Þjóðviljinn - 29.12.1955, Qupperneq 4
4) — Þ.JÓÐVIUINN — Fimmtudagur 29. desember 1955
Svipmyndir frá Tékkóslóvakíu:
Prog, b©rg fræg
í hjarta Bæheims liggur Prag,
höfuðborg Tékkóslóvakíu, og
'fareiðist út yfir báða bakka
Vltava-fljóts, umlukin grænum
skógum og grundum. Töfrar og
fegurð borgarinnar heilla alla
útlendinga, sem þangað koma.
Þessi borg á sér þúsund ára
sögu og er miðdepill stjórn-
mála-, fjárhags- og menningar-
Jífs allrar þjóðarinnar. Þessi
borg hefur einnig fagra bygg-
ingarlist að bjóða og á mikið
safn bygginga í gömlum stíl, allt
frá rómanska stílnum til síð-
^renaissanska stílsins. í skemmti-
görðum má njóta kyrrðar ynd-
islegra skógarrjóðra og fagurs
útsýnis frá vori til hausts. Hæð-
irnar hafa þó ekki megnað að
halda borginni á þeim grunnl,
sem henni er gerður af' náttúr-'
unnar hendi. Nýjar ióðir voru
mældar út og borgin breiddist
út yfir sléttuna með nýjum í-
búðahverfum og mörgum verk-
smiðjubyggingum, sem hafa gert
hana að miðstöð blómstrandi
iðnaðar, tengda við nágrennið
með geysimiklu neti þjóðvega,
járnbrauta og Vltava-fljóti.
Hið forna hjarta borgarinnar,
•— Gamla Borgin, Malá Strana,
Hradeany, Vyseþrad og Nýja
Borgin, — hafa til þessa tíma
haldið miðaldaskipulagi sínu,
og innan þessara hverfa eru
varðveittir margir dýrmætir
fjársjóðir byggingarlistar. Allt
þetta svæði, myndað úr gömlu
hverfunum fjórum, hefur hald-
izt eihs og það sést á aldagöml-
um myndum. Hinar sérkennilegu
litlu götur Gömlu Prag eru
sönnun þess, að í tékknesku höf-
uðborginni er geymd stórborg
frá miðöldum.
Alþýðustjórnin verndar með
Jögum gömlu hverfín, sem hafa
frumlegan og skemmtilegan svip
og þær byggingar, sem eru dýr-
rnætar vegna sögu sinnar. Gaml-
jr hlutir borgarinnar eru sögu-
legar minjar og ríkið kostar
viðhald og endurnýjun þeirra.
Sífeilt er unnið kappsamlega að
viðgerðum og endurbyggingum.
Gert hefur verið við tugi lialla,
kirkna og stórhýsa, ný þök hafa
verið sett á margar byggingar
og gert við þær utan og innan.
Á meðal hinna umfangsmiklu
verkefna, sem unnin hafa verið
á síðustu árum er viðgerð og
endurreisn Prag-kastalans og
klausturs heilagrar Önnu, auk-
inn fornminjagröftur og endur-
nýjun hinna fögru Strahov bygg-
ínga, hið ákaflega erfiða verk að
endurbyggja frá grunni stallana.
í barokstíl í görðum Malá
Strana hailanna og meiriháttar
endurbygging hinnar frægu
kirkju heilags Nikulásar í
Malá Strana, sem enn er
nnnið að. Víðtækar endurbætur
fara fram á Waldstein höll og
í Beríramka, aðsetri Mozarts í
IPrag, í Gömlu Nýju Gyðinga-
samkundunni, seni er sú elzta
í Evrópu. Einnig er gert við
Loretto kirkjuna, klaustrið í
Hradcany og Karlsháskólann,
hið sögufræga setur æðri mennt-
tmar I Prag. Á Sv’arcenberg
hþli hefur verið sett ný grafít-
fr.amhlið og einnig á margar
aðrar byggingar. frá endurreisn-
icrtímanum. Betlehem kapellan,
sem er nátengd nafni meistara Bránik, er verið að gera víðáttu-
Jan Húss, hefur verið reist aðjmikið og fagurt svæði skemmti-
nýju, og það verk er mikill sig- ‘ garða. í suður- og austurhverf-
ur fyrir nútíma endurreisnar-j um Prag eru að rísa upp-iangar
skátaféiaganna
veröa 2. og 3. janúar.
