir fullverkaöan saltfisk jafnvel þótt Norömenn og Færeyingar hafi hann svo mikinn aö þeir veröi að kaupa sér hráefni í öörum löndum. 2) Jafnvel þótt íslendingar yi’ðu sér úti um slíka mark- aöi gætu þeir ekki notað þá, því þaö er sáralítið hægt að kaupa í staðinn í þeim löndum sem vilja saltfisk okkar. 3) SÍF var búiö aö gera samning um fisksölu til Noregs áður en ítalski samningurinn var gerður á síðasta ári, og því var ekki hægt aö komast hjá því aö vanefna ítalska samninginn og greiöa nærxá tvær milljónir í skaðabætur. Um fyrsta atriðiö er það aö segja áö þaö er aöeins hrein- skilin játning á því að foi’ráðamenn SÍF eru ekki menn til að gegna störfum sínum. Sá markaður sem opinn er Norðmönnum og Færeyingum hlýtur einnig áö vera okkur opirm, ef eftir er sótt af einhverju viti. AnnaÖ atriðið er gamalkunn „röksemd“ gegn öllum jafn- virðiskaupum. Meö henni var ámm saman mótmælt viö- skiptum viö Austurevrópuríkin og Sovétríkin, en reynslan hefur boriö annað vitni. Enda er vitað að bak viö þennan málflutning var aöeins ósk heildsalanna um aö fá aö halda áfram viðskiptum sínum við lönd hins „frjálsa gjaldeyris", Bandaríkin og Bi’etland, þar sem prósentu- kerfiö hvíldi á gömlum merg. Ef til vill hefur reynzt erfitt allt til þessa aö fá hæfilegar px’ósentur í Bi’asilíu bæöi fyrir h.eildsala og saltfisksala? Þriðja atriðið er skýlaus játning um fullkomiö hneyksli. Skaðabæturnar til Ítalíu sýna glöggt að forráðamenn SÍF eru ekki aöeins sérdrægir í viöskiptum, heldur virðast þeir ekki hafa hugmynd um hvaö þeir eru aö gera; þeir selja sama fiskinn tvisvar og eru sektaöir fyrir! Og þeir selja millilið fyrst en láta hina eiginlegu viöskiptavini sitja á hakanum! Kristján segir að SÍF hafi fengið gott verö fyrir fiskinn í Noregi — en hversu mikiö er eftir af því verði þegar búið er aö di’aga frá 1.700.000 kr. skaðabætur til Ítalíu? Vinnubrögð SÍF veröa ekki afsökuö meö neinum skyn- samlegum rökum. Starfsemi hringsins hefur verið með þvílíkum endemum að fyrir löngu hefði átt aö hefja op- inbera og heiöarlega rannsókn á starfsaöferöum hans og draga forráöamennina til ábyrgðar. Þaö er nú eitt brýn- asta verkefni þjóðarinnar að brjóta þennan hring á bak aftiH’ og tryggja að sala þessarar mikilvægu framleiöslu- vöru sé í samræmi við hagsmuni sjómanna og útvegs- manna og þjóöarinnar alLrar. Eitt höfuðtorgið í Varsjá. Hér verður sungið og dansað á heimsmótinu í sumar. Fifflmtd beimsmót «sbunnftr í Vnrsjn Nú eru aðeins 55 dagar, þar til íslenzki hópurinn leggur af stað til Varsjár. 83 hafa nú tilkynnt þátt- töku sína hér, og talan hækk- ar ört. Þeir sem enn hafa ekki tilkynnt þátttöku sína, eru hvattir til að gera það sem allra fyrst til að vera öruggir um að komast með, því að að- eins eru tryggð 125 farþega- rúm fyrir hópinn með Dr. Alexandrine. FEBÐAÁÆTLUNIN Ferðaáætlun íslenzka hóps- ins er nú alveg ákveðin. Lagt verður af stað með Dr. Al- exandrine frá Reykjavík föstudaginn 22. júlí. Skipið kemur við í Þórshöfn í Fær- eyjum og hefur nokkurra tíma viðdvöl. Komið verður til Kaupmannahafnar snemma morguns miðvikudaginn 27. júlí og höfð þar sólarhrings viðdvöl. Lagt verður af stað með járnbrautarlest frá Höfn snemma morguns 28. júlí og haldið suður Sjáland og yfir lengstu brú Evrópu, Stór- straumsbrúna (3,5 km) til Falsturs og ferjubæjarins Ged- ser. Þaðan er siglt með járn- brautarferju til Wamemúnde í Austur-Þýzkalandi. — Frá Warnemúnde er svo lagt af stað kl. 2 e.h. 28. júlí og far- ið með jámbrautarlest yfir Austur-Þýzkaland og Pólland til Varsjár, en þangað kemur hópurinn síðla kvölds 29. júlí. Er þannig 1 dagur til