Þjóðviljinn - 30.11.1955, Síða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 30. nóvember 1955 -
Útgefandi:
Bameinlngarflokkur alþýðn
—- Sósíalistaflokkurinn —
fl að þegja um
Alþýðublaðið bar sig í gær
orrjög upp undan því að Þjóð-
viljinn skuli hafa birt nöfn
þeirra sem rannsóknarnefnd Al-
þingis hefur kært fyrir okur-
starfsemi, og er viðkvæmni
blaðsins slík að engu er líkara
en þarna sé um að ræða ná-
komnustu hollvini blaðsins og
stuðningsmenn. Reynir blaðið
að gera þessa kynlegu afstöðu
sína að algildri reglu; það á
ekki að birta nöfn neinna brota-
manna fyrr en upp hefur ver-
ið kveðinn dómur í máli þeirra.
Þjóðviljinn leyfir sér að lýsa
yfir þveröfugri skoðun. Hér á
landi viðgengst allt of mikið
pukur í meðferð hneykslismála,
sérstaklega ef hlut eiga að máli
einhverjir fínir menn og mátt-
arstólpar þjóðfélagsins. Slíkt og
þvílíkt pukur tíðkast hvergi í
nálægum löndum; annarstaðar
er það talið sjálfsagt að rann-
sókn á stórfelldum hneykslis-
málum fari fram fyrir opnum
tjöldum og að blöðin geti skýrt
almenningi frá gangi rannsókn-
arinnar, vitnaleiðslum og öðru
slíku. í engu öðru landi en ís-
landi myndi það viðgangast að
rannsóknardómarar lægju eins
og ormar á gulli á málum eins
og Blöndalsmálinu, máli Vatn-
eyrarbræðra, máli séra Ingi-
mars Jónssonar, okurmálinu
nýja og öðrum slíkum.
Auk þess er meðferð yfirvald-
anna á slíkum málum mjög ó-
samkvæm. Stundum er rolcið
upp og sagt allt af létta þótt
rannsókn sé á byrjunarstigi;
þannig var t.d. farið með hið
stórfellda gjaldeyrissvikamál
Stefáns A. Pálssonar heildsala
— og ekki sá Alþýðublaðið þá
neina ástæðu til að bíða eftir
dómi. Og þannig er fyrst og
fremst farið með smælingja sem
brotlegir gerast við lög þjóð-
félagsins, þótt sök þeirra sé að-
eins örlítið brot af afbrotum
þeirra manna sem hér hefur
verið vikið að. Það má t.d.
minna á að fyrir nokkru var
það básúnað út í blöðum, með
nafnbirtingu og öðru slíku, að
bágstaddur kvenmaður hefði
stolið nokkrum úlpum — og
ekki stóð á Alþýðublaðinu að
kjamsa á þeirri frétt þótt það
hafi ekki enn komið því í verk
að segja lesendum sínum frá
því að séra Ingimar Jónsson
hafi gert sig sekan um marg-
falt stærra afbrot.
Það væri vissulega ástæða til
að koma einhverju samræmi á
meðferð þessara mála, og þvrfti
þá að stefna að því að rann-
sókn stórfelldra hneykslismála
sem snerta þjóðina alla yrði
opinber og lýst inn í hvert
skúmaskot. En hvað sem að-
gerðum opinberra stjórnarvalda
líður í því efni mun Þjóðviljinn
halda áfram að koma á fram-
færi við lesendur sína allri
þeirri vitneskju sem hann get-
ur aflað sér um fjársukkið og
svindlið og spillinguna, sem er
að verða aðaleinkenni stjómar-
farsins á Islandi,
Gætir forsjárleysis í fóður-
bætisinnflutningnum?
Páll Zóphóníasson búnaðar-
márastjóri hefur lýst því á-
liti, að bændur á óþurrka-
svæðinu muni þurfa að fækka
nautgripum sínum um 10—
15% á þessu hausti og megi
engin lömb setja á í vetur.
Þó muni þurfa að kaupa sem
lágmark 50.000 tonn af fóður-
bæti. Eftir núgildandi verðlagi
mun þetta magn kosta kring-
um 115 millj. kr. komið heim
í geymslu bændanna.
