Þjóðviljinn - 06.12.1955, Síða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1955, Síða 4
4) — ÞJÓÐVTLJINN — Þriðjudagur 6. desember 1955 tvek IfóS' 1 Guðni Þórðarson blaðamað- ur og ljósmyndabraskari skrif- ar í blað sitt 12. nóvember ævintýralitaða frásögn af hæstaréttardómum i ljósmynd- myndamálum hans og Hjálm- ars R. Bárðarsonar skipaskoð- unarstjóra. I greininni telur Guðni þá sökudólgana vera í stjórn hins ísl. ljósmyndarafélags, Hjálm- ar form. og sjálfan sig ritara. Nafnið á" félagi þeirra getur tæplega staðizt, því að til þess að bera slíkt nafn þurfa menn þeir, sem í því eru, að vera ljósmyndarar, þ.e. hafa próf frá iðnskóla og taka verk- legt próf í iðninni. Auk þess j verða menn að greiða fé til að j öðlast þessi réttindi. j Það er vitað mál að hér eru tugir áhugaljósmyndara, sem reyna að seija vinnu sína, ; til þess að bæta svolítið tekj- ur sínar. Auðvitað er þetta í misjafnlega stórum stíl, en þessir fyrrnefndu félagar hafa haft af slíkri vinnu geysimikl- ar tekjur.T.d. hafði Ljósmynd- arafélag Islands kært Guðna nokkru áður fyrir að taka og selja myndir af samsettu spjaldi af Reykholtsskólanem- endum og fleira, en það hefur ékæruvaldinu ekki þótt ástæða til að taka til dórns, svo fé- j laginu sé kunnugt. Meðal annars blaðurs um hæstaréttardómana reynir G. Þ. að blanda saman við þessi mál óslcyldu máli um höfund- arrétt, en kæran var aðeins út af broti á iðnlöggjöfinni og atvinnurétti sem hún veit- ir. Hér verður birtur útdrátt- ur úr hæstaréttardómnum í máli Guðna, en Hjálmari sleppt, vegna þess að dómuit^ í máli hans er að mestu sam- hljóða. „Árið 1955, miðvikudaginn 9. nóvember, var í Hæstarétti í málinu nr. 25/1955: Ákæruvaldið gegn Guðna Þórðarsyni uppkveðinn svo- hljóðandi dómur: I ákæruskjali, dags. 3. júní 1954, er ákærða gefið að sök, að hann hafi stundað Ijós- myndagerð í atvinnuskyni nokkur undanfarin ár án þess að hafa atvinnuréttindi sem ljósmyndari. í málinu hefur verið leitt í ljós, að ákærði tók að sér árið 1952 eftir beiðni framkvæmdastjóra Iðn- sýningarinnar, sem haldin var í Reykjavík nefnt ár, að stækka nokkrar ljósmyndir, sem hafa átti á veggjum sýn- ingarhússins. Vann hann verk þetta að nokkru leyti einn og að nokkru leyti ásamt öðrum nafngreindum manni. Fyrir starf þetta tók ákærði greiðslu, og eru reikningar hans fyrir það dagsettir í september 1952. Ennfremur liveðst ákæri hafa tekið Jjós- myndir fyrir allmarga fleiri aðilja gegn gjaldi, en þar sem ekkert hefur verið frekar grennslazt eftir þvi í prófun málsins, hvenær þetta hafi átt sér stað né um nánari atvik að því, kemur ekki til álita að meta ákærða það til sakar. Með ákvæðum 2. málsgr. 2. gr. og 1. töluliðs 3 málsgr. 