Þjóðviljinn - 17.09.1955, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.09.1955, Blaðsíða 10
2 Brúna kápan Ævintýri eftir Huldu í Holti (Niðurlag). Oft sagði hún hinum kápunum frá þessu og þá leit rauða kápan drembilega á hana og virti vandlega fyrir sér brúnu klæðishnappana og brúna kragann með bláu mjóu bryddingunni, en lýsti því • svo yfir, að það kæmi ekki til mála að nokkur telpa myndi vilja vera í henni. Og græna kápan sagði, að hún væri skelfing óséleg, eri bætti því svo við, að hún hefði samt nokkrum sinnum séð ljótari káp- ur. En svo var það einu sinni að öll fötin voru tekin út úr skápnum og viðruð úti á snúru. Síðan voru þau tekin inn og mamma Birgittu hengdi þau sjálf inn í skápinn. Þegar hún sá brúnu káp- una, varð hún ialveg undrandi og sagði: „Nei, þarna er þá gamla brúna kápan hennar Birgittu ennþá, og ég sem hélt að vinnukonan hefði farið með hana á fornsölu.“ Svo tók hún kápuna og fór með hana á forn- sölu, þar sem allt var fullt af allskonar göml- urn munum. Brúna káp- an var sett á herðatré og stillt út í glugga þar sem hún sá út á breiða götu. Snemma næsta dag sá hún að fullorðin kona cg litil telpa komu eftir gangstéttinni. Þær stað- næmdust við gluggann og kápan heyrði, að litla telpan sagði: „Sjáðu, mamma, þarna er svo falleg kápa, ég hlýt að hafa hitt á óskastund áðan, því að ég óskaði einmitt að ég fengi svona kápu.“ „Jæja, Elsa mín, það getur vel verið, en nú Framhald af 1. síðu. er svo ríkt af fegurð, bara ef menn gefa sér tíma til að taka eftir því. Á. eftir nóttu kemur dag- ur, sem ef til vill færir manni eitthvað gott og fagurt....“ Slíkur boð- skapur yljar huganum. Óskastundin vill bera hann áleiðis til ykkar lesenda sinna. — Og til þess að láta ykkur fá ofurlítið sýnishorn af því, hvernig Eva Hjálm- aisdóttir skrifar, er hér birt ein frásaga úr bók- inni Það er gaman að lifa, er nefnist: „SKRÍTIN HUGMYND* Eg á lítinn frænda í Reykjavík, sem heitir Björn, og er kallaður Bjössi. Hamingjan hjálpi mér að kalla hann lít- inn, hann er fimm ára og þar að auki trúlofaður henni Tobbu jafnöldru sinni. Kvöld eitt fóru þau á skemmtigöngu, skulum við vita, hvort kápan er þér ekki mátu- leg.“ Síðan komu þær inn í búðina og keyptu kápuna, því að hún var alveg mátuleg. Upp frá þessu var biúna kápan ákaflega hamingjusöm. Elsa litla fór í henni í skólann og á aðra staði sem kápunni þótti gaman að koma, en lang skemmtilegast þótti brúnu kápunni þó, að nú var hún til mikils gagns. ehr og ungra elskenda “r siður. Þau fóru upp á Þórsgötu og voru mjög hamingjusöm. En Adam var ekki lengi í Paradis. Hvað haldið þið að nú hafi skeð? Fullt tungl á austurlofti. „Hvemig ætli þetta hafi- verið fest þarna uppi?“ spurði Bjössi spekingslega og benti á tunglið. „Auð- vitað er það laust, því svona hátt upp kemst enginn maður.“ „Og ef það dytti nú ofan á okkur?“ kjökraði Tobba litla og hélt sér i Bjössa. „Ég skal leiða þig heim, elskan mín,“ sagði Bjössi borginmannlega. Þegar þau komu heim, sögðu þau sínar farir ekki sléttar: „Tunglið var rétt dottið ofan á okk- ur,“ vældu þau. En það var ekki trútt um, að hlegið væri að þeim! Svona er heimurinn". Gaman er að lifa Framhald. Loks bar.þá félaga yf- ir víðan dal og þar leið andinn hægt niður og lagði Lótan rólega á dá- lítinn grasflöt undir hamri einum litlum. „Hér verður þú nú að liggja þangað til dómurinn verður settur og vegin verk þín,“ sagði andinn, ,,en grafkyrr verðurðu að vera, því annars neyð- ist ég til að koma og þjappa að þér, en þér mun það sjálfum fyrir beztu að fá sem minnst af því tagi.