Þjóðviljinn - 21.07.1955, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.07.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 21. júlí 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 SÖLUTURNINN viS Arnashói Hans Kirk: 48. dagur leið umbótasinnaður. Haldið þér að hægt væri að koma í kring' einhvers konar skiptum, vöruskiptum á þessu sviði? — Þaö verður erfitt, mjög erfitt, herra byggingastjóri, svaraði Tómas Klitgaard rauður af reiöi. — Erfiðleika er alltaf hægt að yfirvinna, þaö vitum við báðir, sagöi von Drieberg vingjarnlega. En til þess þarf mat og sérstaklega brennivín. LátiÖ nú hendur standa fram úr ermum, þið dönsku þrælar! Með samhjálp tókst yfirpjómnum og Tómasi Klitgaard að koma honum út .... á áfangastað. Og þegar bíllinn var lagður af stað, þurrk- aði hann svitann af enninu og þrýsti hönd yfirþjónsins, sem var náfölur. — Þetta verður að liggja í þagnargildi, sagði hann. Eins og nú er ástatt verðum við Danir að standa sam- einaðir. Yfirþjónninn stakk hundraðkrónuseölinum 1 vasann. — Auðvitað, herra forstjóri, sagði hann. Þetta eru erf- iðir tímar fyrir okkur alla. Þaö er sannarlega þörf fyrir lagni og lipurð. — Já, einmitt, það má nú segja, samsinnti Tómas og fór síöan upp á herbergi sitt til aö fá sér verðskuldaöa hvíld. Á meöan sat Jóhannes Klitgaard í makindum með Fríðu feitu og Egon bróður hennar í veitingahúsi ekkju Andrésar. Þau höföu fundiö notalegt skot í hlýlegri stofu og snæddu góða rétti beint af pönnunni, en ekki neinn humar og pempíuhátt. Þau borðuðu vel og dyggi- lega og Fríða feita hámaöi í sig sósuna með skeið. — Ég elska nefnilega sósu, sagði hún. Ég verð alltof feit, en ég get ekki stillt mig um það. — Nú, veröurðu bara feit ^f sósum, sagöi Egon meö bróðurlegri vinsemd. — Haitu kjafti, asninn þinn, sagöi Fríða og hló. Nú fáum við kaffi og einn lítinn í viöbót. Og hvaö voruö þiö eiginlega að segja um pels? Egon hrukkaði ennið og lét sem hann heyrði ekki athugasemd systurinnar. Hann teygði frá sér fæturna og greip í jakkahorniö, svo aö merkið sæist sem bezt. — Jamm, þáð voru viðskiptamál sem við ætluöum að ræÖar ef ég hef skilið herrann rétt, sagði hann. Ég hef unnið a flugvéilinum og við sitthvað fleira og ég er innundir hjá mörgum. Ef þér ætlið að bralla eitt- hvaö, herra minn, þá getum við sjálfsagt komizt að samkomulagi. Ég hef ótal góðar hugmyndir, ef þér getið blætt. — Það verður aö vera eitthvað vit í því, sagði Jóhann- es. — Vit í því, það er nú líkast til, svaraöi Egon yfirlætis- lega. Mér stendur á sama því að ég hef alltaf komizt áfram, en fyrst Fríða hefur mælt með ýöur er ég til í tuskið. Og þér þurfið ekki að tortryggja mig, því aö '--------------------------------— ■ : ■ ^ Yfirþjónninn kom þjótandi með halarófu af þjónum á eftir sér og framreiðslan hófst. Síld af öliu tagi, söltuð, sæt og súr og snaps á íshellu. Meöan herramennirnir tveir undirbjuggu jarðveginn meö fjölmörgum snöpsum, bragöbættum með mismunandi síldartegundum var að- almáltíðin borin inn. Stórkostlegt veizluborð, sannkallað augnayndi. En von Drieberg; leit á það þreyttum augum og sagöi önuglega við yfirþjóninn: — Herra Ober, þér hljótiö að skiljá aö heiöarlegin’ maður hlýtur aö veröa þreyttur