Þjóðviljinn - 17.09.1955, Side 8
S) — ÞJÓÐVILJINN — LAugardagnr 17. septemb'ér 1955 —— ......-
Bréf til Arna HaUgrímssonar
Framhald af 7. síðu.
orði, á milli mannfólksins og
englanna. Myndi nokkurn tíma
bafa verið fundin upp flugvél,
fcí fuglar og flugur hefðu ekki
verið til?
Jón Rafnsson hefur fengið
nýtt embætti. Hann var sér-
rfræðingur minn í monstrológíu
tskrímslafræði). Ég setti hann
i það vegua þess, að hann er
•fcini maðurinn, sem ég hef
þekkt, sem með fullri vissu
befur séð sjóskrímsii með eigin
a.ugum. En nú heíur embætti
hans verið fært út og hækkað.
Kú er hann líka orðinn sér-
fræðingur minn í innanhús-
reimleikum. Alltsvo: sérfræð-
ingur minn í skrímslafræði og
innanhúsreimleikum.
Það hefur sem sé dálítið ó-
vænt komið fyrir Jón. Hann er
búsvörður í húsi sósíalista í
Tjarnargötu, eins og þú hefur
hannski heyrt. Þar er hann
fcinn á nóttum og síðkvöldum,
og þar kom hans tími. Hann
kom þannig, að hann heyrir ó-
sýnilegar verur ganga um gólf
. og stiea og hurðum skellt,
.neira að segja þar, sem engar
hurðir eru, en voru, áður en
býbýlaskipun hússins var
breytt, og það er mikið íhug-
■unarefni. Þar að auki hefur
það komið tvisvar fyrir með
fullri vissu og jafnvel þrisvar,
£.ð skrúfað hefur verið frá mið-
stöðinni í kjallaranum á næt-
i.rþeli og heita vatninu hleypt
É. Húsið hefur auðvitað verið
bárðlæst þær nætur eins og
fciídranær og engin sála þar
inni nema Jón. Hvað segir þú
tm þetta? Og nú upp á síð-
>:astið er hann líka farinn að
heyra óskiljanlega dynki í
búsinu.
Jón hefur gefið mér mjög
greinargóðar skýrslur um þessi
tridur. Ég sat heima hjá hon-
um lengi kvölds um daginn á-
íamt kunningja mínum, sem er
yniklu sálrænni en ég. Hann
íann sterka strauma í skrif-
stofu Jóns. Það var mikið
ítemmningarkvöld.
Jón er skynsamur og mikið
íkemmtilega hagorður, og aldr-
fci hefur hann brugðist lífs-
bugsjón sinni, þrátt fyrir
tæmilega þörf á meiri tekju-
vflun. Hann segist vera for-
:rnaður í Leirskáldafélaginu.
Ekki er nú yfirlætið. Hann
hefur ort langa rímu í fimm
jimum af Rósenkranz ívars-
syni. Hún virðist vera mæta-
"'el kveðin. Og helvíti er hann
sieipur í kenningunum. Ég vil
í já þá þjóðlegu gera betur.
Annars vildi ég bæta því við
x.m reimleikana, að það er
reimt í öllum húsum. „Reimt
fcr í hverjum bæ, þar byggðu
'flenri*, sagði stórskáldið. og
hvernig hefur það ekki verið
hjá Vilmundi. Og hvernig er
það ekki á bæjarbókasafninu.
Og tvisvar hafa myndir dottið
r.ieð óskiljanlegum hætti ofan
£í vegg hjá Kristni Andrés-
ryni, einmitt i sömu andrá í
tæði skiptin og þar var minnst
á þetta í bæjarbókasafninu.
Og hér heima hafa heyrst og
sést eilífðarverur og það á
björtum morgni, þegar heili
íólks er klárastur og minnst
hneigður til hjátrúar.
Af mér og frú Mömmugöggu
•sr fátt að frétta. Við höfum
setið hér heima í sumar, nið-
. rdregin af rigningum og fjör-
•c-fnaskorti, því að nú er dýr-
tíðin komin á það æskilega
stig, að hér í bæ hafa ekki aðr-
ir efni á að éta alminlegan
mat en þjófar og leigulýður.
Tvisvar hefur okkur þó verið
boðið austur yfir fjall.
