Þjóðviljinn - 22.01.1956, Síða 3
Sunnudagur 22. janúar 1956 — J>JÓÐVIUINN —■ (3
„Það er verið að taka það
fegursta af manni11
Alvöruorð níræðrar norðlenzkrar konu
Guðrún heitir hún, fædd 22.
janúar 1866 að Austari-Krókum
í Fnjóskadal, dóttir Magnúsar
Árnasonar og Þórunnar Helga-
dóttur konu hans.
Níræð íslenzk alþýðukona
hefur lifað mikið breytingatíma-
bil, og kynni frá mörgu að
segja. Og Guðrún er ern og
greið í svörum, en þegar ég
bað hana að segja mér eitthvað
af því sem á daga hennar hefði
drifið svaraði hún — Eg held
ég sé búin að gleyma því. Þetta
svar hennar var þó fyrst og
fremst sprottið af hlédrægni al-
þýðukonunnar, sem ekki vill
„komast í blöðin“ á gamals
aldri, því þegar ég mótmælti
minnisleysi hennar svaraði hún:
— Jú, kannske man ég ým-
islegt, en ef ég færi að segja
þér það, þá yrði það svo langt
mál, — og svo vil ég helzt sem
minnst um það segja.
Það verður þó að samkomu-
lagi að þetta má ég hafa eftir
henni:
— Eg ólst upp hjá foreldrum
mínum að Austari-Krókum þar
til ég var 19 ára, en þá fór ég
til föðursystur minnar og var
hjá henni í tvö ár. Þá fór ég í
vist í 3 ár, að Nesi í Höfða-
hverfi.
. — Hvernig var að vera í vist
í þá daga ?
— Það var gott heimili í
Nesi, skemmtilegt, mannmargt
og vel efnað eftir því sem þá
gerðist, og þetta var líka skyld-
fólk mitt, svo ég hafði ekki
nema gott um vistina að segja,
mér leið þar vel.
’ í Nesi giftist Guðrún Ingvari
Ingvarssyni, uppeldissyni Ein-
ars Ásmundssonar í Nesi (Ingv-
ar var Húnvetningur að upp-
riina) óg fóru þau. að búa á
HaUfreðarstöðum, en fluttu
Bjargráðin
Framhald af 1. síðu.
hluta vátryggingariðgjalds fiski-
báta. Ennfremur til þess að
greiða vinnslustyrk á bátafisk og
sérstakar bætur vegna meiri
vjnnslukostnaður á smáfiski,
hvorttveggja til þess að koma
í veg fyrir verðlækkun á fisk-
inum.
Þar eð ekki hefur þótt fært
að bæta nýjum vörutegundum
á bátalistann, verði varið all-
hárri fjárhæð úr sjóði þessum
til þess að kaupa og taka úr
umferð óseld innflutningsskír-
teini bátaútvegsins.
Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið
að leita heimildar Alþingis til
brátt að Bárðartjörn í Höfða-
hverfi og bjuggu þar í 9 ár.
Eignuðust þau á þeim tíma 3
dætur, tvíburana Brynhildi og
Svanborgu og síðar Elísabetu.
Frá Bárðartjörn fluttu þau til
Akureyrar, en þar stundaði lngv
ar bátasmíðar á vetrum en
húsasmíðar á sumrum. Á Akur-
eyri bjuggu þau í 34 ár, en
Guðrún Magnúsdóttir
fluttu þá til Reylcjavíkur til
dóttur sinnar Elísabetar og
manns hennar Hallgríms Jónas-
sonar kennara. Hjá þeim voru
þau að mestu þar til Ingvar
lézt fyrir nokkrum árum. Síð-
an hefur Guðrún ýmist verið
hjá Elísabetu eða Svanborgu
dætrum sínum, en áður höfðu
þau verið nokkur ár á Djúpa-
vogi hjá Svanborgu. — 1 dag
dvelur Guðrún hjá Svanborgu
á Digranesvegi 32 í Kópavogi.
— Hvernig var búskapurinn
í gamla daga, spyr ég, vil gjarna
heyra meira en framanskráðan
annál.
— Búskaparhættirnir voru
fremur fátæklegir þá. Það var
afskaplega mikil fátækt hjá
mörgu fólki í þá daga. Það var
lítið sem fólk gat veitt sér af
erlendum vai’ningi þá, og verzl-
unin slæm. Það var mjög erfitt
líf hjá mörgum, fannst mér, en
ég hafði ekkert af þvi að segja,
ég var hjá efnuðu fólki. Bárð-
artjörn er frekar lítil jörð, en
okkur leið fremur vel þar.