Síðustu árin erum við orðin
vön háum tölum, en þó mun
flestum blöskra þessi upphæð.
Á túnum og engjum mun s.l.
sumar hafa vaxið fyllilega
það næringarefnamagn sem
þyrfti til að fóðra 50—60%
meiri bústofn en venjulega er
á vetur settur. Er þetta skatt-
gjald þá aðeins sýndargjald
fyrir lélega búnaðarfræðslu
og sinnuleysi gagnvart fram-
tíð sveitanna?
Bretar og Svíar álíta að hjá
sér tapist í venjulegu árferði
40—60% af næringargildi
grassins frá því það er slegið
og þangað til það er borið í
jötu, sé um að ræða venjulega
útiþurrkun á grasvellinum.
Búa þeir þó við betri veðr-
áttu til heyþurrkunar en hér
er að jafnaði. Hve stórum
hundraðshluta af næringar-
gildi grassins hafa bændur
þeir á Norður- og Austur-
landi, sem ekki verkuðu vot-
hey árið 1950, tapað það sum-
ar, er aðeins hægt að gizka
á. Stór hefur hann verið, og
ekki mun minni sá, er starfs-
bræður þeirra sunnan- og
vestanlands hafa tapað nú í
sumar. Þannig höfum við
tvívegis beðið ósigur á sama
vígvelli, með fárra ára milli-
bili.
En verst væri þó ef þessir
ósigrar yrðu til þess að veikja
um of trúna á eigin mátt og
megin til þess að búa i þessu
landi og ráða við verkefnin.
íslendingar hafa ætíð verið
taldir vel gefin þjóð. Þó virð-
ist mér nokkuð skorta á næg-
an vilja til að afla þeirrar
kunnáttu, sem hentar okkur
sérstaka veðurfari og jarð-
vegi. Vopnin til að berjast
við annmarka íslenzkrar veðr-
áttu hafa öll verið fyrir hendi,
en allt of fáir vitað af þeim
e.t.v. vegna þess að flestir
þeirra, er foringjastörfum
gegna, gæta meir annarra
hagsmuna en vinnandi manna.
Mín skoðun er sú, að al-
menn votheysverkun sé það
sem þarf, ekki minna en 75%
eða 3/4 af heyfengnum. Hitt
ætti svo að vera súgþurrkað
með hituðu lofti. Eg vil hér
minnast á tilraun þá, sem
gerð var á Bjólu í Rangár-
vallasýslu nú í haust, með
súgþurrkun á rennblautu gul-
stararheyi með hituðu lofti.
Tækið er belgískt, aflvél knú-
in rafmagni, sambyggð blásara
og hitunartæki. Samkvæmt
þeim upplýsingum sem ég hef
fengið, tók það 60 klst. að
fullþurrka 70-80 gulstarar-
hejd, sem var svo blautt að
úr vögnunum lak, og kostnað-
ur við olíu og rafmagn innan
við 6.00 kr. á hver 100 kg. af
Einnig þyrfti að blanda fóðrið
málmsöltum, sem að líkindum
vantar tilfinnanlega á mörgum
stöðum hérlendis. Síðan ætti
að afgreiða. í hverja sveit í
samráði við fóðurbirgðafélög-
in eða aðra aðila, sem ásamt
hverjum bónda áætluðu hvaða
viðbótarfóður hann þyrfti til
að tryggja þann bústoín, sem
á vetur er settur. Á þennan
hátt hefði rikissjóður getað
veitt bændum þann stuðning
sem Stéttarsambandið fór
fram á, með miklu minni
kostnaði fyrir ríkissjóð, því
hafnaraðstaða, vélakostur,
geymslupláss og starfsmanna-
Iið 'er að mestu fyrir hendi á
Siglufirði. En á þennan hátt
hefði mátt gefa bændum kost
á sanngjömum verzlunarkjör-
um, enn fremur ósviknum
fóðurbæti, og þannig hefði
fremur getað lækkað verð á
landbúnaðarvörum.
