Þjóðviljinn - 03.09.1955, Blaðsíða 3
-10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 3. september 1955
Fimmti landsíundur Félags íslenzkra símamanna:
Staða póst- og símamálastjóra verði
ekki veitt án samráðs við símamenn
Stefnir óSfluga aS />vi oð góð/r starfs-
kraftar fáist ekki i opinbera þjónustu
Fimmti landsfundur Félags íslenzkra símamanna var
haldinn á Akureyri dagana 25.-27. júlí s.l. Fundinn sátu
36 fulltrúar víðsvegar að af landinu. Forsetar fundarins
voru þeir Steindór Björnsson Reykjavík og Emil Jónasson
Seyðisfirði.
Landsfundurinn gerði marg-
ar ályktanir í launa- og kjara-
málum sínum og fara þær
helztu hér á eftir (millifyrir-
sagnir og leturbreytingar eru
Þjóðvil.ians).
Stoínunin og starfsfólkið
Þar sem staða póst- og síma-
málastjóra losnar í byrjun
næsta árs, telur landsfundur
símamanna tímabært, að fé-
lagssamtökin taki nú þegar. til
athugunar, á hvern hátt þau
geta haft áhrif á val manns í
þá stöðu.
Símamannastéttin er ein fjöl-
mennasta stétt opinberra
starfsmanna hérlendis og fjöl-
þættari að starfsgreinum en
nokkur önnur. Hún er mynduð
af starfshópum með hin óiík-
ustu lífskjör og lífsviðhorf.
Gagnvart slíkum starfsmanna-
hópi reynir meira á stjórnar
hæfileika yfirmanns en við
nokkra aðra opinbera stofnun.
Hann verður að hafa til að
bera víðsýni, mikla mannþekk-
ingu, háttprýði í umgengni við
undirmenn og skilning til að
meta og notfæra sér stofnun-
inni í vil hæfileika þeirra.
Með hliðsjón af því, að nú-
verandi póst- og símamála-
stjóri lætur af störfum fyrir
andurs sakir innan fárra mán-
aða, þykir ekki hlýða að ræða
nánar um fengna reynslu í
þessum efnum.
Póst- og símamálastjóra er
lagt í hendur mikið vald um
starfskjör og starfsskilyrði
mörg hundruð manna og að-
staða til
þeirra.
áhrifa á launakjör
Vísnakeppni
,Já eða Nei
•ii
Undanfarið hafa fjölmargir
botnað borizt í vísnasamkeppni
þá, sem fram fer í sambandi
við útgáfu vísnanna úr ut-
varpsþættinu „Já eða Nei“, en
þær komu út í júlímánuði s.l.,
svo sem kunnugt er. 1 bækl-
ingnum voru 5 fyrripartar, og
hljóta tveir beztu botnamir
verðlaun: 1. Ný gerð af Rafha
eldavél. Verð um kr. 3000.—
2. IBM-rafmagnsklukka til
heimilisnota eftir frjálsu vali
hjá Ottó Michelsen, Laugavegi
11.
Frestur til að skila vísubotn-
um er til 15. september n.k.
Menh ráða því, hvort þeir
botna einn eða fleiri af hin'
um 5 vísuhelmingum og mega
jafnframt senda fleiri en einn
botn við hvern. Botnar skulu
sendir til: „Já eða Nei“, Póst-
hólf 1096, Reykjavík.
Sala bæklingsins hefur geng-
ið mjög vel í sumar, og er upp-
lagið nú á þrotum hjá útgef'
anda, sem er Steindórsprent h.f.
Nauðsyn betri sambúðar
en verið hefur.
Fundurinn leggur álierzlu
á nauðsyn þess, bæðí fyrir
stofnunina og starfsfólk
hennar, að sambúð væntan-
legs símamálastjóra og fé-
lagssamtakanna verði önnur
og betri en verið hefur.
Af þessum sökum gerir fund-
urinn eftirfarandi ályktanir:
Fundurinn beinir þeirri á-
skorun til ríkisstjórnarinnar að
staða póst- og símamálastjóra
verði auglýst laus til umsókn-
ar með hæfilegum umsóknar-
fresti. Að starfsmannaráði
Landssímans verði veitt tæki-
færi til að fjalla um umsókn-
irnar. Að staðan verði ekki
veitt gegn eindregnum mót-
mælum Félags íslenzkra síma-
manna. Að við veitingu í stöð-
una verði höfð hliðsjón af áliti,
er félagið kann að gefa um
umsækjendur.
Aðsldlnaður pósts og síma
Landsfundurinn skorar á rík-
isstjórn og alþingi, að taka til
athugunar hvort ekki er hag-
kvæmara að skilja að nýju í
sundur yfirstjórn pósts og
síma, með hliðsjón af hinu víð-
tæka starfssviði símastofnunar-
innar, — og þar af leiðandi yf-
irgripsmikla starfi póst- og
símamálastjóra.
Staðan sé veátt
til fárra ára.
