Þjóðviljinn - 02.10.1955, Síða 9

Þjóðviljinn - 02.10.1955, Síða 9
A ÍÞRÓTTIR RtTSTJÓRi. FRtMANN HELGASOJf Samkeppnin lifi! Eitthvað þessu líkt munu margir hafa 'hugsað þegar sam- tímis voru í gangi þrjú happ- drætti frá aðilum innan sömu hreyfingar — íþróttahreyfing- arinnar, um bifreiðar. Þessir aðilar voru íþróttasam- band Islands, KR og Ármann sameinuð og svo IR með skyndi- happdrætti. Aðalsalan fór að sjálfsögðu fram í Reylcjavík og því hlaut samkeppnin að verða hörð um sölu miða. Allir sem til þekkja vita að íþróttahreyfingin á allt- af í fjárbasli, bæði einstök fé- lög og sambönd, og ekki nema eðlilegt að aðilar reyni að afla sér tekna til starfseminnar. Fé- lögin sérstaklega hafa oft lagt inná brautir happdrættis, og á þann hátt haldið starfinu við. En félögin hafa skyldur við fleiri en sjálf sig, þau eru að- ilar að ýmsum samböndum sem þeim ber skylda til að styrkja, svo að starfsemi þeirra geti haldið áfram,' svo þau geti gegnt því hlutverki í heildar- samtökunum sem þeim er ætlað að gera. Eitt þessara sambanda er Iþróttasamband íslands, elzta heildarsambandið um í- þróttir hér á landi. Um langa hríð hafa félögin í landinu ekki treyst sér að leggja þessu sam- bandi svo mikið fé að starf- semi þess væri örugglega borg- ið, bæði hvað snertir daglega starfsemi og dvalarstað eða húsnæði. Á þinginu á Akranesi 1953 var, eftir langar umræður um fjárhagsmál sambandsins, lagt til að efnt væri til happdrættis fyrir l.S.I. og var það ein af fjáröflunarleiðum hinnar ný- kjörnu stjómar. Það var þó ekki fyrr en í jan. s.l. að fram- kvæmdastjórn Í.S.I. fékk að- stöðu til að hefjast handa um, að framkvæma þennan vilja þingsins á Akranesi. Bjartsýnir menn hugðu gott til málsins bæði til að rétta við fjárhag Í.S.Í. og eins ef hægt væri að festa kaup á skrifstofuhúsnæði fyrir sambandið þar sem búið var að segja framkvæmdastj. upp húsnæði því er hún hafði verið í um árabil. Iþróttasam- band íslands var því raunveru- lega á götunni 1. okt. þ.á. ef ekkert yrði aðhafzt. Það hlaut þvi að vera full- komið áhugamál allra þeirra sem skilja þýðingu l.S.Í. fyrir íþróttamál að vel tækist til um happdrætti þetta. Sambands- þinginu á Akranesi láðist að ganga svo frá málinu að eigi skyldu önnur happdrætti ganga meðal iþróttamanna sem hefðu neikvæð áhrif fyrir happdrætti I.S.Í., meðan salan stæði yfir. Þá lá það í augum uppi að það var ,,mórölsk“ skylda félaga að bíða þá fáu mánuði sem þetta happdrætti heildarsamtakanna var í gangi. Ekki síður fyrir það að þetta var í fyrsta skipti sem til slíks happdrættis er efnt af þeim og líkur til að langt verði þangað til farið verður af stað aftur. En hvað skeður, tvö elztu félögin í landinu sameinuð — KR og Ánnann — fara af stað með bíla-happdrætti í sam- keppni við happdrætti þeirra eigin samtaka, og svo kemur þriðja stærsta félagið — ÍR með sitt skyndi-bílhappdrætti, Framkoma þessara félaga er næsta ótrúleg. Hún sannar raunar það sem kunnugir vita og komið hefur fram á mjög margan hátt í fjölda ára að félögin láta sér mörg hver í léttu rúmi liggja afkoma, vel- ferð og virðing LS.I. Það er engu líkara en þau líti svo á að það sé þeirra 5 sem í stjórn sitja hverju sinni að hugsa um „sín“ mál. Hér áttu sér stað mikil fé- lagsleg mistök sem hið nýaf- staðna þing hefði átt að taka afstöðu til, sem það þó ekki gerði. Fari svo að sambands- þing leyfi framkvæmdastjórn Í.S.I. að efna til fjáraflana sem hér var gert verður það