Þjóðviljinn - 08.09.1955, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.09.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVTLJINN — Fimmtudagur 8. september 1955 Við eigum sfcuM nð gjnMn Íslendingar hafa nú fœkifœri til aS stuSla i verki aS friSsamlegri sambuS i heiminum Fjórmenningarnir sem gengu frá hernámi landsins vorið 1951, pegar Jcalda stríðið stóð sem hœst, Bandaríkjamennirnir háleitir, íslendingarnir undir- leitir. — Hernámsmenn eiga nú erfitt með að sœtta sig við þá staðreynd að kalda stríðinu er að Ijúka, og par með hifa ,,rökin“ fyrir hernáminu fallið. y-------------------------h þjómnuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurnn — N-------------------------* Eining íslenzkrar alþýðu Rétt fyrir kosningarnar 1953 birti Morgunblaðið á áberandi hátt útreikning, sem sýndi, að rrúðað við kosningarnar næstu é undan þyrftu ekki að flytjast tT nema nokkur hundruð at- 'kvæðl í „réttum“ kjördæmum, t:.i þerjs að Sjálfstæðisflokkur- ir.n fengi. lireinan meirililuta á Alþi'g' Ekki dró blaðið þó þá ályktun af þessum athyglis- verða útreikningi, að eitthvað meira en lítið hlyti að vera bog- ið við kjördæmaskipun Islend- irga óg kosningahætti, ef það g eti oltið á tilviljunúm hvort fiokkur sem mikið vantar á að haifi fylgi helmings landsmanna, fc-ngi hreinan meirihluta á Al- þ’ngi. Ekki var annað að sjá en Kðræðismálgagnið mikla, Morg- U xblað;ð, fagnaði þessum mögu- lc ika. Og síðustu árin hefur jþrtta verið einn helzti áróðurs- rratu” íhaldsins. tæðisflokkurinn telur s's? hnfa unnið fylgi frá Fram- £ rHokknum í stjórnarsam- s: arfinu, hvort sem svo reynist e >a ekki. Víst er um það að enn «•’ ein alger undantekning frá fcelmingaskiptareglu stjórnar- f 'ókkanna. Þeir hafa ekki komið s r saman um slík uppskipti á I: '\sendum og fer þar fram hin v'i’ta-sta „frjáls samkeppni", € *ki sízt um kjósendurna í e -eitum landsins. Eru Fram- é'knarmenn hræddir um að £- mvinnan við íhaldið geti haft þ. u áhrif, að jafnvel heittrúað- ir Framsóknarmenn úr hægra £: minum fari að halla hér að þ im afturhaldsflokknum sem s' ærri er, fyrst búið er að venja þé. við afturhaldspólitík. Gegn ásókn íhaldsins í illa f nginn meirihluta á Alþingi og V' saldómi Framsóknar á alþýða ■íc'ands eitt svar sterkast: Ein- Irgu alþýðunnar. Eins og nú er kcmið íslenzkum stjórnmálum er samfylking verkalýðsins á Etjómmálasviðinu eina svarið Ec-m getur á skömmum tima g rbreytt stjórnmálaástandinu á íslandi, eina svarið sem getur íryggt í náinni framtíð íslenzka Bt jórnarstefnu, stjórnarstefnu þ-'óðfrelsis og nýsköpunar. Stór t'uti alþýðu landsins á nú þegar þá von heitasta að einmitt þetta gerist. Samfylking einingar- ar.anna í Alþýðusambandinu er íhvort tveggja í senn, árangur 8f kröfu fólksins um samstarf sð hagsmunamálunum, og afl- vaki til víðtækari samvinnu og einingar íslenzkrar alþýðu einn- ig á stjórnmálasviðinu. Það er Jjví rökrétt framhald af þeirri s- mvinnu að leita eftir mögu- iejkum á myndun íslenzkrar rikisstjórnar, sem ynni í náinni E ■;mvinnu við alþýðusamtökin cg samfylkingar sem tryggt gæti meirihluta í alþingiskosn- ir.gum. Ekkert óttast Sjálfstæðis- f.okkurinn og allt afturhald lendsins meir en að styrk eining íþýðunnar tækist einnig á st jórnmálasviðinu. Og ekkert er •felenzkri alþýðu meiri nauðsyn *ins og nú horfir enjað slík ein- :c:-g takist. Þróunin í heimsmálunum að undanförnu hefur vakið gleði almennings um allan heim. Það er eins og létt hafi verið þungu fargi að fólki