á þessum eilífu humrum. Ég veit hvað þið ætlizt fyrir. Þið ætlið að láta hið ósigr- andi varnarlið okkar éta yfir sig af hummm. Hann reis með erfiðismunum á fætur og reyndi að draga rýting sinn úr slíörum í þeim tilgangi að binda endi á líf þessa útsmogna yfirþjóns. — Ég vil fá pylsur, öskraði hann. Heiöarlegar, þýzkar pylsur. Náðu í pylsur handa mér. Annars verðurðu dreg- inn fyrir herrétt, skiluröu þaö þorpari! — Fari það í sótsvart, hurðarlaust, hugsaöi Tómas Klitgaard. Þetta er hneyksli. Maðurinn er ofurölvi — eftir máltíð sem ég hef veitt honum. Hann deplaöi augunum framan í yfirþjóninn sem skalf á beinunum, og honum tókst meira að segja að brosa dauflega. — Látiö okkur þá fá pylsur, sagði hann. Og flösku af kampavíni. Og gætið þess umíram allt aö engir aðrir gestir ónáði okkur, því að við þurfum að semja um þýðingarmikil mál. Pylsurnar komu. Berlínarpylsur, medisterpylsur, miö- degispylsur, spægipylsur, svartar pylsur, malakoffpyls- ur, rúllupylsur, kjötpylsur — allar þær pylsur sem lítið land haföi á boðstólum handa sigurvégaranum. — Bygg- ingastjórinn leit yfir boröiö sem svignaði undir pylsun- um meö sigurhrós í svipnum og sofnáöi allt í einu. Með samhjálp tókst yfirþjóninum og Tómasi Klitgaard að koma honum út um bakdyr gistihússins og troöa honum inn í bíl sem pantaður var í flýti. — Á flugvöllinn vestanverða.n, sagði Tómas við bíl- stjórann. Þér ábyrgist aö hann komist heilu og hölanu Rjóma- ís Gallabuxur Verð frá kr. 55,00 Toledo Fischersundi Kjóll og peysa BAÐFÖT Það er farið að nota hlúndur á sundboli og svona lítur pað út. Á annarri myndinni er liárauður sundbolur með hvítum, fallegum nœlonblúndum, í líkingu viö undirfata- blúndur. Svörtu kniplingarnir sem líka eru notaðir í fín undirföt sjást nú á sundbolum og strandfötum, og óneit- anlega getur pað litiö glœsilega út, eins og á guta gljá- silkibolnum með svörtu mynstri og svörtum kniplingum. Peysusettin, sem saman- standa af peysu og golftreyju, eru mjög algeng, en minna hef- ur verið gert af því að búa til kjóla með samstæðum golf- treyjum. Það er fallegt og| ekki spillir það þegar bæði kjólt og treyja eru skreytt með; sams konar hvítum útsaumi.: Hægt er að krækja peysunnij saman og nota hana við veriju- legt pils eða við aðra kjóla.; Oft eru þessar samstæður gerð- ar úr þunnu jersey, og ■kjollípni er þá oft fleginn og sparilegurj en þegar peysan er notuð utan-i yfir breytir hann alveg um jsyiþj ----------------------rtd Nýr Kiáimur í skerfgriþ> í Svíþjóð er farið að fram- leiða skartgripi úr nýjum málmi — palladíum er hann kallaður. Hann er einn hinná sex platínumálma og líkist platínu í útliti, en verðið er lægra en á gulli. Þetta er bæði fallegur málmur og harður. — harðari en platína — ög þegar hann er auk þess tiltölulcga ódýr, má gera ráð fyrir að palladíum nái smám sainan vinsældum. IfeláíÍWIiJIMH rife 19. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson (áb) -- Fréttastjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Ivar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðu Sími: 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr. 20 q mán. í Rvík og nágrenni: kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.