15. gr. laga nr. 10/1936 um breytingu á lögum nr. 18/1927 er lögð refsing við því að reka iðnað án þess að full- nægja skilyrðum iaganna um iðnréttindi. Verk ]iað, sem ákærði vann fyrir Iðnsýning- iinii, þykir iit af fyrir sig ekld nægja til að telja hann liafa rekið iðnað í merkingu nefndra lagagreina. Og þar sem ekki er lcitt í Ijós, að Svar til Guðna Þórðarsonar, blaðamanns við Tímann ákærði hafi lagt stund á Ijós- myndagerð með þeim hætti, að talið verði til iðnrekstrar, ber að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu. Eftir þessum úrslitum ber að leggja á ríkissjóð greiðslu alls sakarkostnaðar, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, þar með talin laun sækjanda fyrir Hæstarétti, kr. 1000.00, og laun verjanda ákærða í héraði og fyrir Hæstarétti, samtals kr. 1700.00. Dómsorð: Ákæröi, Guðni Þórðarson, á að vera sýkn af kröfum á- kæruvaldsins í máli þessu. Allur kostnaður sakarinn- ar, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti, greiðist úr ríkis- sjóði, þar með talin málflutn- ingslaun sækjanda málsins í Hæstrétti, Gústafs A. Sveins- sonar hæstaréttarlögmanns, kr.1000.00, og málflutnings- laun verjanda ákærða í hér- aði og fyrir Hæstarétti, Krist- jáns Guðlaugssonar hæsta- réttarlögmanns, samtals kr. 1700.00“. ★ ★ „Sératkvæði hrd. Jóns Ás- björnssonar í hæstaréttaiTnál- inu nr. 25/1955: Ákæruvaldið gegn Guðna Þórðarsyni. Mál þetta er mjög vanpróf- að í héraði. Eigi sést, að reikn ingar þeir, sem lagðir liafa verið fram í málinu, hafi ver- ið bornir undir ákærða né liann spurður að því hvernig fjárhæð þeirra var skipt milli hans og Hjálmars Bárðarson- ar. Þá hafa forstöðumenn Iðn- sýningarinnar 1952 eigi verið kvaddir vættis í málinu, til að spyrja þá um skipti þeirra við ákærða.. Loks hefur á- kærði ekki verið spurður ræki- lega um • tilkostnað hans við ljósmyndagerð fyrir Iðnsýn- ingu þessa, sem þó var á- stæða til. Ákærði hefur kannast við að hafa tekið ljósmyndir fyrir allmarga aðilja og hafa haft nokkrar tekjur af því, en eigi hefur þetta verið rannsakað nánar. Þá hefur vitnið Sigurður Guðmundsson skýrt frá því, að það hafi haft spurnir af, að ákærði haíi tekið myndir fyrir Samband ísl. samvinnu- félaga, en eigi sést, að ákærði hafi verið um þetta spurður né það rannsakað á amian hátt. Loks hefði þurft að afla gagna um, hversu miklu tekj- Frh. á 10. síðu. nýja sölnbúð á horni Pósthússtrætis og Tryggvagötu (rétt norðanvert viö hina eldri sölubúð vora) Verða þar á boðstólom: r U tgerðarvörur Vinnufatnaður í hinni eldri sölubúð vorrí verða til sölu: Verkfæri - Málningarvörur Vélaþéttingar Verzlun O. ElSlngsesií h.f. Elzta og stærsta veiöarfœraverzlun landsins a «_« U ■ * H ■■■■■■ ■ ■ ■ »_■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■Hw Auglýsið í Þjóðviljanum ■ ■ ■ ■ ■ W.W. HRÓLFUR skrifar: „Víxil- fals er fremur fátítt afbrot hér á landi. Menn, sem þó ekki kalla allt ömmu sína, líta með fyrirlitningu á þá vesalinga, sern slíkt fremja og það af þeirri ástæðu að þetta er fyrst og fremst heimskulegt afbrot. Venjulega jafngildir það því að stinga sjálfur höfðinu í snöruna. Líkurnar eru svo hverfandi fyrir því að fyrir- tækið lánist. Enda eru varla dæmi til að menn grípi til slíks fyrr en í fullkominni ör- væntingu, þegar engra kosta er völ og allir tilburðir verða fálm eitt. Útvarpshlustendur urðu vitni að einni slíkri örvæntingartil- raun í kvöld. ÞA£> ER öllum ljóst að her- námsmenn eru komnir í al- ger þrot með sinn víxil. í upp- hafi fengu þeir hann