Þjóðviljinn - 17.09.1955, Page 3
— Laugardagur 17. september 195i — ÞJÓÐVILJINN — (3
EMIL BJÖRNSSON: .*,(
Mirkjudagurinn á morgun !
Nýr norðurlandasamningur
um félagslegt öryggi
Hinn 15. þ. m. var undirritaður í Kaupmannahöfn
samning-ur milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svíþjóð'ar um félagslegt öryggi.
Steingrímur Steinþórsson, fé-
lagsmálaráðherra undirritaði
samnmginn fyrir Islands hönd,
en hann sat fund félagsmála-
ráðherra Norðurlanda ásamt
Hjálmari Vilhjálmssyni, skrif-
stofustjóra félagsmálaráðuneyt-
isins og Haraldi Guðmundssyni,
forstjóra Tryggingastofnunar
ríkisins.
Samningur þessi kemur í stað
eldri samninga um gagnkvæm
réttindi Norðurlandabúa á sviði
félagsmála, og auk þess fjallar
hann um atriði, sem þessi ríki
hafa ekki samið um áður sín
í tnilli. Þegar samningurinn
gengur í gildi má segja að þvi
marki sé náð, að ríkisborgarar
Norðurlandanna fimm hafi í
meginatriðum öðlazt sama rétt
til bóta samkvæmt almanna-
tryggingalögum og framfærslu-
lögum og borgarar þess ríkis,
sem þeir dvelja í.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
hóf Island virka þátttöku i
samvinnu Norðurlanda í íélags-
málum, sem þá var tekin upp
að nýju eftir einangrun stríðs-
áranna.
Þegar félagsmálanefnd Norð-
urlanda tók til starfa var Is-
land orðið aðili að samningum
við hin Norðurlöndin um gagn-
kvæm réttindi varðandi slysa-
tryggingar.
Jafmrétti um félagslegt öryggi
Meginregla nýja samningsins
kemur fram í inngangi hans,
en þar segir að ríkisstjórnir
samningsríkjanna séu þeirrar
skoðunar, að ríkisborgarar sér-
hvers samningsríkis eigi í öðru
samningsríki að njóta í megin-
atriðum jafnréttis við þess rík-
is borgara, að því er varðar
löggjöf um félagslegt öryggi
og að þær vilji að þetta jafn-
rétti taki til allra þátta fé-
lagslegs öryggis. Þá segir enn
fremur í 1. grein samningsins
að hann taki til greiðslna, sem
samkvæmt gildandi félagsmála-
löggjöf á hverjum tíma, eru
inntar af hendi í hlutaðeigandi
ríki vegna elli, skertrar starfs-
hæfni eða örorku, veikinda,
slysa- og atvinnusjúkdóma, at-
vinnuleysis og barnsburðar, svo
og greiðslna, sem inntar eru af
hendi til eftirlifandi maka og
bama og til bágstaddra. Það
skal tekið fram að með greiðsl-
tun er hér ekki einungis átt við
greíðslur í reiðufé heldur einn-
ig hvers konar þjónustu og
Fjósa-
meniiskn-
námskeió
Fjósamennska virðist nú aft-
ur vera farin að njóta virðingar
sem starf er þurfi kunnáttu
til. Boðað hefur verið að á
þessum vetri verði haldin f jósa-
mannanámskeið við búnaðar-
skólana og standi þau 7 mán-
aða tíma og hefjist 1. októbcr
n. k. Aðeins tveir geta komizt
að í hvorum skóla.
hjálpargögn, sem látin eru í
té samkvæmt viðeigandi lögum.
Lífeyrisgreiðslur bundnar
skilyrðum
Greiðslur ellilífeyris, örorku-
lífeyris, ekknalífeyris og greiðsl
ur til ekkna og ekkla með
börn, sem fjallað er um í fyrsta
kafla samningsins eru bundnar
skilyrði um dvalartíma, sem al-
mennt er fimm síðustu árin áð-
ur en sótt er um lífeyri. Aðrar
reglur koma þar og til greina.
