Þjóðviljinn - 25.11.1955, Síða 3

Þjóðviljinn - 25.11.1955, Síða 3
Föstudagnr 25. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Málgagit utanríkisráálierrans lýsir yffr Þjóðin verður þegar að búa sig undir að hernáminu verði aflétt Hermangararnir vilja selja sjálfstœSi þjóSarinnar um langa framtiS fyrir gróSa sinn Tíminn, málgagn utam’íkisráðherrans, birtir langa grein um hernámsmálin í gær og kemst m.a. a'ö þeirri niðurstöðu aö aldrei hafi veriö eins friðvænlegt í heim- inum og nú. Almenningur spyrji því að vonum hvort forsendur hernámsins séu ekki brott fallnar, en hins vegar vilji heimangararnir, „hinir nýríku milliliöir á sviði verzlunar og verktáka“ a'ö hernámiö fái enn sterk- ari ítök og yfirráö. Niöursta'öa blaösins er sú aö þjóöin verð'i án tafar aö búa sig undir a'ð losna við hernámið og gera þær ráðstafanir sem duga til aö tryggja næga atvinnu án þjónustustarfa fyrir erlendan her. Þjóðviljanum þykir rétt að birta meginatriði greinar þess- arar, þar sem hún birtist í mál- gagni utanríkisráðherrans, og túlkar án efa skoðanir sívaxandi hóps Framsóknarmanna. Hún er ein sönnun þess að krafan um vinstri samvinnu til að leysa vandamál þjóðarinnar verður einnig æ háværari innan Fram- sóknarflokksins. Blaðið segir m. a.: ^ Óheillavænleg þróun. „Vamarmálin hafa síðan ver- ið snar þáttur í daglegu lífi fólksins í landinu. þ>að er ekki furða, því að um allmörg ár hefur álitlegur hluti þjóðarinnar haft lífsbrauð sitt af störfum í þágu erlendu vamarherjanna. Þetta er köld staðreynd sem meginhluti þjóðarinnar mun nefna með réttu óheillavænlega þróun. Sú braut sem farin hefur verið hefur eðlilega snert at- vinnulíf þjóðarinnar í vaxandi mæli og nú er svo komið að gjaldeyristekjurnar af varnar- liðinu eru þjóðarbúinu með öllu ómissandi. Enda er svo að í land- inu eru sterk öfl, sem láta sér þessa þróun vel líka og vilja jafnvel auka vamarliðsfram- kvæmdimar.“ Hermangarar íhalds- ins. „Fremstir í flokki þessum eru hinir nýríku milliliðir á sviði verzlunar og verktaka, studdir af Sjálfstæðisflokknum. Fari svo að þessi öfl ráði um of stefnunni hlýtur raunverulegt atvinnulegt sjálfstæði þjóðarinnar að fara forgörðum, svo sem dæmi er um á t. d. Möltu og Hawaii. Þjóð- in’ni yrðu herstöðvarnar sjálfrar sín vegna bráðnauðsynlegur at- vinnuvegur, sem mundi leiða af sér dvöl varnarliðsins um ó- vissa framtíð. þ>etta atriði verða allir að gera sér ljóst og þá hættu, sem af því stafar, að stór hluti þjóðarinnar vinnur ekki að eðlilegri framleiðslu landsins." ^ Allar forsendur fallnar. „Margt er breytt síðan 1951, vopnahlé í Kóreu og Indó-Kína. Hættuástandið frá 1951 er því liðið hjá. Stórveldin hafa í vax- andi mæli farið þá braut að leysa ágreiningsmálin við samn- ingaborðið. Mikill árangur hefur náðst í stórveldasamningum enda þótt margt sé enn óleyst. Hafnar eru viðræður um afvopnun og eðlileg verzlunarviðskipti milli austurs og vesturs hafin. Allir eru sammála um að aldrei hafi verið jafn friðvænlegt í heimin- um og nú síðan 1945. Þessi breyttu viðhorf hljóta að vekja þá spurningu hjá þjóðinni hvort ekki séu fallnar í brott forsend- ur fyrir dvöl varnarliðsins hér á landi. Hernáminu í Þýzkalandi er lokið og friðarsamningar gerðir við Vestur-þýzkaland. Þar með eru allar forsendur Bandaríkj- anna og túlkun samningsins frá 1941 og 1948 fallnar úr gildi.“ ■fa Ástæðulaus dvöl. „Allar horfur eru á því, að þörf Atlanzhafsbandalagsins á varnarliði á Islandi fari síminnk- andi. Fari sem nú horfir í al- þjóðamálum hlýtur sú stund að renna upp innan tíðar að íslend- ingar geti sannað bandamönnum síum, að dvöl varnarliðs hér á landi sé ástæðulaus. Verði það ekki gert verður litið á það af hálfu Bandaríkjanna, að íslen'’ ingar hafi í raun og veru sætzt á kröfur þeirra frá 1945 um bækistöðvar til langs tíma.“ Trúin á landið. „Allt þetta kostar dugmikil á- tök og umsvif í þjóðlífinu. En þó eru þessi átök sem nú bíða ekki erfiðari miðað við nútíma- aðstæður, en þau Grettistök er aldamótakynslóðin hefur lyft í landinu. Trúin á landið á að vera leið- arljósið og ef hún bilar ekki, þá á þjóðin bjarta framtíð fyrir höndum. Ef þjóðin hefur ekki dug til þess að treysta svo at- vinnuvegi sína að hún sé fjár- hagslega sjálfstæð á hún ekkert annað hlutskipti fyrir höndum en að þiggja náðarbrauð vin- veittra þjóða.