Aögöngumiðar fást í
Skátaiieim ilinu á
gamlársdag ki. 1—4.
K.S.F.K. — SffJL
•■■■■■■*■■*■'■*■■■■■■■■■■•■■■■■■■■*■■■■*■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«»■*»■■■■■■■■■•■■•■■■■
Uppboð
Samkvæmt kröi'u bæjarstjórans í Háinarfiröi
veröa fiskt-rönur í Kaplakrika viö Hafnarfjörð, eign
s.f. Bóbó & Bessi, seldar á opinberu uppboöi, sem
fram fer á staðnum fimmtudaginn 12. januar n.k.
kl. 2 e.h.
Greiösla viö hamarshögg.
w
Hafnarfiröi, 28.12 1955
Bæjaslégetiim í Haíitariiséi
«■■■•■■■■■■ ■■■■■•■■*«•■■'■■■■■*■■
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■
Kirkja heilags Nikulásar við torgið í Gö?7ilu borginni í Prag
starf, sem unnið er í nánu sam-
ráði við fomminjafræðina,
Auðvitað eru það ekki ein-
göngu hús í gömlu hverfunum,
sem eru endurnýjuð — heil
ný hvetfi eru fayggð með nú-
tíma sniði og búin öllum full-
komnustu þægindum sem tæknín
hefur að bjóða. Prag stækkar
ört. Það sem áður var vanrækt,
kemur nú óðfiuga. Á bökkum
Vltava-fljóts, á milli Podalí og
raðir nýrra íbúðarhúsa, sem til
samans hafa þúsundir íbúða. Nú
er verið að byggja stærstu út-
borg Prag z Vrsoviee. Þegar
henni er. lokið, verða þar íbúðir
með öiium þægindum fyrir 48000
íbúa í þessu nýja hverfi. Sá
staður í nágrenni Prag, sem hef-
ur hollasta loftslagið er Brevnov
og þar mun á komandi árum
rísá upp ný borg, sem hýsir
Framhald á 10. síðu.
Sjémaimaíékg Reykjavíhur
Jólettrésskemmltm
fyrir böm félagsraaiina veröur x Iönó 2. janúar og
hefst kl. 3.30 e.h.
Aögönguraiöai' veröa seldii* í skiifstofu félagsins
föstudaginn 30. des. frá kl. 10—12 f.h. og 3—6 e.h.
og laugardaginn 31. des. fi'á kl. 10—12 f.h.
Veröi eitthvaö efiir veröur þáð selt mánudaginn
2. janúar frá kl. 10—12 f.h.
Gömlvt dansarnir
verða tun kvöldið kl. 9. — Aögöngumiöar seldir í
skrifstofunni á saraa tíraa og í Iönó frá M. 4 e.h.
2. janúar.
Skemmtinefndin
VERKAMAHUPv skrifar: „Bæj-
arpóstur góóur! Mig langai*
til að segja þér frá þvi, svona.
til gamans, að þegar ég fékk
útborgað vikukaup mitt sl.
f östudag (Þoriáksmessudag),
voru dregnar af því kr. 450,00
upp í skatta, en einmitt þá
upphæð átti ég eftir að boi'ga.
Allan desembermánuð hefur
og veiið dregið af kaupi mínu
upp í skattana. Þaö er kannski
ekki nema gott og. blessað að
ríkiö gangi hart eftir því, að
þegnarnir greiði gjöid sin, en.