Það sem ýtti mér til að
skrifa þennan greinarstúf var
fregnin um að inn mundu
verða flutt 6000—8000 tonn
af svokölluðu „Maniokamjöli“
öðru nafni „Tapiokamjöl“.
Mér brá mjög þegar ég las
þetta, því þetta er gulhvítt
duft, mjög óskemmtilegt í
meðförum, unnið úr rótum
hitabeltisjurtar. Það er hér-
umbil hrein sterkja, en vant-
ar svo að segja alveg melt-
anlega eggjahvítu, stein- og
fjörefni, fitu og málmsölt.
fullþurrkuðu heyi. Að vísu má
benda á það að komið var
fram í september og grasið
því ekki eins þurrkvant og
snemmslegið.
Þessi tæki kosta ekki meira
en svo að fyrir þær 115 millj.
kr. sem bændur landsins
þurfa nú í vetur að greiða
fyrir fóðurbæti til að fóðra
búfé á í vetur, hefði mátt
kaupa slík tæki handa hverj-
um einasta bónda í landinu.
Hefðu þau verið til í nógum
mæli hefði mátt hafa allar
hlöður fullar af góðri töðu
með fóðurgildi á borð við
margt það sem erlendis er
kallaður fóðurbætir.
Það er til lítils að sakast
um orðinn hlut, en það mundi
verða okkur til ævarandi
skammar ef bændastéttin
þyrfti mörg ár enn að standa
jafn berskjölduð gagnvart ros-
anum eins og nú í vor. Til-
kostnaður við að koma í veg
fyrir það mundi aðeins verða
brot af því, sém nú er eytt
í hverskonar óhóf og óþarfa.
H\'er maður sem þekkir til í
sveitum landsins veit vel, að
bændur hafa ekki efni á að
kaupa þennan fóðurbæti allan.
En mjólk þarf almenningur
að íá, því á okkar landi er
hún nauðsynleg heilsunnar
vegna.
Nú he'ur Stéttarsamband
bænda farið þess á leit, að
ríkissjóður borgaði fóðurbæt-
inn að einum þriðja og útveg'A'
annan þriðjung sem lán. Ekki
virðast líkur til að orðið verði
við þessari kröfu, en í þess
stað hefur ríkisstjómin á-
kveðið að leggja fram 12
millj. kr. vegna heyflutninga
o. fl.
Eg álít frekar gagnslítið
að fara þá leið sef Stéttar-
sambandið óskaði, því reynsla
síðustu ára hefur ótvírætt
sannað, að hverskonar upp-
bætur og styrkir úr ríkissjóði
hafa að minnstu gagni komið
þeim, er mest þurftu þeirra
með. Eins mun verða með
niðurgreiðslu á fóðurvömm,
því samanborið við smásölu-
verð þeirra erlendis, virðast
þær vera 50—70% dýrari hér
en nauðsyn krefur. T. d. mun
amerískur maís nú í haust
kosta danska bændur 120.00
kr. hver 100 kg. í smásölu.
Við skulum vona að eftir
fá ár verði bændastéttin svo
búin að vélakosti og ræktun
að hún þurfi ekki á aðkeyptu
fóðri að halda. En í vetur
mun verða mikil þörf á fóð-
urbæti í svo ríkum mæli að
kýmar geti sýnt gagn og
haldið heilsu. Hann þarf einn-
ig að fást við því verði, að
skuldir fyrir hann verði ekki
myllusteinn um háls bænd-
anna við framkvæmdir á
næstu ámm. Þetta mun vera
framkvæmanlegt með því að
kaupa ómalað kom, flytja það
laust í heilum skipsförmum,
dæla því upp í síldarþræmar
á Siglufirði, mala komið þar
og 'blanda í það hæ'ilegu
magni eggjahvítu-, stein- og
fjörefna, eftir því sem helzt
þyrfti fyrir hvert svæði lands-
ins, og hverja tegund búfjár.
