Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.05.1955, Blaðsíða 11
Föstudagur 27. maí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 6. dagur — Þessum manni er óhætt a'ð treysta. Hann reykir ekki vindil ef honum finnst hann ekki góður. Hann segir heldur ekki annað en það sem honum finnst rétt. Ég ætla að íhuga það sem hann hefur sagt. Um kvöldið þegar hann var búinn að mjólka, settist hann í hlýjan stallinn milli kúnna sem jórtruðu frið- samlega og hrossanna sem voru mögur og úttauguð eftir stritið við ströndina. Nú vissi hann að hann átti val fyrir höndum. Átti hann að halda áfram aö vera bóndi í þessari harðbýlu sjávarsókn eða átti hann aö freista gæfunnar með því að ráðast í ný og hættuleg fyrirtæki? Hann var ungur, miklu yngri en mágar hans tveir, en hann vissi að hann var hagsýnn og hafði reikningsvit í kollinum. Og það hafði sýnt sig aö hann gat unnið á við hvern sem var og ýtt undir verkamennina, svo að þeir drógu ekki af sér. En það var áhættusamt líf, og maðm’ gat tapað öllum eigum sínum á einu einasta fyrirtæki, rétt eins og nú hafði munað minnstu að svo færi fyrir honum. ^ Kjestín, kona hans, kom út í gripahúsiö og settist á kistuna við hlið hans. Hún var nokkrum ánim eldri en hann, rauðhærð og bústin og blíö að lundarfari. En henni hætti til þunglyndis og þaö var ekki laust við að þeir heilögu hefðu haft áhrif á hana. Nú þegar. — Hvað segðir þú um aö selja bæinn og flytja í aðra sveit? spurði hann til gamans. Hún leit óttaslegin á hann. Hafði smíði brimbrjótanna sarnt sem áður mistekizt og voru þau tilneydd að flytj- ast burt? Hann áttaði sig strax á hugsunum hennar og strauk hönd hennar róandi. — Nei, vertu ekki hrædd, sagöi hann. Þaö kemur áreið- anlega í ljós að við höfum hagnazt á þessu, þegar ég er búinn að gera upp reikningana. — Þetta eru reyndar heimahagar okkar, sagði hún. Og hér er allt okkar ættfólk. En þú ert dugandi bóndi og ef þú færð ekki nóg verkefni hér á jörðinni, gætiröu reynt að fá þér aðra stærri. Ef til vill fyrir austan. Hann brosti við. Hún var ekki ein um þann draum að flytjast austur á bóginn. Þegar komið var nokkrar mílur inn í landið vonx jarðirnar stórar og frjósamar og hægt að rækta á þeim hveiti. Og þaö kom löngunar- svipur í augu fátæku bændanna í sókninni þegar þeir töluðu um sveitirnar fyrir austan sem voru sannkölluð Gósenlönd. — Já, já, Kjestín litla, það er ekki gott aö segja hvar við eigum eftir að setjast að, sagði hann. En það gæti verið að áður en langt um liði yrðum viö sammála um að flytjast héðan. Þau gengu saman inn í húsið og þetta kvöld lék Grejs sér við syni sína, sem hann hafði tæplega séð undan- fama mánuöi. En daginn eftir var aftur nóg að gera. Reikninga þurfti að gera upp, það þurfti að ganga frá viðskiptunum viö banka og sparisjóði og hann átti að fá greiðsluna fyrir verkið útborgaöa. Og þegar allt var að lokum klappað og klái't, sendi hann boð til mága sinna og bað þá koma. Lars Trilling og Jens Sand komu saman, þeir lögðu tréskóna sína frá sér í forstofuna, börðu aö dyrum og báðú hljóðlega Guðsfriðar. Það var auöséð á þeim að þeir voru kvíðandi. Þótt brimbrjótarnir væru fullgérðir og vel heppnaðir var aldrei aö vita nema tap hefði orðiö á þessu umfangsmikla fyrirtæki, vegna þess að of seint hafði verið byrjað á verkinu þetta slæma sumar. Þeir reyndu að lesa þaö úr andliti Grejs Klitgaard hvaða fréttir hann hefði að færa þeim, en úr svip hans var ekkert aö sjá. Kjestín hafði lagt á borö í stofunni og þeir drukku kaffi og töluðu um daginn og veginn. Það var einkum Grejs sem talaði. Æjá, þaö er illt að vita ekki hvort maður verður hrak- inn allslaus frá heimkynni sínu án þess að vita hvað viö tekúr. Þeir fundu kynlega andúð þarna í stofunni, þar sem hvergi var að finna innrömmuð ritningarorð og veggirnir kunngérðu ekki að þetta væri hús Drottins. Lars Trilling og Jens Sand sátu gráir og umkomulausir í váðmálsfötum sínum og reyndú að einbeita huganum að einlægri bæn um hjálp og miskunn, meðan Grejs tal- aði um hina rýru uppskem í sveitinni og hiö mikla upp- skerumagn af frjósomu jörðunum inni í landinu. Hann hafði rétt fyrir sér, uppskeran