Þjóðviljinn - 30.11.1955, Page 9
V
# ÍÞRÓniR
RTTSTJÓRJ FRiMANN HEUGASO*
Frá ársþingi Knattspyrnusambands íslands'
Samþykht að taka þátt í HM í knatispymu í Svíþfóð 1958 —
Aukaþing ákveðið síðar í vetur
Síðast liðinn laugardag var
þing Knattspyrnusambands ís-
Jands haldið hér í Reykjavík.
Setti formaður sambandsins
Björgvin Schram þingið og bauð
forsela ÍSÍ velkominn og aðra
gesti og fulltrúa, en þingið sátu
nokkuð yfir 40 fulltrúar frá 9
héraðssamböndum.
Miklar umrseður urðu um
skýrslu stjórnarinnar, en skýrsl-
an ber með sér að margt hefur
verið vel gert á árinu og fitjað
upp á nýmælum sem geta haft
grundvailandi þýðingu fyrir
knattspyrnuna ef vel tekst til og
áfram verður haldið á sömu
braut. Má þar nefna ferðir
landsþjálfarans um landið, nám-
skeið fyrir knattspyrnuþjáifara
— og hæfnismerki KSÍ, svo
nokkuð sé nefnt.
Margar tillögur komu fram og
þ. á. m. tillaga um að tilkynnt
verði þátttaka í heimsmeistara-
móti í knattspyrnu 1958, sem fer
fram í Svíþjóð, og var hún eín-
róma samþykkt.
Tillögur um breytingar á lög-
um sambandsins iágu fyrir eri
þeim var vísað eftir stuttar um-
ræður til aukaþings sem halda á
síðar í vetur. Annarra tillagna
og mála sem fram komu á þing-
inu verður getið nánar síðar.
Stjómarkjör
Stjóm sambandsins var endur-
kjörin óbreytt frá því sem var.
Björgvin Schram var endurkjör-
inn formaður. Sömuleiðis þeir
Guðmundur Sveinbjörnsson og
Ingvar Pálsson. Fyrir eru í
stjórninni: Ragnar Lárusson og
Jón Magnússon. í varastjóm
voru endurkjörnir: Sveinn Zöega,
Haraldur Snorrason og Rafn
Hjaltalín. Endurskoðendur voru
kjörnir: Hannes Sigurðsson óg
Haukur Eyjólfsson. í iþrótta-
dómstól voru kjörnir þeir Ólaf-
ur Sigurðsson, Axel Einarsson
og Óðinn S. Geirdal.
Hér fara á eftir nokkur atriði
úr skýrslu stjórnarinnar.
Nýja keppnisfyrirkoiriulagið.
Á aukaþingi KSÍ hinn 15.
janúar var samþykkt nýtt keppn-
isfyrirkomulag varðandi keppni
í meistaraflokki, þannig, að skipt
var i 1. og 2. deild. Enda þótt
þátttaka væri minni í 2. deild-
ar keppninni, en vonir stóðu til,
er það almenn skoðun, að hér
hafi þó verið stigið spor í rétta
átt, og að þessi nýbreytni muni
eiga vaxandi vinsældum að
fagna. Eins og fyrr segir tóku
aðeins 4 aðilar þátt i keppninni
að þessu sinni. Lið frá íþrótta-
bandalagi Akureyrar vann sig
X,PP í 1. deild, en lið Þróttar
flytEt í 2. deild. Má búast við
meiri þátttöku næsta sumar og
mjög harðri keppni.
Námskeið.
Sú nýbreytni var tekin upp
að halda námskeið að Laugar-
vatni fyrir knattspyrnuþ'jálfara
og þá, sem áhuga hefðu á því
að kynnast þjáiíunaraðferðum
o. fl.. Var til námskeiðsins
stofnað í samVinmr- við hr. Þor-
stein Einarsson íþróttafulltrúa
rikisins, er studdi KSÍ með ráð-
um og dáð í þessu máli. Þátttaka
í námskeiðinu varð því miður
mirini en við hefði mátt búast,
þótt kostnaði væri mjög í hóf
stillt. Alls tóku 5 menn þátt í
því. Karl Guðmundsson hafði
allan veg og vanda af námskeið-
inu fyrir hönd KSÍ og var aðal-
Björgvin Schram
kennarinn, en naut aðstoðar
ýmsra manna, m. a. hr. Björns
Jakobssonar skólastjóra, dr.
Brodda Jóhannessonar, þóris
Þörgeirssonar o. fl.
Prófraunir i knatfspyrnu —
Unglinganefnd.
Önnur er sú nýung er KSÍ hef-
ur nýlega hieypt af síokkunum,
sem sé prófraunir í knattspyrnu-
hæfni fyrir drengi 12—16 ára.
