Þjóðviljinn - 30.11.1955, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1955, Blaðsíða 4
«&) — ÞJ ÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. nóvember 1955 S W\Mí f>Æ<íkr5 Meflnl hinna nýju, sovézku skemmtimynda jjallar ein um sirkuslíf og er myndin hcr fyrir ofan lír hcnni: Tigrisdýrið hefnr liomið scr vel fyrir i hægindastól forsljórans. 21 kvikipiir gerðar í Sovébipuun í ár Aldrei hefur verið meira slarfað kvikmynda- verum víðsvegar um Sov- étríldn en á þessu ári. Gert er ráð fyrir að tala mynda, sem fullgerðar verða á árinu, komist upp í 200, og er þá ekki meðtalinn mikill fjöldi minni fræðslukvikmynda um hin margvíslegustu efni. Til dæmis um sið- arnefndu myndirnar má geta þess, að gerð hefur verið mynd um rússneska vísindamanninn Mikhail Lomonosoff, en nýja há- skólabyggingin í Moskva er sem kunnugt er kennd við hann. Einnig má nefna mynd um vanda- mál æskunnar, litmynd um dýralífið í frumskóg- um Síberiu og aðra um listaverk í Leníngrad. Myndir um nútíma at- burði setja æ meiri svip á sovézka kvikmynda- gerð. Jafnframt fækkar sögulegu myndunum, og er þá engan veginn átt við að þær séu alveg að hverfa af sjónarsviðinu. Atburðir í sambandi við októberbyltinguna eru t. M.a. á a8 kvik- mynda Don Ouixote eftir Cervantes d. alltaf vinsælt kvik- myndaefni, svo og bylt- ingin 1905 og þeir örlaga ríku atburðir er þá gerð- ust. í þessum flokki er myndin Formálinn eftir Alexander Stein ein sú nýjasta, einnig I götu- virkjum Mosltvuborgar, en þar hefur Pogodin skrifað tökuritið, og mynd sem Sergej Vasiljet hefur eert um atburði frá hinu sögulega ári 1917. Vasiljet þessi hefur áður gert fræga mynd um Tjapaéff, þjóðsagna- kennda hetju frá tímum innrásarstríðsins eftir byltinguna. Áætlanir eru um að gera fjölmargar myndir eftir frægum verkum heimsbókmenntanna. T.d. má nefna Othello, sorgar- leik Shakespeares um af- brýðina. Vonast er til að hinn frægi bandaríski söngvari Poul Robeson geti farið með aðalhlut- verkið í þeirri mynd, ef hann fær einhverntíma vegabréf sitt og leyfi til að fara úr Bandarikjun- um. Einnig er gert ráð fyrir að Don Quixote, sagan frægá eftir Cer- vantes, verði kvikmynd- uð, svo og Taras Bulba eftir Gogol, Móðirin eftir Gorkí, og fleiri. Undir- búningur er þegar hafinn að kvikmyndun skáldsög- unnar Stálið var hert eft- ir sovézka höfundinn Ostrovskij. Hér í þæýtin- um hefur áður verið minnzt á kvikmyndun Síríðs og friðar eftir Tol- stoj. Auk þeirra mynda, sem nú hafa verið taldar, hafa verið og verða gerðar margar gamanmyndir, ævintýramyndir og síðast en ekki sízt fantasíu- myndir í líkingu við skáldsögur Jules Verne og H. G. Wells á sínum tíma. Og auðvitað bætist svo við þessa upptaln- ingu fjöldinn allur af kvikmyndum fyrir börn og unglinga. Iauglýsingum og leik- skrá stendur að myndin sé þýzk; það er rangt, hún er svissnesk, gerð af öðru kvikmynda- félaginu sem nú er starf- andi í Sviss: Schweizer Praesens-Film. þetta er ágæt mynd, að vísu ekki mjög stórbrotin en ákaf- lega falleg og hiýtur að koma öllum í gott skap sem sjá hana, ekki sizt börnum og