Þjóðviljinn - 08.09.1955, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.09.1955, Blaðsíða 12
Eden fyrirhugar niðurskurð herskyldu ?eana Ungverjar fœkka i her sinum — fimmta Austur—EvrópuþjóSin sem jbað gerir Anthony Eden, forsætisráðherra Breta, fyrirhugar að draga úr herstyrk Bretlands og stytta herskyldualdurinn vegna þess hve horfur hafi batnað í heimsmálunum. Frá þessum fyrirætlunum brezka forsætisráðherrans var skýrt í útvarpsfregnum frá Lon- don í gær. Var jaij?framt sagt að brezka stjórnin hefði ekki tekið endan- lega ákvörðun um hvernig þess- um ráðstöfunum yrði háttað, en líklegt væri að höfð yrði hlið- sjón af þvi að kjarnorkuvopnin hefðu gert óþarft að hafa þann herstyrk og herbúnað sem hing- að tii hafi þótt nauðsyn. Herskylda í Bretlandi er nú tvö ár, en búizt er við að í til- lögum Edens felist, að herskyld- an verði stytt niður í 21 eða jafnvel 18 mánuði. I blaði enska Verkamanna- flokksins, Daily Herald, var í fyrradag lögð áherzla á að Bret- ar ættu að stytta herskyldu- tíma sinn. „Rússar og Tékkar hafa dregið úr herstyrk sínum“, segir blað- ið m.a., og Bandaríkjamenn hafa minnkað her sinn verulega frá því Kóreustríðinu lauk. Allar þessar þjóðir hafa minnkað heri sína vegna eigin 6614 tuimur voru alls saltaðar á Seyðisfirði Séyðisfirði. Frá fréttaritara Þjóðviljans Einn bátur héðan, VaLþór, er nú að búa sig út á rekneta- veiðar sem hann ætlar að stunda hér við Austfirði. Engin síldveiði hefur verið hér undanfarnar vikur, en alls voru saltaðar hér 6 þús. 614 tunnur, og skiptist söltunin þannig milli stöðvanna: Síldar- bræðslan 1200 tunnur, Árni og Ingimar 1695, Ströndin 2595, Trausti 1068 og Þór 56. hagsmuna, og við eigum að fara eins að af sömu hvötum“, segir Daily Herald. Ungverjar og Búlgarar í gær var tilkynnt í Búdapest, aft fæjtkað yrði í ungverska hernum um 20 þúsund manns. Væri þetta gert í þágu friðar- stefnunnar, og jafnframt til að Líkið hefur þekkzt Kennsl hafa verið borin á karlmannslíkið sem rak í Engey fyrir nokkrum dögum. Er það lík Skúla Bjömssonar frá Seyð- isfirði, en hann féll útbyrðis af togaranum Neptúnusi í júlí í sumar, þegar togarinn var á út- leið til veiða. 20 stiga hiti á Seyðisfirði Það er kannski illa gert að segja Sunnlendingum frá því, en fréttaritari Þjóðviljans á Seyðisfirði símaði í gær að í fyrrakvöld hefði verið 20 stiga hiti á Seyðisfirði. Seyðfirðing- um þótti dagurinn frekar kald- ur, en með kvöldinu hlýnaði og þegar að var gáð kl. 9 um kvöldið var hitinn 20 stig. I gær var glaða sólskin og blíða á Seyðisfirði. Tvo mánuði á Grænlandsmiðum Seyðisfirði. Frá fréttaritará Þjóðviljans Togarinn ísólfur kom hingað nýlega fullhlaðinn saltfiski, er var lagður á land hér. Hafði togarinn þá verið 2 mánuði í sömu veiðiferðinni á Grænlands- miðum. Togarinn fer nú í hreinsun og viðgerð. fá aukið vinnuafl til starfa i iðn- aði og' landbúnaði. Ungverjaland er fimmta rík- ið í Austur-Evrópu sem dregur