Þjóðviljinn - 21.07.1955, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.07.1955, Blaðsíða 1
Ráðizt á vopnahlésnefnd- ina í suðurhluta Viet Nam Fimmtudagur 21. júlí 1955 — 20. árgangur — 161. tölublað Bandarisk stelnubreyting vekur von sam< komulags um Þýzkalond og öryggismól Eisenhower: Ég hef sannfœrzt um að friðarvilji for- ustumanna Sovéfrikjanna er jafn einlœgur og minn Allt komst í uppnám hjá þeim 1200 frétíamönnum sem fylgjast með fjórveldafundinum í Genf í gær, þegai- þeir höfðu hlýtt á skýrslur bla'öafulltrúanna um þaö sem for- sætisráöherrunum Búlganín, Eden og Faure og Eisen- hower forseta fór á milli á fundi þeirra. Svo er nefnilega aö sjá sem Eisenhower hafi breytt stefnu Bandaríkjanna og við það hafa vaknað vonir um aö samkomulag kunni aö nást um Þýzkalandsmálið og öryggismál Evrópu. Að tillögu utanríkisráðherr- anna tóku æðstu mennirnir sameiningu Þýzkalands af dag- skrá fyrst um sinn og tóku að ræða annað atriðið á dag- skránni, öryggismál Evrópu, þegar þeir komu saman í Höll þjóðanna síðdegis í gær. Öryggisbandalag í áföngum Eden stjórnaði fundinum og gaf Búlganín orðið. Hann gerði grein fyrir tillögu Sovétríkj- anna um öryggisbandaiag allra Evrópuríkja. Er hún á þá leið, að bvrjað verði á því að gera sáttmála þar sem ríkin heiti þvi að ráðast ekki hvert á ann- að og leysa deilur með samn- ingum. Á þessu stigi verði eldri hernaðarbandalög enn við lýði. Að tveim til þrem árum liðn- um verði svo myndað allsherj- ar ör>Tggisbandalag í stað eldri bandalaganna og tekið að sam- eina Þýzkaland. Lagt er til að Bandaríkin og Kanada standi að þessu bandalagi auk Evr- ópuríkjanna. Eden svaraði, að hann áliti að samræma mætti tillögu sina um öryggisbandalag fjórveld- anna og Þýzkalands og tillögu Búlganíns. Faure kvað frönsku stjórnina álíta að gera bæri öryggissáttmála og stöðva her- væðingu, síðan væri hægt að hefja afvopnun. Búlganín sagði að sér dytti ekki í hug að tillaga sín væri alfullkomin, hann myndi fagna tillögum um umbætur á henni. örundvöllur að ríðræðum síðar Eisenhower tók næstur til máls. Hann kvaðst hafa rætt við alla fulltrúana i sendinefnd Sovétríkjanna og sannfærzt um að þeir óski þess af jafnmik- illi einlægni og liann að varð- veita friðinn í heiminum. Sá vandi sé nú fyrir hendi að brúa bilið sem sé milli raunhæfra tillagna Vesturveldanna og Sovétríkjanna. Til þess sé ekki tími á þessum fundi. Því kvaðst Eisenhower \ilja leggja til, að utanríkisráðherr- unum verði falið að taka sam- an niðurstöður viðræðnanna tíl þessa um Þýzkaland og öryggi í Evrópu, þannig að þær geti verið grundvöllur frekari um- ræðna, jafnt á þessari ráð- stefnu og síðar. Jafnframt skuli þeir skýra frá, hvenær þeir telji heppilegt að köll- uð verði saman ný ráðstefna tíl að ræða bæði Þýzkaland og öryggismálin til hlítar. Búlganín kvaðst álíta að við- ræður síðar um öryggi í Evr- ópu mætti ekki binda neinum skilyrðum um sameiningu Þýzkalands. Eisenhower kvað æðstu mennina koma saman til að leita samkomulags, ekki megi binda umræður um neitt mál skilyrðum um lausn ann- ars. ! Adenauer er æfur. Kurt Andoisson, fréttaritari sænska útyarpsins í Genf, sagði í gærkvöldi að ljóst væri að Vesturveldin hefðu faiiizt á það sjónarmið Sovétrikjanna að ekki sé hægt að skitja Þýzka- landsmálið og öryggismál Evrómi hvert frá öðru. Talið sé í Genf að í haust muni hefj- ast langvinn fundahöld utan- ríkisráðherra og sérfræðinga um bæði málin. Andersson kvað þáð Ijóst að Framhald á 12. síðu ■ XJLUilgU/iXV U IJJl U PUUUCUilU UU j : komust ekki til Reykjavíkur j : fyrr en í gær vegna þess að j : flugvél sú, sem flutti þá til j • ' r : ; landsins gat ekki lent her a \ • r \ : flugvellinum í fyrrakvöld j ■ sakir dimmviðris. Varð því j • að fresta landskeppninni um ■ einn dag og hefst hún því j | í kvöld kl. 8.30. Keppt verð- j : ur í þeim greinum sem áður j ! hefur verið getið um: 100 j j m, 400 m, 1500 m og 10 000 j • m hlaupum, 110 grinda- j : h’aupi, langstökki, stangar- j • stökki, sleggjukasti, kring’u- j ■ kasti og 4x100 boðhlaupi. 