Flutningur milli sjúkrasamlaga
Samningurinn frá 1953 um
flutning milli sjúkrasamlaga og
sjúkrahjálp vegna dvalar um
stundarsakir, var ekki felldur
inn í heildarsamninginn þar
sem hann þótti of umfangs-
mikill til þess og að ýmsu frá-
brugðinn hinum samningunum.
Grundvallaratriði hans voru því
tekin upp í heildarsamninginn
og gert ráð fyrir nánari regl-
um í öðrum samningi. Menn,
sem eru sjúkratryggðir í samn-
ingsríki og flvtja búferlum til
annars samningsríkis eiga rétt
á að ganga inn í sjúkratrygg-
ingarnar í nýja aðsetursríkinu í
samræmi við reglur, sem byggð-
ar skulu á grundvallarákvæð-
um um flutning milli sjúkra-
samlaga þar í landi. 1 öðru
lagi er svo kveðið á, að þegar
maður, sem er sjúkratryggður
í samningsríki, verður skyndi-
lega veikur og þarfnast læknis-
hjálpar eða sjúkrahúsvistar, er
hann dvelur um stundarsakir
í öðru samningsríki, á hann
rétt á sjúkrahjálp frá sjúkra-
tryggingunum þar.
Slysatryggingar
Um tryggingar gegn slysum
við vinnu og atvinnusjúkdóm-
um er það aðalreglan að farið
skal eftir lögum og reglum,
sem gilda í landi þar sem verk-
ið er unnið. Frá þessari reglu
eru þó nokkrar undantekningar
og hefur samningurinn að
geyma allýtarlegar reglur um
þær.
Gagnkvæmur réttur til at-
vinnuleysisstyrkja
Eitt af nýmælum samnings-
ins eru ákvæðin um gagn-
kvæman rétt Norðurlandabúa
til greiðslna vegna atvinnuleys-
is. Hér á landi hefur ekki enn-
þá verið sett löggjöf um at-
vinnuleysistryggingar, en und-
irbúningur er nú hafinn að
setningu laga um það efni.
Þegar þau lög ganga í gildi
falla þau undir samningirm.
Fjölskyldubætur
Konur, sem eru ríkisborgarar
í samningsríki eiga rétt á
greiðslum vegna barnsburðar í
öðru samningsríki með sömu
skilyrðum og eftir sömu regl-
um og borgarar dvalarlands-
ins.
Greiðslur barnastyrkja, þ. e.
fjölskyldubóta og bamalífeyris
má binda því skilyrði að barn-
ið eða annað hvort foreldranna
hafi dvalizt í hlutaðeigandi ríki
samfleytt a. m. k. síðustu sex
mánuðina áður en umsókn um
styrk er lögð fram og að bam-
ið sé hjá manni, sem er bú-
settur í ríkinu.
Barnsmeðlög
Það er nýmæli í samningnum
að ógiftar mæður og fráskild-
ar konur, sem hafa í höndum
meðlagsúrskurð eða annað
skjal, sem í heimalandi þeirra
er hægt að byggja á innheimtu
meðlags geta snúið sér til hlut-
aðeigandi stjórnarvalda í samn-
ingsríki þar sem þær dvelja og
fengið meðlag greitt þar eftir
sömu reglum og gilda fyrir
borgara dvalarlandsins.
Framfærsluhjálp
Samkvæmt samningnum eiga
borgarar samningsríkjanna
sama rétt til framfærsluhjálpar
og borgarar þess samningsrík-
is, sem þeir dvelja í. Sé slík
hjálp aðeins veitt um stundar-
sakir, er ekki hægt að krefj-
ast heimsendingar hins bág-
stadda, en sé hjálpin til lang-
frama getur ríkið, sem hjálp-
ina veitir krafizt þess að heima-
landið taki við styrkþeganum.