þó finnst mér óþarflega freiít
að heimta nálega helminginn
af vikukaupi manns svona rétt
fyrir jólin upp í síðustu af-
borgunina á sköttunum“, —
Bæjarizóstinum finnst þetta.
raunar meira en frekt, þetta
er óforskömmuð ónærgætni og
nánasarskapur. En Bæjai'póst-
inn minnir, að það séu. til
einhver fyrirmæii um það, að
opinber gjöld eigi ekki að inn-
heimta í jólamánuðinum. Er
það e.t.v. bara misminni? En
þegar maður heyrir sögur sem
þessa,-hlýtur maður að.spyrja:
Hvernig stendur á því, að tug-
milljónir álagðra útsvara og
skatta eru jafnan.óinnheimtar
um áramót? Það virðist jafn-
vel talsverð ástæða til að ætla,
Oíyrirleitin skaítheimta — Hættulegir leikir —
Skotið af teygjubyssu — SkíSasieðar á götunni
— Hvai eiga börnin. að'leika sér —
að hinir skeleggu rukkarar
rikis og bæjar geri sér nokk-
urn mannamun og gangi sum-
staðar linlega fram í imx-
heimtunni á opinbenzm gjöld-
um, en sýni þeim mun meiri
börkti annarsstaðar.______
1 GÆR KOM maður nokkur að
máii við Bíejarixóstinn og
sýndi honum smáhlut, sem
hann kvaðst hafa hirt á göt-
unni. Það var brotin lykkja úr
beini, lítil, en hörð mjög. Sagð-
ist maðurinn hafa verið á
gangi niðri í bæ, og rétt á
undan honum gekk öldruð
kona. AUt í einu nam konan
staðar og tók að þreifa um
höfuð sér með hendinni, eins
og hana kenndi til. Jafnframt
varð það nokkurn veginn
samtámis, að maðurinn fann
beinlykkjuna einmitt þar sem
konan stóð. og nokkrir strák-
ar sem stóðu þar rétt hjá þutu
í felur. Þeir höfðu sem sé ver-
ið að skjóta af teygjubyssu og
var fyrrnefnd lykkja skeyti
þeirra. Nú geri ég ekki ráð
fyrir, að strákamír hafi ætlað
að hrekkja gömlu komina, svo
ótuktarlegir í sér eru þeir von-
andi ekki, — heldur liafa þeir
án efa ætlað skeytið einliverj-
um öðrum. En þetta er hættu-
legur leikur. Það er talsverður
kraftur í skotinu, ef teygjan
er stíf, og eitilhörð beinflís
getur hæglega meitt fólk, ef
hún kemur illa á. Og þótt
skytturnar velji sér e.t.v. skot-
mark, sean Iiættulaust er að
skjóta í, þá er erfitt að skjóta
beint í mark af teygjubyssu,
og enginn veit, hvar óskytju
ör geigar.
SlÐAN SNJORINN fcom er
varla hægt að komast áfram
um sumar götur ibæjarins fyr-
ir bömum á skíðasleðum. Sum-
staðar reima þau sér á fleygi-
ferð eftir miðri götunni og
þvert yfir götur, og bifreiða-
stjórar hafa kvartað yfir því,
að það væri rétt ómögulegt að
fá krakkana til þess að vikja
fyrir bílunum. Og víða á götu-
horaum séi* maður oft hóp
stálpaðra krakka bíða færis að
hanga aftan í bílum ,' sem um
götuna fara. Það er auðvitað
elcki nema von, að börnin
langi til að renna sér á skiða-
sleðunum, en það verður að
fjarlægja þann leik þeirra af
götunni. Gatan á ekki að vera,
leikvangur bamanna. Nú segja.
náttúrlega margir: Hvar mega.
börnm vera í þessum bæ? Það
er fyllilega réttmæt spuming,.
og það hefúr oft verið bent á.
það, m.a. hér í þessu blaði, að
það vantar tilfinnanlega fleirí;
og stærri leikvelli í bænum..
Hinsvegar ættu allir aðilar að
vera samtaka um að banna
stranglega að börnin iðki þatm
„leik“ að hanga aftan í bílum.
Það þarf að kenna böraunum
að bera meiri virðingu fyrir
lífi sínu og heilbrigði en svo,
að þau geri leik að því að
leggja það 4 jafnaugljósa
hættu og að hanga aftan í bíl.