Þjóðviljinn - 06.12.1955, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1955, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 5. desember 1955 — ÞJÖÐVILJINN — (7 Ljóð úr austri og vestri llelg-i Hálfdanarsoii: Á HKOTSKÓGI. Ljóðaþýð- ingar. — 4. bókal'lokkur Máls og menningar, 3. bók. ------------ ★ Það hefur verið mikill vandi að yrkja upp óháttbundnar þýðingar kínverskra kvæða undir íslenzkum bragreglum. Helgi megnar að leysa hann Ef dæma má eftir viðtökun- um sem þýðingasöfn Helga Hálfdanarsonar hafa fengið, er það ekki vanþakklátt verk að þýða ljóð handa íslending- um. Handan uni höf hlaut mikið lof þegar hún kom út fyrir tveim árum og seldist upp á skömmum tíma. Nú er komið nýtt safn þýðinga frá Helga, og í dómi um það hef- ur verið slegið föstu að hann sé verðugur arftaki Magnúsar heitins Ásgeirssonar. Víst er margt gott um bæk- ; ur þeasar að segja, en hvorki höfundi né lesendum er greiði gerður með oflofi. Helga vant- ar enn mikið á að jafnast við Magnús, enda má fyrr gera vel en fara í föt slíks snill- ings. Það sem nýstárlegast er i Á hnotskúgi eru þýðingamar á kínverskum og japönskum ljóðum. Þetta er í fyrsta skipti sem ljóð þessara þjóða eru þýdd á íslenzku svo nokkru nemur, og mun mörg- um leika forvitni á að k>Titi- ast þeim. Bragregíur þessara þjóða eru gerólíkar þeim sem víð þekkjum. Hin foma ljóð- list Kínverja skírskotar til dæmis ekki sizt til augans, ■i áferð rittáknanna á pappím- iim er þar eitt aðalatriðið. Slíkt fer auðvitað forgörðum við þýðingu, og sama máli gegnir um samsvömn hluta og hugtaka í byggingu ljóðs- ins, sem Kínverjar hafa lagt niikla áherzlu á. Hrynjandi ldnverskra ljóða er gerólík þeirri sem við emm vanir, og í- japönskum ljóðum þekkist hvorki rím né hrynjandi. Helgi hefur valið þann kost í þýðingunum úr japönsku að láta form japönsku tönkunn- ar halda sér. Flest kínversku ljóðin færir hann hinsvegar í búning íslenzks ríms og stuðla. Þó lætur hann nokkur halda hinu óháttbundna ljóð- formi, sem anjöllustu þýðend- ur kínverskra Ijóða á evrópsk mál hafa valið þýðingum sin- um.. Álit þeirra er að þetta frjálsa ljóðform nái bezt hug- blæ fyrirmyndanna, ógerlegt sé að reyna að líkja eftir ytra búningi þelrra. ; Tankan, hið fáorða, hnit- miðaða ljóð Japana, sem mið- ar fyrst og fremst að því að vekja sem dýpst og fjölþætt- ust hugrenningatengsl, býr yfír miklum þokka í íslenzk- uni búningi Helga Hálfdan- arsonar: Einungis nafn þitt tom mér til að gripa þtg-, meyjarblóm, og þú ' mátt engum segja frá því að ég hafi drýgt þá synd. Svo kvað Henjó munkur. Helgi Hálfdanarson eins glæsilega og Ijóðið Á heimleið etir Lí Pin vitnar: Eg þráði bréf að beíman lengi og heitt hve.rt haust og vor; nú á óg þamgað; éftir fáein spor. en engan þori ég áð spyrja um . . neitt. Helgi ræðst ekki á garð vestrænnar ljóðagerðar þar sem hann er lægstur. Hann þýðir ljóð eftir ýmis höfuð- skáld enskra,.franskra, þýzkra og bandarískra bókmennta, einkiun frá .síðustu hundrað árum. Auk þess eru í bók hans 1 jóð éftir nokkur skáld frá Nórðurlöndum og eitt rússneskt. Rétt er að vara viðkvæma lésendur við því, að hann hefur látið slæðast með i bókina nokkrar hrollvekj- andi lausavísur eftir ófétið hann Anonymus (þann enska). Þess er ekki að dyljast að Helgi sleppur misjafnlega úr