Þjóðviljinn - 17.09.1955, Síða 11
Laugardagur 17. september 1955 — ÞJÓÐVTLJINN — (11
Hans Kirk:
97. dagur
hafið hugfast að eina frelsun okkar er samlieldni, við
veröum að snúa bökum saman, við verðum að sýna
sjálfsaga, viö veröum . . .
Það heyrðist þungt, fjarlægt brak og ljósin blikkuðu.
Þaö var dauöaþögn í stofunni andartak og gestirnir
lögðu ósjálfrátt eyrun viö, ef meira kynni að fylgja á
eftir. En allt var aftur kyrrt fyrir utan myrkvaöa glugg-
ana.
— Þetta er hræöilegt, óhugnanlegt, sagði prófessor-
inn og strauk sér um ennið með hendi sem prýdd var
Þeir verjast enn í Stalíngrað
leiftrandi doktorshring. Þessar sprengingar sem heyr-
Það var samknill af skeggjuðum skálduni, síðbuxna-
stúlkum og bókmenntalegu þvaðri innan við myrkv-
aða gluggana. Og úti á götunni gekk ef til vill Þjóðverji
og hugsaöi: hvers konar land er þetta eiginlega? Rjóma-
kökur og ís í allri eymd okkar, í allri sorg okkar yfir
glötuðu föðurlandi. En hér lifa þeir áfram eins og ekk-
ert hafi í skorizt, þeir ala grísina sína og drekka brenni-
vínið sitt. Jæja, þaö eru þó altént skemmdarvei'kamenn-
imir.
En glæsileg kertaljósin hjá Emmanúel blöktu og
brunnu upp til agna. Að utan heyrðist þungt fótatak
þýzkra hersveita. Og hið erfiöa líf hélt áfram. Hið þarfa
félag, Tréskórinn, blómgaöist. Hafi maöur ekki efni á
aö kaupa skó handa börnum sínum, verða þau að ganga
á trésólum. Og nægjusemi sakar engan. Nægjusemi er
þvert á móti göfug dyggð.
Og Foringinn hefur unnið þess dýran eiö að hann taki
Stajíngrað . . .
28. KAFLI
Um merkan atburö í sögu Evrópu, sem hefur stórkost-
leg áhrif á góða vini allra lesenda.
Ekki ber því að neita að stundum hlustaði Tómas
Klitgaard á enska útvarpið. Hann læsti öllum dynim
og di'ó gluggatjöldin fyrir, meöan allir borgarbúar og
landsmenn létu hátalarann drynja og i'eyndi aö gizka á
hvað hið undarlega duimál táknaði. Eþba, Maríus, Pet-
er, Erik . . . en, hugsaði Tómas Klitgaard, ef til vill
táknar þaö einn góðan veðurdag: Gerið svo vel að tor-
tíma Klitgaard og Sonum. Þökk fyrir.
Þetta er í vestri, en hvað er aö gerast 1 austri? Það
er undarlegt meö þetta bákn á leirfótum. Það hlýtur
aö vera seigur leirinn í fótunum þeim. Þaö skyldi þo ekki
vera rússneska þjóöin? Því aö þrátt fyrir allar fullyrð-
ingar verjast þeir enn þarna fyrii' handan, og þótt
'ilR &&
um Ö16€U5
siauumaceraRðoa
Minningar-
kortin
eru til sölu í skrifstofu Sósí-!
alistaflokksins, Tjarnargötu ■
20; afgr. Þjóðviljans; Bóka-■
búð Kron; Bókabúð Máls og \
menningar, Skólavörðustíg!
21 og í Bókaverzlun Þorvald- ■
ar Bjarnasonar í Hafnarfirði \
ast oftar og oftar . . . þessi ógn úti í myrkrinu . . . þetta
kynlega laumuspil.
— Bullutrikk, sagði Brummel. Þetta er sorinn úr
fólkinu og ekkert annaö.
— Ætli það. Þaö em víst líka villuráfandi hugsjóna-
menn inn á milli, menn sem taka þetta alvarlega. Æ,
þessi losarabragur, það er hann sem við höfum óttast
allan. tímann. Þrátt fyrir aðvaranir ábyrgra aðila, heldur
æskan áfram aö heyja einkabaráttu, þrátt fyrir hvatn-
ingar forsætisráðherrans, þrátt fyrir dómana . . . Þetta
er skelfilegt, skelfilegt, því aö hverjar verða afleiðing-
amar?
— Sérhver þjóð á sín úrhrök og í dag þóknast skríln-
um að kalla sig andspyrnuhreyfingu, sagði Brummel.
En viö getum sjálfsagt þaggað niðm' í þessum óróa-
seggjum. Eg trúi á heilbrigða skynsemi þjóðarinnar. Og
ef í hart fer, höfum við alltaf lögregluna. Dómsmála-
ráðherrann er vitur, hann er óvenju gáfáður maður,
þótt hann jafnist ef til vill ekki á við Steincke. Og þeg-
ar um kommúnista er að ræða, er ekki hægt að segja
nema eitt: Geriö svo vel, herrar mínir, þið eigiö heima
bak við rimlana.