— Var ekki vinnutími yfir-
leitt langur þá?
— Jú, þeir árrisulustu munu
hafa farið á fætur kl. 7 (þá
mun kl. hafa verið tveim stund-
um fljótari en nú), og það var
varla að maður sæi til að ganga
þegar farið vai’ lieim af engj-
unum á sumrin.
—Voru til heyhlöður í þá
daga?
— Já, á efnaðri bæjum voru
til hlöður, lilaðnar úr torfi og
þess að greiða úr áðurnefndum Krjóti og þaktar með torfi, þvi
sjóði 5000 krónur fyrir hvem ’ þásást ekki þakjám.
togara fyrir hvem dag, sem tog-| — Finnst þér veröldin betri
aranum er sannanlega haldið til ; dag en hún var þá?
veiða. Er hér um að ræða hækk- — Miðað við hvernig var þeg-
un á rekstrarframlagi til tog- ( ar ág var smábam er líðan fólks
aranna um 3000 krónur á dag, Qg kjör miklu betri. Margt var
frá því sem verið hefur. | gaman í þá daga, en ýmislegt
Ríkisstjórnin mun næstu daga vildi ég þó ekki þurfa að lifa
leggja fyiri Alþingi frumvarp aftur. En það er ekki allt feng-
um þetta efni og ráðstafanir til ið með framförunum sem orðið
tekjuöflunar í þessu skyni, enda hafa. Mesta evmdin af öllu í
væntir hún þess, að framan- dag er að verið er að eyðileggja
greindar ráðstafanir verði til landið okkar með erlendum yfir-
þess að vélbátaflotinn hefji veið- ráðum. Það er verið að taka
Skilairestur í
sönglagakeppni
LBIÍ framlengdnr
Á ársþingi Landssambands
blandaðra kóra s.l. sumar var
samþykkt að heita verðlaunum,
1000, 500 og 250 kr., fyrir ný
sönglög fyrir blandaðar raddir.
Var skiladagur miðaður við 1.
jan. s.l.
Þar sem fá verk hafa borizt,
hefur stjórn LBK ákveðið að
framlengja frestinn til hlaupárs-
dags, 29. febrúar.
Námskeið til undirbúnings
þátttöku í Norræna Sumarhá-
skólanum hefst í byrjun febrú-
armánaðar n.k. Verður sumarhá-
skólinn haldinn í Askov i Dan-
mörku næsta sumar. Þeir sem
sækja undifbúnmgsnámskeiðið,
munu sitja fyrir um styrki, sem
veittir kunna að verða til þátt-
töku í Sumarháskólanum.
Þeir sem áhuga hafa á því að
taka þátt í undirbúningsnám-
skeiðinu, eru beðnir að snúa sér
fyrir 1. febrúar til Ólafs Björns-
sonar, prófessors, eða Sveins Ás-
geirssonar, hagfræðings, sem
gefa ailar nánari upplýsingar.
Mozarts minnzt á tónlistar-
kynningu HáskóEans í dag
Tónlistarkynning verður í hátíöasal Háskólans í dag og
hefst kl. 5 síödegis. Veröur þá minnzt tveggja alda afmæl-
is Mozarts (27. þ.m.) og flutt nokkur verka hans af hljóm-
plötum.
Fyrst verður leikin Sinfónia
Concertante í es-dúr (K. 864),
fyrir fiðlu, lágfiðlu og hljóm-
sveit. Þetta er unaðsfagurt verk,
en tiltölulega sjaldan flutt á
hljómleikum og mun þvi vera
ýmsum tóniist-
arunnendum
miður kunnugt
en margt ann-
að eftir Moz-
art. Einleikar-
ar eru Isaac
Stern (fiðla)
og William
Primrose (lág-
fiðla), en
Pabló Casals
stjórnar há-
tiðarhjómsveitinni í Perpignan,
þar sem þetta var hljóðritað á
tónlistarliátíð Casals.
Þá verða flutt tvö stutt at-
riði úr óperunni Brúðkaupi Fí-
garós, þar sem fram koma ein-
Mozart
söngvararnir Erick Kunz (bari-
tón, Fígaró), Irmgard Seefried
(sópran, Súsanna) og George
London (bassi, Almavíva greifi),
kór Ríkisóperunnar í Vínarborg
og Fílharmoníska hljómsveitin í
sömu borg, stjórnandi Herbert
von Karajan.
Loks verður flutt sinfónía í
g-moll, nr. 40 (K. 550), leikin af
Rochesters hljómsveitinni undir
stjórn Erichs Leinsdorfs. Þetta
er tvímælalaust þekktasta og
vinsælasta sinfónía Mozarts og
eitt af ástsælustu og mest dáðu
hljómsveitarverkum, sem til eru
í öllum tónbókmenntimi heims-
ins.