fangbrögðunum við Ijóðkapp- ana sem hann hefur haslað völl. Undirrituðum finnst tals- vert 4 skorta að sumar þýð- tngamar séu fyrirmj’ndumim eamboðhar. Skal nú reynt að fínna þeim orðum stað. Það sem einkum er útá sumar þýðingamar að eetja, er að þeim hættir til að verða lausum í reipunum, hugsun og Ijóðmyndir eru ekki nógu samfeildar. í Afterwards eftir Thomas .Hardy, sem Helgi hefnir Eftirmál, er skáldið að 'nugleiða, hvaða eftirmæli hann muni fá hjá nágrönnum sín- um. Það fullyrðir ekkert, ger- ir aðeins ráð fyrir möguleik- um. Þetta viðhorf er ekki nógu vandlega varðveitt í þýðíngunni. Þar sem Hardy segir .... a gazer may think ..... þýðir Helgi .. þá hugsar hver ®esm það sér.. Sömuleiðis verður .... One may say .... að .... þá mun sagt .... I frumkvæðinu er gefið í skyn, í þýðingunni er sum- staðar staðhæft. Við það rofn- ar hugblærinn. Lokaljóðlínan í fyrsta erindinu birtist aftur lítt breytt í því síðasta og hljóðar í fyrra skiptið „He was a man who used to notice such things“ „Þetta sá hann oft og dáðist iöngum að þvi“ er of hástemmd þýðing. Yfir- lætisleysið, sem er styrkur þessa ljóðs Hardys; hefur far- ið forgörðum, og hugsunin er ekki lengur sjálfri sér sam- kvæm ljóðið á enda. Helgi ræður ekki heldur fyllilega við hið fræga sveita- sæluljóð Yeats um hólmann Innisfree. Hér skal aðeins til- greint fyrsta erindið. I ’wiH arise and go now, and go to Innisfpee, And a small cabin build there of clay and wattlos made: Nine bean-rows ivill I hla\-e there, a hive for the honoy-bee, ahd live alonc in the bee-loud glade. Helgi þýðir Nú vil ég halda á braut, ég fér beint til Innisfree og byggi lítiinn kofa úr mold og tágagreinum; ég rækta garð og hunang og búl minu bý með blómunum í giaenum skógarneinum. Þetta er útvatnaður Yeats. Baunagrasraðimar níu, sem gera myndina lifandi og skýra, hverfa í þýðingunni, og fyrir bragðið skortir hana reisn. Ekki loðir mold við tág- ar, rétta þýðingin á clay er leir, og það hlýtur að vera hægt að koma því orði þama fyrir án þese að úr verði aukastuðull. (Annars má Helgi vara sig á tilhneigingunni til að of- stuðla. Hér skulu aðeins nefnd þrjú dæmi: filg fer hringinn um G-uð, um hinn háforna tum, " hringinn hnlta ég árþúsund löng. (32. blá) • • • • • • • • það sem eilífð yflr svífur oílð er i lífis mins kenndir. (37. bVs.) aðeins elnn hefur elskafi þína sál, það eirð&rleysl er skugiga á hvarminn sló. 448. bls.) Illa kann ég við það að sleppa grískum og latneskum einkunnarorðum, sem Eliot hefur valið ljóðtun sínum, þyki þau tilgerðarleg er við höfundinn einan að sakaat. Og því er örðið ajieneck f kvæð- inu um Sweeney ekki þýtt? ; Af þýðingiínum á ljóðum Eli- ots er háðkvíeðið um kirkjuna bezt heppnað. Enginn skilji þessar að- finnslur svo að ljóðaþýðingar Helga Hálfdanarsonar séu í heild misheppnaðar. Þvert á móti. Mér er ekki kunnugt um að aðrir þýði nú betur ljóð á íslenzku. Þess vegna hljóta að vera gerðar til hans mikl- ar kröfur. Helga tekst oft sérstaklega vel að þýða tær smáljóð og sonnettur. Þýðing hans á Antoníusi og Kleó- pötru eftir Hérédia finnst mér taka fyrirmyndinni fram. Þau sáu bæði af hárri hallar- stétt hvar hjagsæiit landið mókti í rekju drunga og gljáum flaumi framum óslönd slétt frjómögnuð seildist Níl sem klofin tunga. Rómverja*ns hjarta