úr herstyrk sínum. Talið er líklegt að tilkynning um fækkun í búlgarska hemum sé væntanleg næstu daga. Þrír Austfjarða- bátar enn í Aust- urdjupi Þrír Austfjarðabátar, Rafn- kell frá Neskaupstað, Snæfugl frá Reyðarfirði og Sæfaxi stunda nú síldveiðar í Austur- djúpi, svokölluðu, en afli þeirra hefur verið harla lítill undan- •farið, enda verið ógæftasamt. Tveir bátar frá Norðfirði, Reynir og Gullfaxi, eru komnir til reknetaveiða við Suðurland og einn bátur, Goðaborg, fer væntanlega næstu daga. þlÓÐyiLIINN Fimmtudagur 8. september 1955 -— 20. árgangur — 202. tölublað Kappleikur Akurnesinga og Akureyr- inga hrefst klukkan 7 í kvöld Það er ,í kvöld kl. 7 sem leikurinn hefst milli Akumes- inga og Akureyringa. Akurnesingar em eins og allir vita „stói"veldi“ í ísl. knattspymu, og Akureyringar eru í sókn: — unnu sig í sumar upp í fyrstu deild. Verður þetta því vafalaust skemmtilegur leikur. Ágóðinn af leiknum rennur í styrktarsjóð þann er stúdentar stofnuðu til þess að skáksnill- ingurinn Friðrik Ólafsson gæti Kariöfluuppskera væntan- lega góö f haust í HornafirÖi Höfn. Frá fréttaritara Þjóðvíljans. Útlit er fyrir sæmilega kartöfluuppskem hér í haust, ef ekki bregöur snemma til frosta. Gulrófur hafa vaxið ágætlega í sumar. Merki sett á fjöll í Vatnajökli Heyskapur gekk ágætlega^ hér í sumar, fengu menn mikil og góð hey. Undanfarnar vikur hefur þó verið votviðrasamt austur hér, en þó sólskin á milli, dag og dag. Bátarnir liggja nú allir í ihöfn, en verið er að stækka hraðfrystihúsið, einkum þó geymslupláss fyrir frystan fisk. Aðalatvinnan hér nú er við byggingar og eru 13 hús í smíð- helgað sig skákíþróttinni. Menn , eiga því tækifæri til þess í kvöld að efla skákíþróttina í landinu, um leið og þeir horfa á góðan leik. — Aðgöngumiðasala hefst á íþróttavellinum kl. 1 í dag. Myndin hér að ofan er af hin- um vinsælu knattspymumönn- um Ríkarði og Þórði, — og þótt flestir Reýkvíkingar muni kann- ast við þá saika ekki að geta þess að Ríkarður er til vinstri Þórður til liægri. Akureyringar hafa nú endur- skipulagt lið sitt, og verða liðin 4,þannig í leiknum í kvöld: Hilmar Hálfdánarson Sveinn Benediktsson Ólafur Vilhjálmsson Sveinn Teitss. Kristinn Gunnlaugss. Guðjón Finnbogas. Ríkarður Jónsson Jón Leósson Halldór Sigurbjömss. Þórður Þórðarson Þórður Jónsson. Baldur Árnas. Ragnar Sigti*yggss. Hennann Sigtryggss. Hreinn Óskarsson Tiyggvi Georgsson Haukur Jakobss. Amgr. Kristjánss. Guðm. Guðmundss. Tryggvi Gestsson Siguróli Sigurösson Einar Helgason Bæxidur vilja fá bætt tjónið af völdum óþurrkanna í sumar - en stórbœndurnir eiga enn sem fyrr aS fá mest: smábœndurnir minnst Liður í landmælingunum, sem haía gengið mjög seint og illa vegna rigninganna í sumar. Unnið er nú að því að koma upp merkjum á nokkrum hæstu fjöllum Vatnajökuls og er það liður í landmælinga- starfinu í sumar. Aðalfundi Stéttarsambands bænda lauk í Bifröst í gær- morgun. Fundurinn samþykkti