Þjóðviljinn - 17.12.1955, Side 1
Laugardagur 17. desember 1955 — 20. árgangur — 287. tölublað
r.
UtsYÖrm hækka um 43
Útsvarsbyrði Reykvíkinga 144 millj, 347 þús. kr. —
Fj árhagsáætlunin hin hæsta 166 millj. 577 þús. kr.
A bæjarstjórnarfundinum í fyrrakvöld og fyrri-4
nótt gerðist það stærst tíðinda að Sjálfstæðisflokk-
urinn setti nýtt met í álögum, hækkaði útsvörin um
43% eða upp í 144 millj. 347 þús. kr. og er niður-
síöðutala fjárhagsáætlunarinnar 166 millj. 577 þús.
kr.
Hitt var þó sýnu merkara að minnihlutaílokk-
arnir stóðu sameinaðir að flutningi tillagna í bæjar-
stjórninni og kváðu það upphaf samvinnu flokkanna
um síefnu í bæjarmálum og þess að Sjálfstæðis-
ílokkurinn yrði leystur írá stjórn Reykjavíkur.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
bæjar var til lokaafgreiðslu á
bæjarstjórnarfundi þeim er
hófst kl. 2 e. h. í fyrradag, og
iauk honum ekki fyrr en kl. 7
í gærmorgun.
Þá hafði íhaldið lokið þeim
næturverkum sínum að hækka
útsvarsólögur bæjarbúa um 43%
upp í 144 millj. kr. Eru slíkar
hækkanir orðin föst jólakveðja
þessa fiokks til bæjarbúa, þóti
aldrei hafi álagahækkun ham
verið jafn gífurleg og nú. Þessa
43% útsvarshækkun rökstyður
íhaldið með þvi að verkamenn
hafi fengið 11% grunnkaups-
harkkun.
Vitanlega er sú röksemd
blekking ein. Hitt er sannleik-
urinn i máiinu, að á síðustu
áramótum hótaði forsætisráð-
herra íhaldsins verkalýðnum
því að ef hann dirfðist að
reyna að fá bættar k.iaraskerð-
ingar þær er hann hafði orðií
fyrir síðustu árin, skyldu k.jara-
bæturnar teknar af honum aft-
ur. Auðstéttin var og er stað-
Enn ekki samí!
ráðin í því að taka af verka-
lýðnum aftur kjarabæturnar.
Bæjarstjórnarmeirihlutinn er
eitt af þægustu tækjum auð-
stéttarinnar til að rýra kjör
verkalýðsins. Það sanna þær
hækkanir ó útsvörum og öðru
er íhaldið í bæjarstjórn hefur
nú samþykkt.
Enn hafði íhaldið hinn sama
sið og felldi allar framkvæmda-
og breytingatillögur minnihluta-
flokkanna, en þeir sameinuðust
nú í fyrsta sinn um tillögur.
Olli það íhaldinu mikillar skelf-
ingar.
Að sinni er ekki rúm til að
segja nákvæmlega frá gerðum
'iæjarstjórnarfundarins, en verð-
ur gert siðar.
Dagar Sjaogs^í
SÞ senn taldir
Heimsblöðin eru sammála um
að nú hljóti senn að draga að
því að Formósustjórnin verði að
vikja úr sæti Kína hjá SÞ, jafn-
vel bandarisku blöðin, eins og
t. d. Washington Post, sjá fram
á að SÞ muni ekki lóta sér lynda
að þessi umboðslausa stjórn
hindri framgang mála sem nær
öll önnur aðildarríki samtak-
anna hafa samþykkt. Blöðunum
ber einnig saman um að Sovét-
ríkin hafi unnið mikinn dipló-
matiskan sigur þegar þeim
tókst að koma 16 nýjum ríkj-
um inn í SÞ, þannig að Japan
væri lokað úti. Þykir nú séð
að Japan muni ekki komast
í SÞ fyrr en kínverska alþýðu-
stjórnin tekur sæti Kína í sam-
tökunum.
Halldór Kiljan og sœnski lífeðlisfrœðingurinn Thorell
skoöa heiöursslcjölin sem peir fengu með nöbélsverðlaun-
unum. — Á 7. síöu er viðtal við Jón Helgason prófessor um |
Kiljan og nóbelsverölaunin.
a
Róstur urðu í flestum bæj-
um á Kýpur enn í gær. Nemend-
ur og kennarar í æðri skól-
um á eynni mættu ekki í tíma
en héldu í staðinn mótmæla-
fundi sem lögregla og hermenn
hleyptu upp með táragasi og
kylfum. í Famagusta skaut lög-
reglan viðvörunarskotum þegar
skólafólkið neitaði að hlýðnast
fyrirskipunum hennar. Fjölmarg-
ir unglingar voru handteknir.
í Nicosia hefur 18 ára gamall
piltur verið dæmdur í 18 mán-
aða fangelsi fyrir að rífa sund-
ur prentmynd af Elísabetu
Englandsdrottningu.
Óskastundin
fellur niður í þessu blaði en
verður tvöföld næst.
m
Verðyr stjórnarkreppa eftiráramótin?