Landsfundurinn skorar á rik-
isstjórn og alþingi, að taka til
athugunar hvort ekki er ástæða
til, að hafa þá skipan á um
stöðu landssímastjóra, að hún
sé veitt um visst árabil, með
líkum hætti og gert er í Nor-
egi og Svíþjóð (5—7 ár).
Vill fundurinn í því sam-
bandi benda á það óeðlilega
vald, sem slík staða veitir þeim,
er hana skipar um langt árabil.
Næturverðir og
lausafólk
1. Réttindi næturvarða.
Fundurinn telur sjálfsagt, að
næturverðir á landsímastöðvun-
um verði skipaðir fastir starfs-
menn og taki laun samkvæmt
launalögum.
2. Ráðning lausafólks.
Fundurinn telur óviðunandi
að ráðið sé lausafólk, til að
gegna störfum skipaðra starfs-
manna, fyrir lægri laun en
föstum starfsmönnum er ákveð-
ið samkvæmt launalögum.
Að fengnum upplýsingum
fordæmir fundurinn þær aðfar-
ir að sniðganga reglur og sam-
þykktir með þvi, að greiða
fögtu starfsfólki lægri laun fyr-
ir unna aukavinnu en ákveðin
er skv. launalögum.
Sé um einhver samningsat-
riði að ræða, vill fundurinn
benda á, að viðkomandi yfir-
menn snúi sér með þau til
réttra samningsaðila.
Launamál
Landsfundur símamanna vill
benda á þá hættu, sem opin-
berum rekstri, og öllu menning-
arlífi í landinu stafar af því,
að launakjör opinberra starfs-
manna í ýmsum þýðingarmikl-
um starfsgreinum eru á engan
hátt sambærileg við laun á
frjálsum markaði.
Við það bætist, að ýms óeðli-
leg þjóðfélagsfyrirbrigði hafa
skapað kapphlaup um vinnuafl-
ið og gera launabilið milli laun-
þega hins opinbera og ýmsra
annarra stétta enn stærra, —
jafnvel á kostnað hinna fyrr-
nefndu.
Að því stefnir hröðum
skrefum, að góðir starfs-
kraftar fáist ekki í opinbera
þjónustu, eða þeir gangi úr
henni til annarra starfs-
greina, þar sem þeim standa
opnir möguleikar til að marg-
falda launatekjur sínar eins
og reynsla landssímans sýn-
ir.
Fundurinn telur, að það mat
á atvinnuöryggi og hlunnind-
um opinberra starfsmanna, um-
fram aðrar stéttir þjóðfélags-
Framhald á 11. síðu.
Saniræming skólakerfa
Norðurlanda æskileg j
i
Fundi menntamálaráðherra Norðurlanda
lauk í gær
Fundi menntamálaráðlierra Norðurlanda lauk í gær.
Gerði fundurinn átta ályktanir, m.a. þær sem hér eru
birtar. — í fundarlok bauð menntamálaráðherra Svíþjóð-
ar til næsta menntamálaráðherrafundar Norðurlanda í
Stokkhólmi í janúar 1957.
Fundurinn var sammála um
að samþykkja þó ályktun, sem
Norræna menningarmálanefnd-
in hefur gert um skipulag skóla-
mála á Norðurlöndum.
„Norræna menningarmála-
nefndin bendir á hina öru þró-
un skólamálana í helztu menn-
ingarlöndum og vill undirstrika
mikilvægi þess, að undirstöðu-
menntun á Norðurlöndum sé í
samræmi við kröfur þjóðfélags-
ins og atvinnulífsins á hverj-
um tíma. I þeirri heild, sem
Norðurlöndin mynda, er það
mikilvægt, að þessi menntun í
hverju einu af Norðurlöndunum
leiði til sama menntunarstigs,
jafnt að því er snertir bóklega
og verklega menningu. Menning-
armálanefndin ræður þessvegna
til þess að þróunin í skólamál-
um á Norðurlöndum verði þann-
ig, að eins mikið samræmi og
unnt er náist milli hinna ein-
stöku landa“.
Fundurinn samþykkti að óska
eftir því, að Norræna menning-
armálanefndin sjái um að sam-
in verði heildargreinargerð urrt
lestrarefni ungs fólks og ef til
vill leggja fram beinar tillög-
ur um þetta efni. Fundurinn
var sammála um að fara þess
á leit við ríkisstjórnir hinna
einstöku landa, að þær bíði
eftir árangrinum af starfi menn-
ingarmálanefndarinnar á þessu
sviði áður en frekari ráðstafan-
ir verði undirbúnar í þessu
máli.
1í. þing Norræna iðnsambandsins var
háð í Höfn 15.-16. ágúst s.1. >
Norræna iðnsambandið hélt 11. þing sitt í Kaupmanna-
liöfn dagana 15.-16. ágúst s.l., en aðilar að sambandinrt
eru heildarsamtök iðnaðarmanna á Norðurlöndum.