Er hugmyndin sænsk, og kjmnt-
ist Karl Guðmundsson henni í ut-
anför sinni fyrr á árinu. Ai-
reksmerki, silfur og brons, hef-
ur KSÍ útvegað írá Svíþjóð, og
verða merkin afhent þeim, sem
standast prófin. Væntir stjórnin
þess, að ef áhugi íyrir þessu máli
grípur um sig, þá geti nýung
þessi látið mjög gott af sér leiða.
KSÍ hefur nýlega skipað sér-
staka nefnd manna til að gera
tillögur tii stjómarlrinar um það,
hvað helzt sé æskilegt að gera,
til að örfa áhuga ungiinga fyrir
knattspyrnunni og á hvern hátt
sem örustum framförum verði
náð. Einnig mun nefndin fylgj-
ast með framkvæmd prófraun-
anna og ýta undir þátttöku í
þeim eftir megni. Nefndin er
skipuð þessum rnönnum: Frí-
manni Helgasyni, sem er for-
maður hennar, Atla Steinars-
syni, Halli Símóriarsyni, Sig-
urgeir Guðmacmssyni og Karli
Guðmundssyni.
Sanuiingar við erleiul
knattspymusambönd
Stjórnin lét verða rneðal fyrstu
verka sinna að setja sig í sam-
band við knattspyrnusambönd
víðs vegar í Evrópu með það
fyrir augum að semja um gagn-
kvæmar heimsóknir landsliða.
Stjórninni er ljóst, að landsleikir
þurfa að ákveðast langt fra-m í
tímann, jafnvel 4—5 ár. Skrifað
var til þessara landa: Finnlands
Austurríkis, Sviss, Frakklands,
Spánar, þýzkalands, írlands og
Englands. Hjá allmörgum þess-
ara aðila kom fram áhugi fyrir
athugun á möguleikum til sam-
starfs, og áttu sér stað ail víð-
læk bréfasamskipti við ýmsa að-
ila, en segja má að áhugi margra
hafi mjög dofnað við nánari at-
hugun á ferðakostnaði milli ís-
iands og annarra ianda. Beinn
árangur þessara skrifa varð þó
sá, að Finnar buðu til landsleiks
í Helsingfors 29. júní 1956. Óska
þeir eftir, að annar landsleikur
verði leikinn í sömu ferð, til að
dreifa ferðakostnaðinum, en óá-
kveðið er hvar sá leikur verður.
Þá má fullyrða, enda þótt
formlega staðfestingu vatni, að
hér vcrði landsleikur við Eng-
land í byrjun ágúst næsta ár og
verður það heimboð bundið því
sámkomulagi, að England bjóði
til landsleiks úti 1957.
Til óbeins órangurs af þess-
um bréfaviðskiptum KSÍ við
önnur sambönd má telja það, að
samböndin vita nú meira um
knattspyrnu á íslandi og mögu-
leika á því að komast hingað,
þannig, að samningar ættu að
geta gengið fljótar í fram-
tíðinni, eftir þá kynningu,
sem KSÍ liefur veitt hinum
ýmsu aðilum erlendis.
Fararstjóri þj'zka liðsins frá
Niedersachsen lét svo um mælt,
er hann dvaldi hér s.i. sumar,
að Knattspyrnusamband V-
Þýzkalands hefði áhuga fyrir að
leika við ísland, bæði hér heima
og ytra. Fóru fram viðræður
milli hinna þýzku fararstjóra og
stjórnar KSÍ um mól þetta og
var niðurstaða viðræðnanna síð-
an staðfest bréflega til þýzka
knattspyrnusambandsins. En þvi
miður hefur enn ekki borizt neitt
svar frá þjóðverjum.
Þá höfðu fararstjórar USA-
liðsins mikinn áhuga fyrir á-
framhaldandi samstarfi við KSÍ
og töldu víst, að boðið yrði til
landsleiks í Bandaríkjunum i
haust eða 1956, en engin endan-
leg ákvörðun eða boð hefur enn
borizt til KSÍ.
10 ára afhiæli KSÍ.
Svo sem kunnugt er, verður KST
10 ára 1957, og af því tilefni
ákvað stjórnin að bjóða hingað
samtímis bæði Dönum og Norð-
mönnum til keppni í júlí það
ár. Norðmenn hafa svarað og
telja erfitt að samþykkja boðið
vegna þess, að finnska Knatt-
Frh. á 10. síðu.
Miðvikudagur 30. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (9
Isleifur Högnason sextugur
Framhald af 7. síðu.
ísleif þekkja, vera mér sam-
mála um, að betri drengur,
vinur og traustari félagi er
vandfundinn.
5>egar fundi okkar bar sam-
an í fyrsta sinp, var Isleifur
þegar búinn að skipa sér í
raðir djörfustu og framsækn-
ustu sona íslenzkrar alþýðu
og hefur hann verið virkur
forystumaður hennar alla tíð
síðan.