1 nýjustu 'og algengustu
fóðurfræði Dana „Fodermest-
erbogen“ stendur, að kýr eti
þetta ekki og það sé einskis-
virði sem kúafóður. Vísinda-
lega séð mun þetta vera full-
mikið sagt, en eins og fóðrun
nautgripa er almennt háttað
í Danmörku mun það vera
nærri sanni. 1 amerískum og
enskum fóðurfræðibókum er
þess hvergi getið sem skepnu-
fóðurs, en í dönskum bókum
slíkum er sagt að það sé not-
andi sem svínafóður síðustu
mánuði fyrir slátrun og ráð-
lagt að nota ekki meira en
20% í blönduna. Mun þá haft
í huga að þetta mjöl er ein-
göngu kolvetni, en svínum er
hætt við að lamast, ef þau
fá meira en 40% af manioka-
mjöli.
Það kom endnim og eins á
markað þegar offramleiðsla
var í hitabeltislöndum og selt
fyrir lítið verð miðað við hita-
einingargildi. Annars er það
notað i súkkulaði, búðingsduft
og þvílíkt, en mest þó í gerfi-
sagógrjón.
Eg veit ekki hvort það sem
inn verður flutt undir þessu
nafni í haust eða vetur verð-
ur maniokamjöl, en það sem
flutt hefur verið inn undir
þessu nafni á s.l. ári og þegj-
andi og hljóðalaust látið í
fóðurblöndu er ekki manioka-
mjöl eftir efnagreiningum í
vasahandbók bænda, og ekki
heldur eftir danskri málvenju.
Það virðist vera rætur Arr-
owrot eða Cassava öðru nafni,
þeyttar sundur í heilu lagi og
þurrkaðar. Eftir því sem ég
hefi komizt næst með mikilli
Framhald á 10. síðu.
Bjarxii Böðvarsson
Kveðja Irá hljóðfæraleikurunt
í dag verður til moldar bor-
inn okkar kæri formaður
Bjarni Böðvarsson, sem lézt
þann 21. nóv. sl. á Lands-
spítalanum eftir stutta legu.
Það er ótrúlégt, að ég skuli
vera setztur niður til að skrifa
kveðjuorð til Bjarna, því fyrir
örfáum dögum að mér finnst
unnum við saman að málefn-
um félags okkar og engan
vatt var þá að finna hjá hon-
um, að hann væri að heyja
baráttu þá, sem við allir heyj-
um fyrr eða siðar. En þannig
var Bjami gerður, — harkaði
allt af sér, hvernig sem á
móti blés. Bjarni var alla tíð
einstakur baráttumaður, sem
bar í brjósti sér fölskvalaiis-
an áhuga fyrir velferð starfs-
félaga sinna og þess fagfélags,
sem hann var einn aðalhvata-
maður að.
Bjarni var fyrsti formaöur
félags okkar, og gegndi for-
mennskustörfum í 18 ár af
þeim 23 árum, sem félagið
hefur starfað, og sýnir það
skýrt hvílíkt traust hljóðfæra-
leikarar hafa borið til hans,
enda væri félag okkar ekki
statt þar, sem það er nú, ef
hans hefði ekki notið við.
Fyrir hönd okkar „strák-
anna“, eins og Bjarni kallaði
okkur alltaf, vil ég færa okk-
ar innilegustu þakkir fyrir
hans góðu ráð og ómetanlegu
aðstoð, sem hann hefur veitt
okkur. Við stöndum allir í
óbætanlegri þakkarskuld fyrir
það, hvernig hann hefur búið
í haginn fyrir okkur og fyrir
allt það erfiði og þær áhyggj-
ur, sem hann hefur lagt á sig
fyrir okkur.
Skarð það, sem nú hefur
verið höggvið í raðir hljóð-
færaleikara, verður seint bætt,
en það er ósk mín, að okkur
megi auðnast að hefja merkið
hátt og halda áfram á þeirri
braut, sem Bjami hefur leitt
okkur á og rutt með sinni
einstöku eljusemi.
Eg vil votta eftirlifandi
konu hans, Lám Magnúsdótt-
ur, og börnum þeirra hjóna,
okkar innilegustu samúð, því
þótt stór sé okkar missir, þá
er þeirra missir ennþá stærri.
Guð blessi minningu þína
Bjarni, og þökk fyrir sam-
veruna.
Gunnar Egilson.