Þjóðviljinn - 29.12.1955, Síða 7

Þjóðviljinn - 29.12.1955, Síða 7
Fimmtudag’ur 29.; desember 1955 — I>JÓÐVILJINN — (7 ÞJ ÖÐLEIKHÚSIÐ ]ómsm@ssmámumur eftir Wiiliam Skakespeare LeiScstfód: Waitei Huád — ÍpýSaiMÍ: Helgl Hálfáanarson Langt fyrir austan sól og vestan mána er land æfintýrs og margslunginna töfra, gert af meistarahöndum, ríki sumars og ástar og undarlegra drauma; hvergi er betra að dvelja þegar skammdegi grúfir yfir landi og hagl dynur á rúðum. „Jónsmessudraumur“ er eitt af fegurstu og ástsælustu verk- um Shakespeares, konungs allra skálda, og ort þegar meistarinn stóð á þrítugu að því ætla má; æskuverkin lágu að baki, fram- undan blasti við tími stórfeng- legrar listsköpunar, hamramra átaka. Það er til einskis að leita að djúpstæðum mannlýs- ingum eða dramatískri at- burðarás í þessu leikriti, en það er engu að síður fullkomið landslagi og veðráttu, þjóðtrú og þjóðarlund. Og iðnaðar- mennirnir sex voru eflaust góð- kunningjar Shakespeares í æsku, þessir blessaðir sauðir sem sýna fornan harmleik með svo’ átakanlega spaugilegum hætti að allir sem sjá og heyra veltast um af hlátri. Skáldið lætur skopið dynja á þessum kostulegu náungum, en lítur um leið á viðleitni þeirra með sannri góðvild og mildi: „Vissu- lega veldur ekkert hneykslun, sem bóoið er af heiium hug og góðum.“ Mér er til efs að fágaðri, fallegri og jafnbetri sýning hafi áður sézt í Þjóðleikhúsinu ís- lenzka, og er framar öllu að þakka margvíslegri snilli, „Pýramus og Þispe“ leikin í höll hins aþenska hertoga. verk, gætt ljóðrænum yndis- þokka, óviðjafnanlegu hugar- flugi, djúpri náttúrukennd, meistaralegri kímni — skáldið beinir fluginu til himins, en gleymir þó aldrei móður jörð. Þrjár ólíkar þjóðir ber fyrir augu og þrjá heima: hið aðal- borna hirðfólk í Aþenuborg; lítllsiglda handverksmenn, fuli- trúa spaugs og glettni; og loks álfana, kynjaverur skáldlegr- ar ímyndunar og drauma. Alla þessa ólíku heima bindur ást- arguðinn saman, sá mikli hrekkjalómur, og blindar og brjálar bæði menn og álfa, en glettin ádeila skáldsins á ofur- vald ástríðunnar er kjarni leiksins. Ástin er í eðli sínu gagnstæð heilbrigðri skynsemi: „Brjálað fólk, einnig elskendur og skáld, er gert úr tómri í- myndun.*, Og ímyndun og veruleiki, draumur og vaka. verða ekki aðgreind í dular- heimi skáldsins, þar er allt háð sjónhverfingum sumarnætur- innar og hinna rökkvuðu þoku- slungnu skóga, ummyndað í skini mánans, þrungið höfgum ilmi aldina og blóma. Leikurinn á að gerast í Aþenu hinni fomu, en fer í raun og veru fram á heima stöðvum skáldsins, eins og þeim mun ljóst sem reikað ■hafa um skógana við Avon; Þar er brugðið upp heillandi myndum og fögrum af ensku kunnáttu og atorku Walters Hudds, hins mikilhæfa enska leikstjóra. Leikendurnir hlýða í öllu boði hans og banni, túlka hlutverk sín af sannri alúð og leggja sig alla fram; honum tekst að fella hin ólíku atriði í eina lífræna heild, bregða yfir umhverfið glæsi- legum æfintýraljóma, seiða fram hina léttu safaríku kímni. Óbundna málið nýtur síri á- ■gætlega, en meðferð . ýmsra leikenda á ljóðlínum