Þjóðviljinn - 30.11.1955, Síða 11

Þjóðviljinn - 30.11.1955, Síða 11
Miðvikudagur 30. nóvember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Hans Kirki Klitgaard ©g Sfitir 54. dagur var ekki tímabært að drekka öl, heldur þurfti hann aS íhuga og bollaleggja, og hann skvldi svei mér sýna heiminum að Olufsen væri ekki dauður úr öllum æðum. Verkstæöið gæti hann sjálfsagt seit; svo að hann gæti borgað hverjum sitt og hætt aö vera meistari sem íalsaöi reikningana. Honum þótti vænt ura iðngrein sína, þaö var gaman að vera málari og lífga tilveruna upp meö fallegum litum, og nú ætlaöi hann að ganga í stéttarfé- lag sitt og byrja a-ftur aö vinna sem sveinn. Hann fann til mikils hugarléttis, eins og hann hefði losnað við illa og þunga byröi, og nxi þurfti hann aðeins að ná sér í aðra íbúð og þá kæmist allt 1 lag og veslings konan hans tæki aftur sönsum. Einu sinni haf ði hann verið kátur og skapgóður, og það yrði hann aftur, fyrst hann var búinn að losna úr klóm blóðsugunnar. — Þú ert bara hálfgildings kommúnisti, Olufsen, kurraði í honum. En þeir hafa svo sem nokkuð til síns máls. Ég ætla aftur aö veröa verkamaöur, og ég skal ekki framar taka ofan fyrir ööru en því sem ástæða er til að bera virðingu fyrir. Og hvaða vuáli skiptir þaö þótt sonur minn veröi ekki læknir, ef harm veröur heiöaiieg- ur og árvökuil maður. Hann er góöur drengur og ég ætla aö segja honum allt af létta. Hann sótti nokkur dagblöð í blaöhilluna og leitaði í auglýsingadálkunum. Og undir yfirski'iftinni íbúöir í skiptum, fann hann litla augiýsinga: Þriggja herbergja íbúö á Hostrupsvegi, Friöriksbergi, í skiptmn fyrir fjögurya herbergja íoúö, hvar sem er í borginni. Sími Nora 16.667. Hann fór inn í símaklefann, hringdi í númeriö og mild kvenrödd svaraöi. — Jú, Vedbækgata er víst piýðileg, svaraöi konan. Maðurinn minn er ekki heima þessa stundina, en ég á von á honurn þá og þegar, og ef þér komiö eftir hálfa klukkustund veröur hann áreiðanlega kominn. Oiufsen drakk kaffiö sitt og reykti vindilinn, svo gekk hann út á Hostmpsveg og hringdi bjöllunni. Grönn og vel búin dökkhærö kona opnáði dyrhar. — Nú, eruð það þér sem ég talaði við í símann, sagði hún. Geriö svo vel að koma inn, maðurinn minn er heima. Madsen tónlistarmaður sat við skrifborðið og hann var dálítið fölleitur eftir dvöl sina innan við múrana. En að öðiu leyti var ekkert á honum aö sjá. Hann bað samstundis um einhverja hressingu, og frú Madsen bar með yndisþokka fram flösku og fjögur glös. — Sjáið þér til, herra, sagöi Madsen tónlistarmaður þegar hann var búinn aö skála við gest sinn. Okkur langai’ til áð flytja, því aö máðm’ getur oröið þreyttur á umhverfinu og fengið löngun til að breyta til. Og við viljum gjaman fá eitt herbergi í vi'ðbót, því áð konan mín vinnur úti, og þess vegna þurfum við heimilishjálp. Heyrðu, mýsla, kallaöu ,á Fríðu, svo áð hún geti fengið sér glas með okkur...... — Hún sefur, sagði frú Madsen, því að þetta dróst dá- lítið á langinn í gærkvöldi. — Vektu hana þá, skipaöi Madsen. Sjáið þér til, hún var á dansleik í einhverju átthagafélagi, og konan mín er alitof góð í sér, og það liggur við að hún stjani við vinnukonuna. En segiö þér mér, herra Olufsen, áöur en viö byrjum á viðskiptunum, hvenær getið þér flutt? — Strax á morgun. Fríða feita kom inn í stofuna og þar gaf nú 'á aö líta. Hörgulir lokkar hennar líktust mest heysátu, púður og andlitsfarði vom í klessum og kökum á kvapholda andliti hennar. Fríða feita var ekkert lík dyggðugri vinnukonu sem verið hafði á skikkanlegum dansleik í átthagafé- lag'i, enda hafði hún ekki verið þaö. Aftur á móti hafði hún valsáö í nokkra daga méð vel fjáöum bandarískum liösforingja, haföi drukkið og búið með honurn á gisti húsi, þar til Egon var búinn áð rýja hann inn að skyrt- urrni. Þá hafði allt endað í áflogum og Egon hafði gefið honum spítalavínk. — Úff, hugsáði Fríða feita. Þaö eru aumu lúsablesarn- ir, þessir kanai’. Má ég þá heldur biðja um Þjóðverjana; þeir höfðu þá stundum hlé