var rýr, og þótt þeir hefðu ekki tekið á sig þungar skyldur í sambandi við smíði brimbrjótanna, gæti það orðið þeim erfitt að greiða hverjum sitt. Þeir skulduðu vömr hjá kaupmanninum og skattarnir voru háir. Á hverjum degi þurfti að fæða marga munna. Ef þeir ættu í ofanálag að greiða halla sem næmi ef til vill mörgum þúsundum, sáu þeir engin úrræði. Þeir sátu þarna eins og þeir bið'u eftir dómsúr- skurði. En sýndu þolgæði, sál, því kærleikur guðs varir að eilífu. Loks virtist sem Grejs Klitgaard þætti tími til kominn að gera upp reikningana. Hann brosti lítið eitt þegar hann bað Kjestínu að bera bollana af borðinu, og þegar hún var komin út úr stofunni, sótti hann nokkur skjöl í gamla mahognískápinn sem var glæsilegasta húsgagn stofunnar. Þeir þekktu sögu hans, því að hann hafði bjargazt úr liðsforingjakáetu þegar rússneska freigát- an Alexander Newsky strandaði fyrir mörgum ámm og hafð'i veriö keypt á uppboði. — Jæja, hér er reikningsyfiriitið, sagöi Grejs. Það er bezt þið lesið það yfir. — Við höfum ekki mikið vit á tölum, sagði Lars Trill- ing hrjúfri röddu. En vera má þú getir skýrt fyrir okkur hvernig högum okkar er háttað. — Jú, það skal ég gera. Eins og þið vitið leit þetta mjög illa út þangaö til veðrið batnaði og við gátum haf- izt handa af kappi. Og þaö gerðum við — á þann hátt sem ykkur er kunnugt. Okkur tókst að ljúka verkinu og standa við allar skuldbindingar, en þaö mátti engu muna. HeimsmóÉið I Framh. af 6. síðu síðan að skýra sómasamlega frá því helzta í undirbúningi pólsku æskunnar fyrir heims- mótið, en þetta verður að nægja núna. Komið til mótsins og sjáið árangur þessa mikla viðbúnað- ar. Skotland vann Framhald af 9. síðu. ar réðu öllum gangi leiksins. Á 69. mínútu skoruðu þeir 3. mark sitt. 10. mín. fyrir leiks- lok skorar Ocwirk úr auka- spyrnu af 17 m færi. Skotar héldu áfram með sama ákafa og skoruðu 4. markið á 89. mínútu. • ÚTBREIÐIÐ • ÞJÖÐVILJANN eimilisþáÉÉnr Setbaðker sem hægt er að liggja í Setbaðkör tíðkast víða er- lendis, þar sem baðherbergi eru lítil og hér er eitt slíkt sýnt í Vanmáttarkennd og lélegar tennur I Englandi eru komnar upp deilur milli og tannlækna og annarra lækna um það vanda- mál þegar börn sjúga á sér fingur. Tannlæknarnir berjast gegn því að börn sjúgi fing- urinn, vegna þess að það getur aflagað góminn og í sumum tilfellum sjálfar tennurnar. En læknarnir halda því fram að það eigi að fara varlega í það að banna börnum að sjúga fingurinn, vegna þess að þau sjúgi hann aðeins þegar þau eigi í einhverjum andlegum erf- iðleikum. Fyrst og fremst verði að hjálpa börnunum og þegar þau hafi yfirunnið þessa and- legu erfiðleika hætti þau af nýrri franskri útgáfu og það hefur ýmsa kosti framyfir þau baðlier sem áður hafa verið framleidd. Kerið er framleitt í Þýzkalandi, Sviss og Hollandi og stórframleiðsla hefur verið hafin á því í Frakklandi. Kerið á myndinni er 170x70x40 sm og á myndinni sést greinilega í sjálfsdáðum að sjúga fingur- inn. Læknarnir líta miklum al- vöruaugum á þær geðflækjur sem myndast geta ef barn er allt í einu neytt til að hætta að sjúga fingurinn en tann- læknarnir vekja athygli á því að eyðilegging góms og tanna getur orsakað marga sjúkdóma síðar á ævinni. Það er skiljan- legt að læknar og tannlæknar séu ekki sammála í þessum efn- um og foreldrum ber að gæta þess að börn þeirra fái engar þær áhyggjur sem geta orðið þess valdandi að þau fari að sjúga á sér finguma. hve mörgum stellingum hægt er að vera í því með hægu móti. Sturtan er einnig af nýrri gerð. Hún er á veggnum en ekki í loftinu eins og við eigum að venjast. Þetta hefur þann kost að óþarfi er að bleyta á sér hárið nema maður óski þess sjálfur. Venjulegu sturt- urnar hafa þann ókost að vatn- ið fossar niður höfuðið á manni svo maður sér ekki út úr aug- unum. r--------------------1------- ttttt 516CÚS si&uumaKrauöon Minningar- kortin eru til sölu í skrifstofu Sós- íalistaflokksins, Þórsgötu 1; afgr. Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skólavörðustig 21 og í Bókaverzlun Þor- valdar Bjarnasonar í Hafn- arfirði ---

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.