“ Ný sönglög Komið er í bókaverzlanir söng- lagahefti, 5 einsöngslög með píanóundirleik, eftir Sigurð Á- gústsson í Birtingaholti. Lögin eru þessi: Vísur gamals Ámesings við texta eftir Eirík Einarsson frá Hæli, Kvöldvísa við textann Kvölda tekur, sezt er sól; Vísa álfkonunnar við texta úr Rauð- skinnu; Haust við texta eftir höf- und lagsins, og Landið helga við texta eftir Einar Benediktsson. Lögin eru prentuð í Félags- prentsmiðjunni, og er frágangur snyrtilegur. Kápumynd hefur Halldór Pétursson teiknað. Þetta eru fyrstu lögin sem prentuð eru eftir Sigurð í Birt- ingaholti, og hefur Árnesingafé- lagið í Reykjavík kostað útgáf- una. Samþykht Verkalýðsfélagsins Baldurs: Launabætur alþýðustétt- anna séu tryggðar i Afskiptaleysi ríkisvaldsins af verðlags- málum harðlega átalið Verkalýðsfélagið Baldur á ísafirði gerði á fundi sínum s.l. sunnudag samþykktir, þar sem afskiptaleysi ríkis- valdsins af verðlagsmálunum er harðlega átalið og því lýst yfir að verkalýðssamtökin geti alls ekki unað þeim stöðugu lífskjaraskerðingum, sem alþýðan á nú við að búa. Samþykktin er svona: „Fundur í Verkalýðsfélaginu Baldri, haldinn 20 nóvember 1955, telur að kauphækkun sú, sem verkamenn fengu eftir verkföllin á sl. vori, og sem nam 11% grunnkaupshækkun, réttlæti á engan hátt þær stór- felldu hækkanir á öllu vöru- verði og þjónustu, sem síðan hafa átt sér stað. Átelur fundurinn harðlega afskiptaleysi ríkisvaldsins af verðlagsmálunum og harmar jafnframt, að þeim aðUum, sem mestu ráða um verðlagsþróun- ina í landinu, skuli hafa hald- Stúdentar á Akra- nesi andvígir ætt- Þetta er ein af myndum Ásmundar Sveinssonar á samsýningu Félags íslenzkra myndlistarmanna sem nú stendur yfir í Lista- mannaskálanum. Myndin heitir Höfuðlausn — og er uppkast að minnismerki um Egii Skallagrímsson. Ríltisútgáfan sjái unglingum á skyldunámsstigi fyrir bókum arnöfnum Auk þeirra samþykkta aðal- ■'undar Bandalags kvenna í R- vík, sem Þjóðviljinn hefur áð- ur birt, var þessi gerð um samvinnu skóla og heimila. „1. Fundurinn skorar á kenn- arafélög barna- og unglinga- skólanna í Reykjavík að til- nefna af sinni hálfu menn í nefnd til þess að sporna á móti sælgætisáti barna og ungl- ínga í bænum og vinna að öðr- um sameiginlegum áhugamál- um heimila og skóla, ásamt þar til kjörinni nefnd frá Bandalaginu. 2. Fundurinn skorar á Al- Frh. á 10. síðu. Á fundi í Stúdentafélaginu á Akranesi, sem haldinn var í Saurbæ 19. nóv. s.l., var gerð samþykkt, þar sem mótmælt var frumvarpi því um ættar- nöfn, sem nú liggur fyrir al- þingi. Fundurinn taldi aukna notkun ættarnafna varhuga- verða fyrir íslenzka tungu og málvitund og brjóta í bág við aldagamla erfðavenju. Fundur- inn leit svo á, að fremur beri að draga úr notkun ættarnafna en auka hana. Hinsvegar lýsti fundurinn sig samþykkan þeim ákvæðum frumvarpsins, sem lúta að því að vanda sem mest val skírn- arnafna. 7 / jin n ituja r.tijiö/ci ' SJ.RS. . \ izt það uppi að nota fyrr- greindar launabætur sem skálkaskjól til gífurlegra árása á lífskjör alþýðu. Skorar fundurinn á Alþdngl og ríkisstjóm að taka verð- lagsmálin föstum tökum og tryggja það, að launabætur al- þýðustéttanna séu ekki að engu gerðar með ráðstöfunum þeirra aðilja, sem hafa á hendi störf milliliðanna í þjóðfélag- inu. Telur fundurinn að verka- lýðssamtökin geti alls ekki un- að þeim stöðugu lífskjaraskerð- ingu, sem alþýðan á nú við að búa, og heitir því fundurinn á Alþýðusamband Islands að vinna af alefli að raunhæfri lausn þessa vandamáls, með því að leita fulltingis alþingis- manna um setningu löggjafar, sem tryggi raunverulegan kaupmátt launanna og öruggt verðlagsef tirlit' ‘. Á sama fundi var þessi sam- þykkt einnig gerð: „Fundur 1 Verkalýðsfélaginu Baldri á Isafirði, haldinn 20. nóvember 1955, skorar á Al- þingi það sem nú situr að samþykkja eftirtalin frumvörp til laga: Frv. um orlof verkafólks, frumvarp um hvíldartíma ís- lenzkra togaraháseta, frumvarp um sömu laun kvenna og karla og frumvarp um aðild verka- lýðsfélaga að Félagsheimila- sjóði. Fundurinn tekur það fram, að hann telur að hér sé um að ræða mikilvæg hágsmuna- og réttindamál alþýðunnar, mál, sem fyllsta sanngirni mæli með að löggjafarvaldið láti til sín taka, og það engu síður þótt verkalýðssamtökin hafi nú þegar, með samningum við at- vinnurekendur, fengið 2 þeirra*,r , viðurkennd og framkvæmd“, A

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.