uppá- skrifaðan af yfir 40 þingmönn- um, að vísu sem einstakling- um, en ekki í umboði Alþingis og þaðan af síður þjóðarinnar, og á fölskum forsendum, en það var þó talið nægilegt. En það hefur orðið æ Ijósara eftir því, sem lengur hefur liðið, hvert giapræði þarna var framið — að maður ekki nefni Ijótara orð —. Andstæðingum hernámsins hefur því farið ört fjölgandi og nú er svo komið að margir þeirra, sem gáfu Víxilfals — Örvæntingartilraun hermangara — „Ég er Fjallkonan” — Orðsending til happdrættis- neíndarinnar. sitt jáyrði þegar herinn kom, heimta hann nú fluttan burt. Ábyrgðarmennirnir frá 1951 eru sem sé hver af öðrum farn- ir að neila að skrifa upp á framlengingu víxilsins. HERNÁMSMENN og her- mangarar eru því komnir í hvínandi vandræði. Yfir þeim vofir, að þjóðin heimti greiðslu, „víxillinn“, verði afsagður. Hvar á nú að fá ábyrgðar- menn? spyrja þeir í örvænt- ingu. Og þeirra nauð hefur gengið skáldinu frá Skriðu- klaustri nær hjarta. Hinir lög- giltu vinir menningarinnar voru illa staddir og hverjum stóð þá nær en sjálfu skáld- inu að koma til hjálpar? Og að kvöldi 1. desember stendur har.n upp og segir af sínum mikla myndugleik: Ég er Fjallkonan, ég skal skrifa á yíxilinn! Ég, Fjallkonan, lýsi yfir að að beroámið sé nauð- syn. Og um leið lýsti hann því, hve honum, Fjallkonunni, væru öll börn sín jafn kær, jafnt þau sem svikju sig eins og hin. Var þetta augljós hugg- un fyrir þá, sem tryggt hafa sér stað í sögunni við hlið ýmsra fyrri tíma misyndis- manna. Hermangararnir munu nú segja, sigri hrósandi: „Jæja, ætlið þið að neita þessum á- byrgðarmanni, sjálfri Fjallkon- unni“. EN HÆTT er við að hér fari eins og þegar einhver auðnuleysinginn kemur í banka með falsað nafn góðs viðskipta- manns bankans. Það er hætt við að þjóðin svari: „Nei, herr- ar mínir, þetta er ekki hönd Fjallkonunnar. Þið hafið nú aðeins bætt gráu ofan á svart með því að svívirða hennar nafn. Nú er nóg komið, nú verður að ykkur gengið.“ 1/12 ’55 Hrólfur HÉR ER SVO annað bréf um óskylt efni. Akurnesingur skrifar: „Kæri Bæjarpóstur — ég skrifa þér aðeins nokkrar línur, mest vegna þess að ég vorkenni þér að þurfa að skrifa allan bæj- arpóstinn sjálfur (fyrirgefðu). Og auðvitað ætla ég að láta þessar línur fjalla um happ- drættið okkar — og það sem ég vil segja er þetta: Mér finnst að vel mætti leggja meiri á- herzlu á sölu happdrættismið- anna á stöðum utan Reykja- víkur — eins og t. d. Hafnar- firði — Keflavík — Sandgerði — og Akranesi með því að senda Happdrættisbílana —• svo sem einn dag á hvom slað, — svo fólki gefist kostur á að skoða gripina, en binda þá ekki eingöngu fasta við Reykja- víkursvæðið. Þetta myndi án efa gefa góða raun og vekja meiri athygli á happdrættinu á þessum stöðum. Með kveðju, Alcurnesingur E.s. — Og svo væri það mik- il skyssa hjá okkur ef við gleymdum Kópavoginum í baka- leiðinni frá Sandgerði — því þar eru félagsfræðingar og margir þjóðkunnir skörungar sem tefla stundum á tæpasta vaðið. Sami. VONANDI tekur happdrætt- isnefndin tillögu Akurnesings til athugunar.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.