Þjóðviljinn - 03.09.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.09.1955, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. september 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Atburðir þeir sem að und- anfornu hafa gerzt í Marokkó og Alsír hafa vakið hryll- ing um allan heim.' Frakkar reyndu í fyrstu að snúa al- menningsálitinu sér í vil með lýsingum á því hvernig óðir Marokkómenn hefðu slátrað hvítum konum og börnum og hafa með því reynt að rétt- læta hefndarráðstafanir sín- ar, sem aðeins verður jafnað til verstu illvirkja þýzku naz- istanna. En það er auðveldara að skýra hugsanleg hryðju- verk einstakra Marokkóbúa en hin skipulögðu og vélrænu illvirki Frakka. Þegar undan eru skilin mýrkustu svæði Afríku eru Marokkó og Alsír þeir staðir heims, þar sem mest djúp er staðfest milli erlendra innrás- armanna og íbúanna sjálfra. Annarsvegar er ótrúlegasti lúxus, hins vegar ennþá ótrú- legri fátækt. í maí 1954 lýsti biskupinn í borginni Constantine í Alsír — en þar hafa átökin orðið einna hörðust — yfir því að hungrið í Alsír væri „sameig- inleg harmsaga“ íbúanna, það 'tæki ekki aðeins til nokkurra beiningamanna, ekki til nokk- mrra fjölskyldna, heldur þriggja milljóna manna, og þetta væri ekki aðeins tíma- bundinn harmleikur heldur ó- umbreytanlegt ástand. Fáeinar tölur sýna að þetta er rétt. Þegar Sahara er und- anskilin tekur Alsír yfir 21 milijón hektara lands. Af þeim eru 10 milljónir í eigu landræningjanna. Bændurnir sem misst hafa jarðnæði sitt eru ýmist kaupamenn og fá 14-18 krónur á dag fyrir 10 til 12 tíma vinnu, eða þá þeir hafa bætzt í atvinnuleysingja- herinn sem nú telur yfir hálfa aora milljón. Það er álíka dýrt að fram- fleyta lífinu í Alsír og Frakk- landi, en lægstu laun í Alsír nema þó aðeins 77 af hundr- aði hliðstæðra launa í „móð- urlandinu": Og í landbúnað- inum þar sem um 75 af * Chella skammt frá höfuðborginni Rabat hefur fortíð Marokkó verið grafin upp. Her sjast hundraði íbúanna vinna, eru hofs reist var fyrir roskum 2000 árum. meðaltekjur fjölskyldu 400 kr. Þar sem við höfum gangstéttir hafa Arabarnir í Marokkó búðir, óteljandi og endalausar. En hér eiga ránsmenn hægan leik á borði, ekki sízt þegar þeir fara líka með báii og brandi eins og raunin hefur orðið á um Frakka á þessu sumri. Þjóðir Marokkó og Alsír berj ast gegn sulti og harðstjórn — a an. Forseti þjóðþingsins í Alsír varð nýlega að viðurkenna, að landið hefði ekki einu sinni efni á að standa undir kostn- aði af námi barna í 600 bekkjum, þó raunar sé þörf fyrir 4000 bekki. Þetta þýðir Því er það að hinir 400 þúsund verkamenn landsins hafa forustu í sjálfstæðisbar- áttu landsmartna. Samtök þeirra eru að visu bönnuð, en þeir halda áfram bar- áttunni fyrir því, og áhrif þeirra eru veruleg. ) Þetta stendur. í sambandi við það að á stríðsárunum og aiðan hefur iðnaður vaxið í Marokkó. Meðan striðið geis- aði varð landið að spjara sig á eigin spýtur, og þá hófst iðnaðurinn; en verulegur hraði komst á hann eftir stríðslok, þegar auðmenn í Frakklandi er óttuðust pólitíska þróun þar, fluttu fjármagn sitt til Marokkó, þar sem þeir höfðu útlendingahersveitina í bak- hendinni ef fram kæmu „óvið- urkvæmilegar" launakröfur eða fólkið færi á annan hátt að láta til sín taka. Vinnukrafturinn var cg er óheyrilega ódýr (hæstu laun verkamanna eru um 200 kr.), en í landinu er hinsvegar mik- ið magn af kolum, blýi, zinki, mangan, fosfati og kobalti. Hingað hefur bandarískt fjár- magn leitað í stórum stíl. Til dæmis hafa Bandaríkjamenn tögl og hagldir í blýiðnaðin- «, um í Marokkó — og ekki skyldi því gleymt að þeir hafa komið sér upp í landinu 5 risastórum flugvöllum með tilheyrandi mannvirkjum. I kjölfar fjármagnsins til Marokkó sigldu smákaupmenn og handiðnaðarfólk — og hef- ur orðið auðfengin bráð hin- um fasíska kynþáttaáróðri stórkapítalistanna. Það eru einkum menn af þessum stétt- um sem fylla hryðjuverka- sveitirnar er síðustu mánuði hafa veitt framfarasinnuðum Frökkum í Marokkó þyngstar búsifjar — þeim sem hafa verið nógu glöggskyggnir til að mæla fyrir umbótum í landinu, áður en það yrði of seint. j En er það ekki þegar að