— Rétt, fullkomlega rétt, sagði Hase. En mannúð-
legt, mjög mannúðlegt.
— Vitaskuld mannúölegt. Allt á að vera mannúðlegt.
Við lifum í góðu, gömlu, lýöræöislegu landi.
— Smáborgaralegt kjaftæöi, hvæsti Jensen-Skrævs og
hristi hárlubbann sem var jafnúfinn og stjórnlaus og
hár ráðsformannsins var snyrtilegt og vandlega liðað.
— Þér haldið áfram að tala um smáborgarahátt. En
ég var kominn yfir fenningu þegar ég sá í fyrsta skipti
borgaralega dagstofu. Eg er af alþýöunni kominn, for-
feðúr mínir hafa verið erfiðismenn 1 margar kynslóðir.
Og Brummel ráðsformaðm’ sökkti sér niður í minn-
ingamar. Hann minntist þess hvílík áhrif, skraut og
dýrð þeirrar stássstofu hafði haft á hann. Það hafði
stigið honum til höfuðs og gert hann agndofa, og hann
sá hana enn fyrir sér, búna rauðum plussstólum, gljá-
andi borðum og skápum og litskrúðugum glansmynd-
um á veggjunum. Hann hafði staðið þama sem steini
lostinn og kópandi sveitastrákur og starað á alla dýrð-
ina og hugsað: þetta vil ég öðlast. Svona vil ég einnig
hafa hjá mér.
Hann gat ekki varizt brosi og viðstaddir litu undrandi
á hann, því aö hvað var broslegt í þessum heitu umræð-
um? En ráösformaðurinn stóð þama þrekinn og nota-
legur og dnmumar að utan voni gleymdar. Hann hafði
aftur umráð yfir fjánnunum og bókmenntalegri framtíð.
<s>~
06
eimili sþáflitr
VandamáS litlu íbúðanna
Þegar ungt fólk í Svíþjóð
stofnar heimili getur það sótt
sér góð ráð í dálitla bók —
Heimilisstofnun — sem sænski
ríkisbankinn og sænslca Slöjd-
félagið hafa gefið út í samein-
ingu. Til þess að hjálpa unga.
fólkinu til að nýta sem bezt lán
það sem það fær til heimilis-
stofnunar eru birtar alls konar
tillögur og teikningar af hinum
ýmsu möguleikum sem lánið
veitir með hliðsjón af ástandinu
í húsnæðismálunum og þeim
kröfum sem ungu hjónin ætl-
ast til að heimili þeirra upp-
fylli: að þar sé hægt að vinna
einhvers konar vinnu, hafa sam-
kvæmislíf að einhverju leyti,
ala upp börnin o. s. frv.
Þar eins og viðar er aðal-
vandamálið að nýta 1 og 2ja
herbergja íbúðir sem flestir
verða að láta sér nægja, þann-
ig að heimilið verði ekki aðeins
staður þar sem sofið er. Þess
vegna eru flestar tillögurnar á
kostnað svefnherbergjanna í
hinum gamla skilningi, eins og
myndirnar sem hér fylgja sýna
meðal annars.
Á efstu myndinni er heili
' > UTBREIÐIÐ *
* > ÞJÖDVILJANN * *\
veggurinn í stóru stofunni no'-
aður fyrir tvö svefnstæði, hvort
við endann á öðru. Samtímis
eru þar mörg góð sæti og við
hvom enda eru lítil borð og
góður hægindastóll. Matborðið-
sem getur um leið verið vinnu-
borð stendur hinum megin í
stofunni og við það eni notaðir
þægilegir og sterkir Windsor
stólar. I fjórða horninu er hugs-
anlegt að koma fyrir bóka.hill-
um. — í litlum, mjóum svefn-.
herbergjum má koma fyrtr
svefnstæðunum á sama hátt. á
teikningunni er litlu skúií!
stæði komið fyrir milli rúmanna
sem er notað sem náttborð fj r-
ir báða aðila. Það er enginn
svefnherbergissvipur á þessa ri
stofu og þetta er góð viðbót
við dagstofuna. —•' Á hinní
teikningunni standa tveir ottó-
manar hornrétt hvor á annan..
Þeim má koma f'Árir í bezta
hominu í stofunni og þannig má
skipuleggja stofuna að hvert
hom þjóni sínum tilgangi.
• »
■ *•
• »•
■ »■
• a.
• ■-
■ »
• ■>
• «
■ «
• ■
■
* »•
: s
Úlgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokkurinn. — Ritstjóiar: Magnús Kjartansson (áb), Sigurður Guðmundsson — Fréttarit-
DfOflHflUIMM Jón Bjamason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Bjami Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torít
^ Ólafsson. — Auglýsingastjóri: Jónsteinn Haralisson. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Sími: 7500 (S
lintir). — Áskriftarverð tar 20 á ménuði í Reykjavík og nágrenni; kr. 17 annars staðar. — Lausasöluverð kr. L — Prentsm. Þjóðviljan* JhUL