er það sér fyrir endann á kalda stríð- inu, öryggisleysinu, áróðurs- hríðunum, vígbúnaðarkapp- hlaupinu. Ekki er það neinum efa bundið að stefna og starf hinnar alþjóðlegu friðarhreyf- ingar hefur átt einna ríkastan þátt í þeim miklu umskiptum sem orðið hafa i sambúð þjóðanna; það var þannig bar- áttumál friðarhreyfingarinnar árum saman að leiðtogar stór- veldanna hittust og ræddu á- greiningsmálin og sú krafa var studd með undirskriftum hundraða millj. manna. Þess- ari kröfu varð framgengt í sumar og það var eins og þjóð- ir heimsins drægju að sér nýtt andrúmsloít. Stefna hinnar friðsamlegu sambúðar er einnig í fyllsta samræmi við óskir og hags- muni óbreyttra borgara um allan heim, hv.ar í landi sem þeir búa. Það eru auðskilin , sannindi sem friðarhreyfing- in mótaði fyrir nökkrum ár- um í heimsfrægu kjörorði: Heldur að semja í hundrað ár en berjast í eina mínútu. Með þeim drápstækjum sem nú tíðkast gæti styrjöld haft í för með sér gereyðingu heims- byggðarinnar. Allir verða að horfast í augu við þá stað- reynd að við verðum að lifa saman í heiminum, hlið við hlið, hvað svo sem okkur kann að greina á um í þjóðfélags- málum, trúarbrögðum, siðum og háttum. Friðsamleg sam- keppni mun að lokum sanna hvert kerfið er lífvænleg- ast. Þetta eru auðskilin sann- indi sem hver maður tileinkar sér sem gefur sér tóm til að hugsa í nokkrar mínútur. En það eru til menn sem ekki geta fellt sig við þessi sann- indi og neita að taka tillit til þeirra. Þeirra á meðal eru forsvarsmenn hins kalda stríðs á íslandi. Allt frá því að það fyrirbæri hófst í heimsmál- unum hafa forustumenn her- námsflokkanna, Bjarni Bene- diktsson, Eysteinn Jónsson og Stefán Jóhann Stefánsson, byggt alla þjóðfélagsstefnu sína á styrjöld, jafnt í innan- ríkis- sem utanríkismálum. Og þeir urðu fyrstir manna til þess að taka upp þessa stefnu, eins konar brautryðjendur kalda stríðsins, þegar þeir af- hentu Bandaríkjamönnum Keflavíkurflugvöll þegar 1946 eftir kröfu sem borin var fram í stríðslok, er allur heimur- inn trúði á frið og samvinnu. Á grundveili kalda stríðsins hömruðu þeir saman bandalag þríflokkanna og hafa síðan ekki komið auga á neina aðra stefnu; þeir eiga engar út- göngudyr. Kalda stríðið var hagnýtt til sífelldra árása á lífskjö.r almennings, til þess að sundra verlriýðshreyfingunni og -tryggja afturhaldinu völd- in þar um skeið; með það að leiðarljósi voru felld niður öll viðskipti við Sovétríkin, lif- að árum saman á bandarísku mútufé; í þágu kalda stríðs- ins var hinni rótgrónu hlut- leysisstelnu Islendinga varpað fyrir borð, frelsi þjóðarinnar og fullveldi fórnað fyrir bandarískt hernám. Og hvert einasta ilivirki var rökstutt með kalda striðinu, baráttunni gegn kommúnismanum. Það var tilgangsl^ist að deila við þessa menn, beita skynsemi og íslenzku mati; svarið var æviniega eitt og hið sama: kommúnistar, kommúnistar; Rússar, Rússar! En þessir forsvarsmenn kalda stríðsins á íslandi vita nú ekki sitt rjúkandi ráð, jörð- in er að gliðna sundur und- ir fótum þeim, og þeir harma hin nýju umskipti í heims- málunum jafn mikið og allur almenningur- fagnar þeim. Fyrstu viðbrögð þeirra hafa verið að halda því fram að ekkert hafi breytzt; Sovét- ríkin hyggi aðeins á svik og pretti og þess vegna verði að halda kalda stríðinu áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Á þessa lund hefur áróður hemámsblaðanna verið að undanfömu, þau eru eins og nátttröll sem dagað hefur uppi. uppi. Alþýðublaðið lýsir yfir