Þjóðviljinn - 03.09.1955, Blaðsíða 9
Ljóö eftir Kristján frá Djúpalœk,
lag eftir Svavar Benediktsson
Það gefur á bátinn við Grænland
og gustar um sigluna kalt,
en togarasjómanni tamast það er
að tala sem minnst um það allt.
En fugli, sem flýgur í austur
er fylgt yfir hafið með þrá,
og vestfirzkur jökull, sem heilsar við Horn
í hilling, með sólroðna brá,
segir velkominn heim, segir velkominn heim.
Þau verma hin þögulu orð.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim,
þá er hlegið við störfin um borð.
En geigþungt er brimið við Grænland
og gista það kýs ekki neinn.
Hvern varðar um draum þess og vonir og þrá,
sem vakir þar hljóður og einn?
En handan við kólguna kalda
býr kona, sem fagnar í nótt
og raular við bláeygan, sofandi son
og systur hans, þaggandi hljótt:
Sértu velkominn heim, sértu velkominn heim,
að vestan er siglt gegnum ís.
Sértu velkominn heim, yfir hafið og heim.
Og Hornbjarg úr djúpinu rís.
Vinkonur
Framhald af 1. síðu.
sendir okkur myndina,
sem hér er birt, og nefn-
ist: Vinkonur. Það fer
vel á því að birta þessa
mynd af hestinum og
ungu stúlkunni, þegar við
erum að hefja dýrasög-
una eftir Þorstein ErV-
lingsson.
RÁÐNINGAR
Á HEILABROTUM í
SÍÐASTA BLAÐI
Reikningsgátan: Systkin-
in voru sjö.
Orðaleikurinn: Af því að
nautin éta fóðrið.
Gátan: Mennirnir voru
kvæntir hvor annars
dóttur.
Meilabrot
Gáta
Hver er sá einfættur,
er úti stendur,
halur hærugrár?
Hefur eyru mörg
og allt hlustar,
en minnisvant
og mælir ekkert.
★
Talnaskrift
1 2 3 4 5 = vatn í sér-
stöku ástandi. — 2 3 4 5
= fuglskvak. — 345 =
bókstafur.
Ártölin
1745 og 1945
Hvaða minnisverðir at-
burðir úr sögu þjóðarinn-
ar eru tengdir við árin
1745 og 1945? — Hug-
leiðing til næsiji viku.
Málshættir (
\
Syngur hver með sínu
nefi.
★
Blindur er bóklaus mað-
ur.
★
Margt smátt gerir eitt
stórt.
★
Margt er það í koti karls,
sem kóngs er ekki í
ranni.
t--------------------
LESENDUR
VELJA DANSLAG
Fyrsta bréfið með dans-
lagavalinu hefur borizt.
Hver lesandi má tilnefna
þrjú uppáhaldslög sín.
Frestur til 1. október. Þá
verður talið.
Laugarclagur 3. september — 1. árgangur — 26. tölublað
Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss — títgefandi- Þjóðviljinn
Ijótan var alræmt ill-
menni og hörkutól bæði
Við menn og málleys-
ingja. Hann var auðugur
af gangandi fé og bjó
undir Letafjalli, þar sem
andinn Gúlú átti heima.
Allir vissu að Gúlú hat-
aði Lótan, því Gúlú er
verndari dýranna og tek-
ur þau til sín þegar þau
deyja, en Lótan var mesti
hestaníðingur og með all-
•v.
Vinkonur
Sesselja Ólafsdóttir, Þjót-
anda, er lesendur minn-
ast frá skriftarkeppninni,
Framhald á 4. síðu.
Lótan
gcsmli
★★
Ævintýri
eftir Þorstein
Erlingsson
★★
ar skepnur fór hann illa.
Ágirndin hvíslaði því
alltof oft að honum að
leggja of þungt á asna
sína og hesta, og svo
barði hann hvað sem fyr-
ir var, þegar geðvönzkan
hljóþ á hann. Hann var
nú orðinn fertugur mað-
Ég var að vakna, þeg-
ar frændi sagði, að nú
væri tíminn til að sækja
kýrnar. Ég dreif mig á
fætur og snaraðist út.
Það var glaðasólskin. Ég
hljóþ við fót til kúnna.
Þegar ég var búinn að
koma þeim inn í fjós,
kallaði ég á mjaltafólk-
ið. Ég mjólkaði kýrnar,
sem mér voru ætlaðar,
og fór svo inn að þvo
ur og hafði búið þar í
20 ár á föðurleifð sinni.
Á þessum árum hafði
hann nítt og drepið
marga skepnu og þó
hafði hefndarandinn Gú-
lú aldrei getað fengið
fang á honum til að jafna
á honum, því glögg mörk
voru um fjallið, sem
greindu ríki andans frá
löndum nágrannanna og
yfir þau mörk mátti Gú-
lú aldrei stíga. Þetta vissi
Lótan og skákaði óhrædd-
ur í þVr hróksvaldi.
Lótan var einlægt í
Vinnufólkshraki og varð
því oftast að fara sjálfur
Framhald á 2. síðu.
mér og klæða mig í betri
föt. Klukkan var um 3,
þegar við lögðum af stað
á mótið. Ég var mikið
spenntur. Það var margt
af bílum og fólki. Við
keyptum okkur inn og
fórum þangað sem íþrótt-
irnar fóru fram. Stein-
grímur Steinþórsson
landbúnaðarráðherra hélt
ræðu. Svo fóru íþróttirn-
Framhald á 2. síðu.