199 hvalir veiddir Hvalveiðarnar frá hvalyinnslu- stöðinni í Hvalfirði hafa geng- ið vel að undanförnu. Veiðin nemur nú 199 hvölum en veiðst höfðu 135 hvalir á sama tíma í fyrra. Út hafa verið fluttar 1000 lestir af lýsi og 600 lest- ir af hvalkjoti. Ríkisstjórnin neitar að uppfylla kosninga- ákvæði vopnahléssáttmálans Frá koinu hollenzku frjálsíþróttamannanna í gær. Brynjólfur Ingólfsson, formaður Frjálsí-* þróttasambands íslands, leilsar fararstjóra Hollendinga og býður hópinn velkominn. Trylltur múgur geröi í gær aösúg aö íulltrúum í al- þjóölegu vopnahlésnefndinni hluta Viet Nam. Ríkisstjórnin í Saigon boðaði til fundar í gær til þess að minnast þess að ár vár þá lið- ið síðan samið var vopnahlé þar. Fyrirskipaði stjórnin, sem neitaði að undirrita vopnahlés- samninginn, að þjóðarsorg skyldi ríkja á yfirráðasvæði hennar. 't Fundir stjórnarinnar snerust upp í árás á tvö helztu hótel Saigon, þar sem Indverjar, Kanadamenn og Pólverjar þeir sem skipa vopnahlésnefndina búa. Ngo Dinh Diem forsætis- ráðherra hefur þráfaldlega ráð- izt á vopnahlésnefndina. Múgurinn rændi og ruplaði í herbergjum vopnahlésnefndar- manna í hótelunum. Indverji sá sem er formaður nefndarinnar var harinn svo á sá. Yfirmaður franska hersins í Indá Kína bar fram mótmæli í Saigon, höfuöborg suður- við Diem útaf árásinni. Diem svaraði, að hún væri verk kommúnistískra æsingamanna. Samkvæmt vopnahléssamn- ingnum áttu viðræður milli stjórna beggja hluta Viet Nam um undirbúning kosninga í öllu landinu að hefjast í gær. Stjórn Ho Chi Minh í norður- hlutanum hefur skipað samn- inganefnd en Diem kveðst muni hafa ákvæði vopnahlés- samningsins um kosningar að engu. Framkoma Diem veldur stjórn- um Bretlands og Frakklands miklum áhyggjum en þær bera ásamt stjómum Sovétríkjanna og Kína ábyrgð á að vopnahlés- samningurinn sé haldinn. Hafa sérfræðingar Vesturveldanna rætt þetta mál undanfarna daga í Genf. Ljósm: Pétur Thomsen. Gott veður o g síldarlegt fyrir Norðausturlandi Ægir og leitarvélin sáu sild i gœr út af RauSanúpi og noroan Lan janess Raufarhöfn í gærkvöld. Frá fréttaritara. i Kl. 19 i kvöld sá varðskipið Ægir allmikía síld um 38 mílur norður af Bauðamipi; kl. 18.30 sá síldarleitarflugvélin tals- vert mikla síld norður af Hraunhafnartanga og' aftur kl. 19.30 norður af Langanesi. Seinni partinn í dag mun benda til. Önnur skip, sem ver- Ægir hafa fengið milli 200 og ið hafa vestar að undanförnu, 300 tunnur þar hyrðra, en að- eru nú einnig á austurleið; og eins um þrjú skip voru stödd dregur það ekki úr bjartsýni á þeim slóðum. Öll skip, sem manna að veður er gott hér á hér leggja upp, eru nú úti að, miðunum. veiðum, og munu halda á þáj Heildarsöltun hér á Raufar- staði sem flugvélin og Ægir höfn nemur nú 15.226 tunnum. í dag hafa þessir bátar lagfc hér upp síld til söltunar: Páll Pálsson 200 tunnur, Reynir 150, Fjarðaklettur 100, Víðir 200, Háfrenningur 50, Muninn 300, Fanney 200, Trausti 70, Garðar 200, Hrönn 80, Vonin 30, Mímir 150, Þrá- inn 200, Bára 140, Guðmundur Þorláksson 100, Reykjaröst 200, Grundfirðingur 200, PálL Þorleifsson 70 tunnur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.