því í gær með miklum áhyggju- hreim að endalok kalda stríðs- ins séu „stórum hættulegri fyr- ir samstöðu Vesturveldanna en nokkuð annað“ og bætir við með beizkju: „Það þarf ekki nema nokkrar veltamdar frið- ardúfur og svo trúum við strax á frið og friðsamieg við- horf og minnkum hervarnir i okkar“. Þau friðsamlegu sam- j skipti þjóðanna sem allur | heimur fagnar eru sem sagt j „stórhættuleg“ að mati Stefáns j Jóhanns Stefánssonar og ekk- ; ert háðulegra en að trúa á „frið og friðsamlega sambúð“. Hægri klíkan í Alþýðuflokkn- um hefur ekkert lært, hún er eins og fjárhættuspilari sem lagt hefur í hættu allar' eig- ur sínar — og tapað. Og ekki er Morgunblaðið betur á vegi statt. Það reynir í sífellu að tortryggja allt það til1: laga er afflutt, hver atburð- ur rangfærður. Og það er greinilegt hvert áhyggjuefni er rikast. Það er óttinn við það að friðarþróunin í heiminum rnuni gera kröfuna um enda- lok hernámsins ómótstæðiiega, er öll falsrök síðustu fimm ára hrynja um koll fyrir stað- reyndum veruleikans. Hergróða mennirnir í Sjálfstæðisflokkn- um fyllast skelfingu er þeir sjá fram á að mangi þeirfa kunni senn að ljúka — og hinar ofsalegu vonir Bjarna ■W Benediktssonar um „þing- meirihlutann“ voru einmilt bundnar því trausti sem felst i bandarískum byssustingjum. Þetta birtist. á kynlegan hátt í leiðara Morgunblaðsins í gær en þar lýsir blaðið yfir feitletruðum áhyggjum sínum út af því „að hernám Rúmen- íu, Búlgariu og Ungverjaiands muni haldast óbreytt“. Morg- unblaðið segist þannig vera orðið hemámsandstæðingur — fyrir hönd annarra þjóða! En auðvitað er þaraa ekki um sinnaskipti að ræða heldur réttlætingu; stefna blaðsins virðist eija að vera sú að með- an nokkur erlendur her dvelst með nokkurri erlendri þjóð nokkurs staðar í heiminum skuli ísland hemumið éinnig. Að sjálfsögðu skulum við íslendingar berjast fyrir þeirri stefnu að engin þjóð heims þurfi að hafa erlenda her- menn innan vérbanda sinna, en við skulum berjast fyrir henni í verki með því að krefj- ast sjálfir réttar okkar og fulls frelsis. Og á sviði kalda stríðsins eigum við öðrurn þjóðum skuld að gjalda. Það má segja að Keflavíkursamn- ingurinn við Bandaríkin væri upphaf kalda stríðsins, fyrsti áfangi þeirrar stefnu að gera herstöðvahring kringum Sovét- ríkin. Með þeim samningi svik- um við ekki aðeins okkur sjálf, heldur allar smáþjóðir sem búa nú við hersetu, eftirleik- urinn var óvandari er fullur árangur hafði fengizt hér. Við Islendingar höfum nú tæki- færi til að bæta fvrir þessi alvarlegu mistök með því að stuðla í verki að friðsamlegri þróun í heiminum, segja upp hernámssamningnum tafar- laust og taka upp aftur hina fyrri hlutleysisstefnu, eins og Austurríkismenn hafa þegar gert. Þetta er sú eina stefna í alþjóðamálum sem íslenzk getur talizt, með henni tryggj- um við ekki aðeins hagsmuni íslands heldur leggjum fram allt sem við megum til að stuðla að friðsamlegri sambúð í heiminum, þeirri þróun sem ein er í samræmi við hags- múni allrar alþýðu, hvar sem er í heiminum. <•>- Brunatryggingcsr á húsum í smíðum í Reykjavík IÐGJALDALÆKKUN Iðgjaldataxtar eru nú sem hér segir: Steinhús ........ kr. 2,10 pr. þús. á ári Eldvarin timburhús .... kr. 4,80 pr. þús. á ári Óeldvarin timburhús.... kr. 6,40 pr. þús. á ári öll brunatryggingafélögin í Reykjavík r-|e. T£<! ibruii r*i6i?j.uohnili tui'- JíJjí TBnjTÍxcðót^ inrLiinioiiT. icd ðr. \ .... i;. p. (■HHIMMMIMIIIINI ..i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.