Þessi réttur til að krefjast.
heimsendingar er þó allmiklum
takmörkunum háður. Þannig
er ekki hægt að krefjast heim-
sendingar manns, sem dvalið
hefur í landinu í fimm ár eða
lengur án þess að fá styrk og
þótt ekkert sé því til fyrirstöou
samkvæmt ákvæðum samnings-
ins að maður verði fluttur til
heimalands síns, skal þó at-
huga hvort einhverjar ástæður
mæla með því að svo verði
ekki gert. Skal við ákvörðun
þessa atriðis einkum gætt
mannúðar og ekki skal fram-
kvæma heimflutning ef hann
hefur í för með sér aðskilnað
náinna venzlamanna, eða hinn
bágstaddi maður er orðinn
roskinn eða hætt er við að
hann bíði heilsutjón af flutn-
ingnum.
Hvert ríki ber greiddan
kostnað
Hvert samningsríki skal bera
kostnað þann, sem það hefur
innt af hendi samkvæmt samn-
ingi þessum og getur ekki kraf-
ið heimaland bótaþegans um
endurgreiðslu.
Þess ber að gæta að samn-
ingurinn veitir ríkisborgurum
annars samningsríkis aldrei
meiri rétt en borgarar ríkisins
njóta og þeim ber að greiða
iðgjöld til trygginganna í landi
þar sem þeir dvelja.
Framkvæmdur tveim mánuðum
eftír fullgildingu
Samningurinn gengoir í gildi
tveim mánuðum eftir að öll
samningsrikin hafa fullgilt
hann og samtímis falla úr gildi
eldri samningar um þau atriði,
sem hann fjallar um.
Hér hefur aðeins verið drep-
ið á nokkur aðalatriði samn-
ingsins, en nauðsynlegt er fyr-
ir þá, sem flytja til annars
samningsríkis að kynna sér
nánar hvaða réttindi hann veit-
ir í landi þar sem þeir setjast
að, svo að þeir glati ekki rétti
sem þeim ber samkvæmt á-
kvæðum samningsins.
(FVá félagsmálaráðuneytinu).
Kirkjudagur Óháða fríkirkju-1
safnaðarins er á morgun, en
hann er eins og kunnugt er
kynningardagur kirkjulegs
starfs og einnig fjáröflunar-
dagur safnaðarins. Kl. 10.30 í
fyrramálið verður barna-
skemmtun í Gamla bíó, kl. 2
e. h. verður guðsþjónusta í Að-
ventkirkjunni, og eftir messu
hafa konur úr Kvenfélagi safn-
aðarins kaffisölu í Góðtempl-
arahúsinu.
Ég skrifa þessar fáu línur
til þess að þakka öllum þeim,
sem unnið hafa af fórnfýsi og
dugnaði á kirkjudögum safnað-
arins undanfarin ár, ekki sízt
konunum sem séð hafa um
kafíisöluna með svo miklum
myndarbrag, að orð er á gert.
En auk þess vildi ég nota
tækifærið og heita á safnaðar-
fólk og aðra að leggja enn
málefni safnaðarins lið og fjöl-
menna á morgun.
Barnaskemmtunin í fyrra-
málið er nýr liður á dagskrá
kirkjudagsins, tekinn upp vegna
þess hve lítið er um almennar
barnaskemmtanir, ekki sízt á
þessum tíma árs. Verður leit-
azt við að hafa þá skemmtun
sem allra fjölbreyttasta, bæði
til uppbyggingar og gleði'-fyr-
ir börnin. Það skal tekið fram
Róðramót á
Sherjaíirði
Septembermót RóSrardeildar
Ármanns verður háð í dag á
Skerjafirði og hefst kl. 3 síð-
degis.