á og maöur fékk líka buff og steiktan ál og humar í mayonnaise og alls konar kræs- ingar, en hjá könunum er þáð bara sprútt og svo hitt. En þetta er ekkert fyrir mig, hugsaði Fríða feita, og ég vil heldur hafa eitthvaö fast eins og Drieberg; þaö ligg- ur við aö maöur sakni hans í öllum þessum ósköpum. Gg nú er máöua- rifinn á fætur, og fær ekki einu sinni að sofa úr sér, og þessi karlfugl getur varla verið við- skiptavinur. Það var ekki fyrr en Fríöa feita var búin aö fá nokkur glös, áð hún hresstist svo að hún skildi hvaö á spýtunni hékk og hún hafði verið vakin til þess að ókunnugi mað- urinn gæti fengið að sjá ibúðina. Og þegar frú Madsen var búin að koma dálitlu lagi á herbergi Fríðu, var Olufsen sýnd öll íbúöin, og það var samiö um skiptin, svo framarlega sem húseigendurnir tveir hefðu ekkert við þáö að athuga. — Viljiö þiö ekki sjá íbúöina mína fyrst? spurði Oluf- sen. — Þaö er óþarfi, herra minn, ég treysti því að hún sé eins og þér lýsið henni. — Þetta var svei mér undarlegt húshald, hugsáði Olufsen á leiöinni heim. Ég þori að hengja mig upp á aðsú feita er mella og eiginkona.....ojæja, mér getur staöiö á sama. Ég ætti að geta lífgað íbúðina upp, svo áð ékki finnist á lyktinni hvers konar fólk hefur búið þar áöur. Því aö nú er þáð Olufsen málarasveinn sem þangáð flytur....... U VíS> AKMAZslÓL TIL LIGGUR LEIBIN Köflóttar Telpubuxur Verð frá kr. 10.00 T0LED0 Flschersundl <8- eimflisþáttrar Hófœttu skólateipurnar Af heilum hug þakka ég ykkur öllum, sem tókuð virkan þátt í erfiðleikunum eftir andlát sonar míns Svems og fy.rir auðsýnda samúð við jarðarför hans. Fyrir hönd aðstandenda Reynir Guðnuiiidsson Litlu skólatelpurnar togna. fljótt og þær slíta sjaldnast kjólunum sinum, lieldur vaxa upp úr þeim. Allar mæður sem eiga dætur á þessum aldri eru á hnotskóg eftir nýjum hug- myndum til að notast við að síkka gamla kjóla. Þegar ný föt eru saumuð er skynsamlegt að hafa það í huga, að ef til vill er þörf á að stækka kjólinn eftir árið, og stúlkur á aldrinum 12—13 ára þurfa að fá blússur sem eru vel víðar, svo að þær hafi rúm til að þroskast. Kjólarnir þrír á teikningun- xun sýna nokkra möguleiká til breytinga og stækkana. Á fyrstu myndinni varð kjóllinn of stuttur í mittið og pilsið varð sömuleiðis of stutt. Nýju efni var skeytt neðan á blúss- una og pilsið, lissur settar á samskeytin og nýr kragi og uppslög á kjólinn til að á hann kæmi nýr svipur. Ef blússan hefur orðið of þröng er hægt að skeyta inn í hana hnappalista. Á næstu teikningu hefur verið valið köflótt efni við einlita kjólinn og sama köflótta efnið er not- að til að síkka pilsið, i kraga og breitt belti, sem hylur það að blússan er í það stytzta í mittið. Ermarnar voru lika orðnar of stuttar og framan á þær voru settar langar köflótt- ar manséttur. Á þriðja kjólnum voru eim- arnar alveg ónýtar. Bæði blússa og pils voru orðin of stutt. Inn í blússuna var saunmður breiður mynstraður bekkur, og það er auðvelt að gera það við kjóla sem áður voru með beru- stykki. Úr mynstraða efninu er ennfremur breitt belti, kragi og bryddingar á vösum. Á öllum kjólunum þremur eru breiðir bekkir neðan á pilsunum, breiddin á þeim getur verið eftir þörfum, en þess þarf að gæta að velia í þá e 'ni sem er líkt í sér og efnið I gamla kjóhium, svo að það falli á sama hátt. Það er nauðsynlegt, þegar um svoha breiða dúka er að ræða. Úteeítindi: Samelningarflokkur albýSSu — Sóalalistaflokkurinn. — Rltstjórar: Miito'í K.iartansson (ób.). StEurður Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blnða- menn: Ásmundur Slgurjónsson. Bjarni Benediktsson. Guðmundur Vigfússor., ívai H. Jónsíion. Maeús Torli Ólafsson. — AUElýsinEastióri: Jónsteinn Haraldsson. - Riptjórn. aÍEreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19. — Simi: 7S00 (3 líuur). - ÁskrlfU arverS kr. 20 4 mánuðl i Reykjavik og nigrennl: kr. 17 annarsstaSar. — LausaBÖluvc.rf kr. 1. — PrentsmiSja bjnóviliana h.f

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.