Þjóðviljinn - 17.09.1955, Blaðsíða 7
STUNDUM ber það til í
þessu undarlega jarðlífi
að maður fyrirhittir persónu-
leika svo heillandi að allt lit-
róf tilverunnar tekur að dansa
upp nýjan stiga og verður
maður þá aldrei samur síðan.
JÞannig var það þegar fundum
okkar Árna Hallgrímssonar
bar saman í fyrsta sinn, en
síðan er nú licið hátt á þriðja
áratug. Hann var þá ekki a'lls
fyrir löngu köminn hingað
heim eftir nokkuð svo harða
útivist, orðinn ritstjóri tíma-
ritsins Iðunnar — en annars
lítt þekkt stærð í íslenzku
menningarlífi enn sem komið
var.
Viðmót hans var þegar í
stað þessháttar að mig fýsti
að tefja sem lengst í inni
hans: hann hafði til að bera
það ljúfa, yndislega látleysi
sem göfugmennum einum er
léð, orðræða hans var svo
hrein og ljós og krydduð
slíkri einlægni og góðvild að
mér þótti sem sál mín laug-
aðist í tærum sjó — og þegar
ég kvaddi, bjartsýnn og létt-
stígur, átti ég þá ósk heitasta
að eiga eftir að hítta mann
þennan sem oftast.
Síðan hefur mér öðruhverju
orðið að þessari ósk minni og
hefur áratuga reynsla sízt
dregið úr áhrifum hinna
fyrstu kynna. Hitt væri sönnu
nær að Árni Hallgrímsson hafi
orðið mér því meira aðdáunar-
efni sem við höfum hitzt oft-
ar. Er það bjargföst trúa mín
að öllu sannari manngerð hafi
ekki orðið á vegi minuni.
Mér hefur þá líka oftar en
einu sinni flogið í hug hvort
rúmtak Árna á menningar-
sviðinu hafi nokkru sinni stað-
ið í réttu -hlutfalli við hæfi-
leika hans og mannkosti. —
og hef ævinlega komizt að
þeirri niðurstöðu að svo hafi
enganveginn verið. Heyrt hef
ég þá þjóðsögu að á yngri ár-
um hafi hann þótt allra manna
líklegast foringjaefni fyrir
gáfna sakir og drenglundar.
Ekki kann ég skil á hvort
nokkur ytri atvik hafa valdið
því að sá orðrómur rættist
ekki framar en raun varð á.
En nokkur innri rök þessa
þykist ég jafnan hafa fundið
í fari hans.
Síðan ég kynntist Árna
Hallgrímssyni hefuv mér ætíð
virzt hlédrægnin vera eitt
gleggsta einkenni hans —
ekkert fjær honum en að láta
berast á og ryðja sjálfum sér
braut. Kyrrlát íhygli, bland-
in mildum lífstrega, hefur
markað svip hans og alla at-
höfn. Einmitt þessvegna hef-
ur bókin, margvís og þögul,
orðið hans mikla athvarf. Ég
efast um að meiri bókamaður,
í þess orðs beztu merkingu, sé
nú uppi með þessari frægu
bókaþjóð. Ekki svo að skilja
að safn hans sé stærra en
ýmissa annarra, þótt raunar
allvænt sé. En það mun hon-
um dýrmætara en flestum
öðrum. Góð bók er líf af hans
lífi, helgur dómur, sem hann
fer um viðkvæmri hendi og
eigi aðeins les, heldur hugsar
um, brýtur til mergjar, slepp-
ir ekki fyrr en hún hefvr
blessað hann.
Vafalaust hefur þessi á-
stríða hans til lesturs og íhug-
unar, ásamt óvenjulegri sjálfs-
rýni og samvizkusemi, dregið
sem dugði úr löngun hans til
umsvifa á opinberum vett-
Laugardagur 17. september 1955 — Í>JÓÐVILJINN — (7
vangi. Og það svið sem hann
valdi sér þann eina áratug
sem hann kemur við sögu ís-
lenzkra bókmennta að ráði
var þá líka einmitt þessháttar
að sjálfur gat hann að mestu
dulizt að tjaldabaki.