Keppt verður í fjögra manna
bátum af innri gerð (f jórir ræð-
arar og stýrimaður), en vega-
lengdin er 1000 metrar. Að
þessu sinni sendir Róðrarfélag
Reykjavíkur 2 sveitir til keppni
og Róðrardeild Ármanns 4,
þannig að keppt verður í tveim
riðlum. Endamarkið er í Naut-
hólsvík.
I dag verður keppt í fimmta
sinn um bikar, sem Róðrarfélag
Reykjavikur vann í tvö fyrstu
skiptin, en Ármann hefur unn-
ið tvö s.I. ár Bikar þennan vinn-
ur það félag til eignar sem sigr-
ar í mótinu 5 sinnum alls eða
þrisvar í röð.
Á morgun verður unglinga-
keppni í 1000 metra róðri.
Keppa þá sveitir frá Róðrarfé-
lagi Reykjavíkur og Ármanni,
sín sveitin frá hvoru félagi.
vegna allra, sem spyrjast fyrir"tv
um það, að aðgöngumiðasala
verður við innganginn frá kl.
10 í fyrramálið, og að sjálf-
sögðu er fullorðnu fólki, sem
vill styrkja söfnuðinn, heimilt
að koma líka. Það er von mín
að þessi skemmtun verði vel
sótt þótt ekki væri unnt að
hafa hana á heppilegri tíma.
En þótt ég veki sérstaka at-
hygli á barnaskemmtuninni, af
því að hún er nýr dagskrárlið-
ur, er okkur öllum, sem að
kirkjudeginum stöndum að
sjálfsögðu kært að sjá sem
allra flesta, unga og gamla,
við öll tækifæri á morgun.
Einkum er það einlæg von mín,
að enginn, sem er í söfnuðinum,
gleymi kirkjudeginum að þessu
sinni. Sýnið enn áhuga ykkar
í verki, það hlýtur að koma
að því fyrr eða síðar að við
fáum leyfi til að hefja kirkju-
bygginguna.
Aðalritari Rotary
staddurhérálandi
George Means, aðalritari
heimssambands Rotary-klúbb-
anna (Rotary International),
hefur dvalizt hér á landi
nokkra undanfarna daga og m.
a. heimsótt Rotary-klúbba í ná-
grenni Reykjavíkur. Kom hann
hingað s. 1. miðvikudag en flýg-
ur í dag áleiðis til Ziirich I
Sviss, þar sem hann mun sitja
fundi Rotary-samtakanna.
Helgi Elíasson fræðslumála-
stjóri, umdæmisstjóri Rotary á
Islandi, mun einnig mæta á
fundunum í Ziirich og fer hana
utan í dag.
Alls eru nú starfandi rúm-
lega 8800 Rotary-klúbbar í
heiminum með um y2 milljóa
félagsmanna. Hér á landi ení
klúbbarnir 13 og félagarnir 370.
1 fjölmennasta klúbbnum (|j
Reykjavík) eru félagsmenn 51«,
J
Foiseta Finna og Sovéi...«
Framhald af 1. síðu.
fylgist af mikilli athygli með
viðræðunum í Moskva. Er það
von Finna að Sovétríkin látl
af hendi flotastöðina Porkkala,
sem þau fengu til 50 ára með
friðarsamningunum 1944. Það
er hald margra í Helsinki að
sovétstjórnin muni bjóða Finn-
landi að gerast aðili að Eystra-
saltsbandalagi.
Óskilamunir
Framvegis fer afgreiðsla óskilamuna fram hér
í skrifstofunni á Fríkirkjuvegi 11 einungis kl. 2—4
síðdegis alla virka daga nema laugardaga.
SAKADÓMARI
WHniiamiiiiHii*i»ii*iiiMiiiiiiiiumiiimuuHmiiiiMiM(iiuiiiii*Hiiiii*iii
Innilegt þakklœti til állra þeirra, sem heiðr-
uðu mig með gjöfum og heimsóknum á fimmtugs-
afmœlinu.
ÁSGEIR JAKOBSSON
/