Þjóðviljinn - 30.11.1955, Blaðsíða 10
10) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 30. nóvember 1955
FóSurbœfiskaup bœnda
Framhaid af 6. síðu.
eftirgrennslan í bókasöfnum
mun þetta mjöl í meginatrið-
um hafa svipaða eiginleika og
maniokamjölið, nema verra,
því allvænn skammtur af því
er ómeltanlegt tréni. Hefur
mér hvergi tekizt að finna ná-
kvæma efnagreiningu á þessu
efni, enda mun það alger und-
antekning að það sé framleitt
til skepnufóðurs og að bænd-
ur kaupi það vitandi vits sem
slíkt.
Nú mun margur spyrja
hvers vegna fóðurfræðingar
vorir og ráðunautar hafi ekki
mótmælt þessum innflutningi
ef þetta væri jafn lélegt fóð-
ur og ég segi. En þeir munu
yfirleitt ekki hafa verið spurð-
ir ráða um innflutninginn og
litlu eða engu ráða um sam-
setning fóðurblandanna, og
heldur ekki hafa möguleika til
að framfylgja eftirliti.
En hvers vegna er þetta
flutt inn fremur en góðar
korntegundir? Er verið að
græða á óhöppum bændanna á
óþurrkasvæðinu, með því að
flytja inn og selja sem fóður-
bæti vöm, sem líklega hefur
fengizt fyrir lítið verð miðað
við úrvals korntegundir, en er
hinsvegar mjög illa fallið til
að bæta upp hrakin hey?
Góðar korntegundir fást á út-
skipunarhöfnum fyrir minna
en 100 ísl. kr. hver 100 kg.
og litlu eða engu þarf að
muna á farmgjöldum hingað
og til Bretlands, ef rétt er
haldið á málum.
Ejnar Petersen
frá Kleif
Bæjarpostu'inn
Pramhald af 4. síðu.
var eins og ,,hifaðar“ meyjar
og þéttkenndar stútungs-
kerlingar þrejd-tu æðisgengna-
hávaðakeppni við glymskratt-
ann. Þið hlægið kannski að
þessu; en þetta er ekkert
hlægilegt. Það er ekkert
hlægilegt við að sjá annars
myndarlegasta fólk renna
fljótandi brennivínsaugum um
salinn og öskra eins og hel-
særða griðunga. — Nei, það
verður að gera róttækar ráð-
stafanir til að fjarlægja villi-
mennskuna úr skemmtanalífi
okkar. Mér finnst, að aðiljar
eins og samkomuhúsaeigend-
ur, lögregla og hljóðfæraleik-
arar ættu að taka saman
höndum og vinna að því I
bróðerni að halda uppi aga á
dansskemmtunum, og reyna að
að gefa þeim menningarlegri
blæ. Þvi fer víðs fjarri, að ég
amist við því að fólk fái sér
,,sjúss“ og sé kátt og skemmti
sér, en mér finnst fyllilega
réttmætt að krefjast þess, að
fólk kunni að greina á milli
skemmtunar og villimennsku-
æðis. — Og svo vona ég, að
fólk skilji nauðsyn þess að
leysa deilu hljóðfæraleikara
og samkomuhúsaeigenda, og
mæti að henni leystri á dans-
leikjum, með það fyrir augum
að skemmta sjálfu sér og öðr-
um á mannsæmandi hátt.
n
\
■
5
I
UPPBOÐ
Opinbert uppboð verður haldið í húsakynnum Fæðis-
kaupendafélags Reykjavíkur í Camp Knox hér í bænum
föstudaginn 2. desember n.k. kl. 1.30 e.h. Seld verða
borð og stólar, borðbúnaður, rafmagnsáhöld, píanó o.fl.
tilheyrandi Fæðiskaupendafélagi Reykjavíkur. Ennfrem-
ur verður selt eftir kröfu Gústafs Ólafssonar hdl. og fl.
ca. 140 kassar af sultu, 36 kassar af þurrkuðum aprikós-
um, 15 kassar af þýzku bóndufti, ísskápur, 6 strangar af
kápuefni o.fl.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Borgarfégellan í Reykjavík
■
■
Allsheriaratkvœðagreiðsia !
um heimild til vinnustöövunar fer fram í Blaða-
mannafélagi íslands dagana 30. nóv. og 1. des.
Atkvæðagreiðslan fer fram í skrifstofu formanns
félagsins, Sigvalda Hjálmarssonar, í Alþýöuhúsinu
við Hverfisgötu og hefst hún kl. 9 f.h. hinn 30. nóv.
og stendur til kl. 12 á miðnætti þann dag. At-
kvæöagreiðsla hefst kl. 9 f.h. 1. des og lýkur kl. 6
e.h.
Stjórn Blaðamannafélags Islands
Sósíalistafélag Reykjavíkur
Aðaífundur
félagsins verður haldinn föstudaginn 2. desember klukkan 8.30
að Tjamargötu 20.
DAGSKRÁ:
L Venjuleg aSalfundarstözf
2. Félagsmál
Stjórnin
fB
innincjarópjo
Framh. af 9. síðu
spyrnusambandið muni sama
sumar halda upp á 50 ára af-
mæli sitt. Þeir biðja um frest
til að taka ákvörðun vegna boðs
okkar. Danir hafa ekki enn
svarað boðinu.
Stjóm KSÍ er vel Ijóst, að
verkefnin eru æði mörg, sem
enn eru óleyst í sambandi við
skipulagningu og uppbyggingu
knattspyrnunnar á íslandi. Á-
hugi fólksins fyrir þessari íþrótt
er mjög mikill, það sýnir hin
geysimikla áðsókn að góðum
kappleikjum. En það sem vantar
er miklu meiri þátttaka únglinga
í íþróttinni, betri og fullkomn-
a.ri æfingaskilyrði og skipuleg
þjálfun, reglusemi og agi. Megin-
þungi þessarar uppbyggingar
hlýtur að lenda á knattspyrnu-
félögunum víðs vegar um landið
og verður það því ekki nógsam-
lega undirstrikað, hversu ábyrgð-
armikið starf er unnið í félögun-
um, íyrir þessa vinsælustu í-
þrótt, sem stunduð er í landinu.
Það er og verður skylda KSÍ að
standa vörð um knattspyrnuí-
þróttina, leggja á góð ráð, fitja
upp á nýjungum, hafa til taks
færa þjálfara og vinna að því
af krafti, að kunnátta íslenzkra
knattspyrnumanna taki sem ör-
ustum framförum og að íþróttin
verði iðkuð af sem flestum ung-
um mönnum í landinu.
nð jólum
og fólk fer ao hugsa um jólagjafir til vina og kunningja
Stærstu jólagjafirear
fá þeir, sem hreppa
bílana í happdrætti
Þjóðviljans
Bjóðið
heppninm heun
— Kaupið miða
strax
Dreg/’ð 23. desember