í fyrra skiptið bauð Hulda
læknir okkur í bíl sínum aust-
ur í Hreppa. Við vorum tvær
nætur í burtu og gistum aðra
nóttina í Hruna og hina í Ás-
um í Gnúpverjahreppi. Gunnar
Dal var með í ferðinni, og hún
var skemmtileg. Hulda ætlaði
að keyra okkur inn í Þjórs-
árdal, en þá varð einhver á-
arskratti á leið okkar, sem
sneri okkur aftur. Það var
leiðinlegt.
Kvöldið sem við vorum í Ás-
um skruppum við að Stóranúþi
til Jóhanns Briems listmálara.
Hann var þar í sumarbústað
sínum með konu sinni. Þau
tóku okkur yndislega. Þetta
var laglegt kvöld, loft dálítið
heiðríkt og friðarfull dala-
læða yfir holtum og mýrum.
Það var gaman að horfa út um
gluggann. Við fengum góð-
gerðir hjá þeim hjónum, og Jó-
hann sagði okkur þægilegar
sögur. Ein var af keri, sem er
rétt við veginn milli Stóranúps
og Ása. í því kvað kvenmaður
hafast við, sem var drepinn
eða tekinn af lífi. Jóhann sagði
okkur nafnið á henni, en ég
er nú búinn að gleyma því.
Því er nú miður, að römm er
sú taug, sem rekka drégur
jarðartúna til. Það er vandi
að lifa hér í heimi. En ég held
þó að aðalvandinn byrji, þeg-
ar við losnum við þennan
syndum tryggða jarðlífskropp.
Og af öllu heimskulegu, sem
heimskan aðhefst, mun ekkei*t
vera eins heimskulegt og að
drepa menn eða taka af lííi.
Lilla Hegga var í Ásum hjá
Sveini og Obbu systur sinni.
Hún tók okkur blíðlega. Hún
rataði í dálítið ævintýri um
daginn. Hún var send að sækja
kýr með honum litla Ágústi.
Þá datt á þau svartaþoka.
Heilakompásarnir lentu í
hræðalegu rugli, þau týndu
öllum áttum og vissu efckert,
hvert nú skyldi halda. Litli
Ágúst þóttist þó þekkja áttina
og vildi ganga í þá ‘ stefnu. En
litla manneskjan hélt nú að
hún léti ekki plata sig og náði
í girðingu og hélt sér í hana,
og þar stóðu þau bæði grát-
andi, þegar leitarmaður kom
loksins að þeim.
Sjóka sagði henni um dag-
inn, þegar Kínverjarnir voru
hérna, að hann Sobbeggi afi
væri eini maðurinn á íslandi,
sem ætti kinversk föt. Þess
vegna ætti hánn að dansa víð
Kinverjana uppi á pallinum í
Austurbæjarbíói. Þá hrópaði
litla manneskjan og fórnaði
upp höndum: ,,Ó Gvuð! Ég
vildi heldur deyja en sjá hann
Sobbeggi afa dansa“.
Mammagagga, sém er nokk-
uð glúrinn mannþékkjari, full-
yrðir, að litla manneskjan
mundi hafa gengið út úr bíó-
inu af rríeðaumkun með Sob-
beggi afa, þegar þangað hefði
verið komið leikskránni, að
hann hefði átt að fara að
dansa við Kínafólkið.
í fyrrasumar var hún send
að sækja kýr með stelpu, sem
var eitthvað yngri en hún. Ein
kýrin hafði slæðst inn í girð-
ingu, en þar var einhvers stað-
ar inni mannýgt naut. Blessuð
litla manneskjan reyndi nú
lokka stelpuna, sem minna
kunni fótum sínum forráð, inn
í girðinguna. En sú hélt þá
ekki, að hún færi að fara inn
í girðinguna undir homin á
nautinu.
Lilla Hegga er samvizkusöm
og fannst það ófyrirgefanlegt
að koma ekki heim með kúna.
„Jæja, það er þá bezt að ég
fari“, og um leið og hún gekk
inn um hliðið á girðingunni,
sagði hún við stelpuna, sem
beið fyrir utan. „Ég ætla að
biðja þig að skila síðustu
kveðju minni heim“.
í hina ferðina bauð okkur
Jón Sigtryggsson, fyrrverandi
fangavörður. Hann hafði kals-
að þetta við okkur lauslega
í vetur, og hann gleymdi þvi
ekki. Svona minnugt fólk eins
og hann og Hulda er orðið
fremur fáhitt í seinni tíð á
íslandi.