Sé minnzt við hann á þá tíu
árganga Iðunnar sem út komu
undir ritstjórn hans er rétt
eins og hann hafi hvergi nærri
komið, enda má það að því
leyti til sanns vegar íæra að
sjálfur skrifaði hann —- því
miður — allt of lítið í það rit,
þótt ærið væri til þess að
sanna að þar hélt snillingur á
penna sem hann var, fullur
djúpsettrar mannúðar og
löngunar til að lyfta andlegri
mennt þjóðar sinnar á hæna
stig. Er mér nær að halda aú
sjaldan hafi áhrifaríkr:ra
tímarit komið út á íslandi.
Allur blær þess var í senn
frjálslegur og vekjandi og því
róttækari sem stundir liðu —
Hnífsdal, Einar Benediktsson,
Einar H. Kvaran, Einar Þor-
kelssaon, Eiríkur Albertsson,
Eiríkur Magnússon, Guðbrand-
ur Jónsson, Guðmundur Daní-
elsson, Guðmundur frá Mið-
dal, Guðmundur Hagalín, Guð-
mundur Kamban, Grétar Fells,
Gunnar Benediktsson, Halldór
Leifs, Jónas Þorbergss., Krist-
inn E. Andrésson, Kristján
Albertson, Magnús Ásgeirs-
son, Magnús Jónsson, Oddný
Guðmundsdóttir, Ólafur Jóh.
Sigurðsson, Ragnar E. Kvar-
an, Richard Beck, Sigurður
ESnarsson, Sigurður Helgason,
Sigurður Skúlason, Sigurjón
Friðjónsson, Sigurjón jóns-
son, Símon Jóh. Ágústsson,
Skúli Skú'ason, Snorri Hjart-
arson, Stefán Einarsson, Ste-
fán frá Hvítadai, Stefán Jóns-
son, Steingrímur Arason,
Stein Steinarr, Sveinn Berg-
sveinsson, Tómas Guðnmnds-
son, Þórbergur Þórðarson,
Þórir Bergsson — allir þessir
þjóðkunnu höfundar og marg-
ir fleiri áttu verk í ritinu:
ljóð, sögur og ritgerðir ýnvs-
legs efnis.
Þessi upptalning sýnir að
allur þorri íslenzkra skálda og
menntamanna, jafnt yngri sem
eldri, auk f jölda erlendra höf-
ARNI HALLGRIMSSON
• ©@
án þess þó að stakkurinn
þrengdist um of.
Nafnaþula nokkur sannar
bezt hversu vítt og vandlega
Árni leitaði riti sínu fanga.
Arnór Sigurjónsson, Ársæll
Árnason, Ásgeir Magnússon,
Benjamín Kristjánsson, Björg
C. Þorláksson, Böðvar frá
sjotugur
Kiljan Laxness, Halldór Ste-
fánsson, Hallgrímur Hall-
grímsson, Helgi Péturss,
Hulda, Indriði Einarsson, Ja-
kob Kristinsson, Jakob Thor-
arensen, Jakcb Jóh. Smári,
Jóhann frá Flögu, Jóhannes
L. L. Jóhannsson, Jón Björns-
son, *Jón Magnússon, Jón
unda af bezta tagi, áttu hlut
að Iðunni á þessum árum og
gerðu hana einliverja hina
girnilegustu lesningu sem þá
var völ á. En yfir þessu þingi
ólíkustu höfunda og skoðana
sveif hinn skyggni og vökuli
andi ritstjórans og gaf því
það húmaníska svipmót sem
Bréf til Arna Hallgrímssonar
frá Þórbergi Þórðarsyni
Reykjavík 15. september 1955.
Kæri vinur!
Ég fékk allt í einu löngun
til að senda þér nokkrar línur
í tilefni af sjötugsafmæli þínu,
og þó er nú orðið af litlu að
taka hérna uppi á fjórðu hæð
til hægri, andagiftin engin og
þrálátt stoppelsi í farvegum
nýrra tíðinda.