Frá verðlaunakeppninni
f^Jórsárinétiið
Laugardagur 3. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN ___'(9
Vel heppnuð ferð 3. flokks
Þróttar til Norðurlanda
Iþróttasíðan hitti nýlega að
xnáli formann Þróttar og ræddi
við hann um för 3. fl. félags-
ins um Danmörk, Svíþjóð og
Noreg. Rómaði hann mjög all-
ar móttökur, og var hinn á-
jiægðasti yfir frammistöðu
sinna manna á vellinum, og
eru menn víst sammála hon-
um um að þessi fyrsta ferð
hins unga félags hafi heppnazt
vel. Annars sagðist Halldóri
Sigurðssyni svo frá, en hann
var aðalfararstjóri:
Strax í Kaupmannahöfn nut-
um við gestrisni Edvard Yde,
sem kunnur er fyrir það að að-
stoða og hjálpa íslenzkum í-
þróttamönnum. Sendi hann
fulltrúa sinn, Ludvig Karlsen,
til að vera leiðsögumaður
flokksins fyrsta daginn.
Fyrsti kappleikur flokksins
var í Hróarskeldu og unnu
Þróttarmenn þann leik 3:2. —
Áður höfðu merkir staðir ver-
ið skoðaðir, svo sem hin fræga
dómkirkja. Daginn eftir var
Kaupmannahöfn skoðuð undir
leiðsögn Ludvigs Hansen, og
var margt að sjá sem drengj-
unum þótti skemmtilegt.
Næsta dag var leikið í Bag-
sværd og var vel tekið á móti
okkur þar. Keppt var við
elztu sveit 3. fl. og varð jafn-
tefli 1:1, eftir mjög skemmti-
legan leik. 1 hófinu á eftir á-
varpaði formaður B.I.F. flokk-
inn, þakkaði alla þá miklu gest-
risni sem honum og flokkum
hans var sýnd á íslandi er þeir
voru þar í boði -KR s.l. sumar.
Kvaðst hann aldrei mundi
gleyma þeirri för. Taldi haim
að slík gestrisni mundi ekki
eiga sér stað í öðrum löndum.
Gaf hann síðan flokknum
minjagrip til minningar um
komuna.
Þriðji leikurinn fór svo
fram í Helsingör. Fyrst voru
sýndir sögustaðir þar í ná-
grenni undir ágætri leiðsögu.
Um kvöldið keppti flokkurinn
og vann 3:0 eftir góðan leik
og var það forkeppni á undan
stórleik. Var gerður góður
rómur að leik Þróttarmanna af
áhorfendum. Eftir þenna leik
var Danmörk kvödd og haldið
til Svíþjóðar þar sem leika átti
A ÍÞRÚTTIR
RITSTJÓRl FRtMANN HELGASON
við drengjalið Hácken, en af
misritun í skeyti tefldi félagið
fram 2. fl. liði gegn þessum 3.
fl. Þróttar og unnu þeir 4:0.
Bað formaður Hacken afsökun-
ar á þessum misskilningi. Lýsti
hann þvi yfir að Þróttarmenn
hefðu staðið sig vel, og ekki
hægt að fullyrða um hvemig
leikar hefðu farið ef þeir
hefðu teflt fram 3. fl. liði sínu.
Þarna í Gautaborg sýndi for-
maður Islandsvinafélagsins, hr.
Borgström okkur mikla vinsemd
Bauð flokknum að koma og
sjá hina stóru klæðaverksmiðju
sína sem er sú stærsta sinnar
tegundar í Gautaborg. Þágum
við hjá honum góðar veiting-
ar og fylgdi hann okkur siðan
á járnbrautarstöðina og kvaddi
okkur þar. Var flokkurinn hon-
um mjög þakklátur fyrir þess-
ar hlýju móttökur.
Þaðan var haldið til Sarps-
borgar í Noregi. Þar tók á
móti okkur Everd Fridreksen
úr Sarpsborg K.F. sem er eitt
af beztu liðum Noregs. Reynd-
ist hann okkur hiim bezti ráð-
gjafi og leiðsögumaður, boðinn
og búinn að leysa hvem okk-
ar vanda. Um kvöldið keppti
Þróttur svo við sterkt lið og
mátti lengi ekki sjá hvor sigur
hefði, þvi jafntefli varð 1:1 þó
Fjölmargir bandarískir frjálsíþróttamenn hafa fer'ðazt um
Evrópu í sumar og keppt víöa, m.a. í sumum alpýöulýö-
veldanna. Þessi mynd var tékin á íþróttamóti, sem haldið
var 'í Praha 21. júlí s.l. og sýnir 800 m hlaupara, en sigur-
vegari í þeirri grein varð Bandaríkjamaðurinn Tom
Courtney á 1.49.8, annar varö Tékkinn Liska á 1.49.9.
Courtney er fremstur á myndinni og Liska næstur honum
Þróttur hefði nokkra yfirburði
í leiknum. |
Þar sáum við líka Sarps-
borg og Fredrikstad keppa og
varð jafntefli 4:4 en leikar
stóðu 4:1 fyrir Fredrikstad í
hálfleik svo áhorfendur létu til
sín heyra í síðari hálfleik! Um
kvöldið var okkur haldið hóf
og gefnar minningargjafir sem
og annarsstaðar er við komum. I
1 Ósló var dvalizt einn dag
og borgin skoðuð eftir því sem
tími vannst til. Eg vil að>
lokum geta þess að framkoma
drengjanna var bæði þeim og
félagi þeirra til sóma. I far-
arstjóm auk mín vom þeir
Óskar Pétursson og Grétar
Norðfjörð sem gegndi fyrst og
fremst hlutverki þjálfara.
Sem sagt vel heppnuð ferð
þar sem félagamir önnuðust
sjálfir hinar f járhagslegu byrð-
ar er af henni leiddu. Við
Þróttarmenn væntum þvi mik-
ils af þessum ungu mönnum i
framtíðinni. .
Kapphlaup í Prag