unglingum. Bókin, sem myndin er byggð á, hefur komið út í íslenzkri þýðingu og er þvi mörgum kunn. Aðal- hlutverkið, náttúrubarn- ið Heiðu, leikur lítil og falleg telpa, Elsbeth Sig- mund, af einstakri prýði, en Heinrich Gretler fer skemmtilega með hlut- verk afa hennar. — Öll útiatriðin í myndinni eru tekin í Graubiinden, einu af fjallahéruðum Sviss, og má þar glöggt greina stórbrotna fegurð Alp- anna. Það má hiklaust mæla með mynd þessari. Hún er sýnd í Stjörnu- bíói. Jóhann Húss i prédihunarstóli (Zdenek Stepanek). Mynd um Jóhann Húss Isumar var lokið við að gera nýja kvikmynd í Tékkóslóvakíu um líf Jóhanns Húss, siðbótar- mannsins fræga.. Mjmd þessi er sú fyrsta af þrem um þetta efni og iýsir aðallega hinum miklu bændauppreisnum á 15. öld. Húss var nefnilega ekki eingöngu siðbótarfrumherji heldur engu síður og fyrst og fremst byltingarmaður. Stuðningur hans við bændauppreisnirnar 1415 varð til þess að hann lét ítölsh heimildarhrik- mf§nd um A-Indíur Atriði iír italskri hcimiidarkvikmynd um Austur-Jndiur. Xefnist myndin Týnda landið og hefur fcngið sérstiik verð- laun á kvikmýndahátiðinni i Canncs. Myndin sýnir 'einn hinna innfecddu i hátiðaklœðiun lífið á báli. Þessvegna var hann alger andstæða Marteins Lúthers, sem á örlagastundu hvatti þýzku lénsherrana til að drepa bændurna eins og hunda. Stjórnandi myndarinn- ar heitir Otakar Vavra. Jiri Trnka, hinn kunni leikbrúðustjómandi, að- stoðaði við ‘uppsetningu sumra leiktjaldanna sem notuð eru í myndinni. Fimm sögur eítir 0. Henry í Nýja bíói t Amorgun eða föstudag byrjar Nýja bíó að sýna nýja bandaríska mynd, sem gerð er eftir fimm smásögum O.Henry. Fjölmargir kunnir kvik- myndamenn eiga hlut að myndinni, t. d. leikstjór- arnir Henry Koster, Henry Hathawa.v, Jean Negulesco, Howard Hawks og Henry King, og leikararnir Charles Laughton, Richard Wid- mark, Oscar Levant, Gre- gory Ratoff, Dale Robert- son, Farley Granger, Da- vid Wayne, Anne Baxter, Jeanne Crain, Marilyn Monroe og Jean Peters. Kynnir er rithöfundurinn John Steinbeck. Stjörnubíó Heiða Til „lesanda" í Hafnaríirði — Verkfallsbrot og ekki verkfallsbrot — Semjið við F.Í.H. — Fjarlægið glymskrattann — Villimennskuæði eða skémmtun J DAG ÆTLAR Bæjarpóstur- urinn að byrja á því að spjalla • dálítið við ,,Iesanda“ í Hafnar- i firði, út af bréfi, sem ,,lesandi“ í skrifaði honum um veikfalls- i brot í sambandi við verkfa.ll i hljóðfæraleikaranna. Feiag ísl. i hljóðfæraleikara á í deilu við i Samband veitinga- og gisti- - húsaeigenda og hljóðfæraleik- I arar hafa lagt niður vinnu. / Þar af leiðir, að það er ský- J laust verkfallsbrot, ef einhver / aðili að fyrmefndu sambandi / fær hvort heldur iál. eða er- i lendan hljóðfæraleikara til i þess að spila fyrir dansi i hús- i um síniun, og þeir menn, sem i létu hafa sig til slíks verks, i væru tvímælalaust verkfalls- / brjótar. Aftur á móti held ég ■’ að það séu ekki verkfallsbrot ■ af hálfu hljóðfæraleikara, þótt - þeir spili fyrir dansi á sam- ! komum hjá þeim aðiljum, sem I eru reiðubúnir að semja við < þá upp á þau kjör, sem þeir J fara fram á. Þannig hefur t.d. i hljómsveit leikið fyrir dans- • inum í einu samkomuhúsi hér | í Reykjavík allt verkfallið, en það er í Góðtemplarahúsinu. „Gúttó“ mun hafa samið við hljóðfæraleikara strax, enda munu þeir, sem þar ráða hús- um ekki vera aðiljar að félags- skap veitinga- og gistihúsaeig- enda. Sama máli mun vera að gegna um þá staði í nærsveit- um Reykjavíkur, þar sem hljómsveitir úr Reykjavík eða aðrir félagar í F.