Það fór þó ekki fram hjá
mér, að Brynjólfur Bjarnason
og kona hans reistu til Rúss-
lands 3. ágúst sér til hressing-
ar og endurnýjunar. Þau hafa
sjálfsagt gengið undir stóra
eksamíneisén á heilsu sinni,
þegar austur kom. Þar týna
þeir nú ekki blóðpröfunum,
eins og komið hefur fyrir í ó-
nefndu landi. Þau kváðu halda
til suður í Kákasus og kunna
vei við sig.
Ég hef saknað þeirra mik-
ið. Þau eru einhverjar við-
feldnustu manneskjur, sem ég
hef þekkt á ævi minni. Bryn-
jólfur er ekki aðeins hárglögg-
ur stjómmálamaður. Hann er
líka djúpur fílósóf og mikill
díalektíker. Þar að auki hefur
hann ágætt vit á skáldskap,
ekki sízt lyriskri ljóðagerð.
Hann er mjög næmur tilfinn-
ingamaður, þó að sumum virð-
ist kannski ytra borðið öðru-’
vísi.
Hann er líka mjög vel að sér
í náttúrufræði. Hann gaf mér
góða lexíu um sæotrana,
skömmu áður en hann fór til
Rússlands. Samkvæmt henni
er það útilokað, að skrímslin,
sem oft hafa sést á ströndum
íslands, jafnvel líka uppi á há-
lendinu, séu sæotrar. Það kvað
nú helzt vera í uppsiglingu í
náttúrufræðinni, að þau séu
kettir(!)
Stofan, sem ég hef setið í
heima hjá Brynjólfi, er mér
sannur ævintýraheimur. Það
er ekki sízt að þakka garðinum
fyrir utan gluggann. Ilann
kemur mér alltaf í Honolulu-
stemmningu. Ég er byrjaður að
vona, að þau hjón fari að
koma úr þessu. Ég geng vestur
á Brekkustíg á hverjum sunnu-
degi og miðvikudegi til þess að
vita, hvort jeppinn sé ekki
kominn á sinn stað.
Finnur kom frá Grænlandi í
júlí. Bergur Pálsson og kona
hans buðu okkur heim til sín
skömmu seinna. Þar var Finn-
ur og hans kona. Mig minnir,
að ég vera fyrsta barnið, sem
séra Sveinn afi hennar skírði
í Suðursveit.
Finnur gaf andríka skýrslu
um dvöl sína í Meistaravík. Ég
hef sjaldan lifað eins stór-
brotna kvöldstund. í Meistara-
vík er mikið um stillilogn og
heiðríkjur, en svalt í veðri,
og þokur koma þar fyrir. Þar
sjást annarlegar loftsjónir. Þar
sjást logagylltir ljósbaugar um
höfuðið á skuggum fólks, þeg-
ar þá ber á þoku, rétt eins og
á dýrlingamyndum, Ég gizkaði
á, að þetta væru útrendur
mentalhöfuðsins, sem sæjust
þarna, af því að loftið væri svo
tært. Eitthvað var nú Finnur
annarrar meiningar.
Þarna sáu þeir moskusnaut.
Þau kváðu stundum bölva, en
öðruvísi en okkar naut. Þau
kváðu geta haft það tii að setja
fólk undir.
Hátindi sinnar frásagnar-
snilldar náði þó Finnur fyrst,
þegar hann sagði okkur ævin-
týri snjótittlingshjóna, sem áttu
tilhugalíf og síðan egg i grennd
við kofann þeirra. Ja, mikið
var nú að heyra þá sögu. Þá
óskaði ég, að þú værir kom-
inn. Mikið gerir fáfræðin
mann blindan á undur náttúr-
unnar. Finnur heldur, ef ég
man rétt, að sumir snjótitt-
lingar, sem setjast hér á alt-
anið í snjónum á vetrum, komi
frá Grænlandi og fari þangað
aftur á vorin. Ég hef af engu
eins mikið gaman og stjömu-
fræði og jarðfræði og að heyra
sagt frá fuglum. Fuglar eru
eiginlega tengiliður, ef svo
klunnalega mætti komast að
Framhald á 8. BÍðu.