Shake- speares er honum ekki unnt að fegra til hlítar, sem að vonum lætur; í annan stað er fram- ganga þeirra og hreyfingar til fyrirmyndar, hraði leiksins og skipan einstakra atriða, bún- ingar, ljós og tjöld. Sýningin er hefðbundin og nýtízk í senn, hefðbundin að þvi leyti að leikin er tónlist Mendelssohns, hið fræga verk sem löngum hefur fylgt „Jónsmessudraumi“ um heiminn, en sumir kunn- áttumenn enskir varpað fyrir borð á síðari árum með þeirri forsendu að hún eigi lítt eða ekkert skylt við verk. Shake- speares, enda skipti hljómlist orðanna sjálfra öllu máli. Um þá hluti er mér ofraun að dæma, en vist hlytu margir að sakna Mendelssohns þegar „Draumurinn" er sýndur í fyrsta sinn á landi hér. Mikið er dansað í leiknum og ef til vill um of að sumra dómi, en álfana litlu kjósum við ekki að missa — dansnemarnir ungu sem Erik Bidsted hefur æft af svo mikilli kostgæfni eru fyrir löngu orðnir eftirlæti þeirra sem leikhúsið sækja. — Víða fer leikstjórinn eigin leið- ir og þai-f ekki að efa auðugt ímyndunarafl hans og listræna bragðvísi. Hinn þögli leikur hans er víða til mikils yndis- auka, oftlega kátbrosleg atriði og fyndin, stundum ljúf og fögur; ég vil aðeins þakka honum fyrir sjálfan endir leiks- inS, ljósálfinn litla sem hvílist sofandi á hallargólfinu og hlýt- ur að snerta allra hjörtu. Tjöld og búningar eru teiknuð er- lendis að forsögn leikstjórans, en máluð og saumuð í Þjóð- leikhúsinu og öllum aðilum til mikils sóma. Tvö svið eru réttilega látin nægja, höllin og skógurinn, myndfögur tjöld og stílhrein og hvorki of íburð- armikil né þung í vöfum; bún- ingar litríkir og fallegir, æfin- týralegir og hæfilega fjölbreytt- ir og óháðir tíð og tíma; og ljósum og gagnsæjum tjöldum beitt af óvenjulegu öryggi og æmu listfengi. -Hlutur Helga Hálfdanarson- ar, hins snjalla og góðkunna ljóðaþýðanda, verður vart of hátt metinn, „Jónsmessu- draumur“ er ef til vill mesta af- rek hans. Þýðingin er nákvæm og hugkvæm í bezta lagi, ijós og hljómfögur og fer jafnan eðlilega í munni; og svo mikil er rímleikni Helga að gengur göldrum næst — því . vanda- samara rím, því léttfleygari og eðlilegri verða orðsvör og Ijóð Shakespeares í meðförum hans. Þá víkur sögunni til leik- enda -— hirðfólks, handverks- manna og álfa. Efskendurnir aðalbornu sem óþyrmilegast verða fyrir skeytum Amors eru fáum sérkennum gædd af hendi:. skáldsins, en mál þeirra Ijóðrænt og fagurt. Um túlkun þeirra Herdísar Þorvaldsdóttur og Benedikts Árnas., Katrinar Thors og Helga Skúlasonar er ýmislegt gott að segja, en sam- leik þeirra skortir víða ósvikið fjör og sanna kímni. Framsögn gætum og skeikar hvergi. Fyrst skal frægan telja, Spóla vefara (sem fremur ætti að heita Botni) og er merkust mannlýs- ing í leiknum. Túlkun Róberts Arnfinnssonar er blessunarlega laus við ýkjur og öll hin skop- legasta — Spóli er sýnilega góð sál, málgefinn og einfaldur, en heilbrigður á líkama og sál, hé- gómlegur sem sönnum áhuga- leikara sæmir, heldur sig geta alla hluti og er sjálfkjörinn leiðtogi félaga sinna; bezt tekst Róbert upp er Spóli leikur Pýramus í lokin. Kvistur