I þetta sinn kusum við að
fara austur í sumarbústað
Ragnars Jónssonar við Álfta-
vatn. Þetta var á laugardegi,
og forsjónin tók sér svolitla
hvíld frá regngerðinni. Það
var sólskin.
Undir Ingólfsfjalli mættum
við líkfylgd í mörgum bílum
á leið til Kotstrandar. Þar var
verið að flytja til grafar Þórð
bónda á Tannastöðum. Til
hans komum við Gunnar
Leijström sumarið 1923, þeg-
ar við ætluðum ganga kringum
ísland. Hann tók ökkur vel.
Síðan hafði ég ekki séð Þórð.
En nú mætti ég honum í þessu
ástandi skammt fyrir vestan
bæ hans undir Ingólfsfjalli.
Það grunaði hvorugan okk-
ar sumarið 1923. Svona á
lífið sér hittnar leiðir.
Við vorum meðtekin af mik-
illi gúnst af Ragnari og konu
hans. Við fengum góðgerðir,
og við spásséruðum í aldingörð-
um þeirra og horfðum út á
vatnið og til strandarinnar
fyrir handan, og það skein
alltaf sól og það voru sagðar
margar sögur. Að sagnalokum
sagði Ragnar okkur eftirfar-
andi sögu, sem drap allar aðr-
ar sögur, sem sagðar höfðu
verið þennan dag. Sagan var
svona:
Ragnar hafði byggt þennan
sumarbústað sinn að nokkr-
um parti fyrir stríðið. Þá hafði
hann til umráða bíl, sem hann
keyrði út í smjörlíki. Hann
var einn geimur með tveimur
sætum fyrir framan.
Þá var það eitt kvöld, að
Ragnar var á ferð í bílnum
frá sumarbústað sínum til
Reykjavíkur, og var dálítið
farið að rökkva. Þegar hann
er kominn út í Ölfus, hann
minnir ekki langt frá Öxna-
læk, sér hann aldraðan og
slitlegan mann standa við
veginn. Hann var með hnakk
á baki og beizli í hendi. Hann
gefur Ragnari merki um að
stanza. Hann gerir það. Mað-
urinn spyr hann, hvort hann
vilji flytja sig til Reykja-
víkur. Ragnar segist skuli gera
það, ef hann geti gert sér að
góðu að sitja. aftur í flutnings-
plássinu, því að einhver
sat í sætinu við hliðina á
Ragnari, Maðurinn sagðist
taka því með þökkum og fór
upp í vöruplássið með hnakk-
inn og beizlið, en Ragnar lok-
aði hurðinni á eftir honum.
Hún var á gafli bílsins og
hvorki hægt að opna hana né
loka henni öðruvísi en utan
frá, með engu móti innan frá.
Þessu næst heldur Ragnar
áfram, og hann segist ekki
muna til, að hann hafi neins
staðar haltrað við eftir það á
leiðinni til Reykjavíkur. Þeg-
ar hann kemur heim að hús-
inu, sem hann bjó í, fer hann
út úr bílnum og opnar gafl-
hurðina og ætlar að hleypa
manninum út. En — hann er
þá horfinn úr bílnum, en
hnakkurinn og beizlið lágu
þar.
Þegar hér var komið frá-
sögn Ragnars, skaut kona hans
inn: „Svo auglýstirðu hnakk-
inn og beizlið“.
„Það er rétt! Ég auglýsti
þau að minsta kosti í einu
blaði og tilkynnti þetta lög-
reglunni. En ég man ekki,
hvort ég auglýsti í útvarpinu.
En það gaf sig enginn fram,
og ég hef ekkert spurt til
mannsins síðan, og hnakkur-
inn og beizlið eru ennþá
geymd uppi undir þaki i Unu-
húsi“.
Þessi saga stendur undir
þunga sínum, og vigtar hún
þó nokkuð.
Nú man ég eftir því, að frú
Mammagagga og ég fórum
með æskulýðsfylkingunni aust-
ur í Rangárvallasýslu í sumar.
Við vorum aðeins einn dag
í ferðinni. Björn Þorsteinsi-
son var fararstjóri. Hann er
mjög góður fararstjóri,
skemmtilegur, fróður, lærður
vel og viss á áttum, en er
helzt til daufur i eilífðarmál-
unum og þó sykkiskur og hef-
ur fengið merkilega vitrun.
