Þjóðviljinn - 02.10.1955, Side 4

Þjóðviljinn - 02.10.1955, Side 4
4) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 2. október 1955 s ■ : ; Daglega eiu um 1fi0.066.G00 — hundiað milljón — [ CMMPION-heiti í j notkun í heiminum • ■ ■ I Einkaumhoð á ísiandi i | Hí. Egill j | Vilhjálmsson | £ Laugaveg 118 — Sími 81812 * 1 ALLT Á SAMA STAÐ I I V-Evrópa mestí bílaúlflyijaiídi I Bílaútflutningurinn frá Vest- ! ur-Evrðpu er nú mun meiri 1 en frá Bandaríkjunum, segir J í skýrslu frá Efnahagsnefnd ! SÞ í Evrópu. Árið 1938 komu 60%* af bíiaútflutningnum frá Bandaríkjunum, en árið 1954 fluttu fjórar bílaverksmiðjur í Vestur-Evrópu út 70% af öllum bílum á heimsmarkað- inum. Bretland flytur út flesta fólksbíla, en Bandarík- ! in flestar vörubifreiðar. Vest- ! ur-Þýzkaland er í öðru sæti : og útflutningurinn þaðan I hefur aukizt mest. Bílaframleiðslan í Vestur- 1 Evrópu hefur aukizt um 211% síðan 1948, en á sama i tíma hefur framleiðslan í í Bandaríkjunum aðeins aukizt um 25%. I Slöngnlausir í hjólbarðar Hjólbarðaverksmiðjur í Ja- [ roslavl í Sovétríkjunum hafa hafið framleiðslu á slöngu- lausum hjólbörðum. Þéttilag úr gúmi sem fest er beint innan á hjólbarðana hefur tekið við hlutverki slöngunn- Ný og stórbætt gerð a! Moskvitsj Nú hefur verið smíðuð ný gerð af rússneska bílnum Moskvitsj og er hún mjög frábrugðin fyrri gerðinni, sem líktist þýzka bílnum Opel Kad- et, þó betri væri. Nýi Mosk- vitsj hefur hreinar og falleg- ar línur, er með „straumlinu- sniði“ og útsýnisrúðum. Hreyfillinn er 35 hestafla. Farangursgeymslan er stærri en áður og hægt að læsa henni að innan. Leggja má niður sætin með einu hand- taki og gera úr þeim tvo rúmgóða legubekki. Miðstöð og útvarp fylgja með. Bíl- þunginn hefur aðeins aukizt lítið eitt, og billinn er veru- lega sparneytnari á benzín en áður. Búast má við að nýi Mosk- vitsj muni koma hingað til lands áður en langt líður, a.m.k. er búizt við honum á sænska markaðinn innan skamms og í hinum nýju við- skiptasamningum Islands við Sovétríkin er gert ráð fyrir innflutningi hingað á bílum fyrir 1,8 millj. krónur. Um- boðsmenn Moskvitsj hér á landi, Bifreiðar og landbún- aðarvélar, segjast aðspurðir ekki vita með vissu hvenær hinnar nýju gerðar sé von hingað. Sænska blaðið Morgon-Tidn- ingen hefur eftir umboðs- mönnum Moskvitsj í Svíþjóð, að þeir muni halda áfram að selja gömlu gerðina og vonist til að hægt verði að lækka hana í verði. Moskvitsj er ódýrasti bíllinn á mark- aðnum í Svíþjóð, eins og hér. SkelSinaðra sem hefur ekki eins hótt og hinar „Skellinöðrurnar", sem heita „hjálparmótorhjól" á máli lögreglunnar, bera nafn sitt með réttu, og það er ekki nema eðlilegt að ýmsir og kannski flestir nema eigend- ur þeirra hafi ímugust á þeim. Hinsvegar verður að viðurkenna, að þær eru nyt- söm farartæki og tiltölulega ódýr, bæði í kaupum og rekstri. Hinsvegar væri það óneitanlega mikils virði, ef hægt yrði að draga eitthvað ar. Hinir nýju hjólbarðar geta ekki sprungið og þeir eru sagðir sterkari en venjulega gerðin. Aksturinn verður einnig jafnari og þægilegri. úr hávaðanum í þeim. Það hefur Þjóðverjum tek- izt betur en flestum, m. a. framleiðendum Express-hjóls- ins sem sést hér á myndinni, Expresswerke í Neumarkt við Niimberg. Bygging þess er frá upnhafi miðuð við mótorhjól, en