“ Svo hvarf andinn á burt og Lótan lá þar einn eftir og var nú taHvert farinn að gugna eftir allt þetta. Þegar Lótan hafði leg- if þarna dálitla stund, kcm þar andi einn mik- ill og þreklegur inn á flötinn; sá hafði afar- miklar vogarskálar í ar.narri hendi en tvo poka í hinni. Skálarnar setti hann þar á hellu við hamarinn; vogar- stólpinn var úr gulli og önnur skálin, en hin skálin var úr silfri, — allt var fágað og skín- ar.di. Þá tók andimi pokana og hvolfdi úr þeim þar á helluna hjá skálunum og kom þar fjöldi af rauðum stein- um úr öðrum en gráum úr hinum. Steinar þessir voru mjög misstórir, sumir eins og hnefi manns, en sumir á borð við krækiber, svo hvarf andinn snöggvast en kom að vörmu spori með reyrstól og setti þar við hamarinn hjá skálunum. V , Þá heyrði Lótan sem vindsúgur færi eftir brekkunni að hamrinum og hyrfi þar. Litlu síðar kom annar súgur og hinn þriðji, og svo hver af öðrum þangað til sex voru komnir. Þeir komu ★ Lótan gamli allir sömu leið og var líkast því sem þeir hyrfu í hamarinn. Seinast heyrðist honum að ákaf- ur þytur færi eftir hlíð- um dalsins og var þá sem eikurnar og runn- arnir beygðu höfuðin og hátiðleg kyrrð kæmi á öll dýrin bæði um brekk- umar og á grundunum. Hestarnir og kindurnar hættu að bíta og lömbin hættu að leika sér. Sein- ast bar þytinn að hamr- inum og var það líkast að heyra ölduhljóði við sand eða fossnið í fjarska. Þegar þyturinn kom að hamrinum, heyrði Lótan fagran söng úr bjarginu og margar raddir sungu hátt og skært þessar hendingar: Heill sé þér vinur vinleysingja, mikli hugmildi hjarðadrottinn, Þetta var sungið þrisv- ar. En um leið og þyt- urinn fór yfir flötina, var sem þýðan blæ legði á Lótan, likt og létta og 3 hressandi fjallagolu á heitum sumardegi. Þá varð Lótan litið upp til hamarsins og var þar nú orðið æði breytilegt um- horfs, því nú var sem bergið væri úr gagnsæ- um kristalli, og sá þar inn í víða hvelfingu fagra og skínandi; gólfið var sem silfur, veggirnir glóðu sem gull og loftið hvolfdi yfir salnum fag- urblátt eins og heiður vorhiminn. Þar var y.. hvorki bekkur ne borð eða neinn húsbúnaður og engan mann sá hann þar, en í þessu bili heyrði hann innan úr salnum háa og hvella raust, sem sagði: (Framh. í næsta blaði). Békln um Islaiftd Nokkrir lesendur til- kynntu um þátttöku sína sem höfundar að bókinni um fsland, þ. á. m. úr Reykjavík, Vestur- Skaftafellssýslu og Vest- mannaeyjum. Heilabrot Gáta. Hvaða nýungflytja jafnvel lélegustu dag- blöð daglega? Talnaskrift: — 12345= karlmannsnafn, 2345= sögn (snertandi eggjárn)' í þátíð, 345= ílát, 45= ljós. Ráðningar á þrautum i síðasta blaði: Gátan: Fossinn. Hverjir erum við? Sér- hljóðarnir a, á, e, i, í, o, ó, u, ú, y, ý, æ, ö. 30) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 17. september 1955 — Bréf til Árna Hallgrímssonar Framhald af 8. síðu. i fullu fjöri uppi við garðinn á Keldum, var hann liðið lík. Þannig fékk hann að deyja á Keldum, sem hann hefur efa- laust unnað hugástum, til þess að verða því fremur grafinn á Keldum. Finnst þér þetta ekki ein- kennilegt? Ég hafði ekki séð þennan mann í fjörutíu og sex eða fjörutíu og sjö ár og í öll þau ár hafði hann ekki dáið. Svo er eins og mér sé stefnt upp að Keldum. Þar rekst ég á hann, eins og okkur sé stefnt saman. Svo líða fáir dagar, og á þeim fáu dögum deyr hann. Og bóndanum á Tannastöð- um hafði ég ekki mætt í þrjá- tíu og tvö ár, og á þeim árum hafði hann ekki dáið. Svo deyr