bakvið biynju þunga barðist af sigurstotti, cn fjaðúriéfct í lostamjúkum. leik hún vaifct sinn ungá líkama, sem hann hélt í faðmi þétt, Hann eggjun fann við ilminn vímusvalan er ásýnd föl og skyggð af lokkum svörtum að honum rétti ra.uðan munn og þvalan; hann laut áð henni í svimasæld og þótta og sá í djúpum augum stjörnubjörtum grænmyrkvað haf nieð galeiðum á flótta. Islenzkir ljóðalesendur fá seint fullþakkað Helga Hálf- danarsyni, ef honum auðnast að færa þeim mikið af slíkurrr skáldskap. — M. T.-Ó. - Góð bók ; ir ' t 7' Fyrir skömmu barst mér í hendur J,itil þók;', Söngvar frá Suðureyjum, eftir Hermann Pálsson lektor við Edinborgar- háskóla. Las ég hana í einni lotu og hafði af hið mesta yndi. Hermann er lærður mað- ur á keltnesk fræði, senni- lega einn allra ísleridiiiga. Var það ékki vansalaust, að íslend- ingar hofðu vanrækt kellncsk mál þár' ::til þessi maður tók sér fyrir, hendur að nema þau. Ekki vitúm vér hve stór hundr- aðshluti landnámsmanna og annarfa. forfeðra vorra mælti á keltneskar tungur, írar, Suð- ureyingar og Skotar, en hann Hermann PáLsson mun þó hafa verið allmikill. Höfum vér enn mýmörg kelt- nesk orð í íslenzku, örnefni, mannanöfn og önnur. Án fræðimanna í keltneskum mál- um, fomum og nýjum, getur Háskóli íslands aldrei orðið höfuðból rannsókna á norræn- ; um bókmenntum. Þykir mér sennilegt að þessum lærða manni verði brátt boðin kenn- arastaða við Háskólann. Væri það illt ef hann neyddist til þess að ílendast úti í heimi. íslendingar hafa heyrt þennan ágæta fræðimann í útvarpi og flestfr haft ánægju af. -r- Nú hefur hann, eins og fyrr getur, ritað bók um söngva alþýð- unnar á Suðureyjum, þjóðsög- ur og annan góðan fróðleik. Birtir hann þýðingar á nokkr- um gaeliskum: ljóðum og þjóð- sögum, en lýsir um leið í stuttu máli lifnaðarháttum irænda vorra, er eyjamar byggja, og baráttu þeirra, fyrst við víkinfiana, hina siðlaus- ustu allra sjóræningja, síðar við stóreignamenn eyjanna og nú við brezku stjómina, sgm vill gera eyjamar að herstöð fyrir stórtækar vígvélar. -Jiá lýsir höíundur spjöllum þeisn, sem „mótmælendakirþjan" hefur unnið á fornri menningu. Minnir þar margt' á anflloga spillingu, sem óþuritarmenn, pietistarnir, unnu að á íslandi um og eftir aldamótin 1700.—: Bók Hermanns Páissonar er hin fegursta, bæði að efni og máli. Hún er aðeins of -stafc't. Vona ég að höfuridúr ■ láti' ekki sitja við hana eina, heídur geri stærri og nákvæmárí hók um Suðureyinga, land þéir'ra, siði og sögu. Þessi ér áðéins fyrsti bitinn af mikiíli’ ' kfás, sem vér ættum að fá aðmjóta sem allra fyrst. - 3. 12. 1955. Ilcndrik Ottósson Skákeinvígið Framhald af 3 síðu, ,..., 12. h3xg3 f7—f5 13. Rf3—el d6^—d5 14. c4xd5 c6xð5 15. Ddl—«4 Ke8—f7 16. Rc3xd5 Rd7—c5 11. Dfti"’ cG na8—-c8 18. Rd5xe7 RjÉf8xe7 19. Dc6—b5 20. Db5—b2 Rfc5—d4 21. Db2x«5 Re7—g6 22. De5—e3 15—f 4 23. De3—d2 Be8—h3 24. Rel—f3 Bh3xg2 25. Kglxg2 Dd8—d5 26. e2 el f4xe3 a.-p. 27. Í2xe3 Kf7—gíl 28. e3—e4 DÖ5^é6- 29. Hfl—hl Hh8xhl 30. Halxhl DdfÞ—gi 31. Dd2xg5 Hc8—o2ý 32. Kg2—gl Dg4xg5 33. Rf3xg5 Ra4—-cS 34. Hhl—h6 Rg6—e5 35. Hh6 ■ ■ 06 Rc3—é2ý 36. Kgl—fl Re2xg3f 37. Kfl—el Re5xd3t 38. Kel—dl Hc2xa2 39. He6—g6f Kg8—h8 40. Rg5—f7t Kh8—h7 41. Hg6xg3 IIa2xa3 42. Kdl—d2 jafntefti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.