ekki reiðhjól, og það er kannski skýringin á því að Express- hjólið er svo þungt, 42 kíló. Það hefur tvo gíra, sem gerir innanbæjarakstur þegar oft er stanzað þægilegri og trygg- ir örugga hraðaaukningu. — Benzínneyzlan er áætluð 1,7 lítri á 100 km, en mun vera £ ■ nær 2 lítrum. « Bandarxsklr bílor með evrópsku snlðl Chryslerverksmiðjnrnar hafa þegai afiáðið útlift 1957-geiðaiiimai Það er þegar farið að gera útlitsteikningar af bílagerðum ársins 1959 í Bandaríkjunum, sagði fulltrúi Chryslerverk- smiðjanna við blaðamenn í New York fyrir skemmstu. Hjá Chrysler er þegar lokið við teikningar af gerðinni 1957. Fréttamaður sænsku frétta- stofunnar TT segir, að útlit hennar minni mjög á evrópska bíla og ekki sé um að ræða neinar stórfelldar Aýjungar, hvorki í hreyfli né undir- vagni. — Chrysler að ná sér Chryslerverksmiðjumar hafa eins og aðrir bílaframleiðend- ur í Bandarikjunum fengið að kenna á hinni gífurlegu sam- keppni General Motors og Fords á heimamarkaðinum og hluti þeirra af markaðinum hefur minnkað. En nú virðist sem þær séu að ná sér aftur. Eins og getið var í síðasta þætti em bandarískir bíla- framleiðendur bjartsýnir á framtíðina og telja enga hættu á að þeir komi ekki allri fram- leiðslu sinni í verð, enda þótt að því muni brátt draga, að ársframleiðslan nemi 7—8 milljón vögnum á ári. Tveggjabílafjölskyldur iBílaverksmiðjurnar setja traust sitt á að æ fleiri f jöl- skyldur í Bandarikjunum muni eignast tvo bíla í stað eins. Þær hafa látið reikna út, að í úthverfum bandarískra borga séu a.m.k. 16 milljón húsmæð- ur, sem em bundnar við heim- ilin, af því að eiginmennirnir fara í bíium sínum í vinnuna. I Bandaríkjunum em strætis- vagnar og önnur almennings- farartæki ekki rekin sem þjón- usta við fólkið heldur í gróða- skyni, og fólk sem býr í út- hverfum borganna verður þess vegna að eiga kost á eigin bifreiðum ef það vill komast leiðar sinnar. Bílaverksmiðj- urnar reikna með að „tveggja- bílafjölskyldum“ muni á næstu fimm árum fjölga úr 3 millj- ónum í 7.5 milljónir. Þrátt fyrir þetta er þó nokk- ur uggur í bandarískum bíla- sölum. Margir kaupa nú bíla af því að þeir fást með góðum afborgunarskilmálum, enda þótt þeir hafi í rauninni ekki ráð á því. Þannig sagði tíma- ritið TIME frá því nýlega, að maður einn sem hafði 400 dollara laun á mánuði, hefði. ætlað að kaupa sér nýjan bíl. Bílasalinn reiknaði þá út, að maðurinn myndi aðeins eiga eftir 20 dollara af 400 þegar hann hefði greitt skatta og önnur opinber gjöld, afborgan- ir og vexti af íbúð sinni, hús- gögnum sínum, sjónvarps- tæki og nýja bílnum. Helmingur vegakerfisins úreltur Helmingur bandarísku þjóð- arinnar, eða um 75 milljónir manna, hefur nú ökuréttindi og notar götur Bandaríkjanna og vegakerfi. Þeir geta glaðzt yfir velgengni bílaverksmiðj- anna og samkeppni þeirra sem hefur átt sinn þátt í að bíla- verðið hefur lítið hækkað. En á hinn bóginn er það ekki ánægjuefni að bílunum skuli stöðugt fjölga. Vegakerfi Bandaríkjanna er nefnilega alls ekki til fyrirmyndar, helmingur allra þjóðvega er talinn úr sér genginn, enda voru þeir lagðir fyrir bíla þá, sem smíðaðir voru fyrir 20 til 30 árum. MEBKIÐ SEM TRYGGIR 0BUGGAN OG KBAFTMIKENN RAFGEYMI 12 mánaða ábyigð Pólar h.f. I

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.