hann, og fáum dögum seinna mæti ég honum dánum. Eru þetta ekki vísbending- ar um nálæga feigð mína? Jæja, þá hefur lygamold- viðrinu svolítið slotað í al- þjóðapólitíkinni, að minnsta kosti í bili. Og ekki verður því neitað með hreinum huga, að það er fyrst og fremst vit- urlegri frammistöðu Rússa að þakka, — og vopnum þeirra. Þeir trúðu því, þessir kjánar í vestrinu, að Rússar væru langt á eftir þeim í gerð atom- vopna. Þess vegna yrði það ekki langrar stundar verk að kola þeim með atomsprengj- um. En þeir munu nú seint og síðar meir hafa komist að raun um, að það er ekki eins áhættulítið og þeir héldu að drepa „börn í vöggu og ömm- ur á bæn“ í Rússlandi. Það mun nú vera farið að renna upp fyrir þeim, að atomstyrj- öld mundi ekki aðeins bráð- drepa mikinn hluta mann- kynsins, heldur einnig slá þá sem eftir lifðu, líka í vestrinu, þjáningarfullum ólífssárum. En veslings kaupmaðurinn hér í bænum, hvernig skyldi honum líða, þegar svona horf- ir friðvænlega í heiminum? Hann sagði við kunningja minn í fyrra og það í góðri ein- lægni, þegar Kínverjar hótuðu að taka bráðlega Taivan: „Jæja, nú er stríðið að koma. Nú förum við aftur að græða“. En það eru fleiri en hann í þessu botnforheimskaða landi, sem ekki hefur liðið vel, síðan samkomulagið varð í Genf í sumar. Og þeir mæna augum sínum til svörtu aflanna. Nú heimtar prentsmiðjan, það sem eftir er af handritinu. Ég byrjaði þessar línur klukk- an að ganga sjö í gærkvöldi. Nú er klukkan að verða hálf- ellefu kvöldið eftir. Þú sérð af þessu, að þetta er mikið flaustursverk. Það er siður á merkum af- mælisdögum manna, að eitt- hvað sé skrifað um þá sjálfa. Það hef ég ekki getað eins og hér stóð á. Og hvað heldurðu, að fólk myndi hafa sagt, ef ég hefði skrifað eins óbrotinn sannleika sem þann, að þú værir einhver skynsamasti, glöggasti og hjartaprúðasti maður sem ég hef þekkt, að þú værir einn víðlesnasti og dýpstlesnasti maður, sem ég hef kynnst, einhver skemmti- legasti maður, sem ég hef átt orðræður Við, að undir þinni stjórn hafi Iðunn verið bezta tímaritið, sem þá kom út hér á landi, og að þú hafir reynst hugsjónum þinum svo trúr, að tímaritið hefði verið hætt að bera sig, já hvað heldurðu að fólk hefði sagt, ef ég hefði sagt þetta? Þess vegna ætla ég ekki að segja neitt af þessu. Hitt mætti ég kannski segja, að ég hafði enga hugmynd um, hvað litterer maður var, fyrr en ég sá þig sitja í stól með bók í hendi, nýbúinn að kveikja í pípunni. Með kærri kveðju og ham- ingjuóskum. Þórbergrur Þórðarson, BlÖð Tímarit Frímerki Filmur SÖLUTURNINN við Arnarhól * > ÚTBREIÐIÐ * * * * ÞJÓDVILJANN * * Ns§ þvagblaðra Framhald af 5. síðu. irnir í nýju þvagblöðrunni mynduðust. Mestum heilabrot- um veldur myndun slétta vöðva- vefsins. Líklegast þykir að ihann hafi myndazt af bandvef. Dr. Bohne varar menn við að álíta að hin nýja aðgerð sé al- gild bót við öllum blöðrukvill- um, en segist þess fullviss að nú sé hægt að veita tugum þús- unda sjúklinga bót, losa þá við hvimleiða þvaggeyma og hættu- legar þvagálapípur. Hvað mun framtíðin færa oss? nefnist erindi, sem pastor A. F. Tarr frá London flytui’ í Aðventkirkjunni sunnudaginn 18. þ. m., kl. 8,30 síðd. Allir velkomnir. I Samsæti í tilefni af 85 ára afmæli Jónasar Kristjánssonar | læknis, veröur haldið í heilsuhælinu í Hverageröi \ 20. sept. n.k. [ Aðgöngumiðar veröa seldir í skrifstofu félagsins : í Hafnarstræti 11. — Öllum frjáls aögangur. Náttúrulækningafélag íslands 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.