Þjóðviljinn - 21.07.1955, Blaðsíða 7
- Fimmtudagur 21. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (T
í
[Niðurlag]
Það hefur oft verið lágt ris-
ið á íslenzkum stjómmálum.
Islendingar eru fáir, hagir
þeirra hafa oftast verið
smáir: í sniðum: Lítilla sanda,
lítílla sæva, lítil eru geð
guma. Vér lifum í landi
kunningsskaparins, hreppa-
krítsins og landmerkjaþræt-
anna. Okkur hættir jafnan við
að gera almenn mál persónu-
leg, breyta pólitískum deilu-
málum í illindi milli ein-
staklinga, enda hefur okkur
ekki enn tekizt að skrifa
þjóðarsöguna öðru vísi en
sem Islendingaþætti. Fyrir
hálfri öld skynjaði Hannes
Hafstein höfuðnauðsyn þjóð-
lífs vors, er hann orti þessar
Ijóðlínur:
Hér á landi þarf svo margt
að brúa,
jökulár í landi og í lundu . . .
Pontifices — brúarsmiði —
kölluðu Rómverjar æðstu
presta sína, þá er varðveittu
hin heilögu vé allrar þjóðar-
innar. Aldrei hefur íslending-
um verið svo brúarsmiða þörf
sem nú, er spanna þarf það
djúp, sem staðfest er þessa
stundina með sundurleitum
stjómmálaflokkum og sam-
tökum fjöldans um land allt.
Því nú eru vé okkar í veði.
I borgaralegu þjóðfélagi
vorra tíma er efasýkin tízku-
búningur ríkjandi lífsskoð-
unar, en vantrúin á mannsins
mátt og megin tjáning guðs-
óttans. Án efa munu þeir ekki
vera fáir meðal Islendinga,
sem telja hugmyndina um
stjómmálasamvinnu alþýð-
Unnar, svo sem hún hefur
skipað sér í flokka og sam-
tök, þokukennda og óraun-
hæfa draumsýn. Einar 01-
geirsson hefur í stjórnmála-
ritgerð sinni gert sér ljósa
grein fyrir þeim torfærum, er
verða munu á vegi slíks
stjómmálasamstarfs. Honum
farast svo orð: „Það yrðu
vafalaust margir erfiðleikar
á veginum, bæði á leiðinni til
slíks bandalags og á braut
ríkisstjórnar þess, bæði inn á
við í röðum þeirra, er taka
upp samstarf, eftir að hafa
háð harða baráttu hvor gegn
öðram áður, og út á við. Það
yrði að yfirvinna margskonar
tortryggni, skilningsleysi,
þröngsýni, afturhaldssemi,
bráðlæti o.fl. o.fl., en litlir era
þó allir þeir erfiðleikar hjá
hinu, er bíða myndi vinnandi
stétta Islands og allra frjáls-
huga manna, ef eigi næðist
samstarf milli þeirra og ein-
ræði auðvalds hrósaði sigri
yfir lýðræðisöflum alþýðunn-
ar“.
Þeir sem hafna slíku póli-
tízku bandalagi vegna torleið-
isins ættu að setja sér fyrir
sjónir, hvað í vændum er, ef
einum stjórnmálaflokki, Sjálf-
stæðisflokknum, tækist að
vinna algeran meirihluta á
alþíngi í kosningum. Sá háski
vofir nú yfir. Gagnvart þeirri
hættu verður sú spurning,
hvort kostur sé á að stofna
til stjórnmálabandalags með
öllum vinstri flokkum lands-
ins, ekki fræðileg draumsýn,
heldur pólitísk lífsnauðsyn
allrar íslenzkrar alþýðu.
Á áratugnum eftir hina
fyrri heimstyrjöld tókst rís-
andi samtökum bænda og
verkamanna að brjóta Sjálf-
stæðisflokkinn á bak aftur um
atund. Fordæmi vinstri sam-
vinnu er þvi til í pólitískri
sögu þjóðarinnar. Það hefur
verið sagt, að sagan endur-
taki sig. Að \nsu, en hún end-
urtekur sig aldrei að sama
hætti. Vinstri samvinna á vor-
um dögum myndi ekki aðeins
varast \nti fortíðarinnar. Hún
myndi rista dýpra, tengja i
bandalag miklu meiri fjölda
þjóðarinnar. Hún myndi styðj-
ast við þroskaðri félagssam-
tök, hlutur verkalýðsins yrði
ist leiðin til valda leikur einn:
verkal ýðshreyfingin þýzka
var klofin í nálega jafnsterka
stríðandi heri, sem bárust
sjálfir á banaspjót, liið borg-
aralega frjálslyndi Þýzka-
lands vissi ekki sitt rjúkandi
ráð, en allt afturhald, sem
vopni gat valdið, svínfylkti sér
um nazismann. I öllum lönd-
um Vestur-Evrópu skriðu
nazistaflokkar út úr skúma-
skotunum og þóttust finna
Hier können wir wundervoll
bieiben, sagten sie,
mindestens tausend Jahr!