Af hálfu Landssambands iðn-
aðarmanna sóttu þingið for-
seti sambandsins, Björgvin
Frederiksen, og Eggert Jónsson
framkvæmdastjóri þess.
Þingið var sett í salarkynnum
Styrkir til námsdvaiar eða
kynnisferða um Bandaríkin
Bandaríska stofnunin ICA hefur í samráði við amer-
íska skurðlæknafélagið tekizt á hendur að gefa læknum
frá ýmsum Evrópulöndum kost á styrk til námsdvalar
eða kynnisferða í Bandaríkjunum.
Kynnisferðir (allt að 3 mán.)
um Bandaríkin eru ætlaðar
læknum er fara með stjóm heil-
brigðismála í einhverjum grein-
um, háskólakennurum og yfir-
læknum eða reyndum sérfræð-
ingum, er starfa í sjúkrahús-
um og annast þar kennslu.
Námsdvöl (allt að 9-12 mán)
er einkum ætluð læknum, er
annast eða aðstoða við háskóla-
kennslu, taka þátt í kennslu í
sjúkrahúsum eða starfa að
stjóra heilbrigðismála að ein-
fJrslit í goll-
keppni í dag
Úrslitakeppnin í meistara-
móti Golfklúbbs Reykjavíkur
fer fram í dag og hefst kl. 2
e.h. Til úrslita keppa í meist-
araflokki þeir Albert Guðmunds
son og Ólafur Bjarki Ragnars-
son, en í 1. flokki Jón Svan
Sigurðsson og Smári Wium.
1 undankeppni fóru leikar
þannig að fyrstir og jafnir urðu
Albert Guðmundsson og Ólafur
(Bjarki. Kepptu þeir síðan aftur
og sigraði þá Ólafur með 73
höggum gegn 77.
hverju leyti. Fyrst um sinn a.
m.k. verða þessir styrkir ekki
veittir til venjulegs framhlds-
náms að loknu kandídatsprófi.
Styrkurinn nemur 12$ á dag,
þegar um skemmri dvöl en 30
daga er að ræða á hverjum
stað, en ella 8$ og er hann
greiddur mánaðarlega Þá er og
greiddur allur ferðakostnaður
innan Bandaríkjanna, en hins
vegar ekki kostnaður af ferð-
inni til Bandaríkjanna og heim
aftur.
Styrkveitendur (ICA) hafa
umboðsmann í París og fara all-
ar umsóknir, sem til greina geta
komið, um hendur hans. En sér-
stök nefnd lækna í hverju
landi hefur milligöngu milli um-
sækjenda og umboðsmanns. 1
íslenzku nefndinni eiga sæti;
dr. Sigurður Sigurðsson yfir-
læknir, Níels Dungal prófessor
og Júlíus Sigurjónsson próf.
Nánari upplýsingar og umsókn-
areyðublöð fást hjá nefndar-
mönnum. Umsóknir frá íslenzk-
um læknum sendist nefndinni
fyrir 20. sept. n.k. Gert er ráð
fyrir að styrkveitingar þessar
komi til framkvæmda um næstu
áramót og haldi siðan afram
um óákveðinn tíma.
Iðnaðarmannafélagsins í Höfa
að viðstöddum um 300 gestunn
Við setninguna flutti m.a. Thor-
kil Kristensen, fyrrv. fjármála-
ráðherra Dana, erindi um þýð-
ingu iðnaðarins í norrænu at-
vinnulífi. Hann sagði að iðnað-
urinn væri mjög þýðingarmikill
og öflugur atvinnuvegur á
Norðurlöndum og stæði verk-
smiðjurekstrinum engan veginn
að baki, svo sem margir hefðu
tilhneigingu til að telja. Einnig
benti hann á að það væri al-
rangt að vaxandi tækni yrði til
þess að útrýma iðnaði og iðn-
aðarmönnum og breyta öllu í
verksmiðjurekstur. Að vísu
hefði tækniþróunin orðið til
iþess að einstakar iðngreinar
hefðu nær alveg horfið yfir í
iðju, t.d. skósmíði, en hún hefði
einnig skapað nauðsyn margra
nýrra iðngreina t.d. í vélaiðn-
aðinum og við smíði og viðhald
hinna margvíslegu samgöngu-
tækja nútímans.
Þingið tók til meðferðar ýms
hagsmuna- og áhugamál iðnað-
armanna og lagðar voru fram
til umræðu greinargerðir frá
öllum aðildarsamtökunum um
starfsemi þeirra á síðasta 3ja
ára starfstímabili ásamt stuttu
yfirliti um afkomu iðnaðarins í
viðkomandi löndum á þessu
tímabili.
Fráfarandi formaður danska
iðnsambandsins Rasmus Sören-
sen, sem verið hefur formaður
Norræna iðnsambandsins s.l. 3
ár, lét nú af formennsku og við
tók formaður norska iðnsam-
bandsins, Kaare Aase.
J J
ÞJÓDVILJANN *
ÚTBREIÐIÐ