hvíldar fyrir hópinn í Varsjá, áður en mótið hefst. Frá Varsjá verður að mót- inu loknu lagt af stað á mið- nætti 14. ágúst, farið sömu leið til baka og komið til Kaupmannahafnar að morgni 16. ágúst. Seinna sama dag er lagt af stað með Dr. Alex- andrine og komið til Reykja- víkur 21. ágúst. Tekur allt ferðalagið þannig mánuð. UNDIRBtJNINGURINN 1 PÓLLANDI Um allan heim undirbýr æskan mótið af miklu kappi, en miðstöð undirbúningsins er auðvitað mótslandið, Pólland. Síðast var í dálkum þessum skýrt að nokkru frá undir- búningnum í ýmsum löndum, og verður nú lítillega greint frá viðbúnaði pólsku æskunn- ar. Þeir sem sáu Varsjá sem rústahaug, er ýmsir töldu jafn vel ógerlegt að byggja á nýja borg, munu undrast, hvernig slíkt kraftaverk megi ske, að þar sé nú auk milljónarinnar, sem nú býr í borginni, einn- ig hægt að hýsa tugþúsundir erlendra gesta í einu og halda svo fjölbreytt stórmót, sem fimmta heimsmótið verður. En undrun’ þeirra mun verða meiri, er þeir koma til mótsins. Hundruð nýrra hót- ela, skóla og stúdentagarða munu hýsa gestina. Unga fólkið í Varsjá legg- ur sem einn maður alla krafta sína fram til að sem bezt geti — Tilkyitnið þátttöku ykk- aor í heimsmótimi sem alira fyrst Eiði Berg- majin, Skólavörðustíg 19 (afgreiðslu Þjóðt'iljans) eða íslenzku undirbún- ingsnefndinni Eingholts- stræti 27, sem gefur all- ar nánari upplýsingar. — Skrifstofan er opin. mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 20:30 til 21:30 og laugardaga kl. 14 til 15:30. — Þeir sem vilja vera með í kór eða danshóp til- kynni það strax. farið um þær 40 þúsundir æskufólks, sem koma í hina miklu heimsókn í ágúst. Bygging stærsta íþrótta- leikvangs Póllands er í full- um gangi og verður lokið fyr- ir heimsmótið. Hann mun taka 80.000 í sæti og hófst bygg- ing hans síðastliðið haust. Daglega koma hundruð og jafnvel þúsundir íþróttafólks, skólafólks og annarrar æsku til að hjálpa til við bygging- una í frítímum sínum. Stend- ur leikvangurinn á hægri bakka Vislufljótsins. Yfir 1.200.000,- ungir lista- menn, söngfólk, dansarar o.þ. h., tilheyrandi m.a. 24.000 kór- um, hljómsveitum, danshópum og öðrum sýningarflokkum frá öllum héruðum Póllands taka nú þátt í keppni um. þann heiður að fá að koma fram á heimsmótinu. Hvorki meira né minna en 6000 leik- flokkar, 5590 danshópar, 4950 kórar, 3900 hljómsveitir og 200 brúðuleikhús áhugafólks taka þátt í þessum stórkost- legu keppnum. Pólska æskan undirbýr af miklu kappi gjafir, smáar og stórar, handa erlendu þátttak- endunum. í Oltzynhéraði býr unga fólkið t.d. til skraut- öskjur, körfur, albúm og aðra smáhluti skreytta táknum héraðs síns, í Byalistok-héraði eru ungir íþróttamenn að út- búa falleg veski handa finnsk- um vinum sínum osfrv. Pólska íþróttaæskan undir- býr af miklu kappi þátttöku. sína í íþróttaleikjunum. T.d. má nefna undirbúning mikillar leikfimissýningar, þar sem 2000 fimleikamenn og fim- leikakonur munu koma fram. Sýning þessi verður táknmynd af viðleitni heimsæskunnar í þágu friðar og vináttu allra þjóða. Pólsku frjálsíþróttamennirn- ir æfa af kappi og binda mikl- ar vonir við stjörnur eins og spjótkastarann Janisz Sidlo, sem kastað hefur 80.15 m, en það er Evrópumet. Hann hef- ur sérstaklega látið i ljós þá ósk, að heimsmethafinn Bud Held komi til leikanna og þeir reyni með sér. Það mundi taka fjölda Framhald á 11. síðu. * Islendingar á leið til Búkarest 1953. Mynd- in er tekin á járn- brautarstöðinni £ Ðresden og fékk 1. verðlaun á ljós- myndasýningunni er efnt var til eftir Búkarestmótið. — Myndina tók Sveinn Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.