verða of seint? Nú hafa Frakkar tekið það til bragðs að afmá þorp og aðra staði í Marokkó, alveg eins og nas- istar afmáðu Lidice og Ora- dour-sur-Glane: þeir ætla sér að láta sjálfstæðishreyfing- unni blæða út. En þeir hafa reynt það fyrr — og þyrftu þess ekki aftur nú, ef það hefði tekizt. þá. Ógnaröldin, sem kom á eftir uppþotunum fyrir hálfum mánuði er liðiu voru tvö ár síðan Ben Jússef soldán var gerður útlægur af því hann neitaði að fylgja Frökkum i algjörri blindni, var aðeins framhald af fyrri hermdarverkum Frakka; en aðferðir sínar hafa þeir numið af stormsveitum Hitl- ers — bæði pyndingarnar og fjöldamorðin. Atburðir síðustu dagá eru ný sönnun þess að frelsis- vilja þjóðar verður ekki drekkt í blóði. Og þó hörmu- legt sé að í hita baráttunnar skuli konum og börnum ekki ætíð hlíft, þá er það almertn- ingi í Alsír og Marokkó setn ber öll samúð okkar og feam- hygð, en ekki þeim sem hing- að til hafa lifað á að kúga þetta fólk allt til dauða. að 81 af hundraði bama í Al- sír á aldrinum 6 til 14 ára ganga ekki í skóla. Með öðr- irni orðum: Tvær milljónir bama hafa ekki annað við tímann að gera en bursta skó og selja blöð; þeirra allra bíð- ur að verða ófaglærðir verka- menn — eða atvinnulausir verkamenn. Það skýrir málin að á Al- sír er litið sem franskt hér- að. er hafi jafnrétti á við hvert einstakt fylki í Frakk- landi sjálfu; en Marokkó er hinsvegar „vemdarríki“, þar sern nýlenduherrarnir geta deilt og drottnað að vild og geðþótta. Það er einnig stað- reynd að neyð og eymd al- mennings í Marokkó er enn hr\'llilegri en í Alsír; þar kemur til að hinar sjö millj. þorpsbúa em dreifðar yfir miklu stærra svæði, og það eru ekki til nein samtök er gætu verndað hagsmuni þeirra. I gær ræðst málgagn for- sætisráðherrans enn einu sinni dólgslega á verkalýðshrejT- inguna, sakar hana um á- byrgðarlausa framkomu og segir hana „bera ábyrgðina á hinu hækkandi verðlagi, sem setur í dag svip sinn á ís- lenzkt efnahagslíf." Á þessmn stórfelldu lygum hefur Morgunblaðið klifað mánuð eftir mánuð og viku eftir viku allt frá því að verkföllunum lauk í vor. Þó er staðreyndin sú að verka- lýðurinn ber ekki ábyrgð á eins eyris hækkun sem síðar hefur orðið, það þurfti ekki að breytast verðlag á nokk- urri vörutegund þrátt fyrir kaupbreytingamar. Hækkan- irnar em aðeins pólitisk hefndarráðstöfun, gagnráð- stöfun atvinnurekenda og rík- isstjómarinhar til að endur- heimta það sem verkálýður- Verðhækkanirnar — hefnd arráðstöfun gróðamanna inn vann með sigmm sínum. Verkföllin miklu í vor vom ekki orsök heldur afleiðing. Á undanfömum ámm hafði sífellt veiið kreppt að alþýðu manna, ra.unvemleg lífskjör höfðu rýrnað, atvinnurekenda- stéttin tók til sín æ meiri hluta af þjóðartekjunum. Með harðri baráttu endurheimti verkalýðshreyfingin hluta af þessum. ránsfeng, en það var aðeins breyting á gömlu mis- rétti og raskaði auðvitað á engan hátt hinu margumtal- aða „jafnvægi" í þjóðfélag- inu; þvert á móti má segja að jafnvægið hafi orðið meira. Þrátt fyrir breytinguna í vor er gróðinn i þjóðfélaginu meiri en nokkm sinni fyrr. Það sést m. a. á því litla dæmi að síðan verkföllunum lauk hafa verið fluttir inn bílar fyrir hátt á annað hundrað milljóna króna — miklu hærri upphæð en verka- lýðurinn fékk í sinn hlut á sama tíma. Meðan slíkt gerist þarf enginn heiðarlegur mað- ur að halda því fram að þjóð- félagið rísi ekki undir því að verkafólk hafi ögn meira að bíta og brenna en áður. Verðhækkunarskriðan er engin afleiðing af kauphækk- ununum í vor. Þá breytingu var auðvelt að sækja til gróðastéttanna, heildsalanna, olíukónganna, fiskprangar- anna, bankanna, húsabraskar- anna, okraranna og annarra slíkra — og þeir stóðu að mestu jafnréttir eftir. Eiígin vörutegund hefði þurft að hækka um einn einasta eyri. Það sem veldur verðhækk- ununum er að við búum við rikisstjórn sem er eign og á- hald gróðastéttarinnar. Þessi ríkisstjóm vildi ekki sætta sig við sigur verkalýðshre.yfing- arinnar, og er nú að hefna þess sem þá hallaðist. Verð- hækkanirnar em pólitísk ráð- stöfun og eiga sér ekki rætúr Framhald á 11. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.