Jon Þórarinssön tóniistarráðu-
nautur flytur inngangsorð um
tónskáldið og segir frá verkum
þeim, sem flutt verða.
Öllum er heimill aðgangur.
Getraunaúrslit
SlíáUsírÍBierkin koma á morgiin
Verða seld zneð sérsiöku víirverðs, er
reimur til endurreisnar Skálholtsstaðar
Á morgnn veröa gefin út ný frímerki, svonefnd Skál-
holtsfrímerki, eins og áöur hefur veriö skýrt frá. Frímerki
þessi veröa seld með sérstöku yfirveröi, sem rennur til
endurreisnar Skálholtsstaðar.
Aston VI — Chelsea 4 ....... 2
Burnley 1 — W. B. A. 2 ..... 2
Charlton 0 — Newcastle 2 .... 2
Luton 0 — Birmingham 1 .... 2
Manch. City 1 — Huddersf. 0 1
Portsmouth 5 — Arsenal 2 .... 1
Preston 3 — Manch. Utd. 1 1
Sheff. Utd. 2 — Cardiff i .... 1
Sunderl. 0 — Bolton 0 ...... x
Tottenham 1 — Everton 1 .... x
Wolves 2 — Blackpool 3 .... 2
Swansea 2 — Sheff. Utd. 1 .... 1
Frímerkin, sem prentuð eru
hjá Thomas de la Rue & Co.
Ltd., London, eru þrennskon-
ar:
75 + 25 aura merki, rautt,
mynd af Þorláki helga Þór-
liallss. Skálholtsbiskupi (1178-
1193). 125+75 aura merki,
brúnt, með mynd af dómkirkju
þeirri, sem Brynjólfur Sveins-
son biskup lét reisa í Skálholti
1654. 175 + 125 aura merki,
t
dökkgrátt, með mynd af Jóni
Þorkelssyni Vídalín, biskupi í
Skálhölti 1698-1720.
Stefán Jónsson hefur teikn-
að umgjörðir um myndirnar á
frímerkjunum.
Nýju frímerkin gilda fyrir
allar póstburðarsendingar inn-
anlands og til útlanda frá
morgundegi og þar - til annað
verður ákveðið.
finnst að með sama áframhaldi
sé þjóðin komin að því að
hrynja.
— Hvemig var sjálfstæðis-
baráttan í gamla daga?
— Það voru ekki allir betri í
sjálfstæðismálinu þá en nú.
Sumt fólk lét sjálfstæðismálið
ekki koma sér við, en það vakn-
aði og almenningur var einhuga
um að Island yrði sjálfstætt og
frjálst land.
Þamiig mælir hin níræða
kona, — en svo berst talið að
börnum og barnabömum, eink-
um barnaböraum, og úr augum
hennar geislar hin milda,
hlýja móðurhyggja lífsreyndr-
ar konu. — Ekkert er skemmti-
legra né betra í lífinu en bless-
uð bömin, segir hún.
HðFUM OFNAÐ
Bifreiðaverkstœði
á Langholtsvegi 52, sími 1098
Tökum aö okkur allai’ algengar bílaviögeröir
einnig réttingar.
Davíð Guðbergssoit
Kjartan R. Zophaniasson
Samtök herskálahúa
! FÉLAGSFUNDUR í
• , :
: veröur haldinn í Breiöfiröingabúö þriöjudaginn :
[ 24. janúar n.k. klukkan 8.30.
1 f :
DAGSKRÁ:
■ ■
1. Félagsmál.
2. Erindi.
Herskálabúar fjölmennið og takið meö ykkur
nýja félaga.
STJÓRNIN.
iMNiiiMniiMiiuMiifiiiimmmiHKiiiniMiiiminiiiMWiHH
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■•■■■■«■■■■■•■■■■■■■■*»■■■■■■■■■■■*■'
j \
Ritarastarf
■
: í Vegamálaskrifstofunni er laust til umsóknar. Vél-
I ritunarkunnátta og nokkur tungumálaþelíking 1
: nauösynleg. Laun samkvæmt launalögum.
: Umsóknir sendist samgöngumálaráöuneytinu
j fyrir 15. febr. n.k.
í i
Samgöngumálaráðuneytið
ar nú þegar.“ i það fegursta af manni. Mér
nMMMHaimiUHun>iaaiHMiiHaaH»aMi>UMMMiauHMMMiaMiMMMiiiMiaiiMiiMia
J. B.