Úrræðum í málum útgerðanmtar ekki það langí kemið, að viíað sé, hvort ágreiitingur verður
iniían ríkisstjómarimiar. — Úsamkomuiag um íjáiiagaaígreiðsluna
Sósíalistaflokkurinn mótmælir ábyrgðarleysinu
Enn hefur ekkert samkomu-
lag náðst mn hvaða ríki skuli
taka. við af Tyrklandi í Örygg-
isráðinu eftir áramótin. Atkv.
voru greidd tvívegis í gær, en
árangurslaust, og eru atkvæða-
greiðslurnar þá orðnar 31.
Enn sem fyrr skiptust at-
kvæðin milli Filippseyja (36)
sem njóta stuðnings Bandaríkj-
anna og ríkja Suður-Ameríku
og Júgóslavíu (30), sem nýtur
stuðnings Sovétríkjanna, Bret-
lands og brezku samveldisland-
anna. Tii þess að kosning sé
giid þarf graiddra atkvæöa.
Nú er talað um að ekki sé ó-
sennilegt að samkomulag getij
tekizt um Svíþjóð.
Forseti allsherjarþingsins til-
kynnti því í gær að hann myndi
ekki slíta því fyrr en þetta mál
hefði verið afgreitt.
í umræöum um lög' um bráöabirgðagreiðslur úr ríkis-
sjóöi vegna frestunar á afgreiöslu fjárlag-a og þingfrest-
unar, gáfu Ólafur Tliors og Eysteinn Jónsson athyglis-
veröar yfirlýsingar.
Ejrsteinn sagði að ekki hefði
reynzt unnt að ná samkomu-
lagi milli stjórnarflokkanna um
afgreiðslu fjárlaga. Það liefði
þó verið hægt, en Sjálfstæðis-
flokkurinn ekki viljað fallast
á það. Ólafur sagði að Sjálf-j
stæðisflokkurinn hefði ekki tal-;
ið auðið að afgreiða fjárlög
fyrr en mál fiskiflotans hefðuj
verið leyst. Báðir tóku fram,
að ágreiningurinn væri aðeins j
hvað fjárlögin snerti. Mál íiski-
flotans væri ekki það langt
komin, „að efnisiegur ágrein-j
ingur hafi komið til“. Eysteinn;
tók fram, að hann hefði ákveð-:
ið að vera áfram í ríkisstjórn.
Það væri því ekki stjórnar-j
kreppa nú. Hins vegar mátti
skilja að svo kynni að fara. |
Mótmæli Sósíalistaflokksins
Sósíalistaflokkurinn hafði
skrifað formönnum stjórnar-
flokkanna bré' í tilefni af þing-
frestunartillögunni. Þar segir
svo:
,,Hér með levfum vér oss að
leggja til við yður, með tilliti
til yfirvofandi stÖðvunar á allri
útgerð landsmanna um næstu
áramót, að fundum Alþingis sé
ekki frestað nú, heldur sé fund-
um haldið áfram milli jóla og
nýárs, til þess að reyna að
finna lausn á þeim vandamál-
um, er við blasa, svo að eigi
komi til stöðvunar fiskiflot-
ans í ársbyrjun. Væri þá í
staðinn hægt að taka nokkurt
þingfrí seinna í janúar, er af-
gr. þessara mála væri iokið“.
Hörð hríð að stjórninni
Einar Olgeirsson, Emil Jóns-
son, Gils Guðmundsson, Lúð-
vík Jósepsson og Gylfi Þ. Gísla-
son gerðu harða hríð að ríkis-
stjórninni ivrir seinagang henn-
ar og dugleysi. Nú væri kominn
16. desember og fyrir mánuði
síðan hefði stjórn L.Í.Ú. sam-
þykkt, að báta- og togaraflot-
inn stöðvaðist. um áramót, ef
ekki hefði fundizt lausn á mál-
um útvegsins. Og þetta væri
það sem allir hefðu vitað, að
myndi gerast. En nú væri þing-
ið sent heim og ríkisstjórnin
ekki einu sinni komin það á-j
ieiðis, að liún vissi hvort innan!
hennar yrði ágreiningur uinl
málin.
Tvær nefndir — beðið
eftir skýrslu
Ólafur Thors átti mjög í vök
að verjast, er hann reyndi að
bera blak af sér og stjórninni.
Sagði hann að tvær nefndir
hefðu verið skipaðar. Önnur er
hagfræðinganefnd, sem í eru
Benjamín Eiríksson, Ólafur
Framhald á 11. ríðu.
Skvsnastervél
«/
lendir á Akur-
eyrarflugvelli
í gæikvöld I.enti millilanda-
t'lugvél i fyrsta sinn á Akúreyr-
arflugvelli. Var það önnur af
skymasterflugvélum Flugfélags
íslands, en meðal farþega í þess-
ari ferð voru nokkrir þoðsgest-
ir félagsins.
Eins og kunnugt er, er um
þessar mundir liðið eitt ár frá
þvi hinn nýi flugvöllur Akur-
eyrar á eyrunum við Eyjafjarð-
ará var vígður og tekinn í
notkun.