seint mun gleymast þeim er
nutu. Víðsýni hans og drengi-
legt umburðarlyndi kom eink-
ar glöggt fram í ritdómum
hans. Fáir hafa tekið ungum
höfundum af viðlíka góðgirni
og nærfærni, án þess þó að
slaka á grundvallarkröfum —
og kom þar skýrt í ljós sú ást
bókamannsins á höfundi og
sú virðing fyrir viðleitni hans
sem ég hef áður drepið á.
Fjárhagsörðugleikar ollu
því að Iðunn varð að hætta
útkomu að enduðum árgangin-
um 1937. Þá var kreppa mikil
í landi og harðnandi átök í
þjóðfélaginu. Er því ekki
ósennilegt að hinn breiði
gnindvöllur ritsins hefði rask-
azt von bráðar, þó því hefði
orðið lengra lífs auðið, enda
hafði það þá þegar skilað sínu
hlutverki í íslenzkri bók-
menntasögn með heiðri og’
sóma og jafnvel glæsibrag á
stundum, þrátt fyrir alla örð-
ugleika.
Þótt hinn opinberi þáttur
Árna Hallgrímssonar í menn-
ingarbaráttu þjóðarinnar yrði
þannig skemmri en auðvelt
var að sætta sig við, hygg
ég að hann hafi verið stórum
þýðingarmeiri en orð hefur
verið á gert, því þrátt fvrir
hinn margvíslega efnivið tíma-
rits hans var meginstefna
þess nokkurnveginn auðsæ:
frjálshyggja þess og róttækni
og alþýðleg viðhorf ruddu
nýju andrúmslofti braut sem
varð afturhaldi og kyrrstöðu
æ meiri þyrnir í augurn. Þessi
áratugur Iðunnar varð þvl
beinn undanfari og aflvaki
þeirra þjóðlífshræringa sem
hrundu af stað Rauðum pcnn-
um og síðan Máli og menn-
ingu — og hpf ég ævinlega
litið á Árna Hallgrímsson sem
forgengil þeirrar sveitar er
þar hóf sókn, þótt aldrei tæþi
hann beinan þátt í rás henn-
ar.
Mörg ár eru nú liðin síðan
þetta var og hefur Árni lítt
látið á sér kræla, utan hvað
hann hefur stöku sinnum grip-
ið til pennans af þeirri list-
fengi og hugarhlýju sem hon-
um er lagin — og mætti síð-
ast þar til nefna hið „sundur-
lausa rabb“ hans í Helgafelli
um Þórberg Þórðarson, en það
tel ég hiklaust hinn dýrmæt-
asta bókmenntafeng.
Og nú er þessi liógláti snill-
ingur sjötugur í dag. Mér er
sem ég sjái á honum vand-
ræðasvipinn yfir því tiltæki að
gera persónu hans að blaða-
máli í tilefni af þeim tímamót-
um í ævi hans. En hann verð-
ur nú að hafa það i þetta
sinn, hvort sem honum líkar
betur eða verr. Mér er þó
alla daga heimilt að árna hon-
um heilla og þakka lionum ög
hinni ágætu konu hans, frú
Guðrúnu Heiðberg, fyrir ailár
þær mörgu ánægjustundii sem
ég hef átt á heimili þeirra nra
rúmlega ildarfjórðungs ske'ð.
Hef ég löngum sótt þahgi’.ð
hald og traust þegar harðnað
hefur á báru og trú mín á
mannlífið hefur ekki mátt
tæpara standa. Og það er af
einskærri eigingirni sém ég
bið þessum vini minum sem
lengstra lífdaga, því með hon-
um mundu hrynja þeir litir til
moldar sem mér hafa einna
fegurstir þótt á Islandi.
Jóhannes úr Kötlum.