Það var drukkið kaffi á
Hellum, nokkuð gott. Svo skoð-
uðum við hella á Ægisíðu. Þá
hafði ég aldrei séð áður. Ég
held þar séu engin merki eft-
ir Ira eða aðra fornmenn. Svo
ókum við upp að Keldum. Þar
hafði ég aldrei komið áður.
Við skoðuðum skálann og allt
það. Æ, mér fannst það ekki
sérlega merkilegt. Það setur
að mér hroll, þegar ég kem
inn í svona moldarkofa. En
það er sennilega fallegt á
Keldum í góðu veðri. Þennan
dag gekk á útsunnanhryðj-
um og eiturkuldi.
Frá Keldum héldum við inn
í Fljótshlíð og stönzuðum
nokkra stund í Múlakoti. Þá
skein sól litla stund. Það er
fallegt i Múlakoti, en kaffið
var ekki gott. Frú Mamma-
gagga vissi fyrirfram, hvem-
ig það mundi verða og fór
ekki inn. Hún kann veitinga-
staði Islands utanbókar.
Svo var ekið lengra inn eft-
ir, siðan vent til hægri og
haldið díróið út að Bergþórs-
hvoli. Þar hafoi ég aldrei kom-
ið áður. Það var bölvaður kulda-
steggir og sem í sjálfu Helvíti
um að litast og það neðantil.
Ung stúlka greindarleg kom
út og sýndi okkur, hvar þetta
og þetta hefði verið og gerzt
Njálsbrennunóttina. Ekki gat
ég fengið dramað inn í mig.
Ég sþurði stúlkuna hrein-
skilnislega, hvort ekki væri
reimt á Bergþórshvoli.
Jú, hún sagði, að það væri
reimt í húsinu, sérstaklega
einni stofu eða herbergi. Ég
man ekki, hvort hún sagði. Ég
ætlaði að fara að spyrja hana,
hvort hún héldi að reimleik-
arnir stöfuðu frá Njálsbrennu.
En þá var kallað til burtfar-
ar.
Hvernig stendur á því, að
þessir Njálugrúskarar skuli
ekki fara . með dulskyggna
manneskju að Bergþórshvoli
til þess að vita, hvort hún
verður nokkurs visari? Það
stendur mönnum í vegi, hvað
lífsskilningur þeirra er þröng-
ur og vogunarlaus.
Nú var komið að Odda. Þar
kom enginn út. Ég gekk upp
á hólinn og góndi. Hér gæti
ég trúað að væri huldufólk.
Björn náði í kirkjulykilinn og
flutti fróðlegt erindi í kirkj-
unni um valdasamkeppni
Haukdæla og Oddaverja.
Snemma hafa menn viljað
gera karríer á íslandi. Svo var
haldið heim.
Það kom fyrir mig atvik á
Keldum, sem vakti mig til
svolítillar umhugsunar eft-
ir á.
Uppi við garðinn fyrir utan
stéttina stóð maður, sem ég
bar strax kennsli á. Þó mun
ég ekki hafa séð hann síð-
an 1908 eða 1909. Þá vorum
við til sjós saman á kútter
Hafsteini, og hann mun hafa
verið lítið eitt eldri en ég.
Ég vék mér að honum og
heilsaði honum. Hann horfði
á mig annarlegum augum.
Skáldin mundu hafa sagt, að
það hefði verið fjarrænt
augnatiílit.
„Þekkirðu mig ekki?“ spyr
ég mjög hæversklega.
„Nei“, svarar maðurinn.
„Manstu ekki eftir Þórbergi
Þórðarsyni? Við vorum saman
til sjós á Hafsteini með Jóni
Ólafssyni. Ég var kokkur.
Manstu ekki eftir kokkn-
um?“
„Nei“, svarar maðurinn, og
augnaráð hans varð jafnvel
ennþá fjarrænna.
„Ég man vel eftir þér. En
ég er . búinn að gleyma, hvað
þú heitir. Hvað heitirðu, með
leyfi?“
„Ég heiti Ásgeir“ svarar
maðurirín, og nú mundi ég þáð.
Þetta var einn af einstæð-
' ingum heimsins. Mér var
sagt, að hann ætti heima ein-
hværs stáðar á Suðurnesjum,
en fengi að vera á Keldum á
sumrin eða part úr sumrum,
og hann hefði beðið um að
vera grafinn á Keldum, þeg-
ar hann dæi. Og nokkrum dög-
'um eftir áð ég talaði við hann
Framhald á 10. síðu.