Í.H. leika fyr- ir dansi. Og þótt einhverjir veitinga- og gistihúsaeigendur vilji ganga til samninga við ísl. hljóðfæraleikara, þá fá þeir það ekki, nema meirihluti þeirra vilji það. Og þótt ein- hver félagsskapur, t.d. eitt- hvert átthagafélag, vildi halda skemmtisamkomu að Hótel Borg eða Sjálfstæðishúsinu, og fá ísl. hljómsveit til að leika fyrir dansi hjá sér, þá leyfa húsráðendur á þessum stöðum ekki, að ísl. liljómsveit komi þar inn fyrir dyr, meðan á verkfallinu stendur. Og sama er að segja um aðra að- ila að félagsskap gistihúsaeig- enda. (Undanfarið hafa hins- vegar ýms félög haldið skemmtanir í Skátaheimilinu við Snorrabraut, og samið við hljómsveitir um að leika fyrir dansi hjá sér). — Að lokum þakka ég svo ,,lesanda“ í Hafn- arfirði fyrir ummælin um þrautseigju reykviskra og hafnfirzkra verkamanna í verkfallinu í vor, svo og fyrir vinsamlega kveðju til Bæjar- póstsins persónulega. Jafn- framt vona ég, að þetta rabb leiðrétti dálítinn misskilning, sem mér fannst gæta í bréfinu. OG ÞÁ VILL Bæjarpósturinn segja fáein orð i fullri alvöru við lesendur sina, einmitt í sambandi við yfirstandandi verltfall hljóðfæraleikara. Hve lengi ætlar fólk að láta það dragast að gera einskonar samúðarverkfall; þ.e. hætta að sækja dansskemmtanir, þar til samið hefur verið við hljóð- færaleikara ? Hve lengi ætla reykvískir samkomugestir að láta bjóða sér það, að kaupa aðgöngumiða að grammófón- balli á fjörutíu krónur, og kókaflösku á tólf krónur, til þess eins að auðvelda fá- mennri klíku atvinnurekenda að halda upui deilu við full- komlega löglegt stéttarfélag ? Eg hygg, að hér, eins og raunar í mörgum tilfellum, sé það einmitt afstaða almenn- ings, sem mest hefur að segja, og hljóðfæraleikarar eru yfir- leitt vinsæl stétt meðal al- mennings, a.m.k. íorðikveðnu. Og hvers vegna ekki að sýna það líka í verki? Nú segja kannski einhverjir, að þetta skipti svo sem engu máli. En það er ekki rétt. 1 fyrsta lagi er það fullkomin ósvífni af hálfu samkomuhúsaeigenda að selja aðgöngumiða að grammófónballi á 40 krónur, og annað liitt, að þótt dans- samkomur, þar sem hljóm- sveitir leika fyrir dansi, séu e.t.v. ekki með miklum menn- ingarblæ, þá er þó um stór- lega afturför að ræða á því sviði, síðan grammófónninn tók við. Mér hafði Verið sagt þetta, en af því að sjón er sögu ríkari, fór ég á eitt grammófónball um daginn. Og það var blátt áfram ömurlegt. Hávaðinn í grammófóninum var ægilegur, og fylliríissöng- ur fólksins tók langt fram öllu, sem ég hef áður heýrt af þvi tæi. Einkum var kven- fólkið áberandi drukkið og söng að sama skapi hátt. Það Framh. á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.