þá kröfu til ríkisstjómar- innar aö ríkið greiði þriðjung fóðurbætis og útvegi lán fyrir öðrum þriöjungi fóöurbætisverösins. Guðmundur Jónasson, hinn j kunni bílstjóri, tck að sér að koma upp merkjunum og fór leiðangur hans héðan s.l. fimmtudag. Komu þá Jökul- heimar, skáli Jöklarannsckna- félagsins sér vel, því vegna veð- urs varð leiðangurinn að haf- ast þar við fram á sunnudag. Guðmundur hefur tvo bíla í leiðangri sínum, snjcbíl sinn og vísil Jöldrannscknafélagsins. Merkjum á að koma upp á Þórðarhyrnu, Grímsfjalli, Kverkfjöllum og Bárðarbungu, og ennfremur á Öræfajökli. Landmælingamennírnir dönsku biða. hinsvegar á randfjöllun- um svokölluðu, Sveinstindi Tungnafellsjökli, Snæfelli á j Austuröræfum og Afréttatindi, sem er fyrir ofan Hornafjörð. Af fjöllum þessum sjá þeir til merkjanna á jökulfjöllunum og geta þá lokið við þríhyrninga- mælingar sínar. Vegna veður- farsins hafa landmælingarnar gengið mjög seint, mestur timi farið í árangurslausa bið eftir því áð birti til svo hægt væri að framkvæma mælingar. Þjóðviljinn innti dr. Sigurð Þórarinsson eftir því í gær, hvort hann hefði nokkuð séð til ferða Guðmundar Jónasson- ar á jöklinum. Kvað hann land- mælingamerkin komin upp á Þórðarhymu og við Grímsvötn, en til ferða Guðmundar sá hann ekki. Heyfengur bænda á Suður- og Vesturlandi er að vonum bæði lítill og lélegur í sumar og er því fyrirsjáanlegt að þeir þurfa að kaupa mikinn fóður— bæti til þess að forða stórfelld- um. niðurskurði. Óþurrkanefnd Stéttasambands fundarins lagði til að samband- ið gerði þá kröfu til ríkisstjórn- arinnar að hún tryggði að næg- ur fóðurbætir yrði til í landinu og að ríkið greiddi þriðjung verðs hans, miðað við 800 kr. á stórgrip og 18 kr. á liverja sauðkind. Ennfremur gerði fundurinn þá kröfu að ríkis- stjórnin útvegi bændum lán fyrir einum þriðja fóðurbætis- verðsins. Ennfremur samþykkti fundurinn þá kröfu að ríkið greiði flutningskostnað á heyi sem flutt kann að verða úr ,,góðæris“landshlutunum til ó- þurrkasvæðisins. Loks sam- þykkti fundurinn kröfu um að ríkið greiði verðbætur á gripi sem slátra verður í haust vegna fóðurskorts. Enn sem fyrr em kröfur þessar mótaðar af styrkjapóli- tík stjórnarflokluuina og miðað við höfðatöluregluna, þannig að stórbændur sem flestan eiga fénaðinn,' og margir myndu standa af sér án aðstoðar tjónið af óþurrkunum í sumar, fá langliæstar bæhir. Smábænd- urnir liinsvegar, sem margir hverjir voru illa staddir, enda þótt tjónið af völdum óþurrk- anna hefði ekki komið til, fá minnstar bætur og minnsta að- stoð, þar sem hvorttveggja á að mið’ast við gripaeign, en ekki þörf fyrir aðstoð. Stjórn Stéttarsambands bænda var öll endurkjörin til tveggja ára og er hún þannig skipuð: Sverrir Gíslason bóndi í Hvammi farmaður, Bjarni Bjarnason Laugarvatni, Einar Ólafsson Lækjarhvammi. Jón Sigurðsson á Reynistað og Páll Methúsalemsson á Refsstað.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.