er skýrt mótuð persóna í höndum Gests Pálssonar, hvítur fyrir Handver.ksmennirnir sex: Leikæfing. ög skapgerðarlýsing Herdísar ber af hinum, Hermía verður mjög tápmikil stúlka í höndum hennar, stórlynd og orðviss og lætur ekki hlut sinn fyrir nein- um. Katrín Thors er ekki nógu skemmtileg Helena, hún á að vísu að vera sem ólíkust Her- míu, en er of beygjuleg og framsögnin helzti þróttlítil og óskýr þegar svo ber undir, en sómir sér prýðilega um útlit og framgöngu. Benedikt Árnason nær ekki heldur góðum tökum á Ijóðlínum skáldsins, en er vissulega fríður og glæsilegur sem kvennagullið Lýsander; Helgi Skúlason leikur hinn kaldgeðja elskhuga Demetríus blátt áfram, sennilega og skýrt. Jón Sigurbjömsson er Þesevs hertogi í Aþenu, karl- mannlegur maður, málsnjall og viðfeldinn; Regína Þórðardóttir er Hippólýta brúður hans, tígu- leg og skartbúin. Þá er Valur Gíslason öruggur og aðsóps- mikil Egevs, hinn ráðriki og þröngsýni faðir, og Jón Aðils prýðilegur veizlumeistari, sann- ur hirðþjónn, ísmeygilegur og rembilátur. Handverksmennirnir eru al- gerar andstæður hirðfólksins og verulega ánægjulegt að sjá hversu samvaídir þeir eru á hinu íslenzka sviði, lifandi, kátbroslegir og skemmtilega ó- líkir; samleikur þeirra með á- í álfheimum: Konungur og drottning ásamt fylgdarliði. hærum og virðulegastur þeirra félaga, áhyggjufullur og sam- vizkusamur með afbrigðum. Bessi Bjarnason er mjög fynd- inn Hvinur, unglingur í sjójn og raun og tilvalinn i hlutverk Þispu, og hefur vart hlotið jafnþakklátt viðfangsefni áður né leikið eins vel. Eftirminni- lega lýsir Baldvin Haldórsson sinum manni, ketilbangaranum, hann er sönn hryggðarmynd, beygður af áhyggjum og kvíðá, þunglyndið drýpur af vörum hans og lásjónu. Snikki er hnittilegur einfeldningur í með- förum Klemenzar Jónsonar, fámáll og' orðvar, og Indriði Waage, hinn veikbyggði og sultarlegi maður, ber öll ein- kenni sinnar atvinnu, skradd- aralistarinnar. í skóginum búa álfarnir, hin- ar kynlegu dularvérur, ódauð- legar og mannlegar í senn, þar ráða þau ríkjum Óberon kon- ungur og Títanía, drottningin fagra. Rúrik Haraldsson er glæsilegur og rómantískur á- sýndum í glitrandi gervi Óber- ons, röddin karlmannleg og sterk en ekki nógu sveigjanleg og mjúk til þess að fögur Ijóð skáldsins njóti sín í öllu; hanr, er sannur álfakóngur og það sópar að honum, enda er það hann sem töfrunum og álögun- um veldur. Og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir er tíguleg Tít- anía, falleg og mjúkstíg í fölu tunglsljósinu, þóttafull og drottnunargjörn, og fer skáld- lega með hin undurfögru nátt- úruljóð í upphafi annars þátt- ar. Leikstjórinn hefur glöggt auga fyrir sérkennum hverrar persónu í leiknum, skilur rétt- um skilningi hlutverk þeirra og eðli. Bokki, en svo kallar þýðandinn Puck snjöllu nafni, hefur oftlega verið gerður að himinbornari veru en efni standa til, enda fenginn glæsi- legum leikkonum í hendur, hér er farin önnur og réttari leið. Bokki er næsta jarðneskur álí- ur, bragðarefur hinn mesti, og Framh. á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.