En þeir höl'ðu einu gleymt:
Einingarhugsjón alþýðustétt-
anna. Meðan sigurvegararnir
dönsuðu og svölluðu áhyggju-
lausir um alla álfuna og
bjuggu sig undir þúsund ára
dýrlegt ölteiti, runnu margir
smáir lækir í einn farveg,
verkamenn og bændur,
menntajnenn og borgarar,
ólíkt meiri en í hinni fyrri
vinstri samvinnu, hlutverk
hans stórbrotnara, markmiðið
skýrara. Barátta slíks banda-
lags mundi auk þess verða
harðsnúnari vegna þess, að
andstæðmgurinn, Sjálfstæðis-
flokkurinn, hefur vaxið um
allan helming að afli auðs og
lýðskrams. í krafti þess
hvorutveggja stendur hann nú
nær því marki en nokkra sinni
fyr að pólitískur æskudraum-
ur hans rætist: að ná meiri-
hlutafylgi á alþingi. Aðeins
eitt afl getur afstýrt þessu:
pólitískt bandalag vinstri
flokkanna í landinu. Samein-
aðir hafa þeir meiri hluta
þjóðarinnar að baki sér.
Sundraðir verða þeir og þjóð-
arviljinn eins og sterkur arm-
leggur með skoma afltaug.
Vinstri flokkar Islands —
Sósíalistaflokkurinn, Alþýðu-
flokkurinn, Framsóknarflokk-
urinn og Þjóðvarnarflokkur-
inn — njóta stuðnings fjöl-
mennustu lýðsamtaka þjóðar-
innar, þar sem era verkalýðs-
BIi fremfor alt ikke trette
Sverrir Kristjánsson:
Straumhvörf eða stöðupoll-
ur í stjórnmálum íslands?
félögin og samvinnufélögin.
Mikill hluti hinnar menntuðu
millistéttar fylglir öllum þess-
um flokkum að málum. Þeir
eiga bæði máttinn og kunn-
áttuna til að stjóma íslandi
svo, að hver vinnandi þegn
þjóðarinnar fái réttan skerf
sinn og skammt. En ef þá
skortir viljann til að starfa
saman að lífsvandamálum Is-
lands, ef þeir kjósa þann kost-
inn að ganga til bardaga gegn
hver öðram eins og grimmir
rakkar og rífa hvem annan
á hol til þess að hnupla einu
atkvæðinu hér og öðru þar, og
liggja síðan eins og ónýtir
geldingar undir homunum á
ólmum úruxa hins íslenzka
auðvalds, þá munu þeir fá þá
ráðningu, sem jafnan verður
hlutskipti þeirra pólitísku ó-
happamanna, er aldrei læra
neitt fyrr en um seinan.
Hugmyndin um bandalag’
vinstri flokka, með þátttöku
óflokksbundinna almennra al-
þýðusamtaka, varð til á ár-
unum milli heimsstyrjaldanna,
þegar fasismi og nazismi ógn-
uðu öllum heimi Valdataka
nazista í Þýzkalandi 1933 var
líkust því sem öllum illum
öndum myrkranna hefði ver-
ið sleppt lausum. Þá máttu
menn sjá þær feiknir, sem
leynast í djúpum auðvalds-
skipulagsins. Nazistum reynd-
vor í lofti. En þá var alþýðu-
stéttunum loks nóg boðið. Á
Frakklandi felldu verkalýðs-
flokkamir niður deilur sinar,
sneru bökum saman og af-
stýrðu því, að fránskir fas-
istar lékju sama leikinn og
hinir þýzku frændur þeirra. Á
Spáni myndaði alþýðufylking-
in ríkisstjóm og lagði grund-
völl að fyrstu lýðræðisskipan
í sögu landsins. Bandalag al-
þýðustéttanna beið að vísu ó-
sigur í báðum þessum lönd-
um hins rómanska heims. En
söguleg afrek þess munu aldr-
ei fyrnast. Alþýðufylkingin
stöðvaði flóðöldu nazismans
um margra ára skeið. Það var
ekki fyrr en eftir ósigur henn-
ar fyrir svik og samsæri hins
engilsaxneska lýðræðis, að
nazisminn gat lagt út í þá
styrjöld, er skyldi gefa hon-
um allan heuninn að herfangi.
Bandalag alþýðustéttanna
var hið pólitíska og siðferði-
lega afl, er eitt hafði boðið
sókn nazismans byrginn. Þeg-
ar þetta afl hafði verið lamað
óðu nazistaherirair mót-
spyrnulaust yfir Evrópu unz
veldi þeirra náði norðan frá
Lófót suður á Krítarey. Og
nazistar veltu sér í völdunum
í syng’jandi vímu auðkeyptra
sigra:
Hier können wir es toll treib-
en, sagten sie.
réttu hver öcirum bróðurhönd,
1 fyrstu fáir, síðar fleiri, hóp-
arnir urðu að flokkum, flokk-
arnir að fyikingum, alþýðu-
bandalag að alþjóðarbanda-
lagi. Skæruliðahreyfing Ev-
rópu á stríðsárunum —• það
var bandalag alþýðustéttanna,
vopnum búið, sniðið við þau
skilyrði, er styrjöldin skapaði.