Það væri vissulega gaman
að rifja upp max-gar enaur-
minningar frá liðnum árum
í Vestmannaeyjum, þegar erfið-
ast var að sækja á, og alltaf
stóð ísleifur í fararbi-oddi á
öllum sviðum í baráttu fólks-
ins fyrir bættum kjörum, enda
hefur hann ætíð skipað þýðing-
armestu trúnaðarstöðurnar. í
bæjarstjórn Vestmannaeyja var
hann í tvo áratugi. Hann var
stofnandi og miðstjórnarmaður
Kommúnistaflokks íslands fyr-
ir réttum aldarfjórðungi og
einn af fyrstu þremur þing-
mönnum hans. Siðar stofnandi
Sósíalistaflokksins og ætíð
fremstur í flokki þar. Hann
hefur alla tíð unnið í sam-
vinnuhreyfingunni og er braut-
i-yðjandi að myndun verka-
mannakaupfélags ó íslandi.
Þessi fjölþætti og ábyrgðar-
mikli starfsferill í þágu ís-
lenzkrar alþýðu ber því gleggst
vitni, hve góðan dreng ísleif-
ur hefur að geyma.
Ég fagna.því að geta í dag
hitt hann .iafn kátari og gunn-
reifan og fyrir þrjátíu árum
og óskað hontim til hamingju
og verðskuldaðs árangurs af
miklu og fórnfúsu starfi.
Haukur Bjömsscn
Þegar ég kom til Vestmanna-
eyja laust eftir 1920 var einn
glæsilegasti forvigismaður ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar,
ísleifur Högnason, að hefja
baráttuíeril sinn, og um hann
hafði þá þegar safnazt álitleg-
ur hópur ungs fólks'því þessum
manni vildi æskan rétta örf-
andi hönd.
Á þessum. árum - og tímum
kreppunnar miklu þegar veik
verkalýðshreyfing varð að
heyja þi-otlausa baráttu fyx-ir
tilveru sinni og samtakafrelsi
voru átökin milli stéttanna
harðari en nú. Til forustu
í slíkri hx-eýfingu dugðu erig-
in löðurmenni. Þeir máttu hve-
nær sem var búast við líkams-
árásum og jafnvel að beint
væri að þeim skotvopnum.
Sliku hlutverki gegndi ísleif-
ur Högnason af meiri prýði
en flestir aðrir, en hann mun
nú eiga að baki sér sem næst
þrjátíu og fimm ára baráttu-
sögu í þógu íslenzks al-
þýðufólks.
Þessi maður hefur leyft sér
þann munað, sem aðeins heil-
steyptustu og beztu synir þess-
arar þjóðar hafa getað veitt
sér, að eiga fagra hugsjón '
og bregðast henni aldrei hvað
sem á hefur dunið.
Þegar nú íslenzk borgara-
stétt stígur hrunadans sinnt
og skuggar hernámsins verða
voveiflegri með hverju árinu
sem líður, þá er gott til þess
að vita að enn á íslenzk þjóð
menn eins og ísleif Högna-
son, þjálfaða i baróttu við
for.ynjur afturhalds og siðspill-
ingar. Og beri hún gæfu tii
að veita slíkum mönnum lið
og forsjá mála sinna mun
brautin áður en varir verða
bi-otin til enda.
Það var í Vestmannaeyjuin
einhverntíma ó órunum laust
fyrir 1930 að gömul vinkona
mín, sem hafði orðið fyrir
því lifsóláni að festa sig í
blekkingarneti aíturhaldsins.
sagði við mig, þegar stjórn-
málastarfsemi ísleifs bar á
góma: „Það er leiðinlegt að
það skyldi fara svona með
hann Leifa eins og þetta er
góður drengur".
Og nú er hann Leifi orðinn
sextugur að aldri og enn reiðu-
búinn að fórna kröftum sín-
um í þágu sinnar dýru hug-
sjónar — • af því að hann er
svo góður drengur.
Siguröur Guttonnsson
\
Til skattgreiðenda
í Reykjavík
Skattgreiðendur í Reykjavík, athugið, að veru-
leg vanskil eru orðin á greiðslu allra skatta írá
árinu 1955, sem enn eru ógreiddir. Verið er að
framkvæma lögtök til tryggingar sköttunum og
j er skoraö á menn að greiöa þá hið fyrsta.
Atvinnurekendur bera ábyrgð á, að haldiö sé
: eftir af kaupi starfsmamra upp í skatta við hverja
j útborgun, einnig í desember.
a
Tollstjéíaskriistoian, Arnarhvoli
29. nóv. 1955
ÞiOÐVILJANN vantar ungling
til að bera blaðið til kaupenda við
Hverfisgötu, I.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 7500.