að ganga svo frá hnútum að þessi saga endurtaki sig ekki. Sunnudágur 2. október 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9 England vann Danmörk í unglingakeppninni 5-1 Unglingalið Dana og Breta áttust við s.l. miðvikudag í Portsmouth, og fóru leikar svo að Bretar unnu með yfirburð- um. Aldurinn miðast við 22 ár. Danir léku vel í f. hálfleik enda stóðu leikar 1:1 í leikhléi. En þeir stóðust ekki sókn Breta í síðari hálfleik, var vörnin sund- urlaus og hvorki bakverðir né framverðir réðu við sóknarþung- ann. Bezti maður Dana var Flemming Nielsen, og gerði hann mark Dana úr aukaspyrnu af 30 m færi. Bezti maður enska liðsins var Haynes frá Fulham. Gerði hann 4 mörk af 5. Þess má geta að A-liðið sem leikur við A-lið Dana í Kaupmanna- höfn í dag tapaði 2:1 fyrir þessu unglingaliði. Hins vegar vann A-liðið Charlton í æfinga- leik 2:1. LIGGUR LEIÐIN Hið frœga enska knattspyrnulið Wolverhamton fór keppnisför til Sovétríkjanria á s.l. sumri. Myndirnar voru teknar 7. ágúst s.l. er „úlfarnir“ kepptu við Spartak á Dynamó-leikvanginum í Moskva og töpuðu 0—3. Á efri myndinni til hœgri sést Satjnikoff (Spartak) brjótast gegnum ensku vörnina, en á miðri myndinni sést starfs- maður Moskvuútvarpsins rœða við nokkra Englendinga í hópi áhorfenda að leik loknum. Qtbreiðið Þjóðviljann! Leiklnii drengnr í bænum Fredrikstad í Nor- egi var um daginn efnt til keppni um svonefndan gullknött, sent' margir ungir drengir taka þátt í. Einn þeirra var úr smádreng.ia liði Fredrikstad félagsins, leik- ur þar innherja og heitir Tora Hansen. Eitt af atriðunum er að halda knettinum á lofti og má hann ekki snerta jörð meðan tilraun- in stendur. Pilturinn gerði sér lítið fyrir að snerta knöttinn 6.368 sinnum. Já það er réte sex þúsund þrjúhundruð sex- tíu og átta sinnum! — Að þessu var hann í 1 klukkutíma og 15 mínútur og þá varð hann að að hætta vegna myrkurs en ekki vegna þess að honum hefði mistekizt. Þetta var framkvæmt í viðurvist dóm- ara, Blaðið sem segir frá þessu spyr hvort hér geti ekki verið um heimsmet að ræða. Skyndiverkfali Framhald af 7. síðu. Benda þeir á að nú starrá 25.000 lestastjórar og kyndarar á jámbrautunum en þeir voru 40.000 árið 1938. Þrátt fyrir* þessa fækkun starfsliðs hafa af- köst járnbrautanna við flutninga aukizt um 40% á sama tímá og telja -verkamenn sér bera hlutdeild í hagnaðinum seni því fylgir. Gróði franskra fyrirtækja hefur sjaldan verið meiri eri nú og verkamenn sætta sig ekki við að aukinn arður vinnu þeirra lendi allur í vasa ai- vinnurekenda. ■HRIIHIIMIBIVMIIIRMIIIIIBIIIIIBBMMIIIIICIIIIIII ■•■(UK ÞjéðviEjaiet waitar unglinga til að bera blaðið til kaupenda í eftirtöldum hverf- um nú þegar : Skjélin Seiffaxftaxnes Frámnesveg Drápuhlíð BlönduMíð Vogaz (2 hverli) Talið við afgreiðsluna. Þjóðviijimt, Skólavörðustíg 19. Sími 7500 j Hlutavelfa Kvennadeildar Slysavarnofélagsins eftir hódegi í dag í Skátaheimilinu .2 Hamingjan hampar þeim er þangað koma, því á boðstólum eru flugferðir, skipsferðir, klæðnaður, málverk, tannsmíðar, kolatonn, hveitisekkir, bókmenntir o.fI. o.fl. Styrkið gott málefni og efnist sjálf! l■»■••■■•••*•••*•••■■■»•■•■•»■■*•»•■*•**"",,•»••••■■••■•••••••»••»■■»■■■■»■■■•■•■••■■»•••••■••■■»■••**■’•""*■■•■»■■•■••••■••■•■■■■»■•*"•,,••••■■••■»■■■■■••■■»•■■••■•■■■■•■*•■■■■■■■,uMl•••*•■■•■■■•■•■*■■■■•■•■■■■*■■■•■■■■■■*■■■■■••■■ irMiNiHiRstnwuiieiiiiHimnHiesMwS

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.