Nazisminn hefði aldrei verið
lagður að velli, ef aþýðan
hefði ekki bundizt þessum
samtökum, er rufu hin fornu
mörk flokka og stétta. Svo
vom ' einingarsamtök þessi
mikils háttar, að þau tóku
stjórnartauma ríkjanna í sín-
ar hendur þegar friður komst
á. 1 styrjöldinni gegn nazism-
anum hafði bandalag alþýðu-
stéttanna unnið eindæma af-
rek. Hvort mundu kjörviðir
þess þola friðinn er tilveran
hyrfi aftur í fornan farveg?
Norðmaðurinn Nordahl Grieg
barðist allra manna djarfast
fyrir hinni pólitísku einingar-
húgsjón alþýðustéttanna. Ár-
ið 1942 var hann staddur hér
á Þingvöllum, hermaður í út-
lagaliði Norðmanna. Sjálfan
grunaði hann feigð sín, en
hann sendi okkur, sem lifðum
af, þessi orð til vamaðar:
Bli fremfor alt ikke trette —
sem mennesker blir etter
kriger —
nár grumsei: og griskheten
kommer
i fölge med motlösheten ....
Þessi hjartahreini norski
víkingur óttaðist það mest, aö
andvaraleysið, þreytan myndi
tæla mennina til þess hóg-
lífis í hugsun, sem hafði
reynzt svo háskasamlegt í
stormahléinu milli styrjald-
anna. Ótti hans reyndist því
miður réttur. Lýðræðis- og
friðarhugsjón skæruliða Ev-
rópu, hins vopnaða bandalags
alþýðustéttanna, var um öli
Vesturlönd troðin undir járn-
hæl kalda stríðsins.
Kalda stríðið er pólitísk ný-
sköpun Bandarikjanna, trú-
boð hins lítilsiglda mannhat-
urs og flatfættra hleypidóma.
En þessi tegund stríðs var í
dásamlegu samræmi við hug-
myndir íslenzks stríðsgróða-
valds um hetjuskap. Þegar
fyrri heimsstyrjöldinni lauk
lýsti hið unga íslenzka ríkí
yfir ævarandi hlutleysi. Eftir
lok hinnar síðari gerðust
valdhafar íslands aðilar að
kalda stríðinu og horfðu ekkí
í kostnaðinn, enda greiddu
þeir hann ekki úr eigin sjóði.
Þeir seldu bara mömmu.
I tíu ár hefur án afláts
gengið á með gerningaveður
kalda stríðsins. En nú hiær
sól á liimni eftir langa nótt.
I dag sitja ieiðtogar stórveld-
anna við sama borð suður í
Sviss og hafa orðið ásáttir
um, að þeir fái ekki skorið
úr deilum sínum með sverði.
Þeir hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að þeir verði, hvað
sem tautar, að haga sambúð
sinni svo, að þjóðum, er búa
við ólika samfélagshætti,
verði líft á sama hnetti.
Hvað hefur valdið þessa
upprofi ?
Taflstaðan á skákborði
heimsins er orðin með þeim
hætti, að þriðjungur mann-
kynsins býr við sósíaliska
samfélagshætti. Veldi hins
sósialíska heimshluta er slíkt,
að raunverulega er jafnræði
orðið með sósíalisma og kapí-
talisma á hnettinum. Báðir
hafa þessir aðilar þau vopn í
fórum sínum, að vandséð erf
hvor hafi um sár að binda,
ef þeim yrði brugðið. And-
spænis þessum staðreyndum
féllust Vesturveldin á endur-
tekið tilboð Ráðstjómanikj-
anna um að setjast að samn-
ingaborði.
En hitt átti ekki siður þátt
i umskiptunum, að tekizt hafði
að vekja samvizku almennings
um heim allan. Heimsfriðar-
hreyfingin á að vísu ekki full-
trúa í Genf, en hún situr nú
samt við samningaborðið..
Heimsfriðarhreyfingin er ekkt
pólitískt bandalag í þess Orðs
venjulegum skilningi, en húm
er af sama ættboga. og þær
hugmyndir, sem staðið hafa
við vöggu bandalags alþýðu-
stéttanna í öllum löndum.Húa
er víðfeðmari en nokkurt
pólitískt bandalag alþýðu-
stétta getur orðið og hefur
á heimsmælikvarða unnið að
lausn þeirra. viðfangsefna.
sem bandalag alþýðusté’ta
glímir við í hverju éinstöku
landi.
Á úrslitastundum í söga
síðustu áratuga, á friðará r-
um og stríðsárum, hefur hug-
myndin um bandalag alþýðu-
stéttanna jafnan guðað á
Framhald á 8. síðu.