Þjóðviljinn - 22.01.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.01.1956, Blaðsíða 6
6} — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 22. janúar 1956 i'--------------—--------- Hl6fl«IUiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — 564-1808 Það er mikið byggt I Reykja- vik, segja menn, og sumir segja að það sé allt of mikið byggt. Samt sýnir skýrsla byggingar- fulltrúans í Reykjavík að á sl. éri voru ekki fullgerðar nema 564 íbúðir í Reykjavík. Það er að vísu veruleg hækkun frá því sem verið hefur undanfarin ár, en minna má á að árið 1946, þegar nýsköpunarstjórnin var við völd voru fullgerðar 634 í- búðir í Reykjavík. Þá sýndu hagfræðingar fram á að 600 í- búðir á ári væri nauðsynleg áukning til þess að mæta eðli- íegri fjölgun og útrýma heilsu- spiUandi húsnæði á nokkrum ár- um. ibúðafjölgunin í fyrra nær ekki þeii-ri tölu, og hefur þó ástandið hriðversnað síðan 1946, mun fleira fólk býr í al- gerlega óhæfum vistarverum, og þyrfti nú mun meiri aukningu en 1946 til þess að ráða sam- svarandi bót á húsnæðisskort- inum. En samt er mikið byggt í Reykjavík. Skýrsla byggingar- fulltrúans sýnir lika að 1808 í- búðir eru i smíðum, ófullgerðar. Einnig sú tala bregður ljósi á ástandið. Mikill fjöldi fólks hef- ur brotizt í þvi að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið, ekki sízt eftir hið mikla skrum stjórnarfloklcanna í vor um stórfclld lán til íbúða. Eftir að skrumið hefur að verulegu leyti reynzt uppspuninn einber, hafa mörg hundruð manna komizt í hin alvarlegustu vandræði með framtak sitt, og mjög margir eru strandaðir eftir að hafa lagt fram aleigu sína og tekið á sig uggvænlegar skuldir. Slík stjórn á bvggingarmálunum er óverj- andi hneyksli, í senn siðlaus framkoma við þegnana og fár- ánieg sóun á byggingarefni, vinnuafli og fjármunum. Stjórn- arherrarhir hafa komið þúsund- um manna í hin sárustu vand- ræði, og húsnæðisskorturinn er algerari en nokkru sinni fyrr vegna okursins sem bætt hefur verið ofan á all-t annað. Góðar horfur Sósíalistar á þingi hafa bor- ið fram frumvarp sem leggur bann við því að húsnæði sem byggt er undir íbúðir sé notað til annars á eftir. Er þetta hin sjálfsagðasta tillaga, sem ekki verðiir móti mælt. með neinum rökum. Hefur hún einnig feng- ið hinar jákvæðustu undirtektir i Morgunblaðinu og Alþýðubiað- inu svo vart þarf að efa að hún verði samþykkt á þingi. Geta því braggabúarnir faríð að hlakka til að flytja inn í Morg- unblaðshöllina, en efri hæðir hennar eru sem kunnugt er byggðar sem íbúðarhúsnæði. Að- eins er svo að skilja á þessum blöðum að þau vilji láta lögin hafa afturverkandi kraft, þann- ig að þau nái einnig til húsnæð- is sem þegar er búið að ráð- stafa. Er ekki að efa að slík breytingartillaga. fengi nægan stuðning, og geta þá einhverj- ir braggabúar í viðbót búið sig undir að flytja inn í Holstein. Atriði úr myndinni Rómeó og Júlía Ætli fleirum hafi ekki farið sem mér að bregða illa við það að hætt væri að sýna rúss- nesku ballettmyndina Rómeó og Júlíu. Hún var sýnd ör- fáum sinnum í Tjamarbíói og mér er sagt að aðsókn hafi Þessi mynd — Rómeó og Júlía hreif mig svo sterkt að ég kann ekki að skrifa um hana á þann hátt sem mér skilst gagnrýnendur eigi að gera. Að henni lokinni veit maður varla livernig maður THOB VILHIÁIMSSON: verki Merkútió, ég held að enginn gleymi dauðadansi þess síðamefnda. En nú er Úlanóva víst hætt að dansa. Svo jafnvel þeir sem eiga von á að komast til Moskvu fá ekki að sjá hana nema í þessari mynd. Á kvik- myndahátíðinni í Cannes í fyrrasumar fékk hún verðlaun fyrir beztu túlkun í kvenhlut- verki. Rómeó off Júlía (Sovézk ballettmynd í Tjarnarbíói) verið sáralítil. Ég er þeiirar skoðimar að forráðamenn kvikmyndahúsa þurfi að hafa ofurlitla þolinmæði að bíða eft- ir aðsókn á afburðamyndir og það þarf áreiðanlega að njóta stuðnings blaðamanna til að hvetja fólkið. Raunar skilst mér að flestir séu nú svo alteknir taflæði að allt annað leggist í dvala. Ekki er það að lasta að menn stytti sér stundir við tafl. I taflinu er heili ekki sál, taug- ar ekki hjarta. Annars er bezt að tala varlega. Ég man ekki betur en ný- lega hafi þúsundir manna í þessum bæ rifið sig upo fyrir allar aldir til að ná sér i að- göngumiða að sjá sovét-dans- ara í Þjóðleikhúsinu og hví mátti maður þá ekki vænta þess að frostið hefði ekki lægt spenninginn í löngum biðröð- um úti fyrir kvikmyndahúsinu að sjá þessa mynd. En það var nú eitthvað annað. Engin aðsókn. Allir að tefla? Hér var tækifæri til að sjá fullkomnustu ballett-dansara lieimsins og siálfa drottningu dansins Ú'anóvu flytja ballett gerðan eftir fegurstu ástar- sögu heimsbókmenntanna. Og með tónlist eftir Prokofieff. Hvað var hægt að bjóða upp á meira? Nei, nei, engin að- _ sókn. : ■ Þetta er cinema- coreo- ■ ■ grafique, kvikmynda-ballett: | ný grein listar sem ég held hafi byrjað með Rauðu skón- um, ensku myndinni sem var sýnd á Tjarnarbió við góða aðsókn og vinsældir. Þessi var þúsund sinnum betri og raun- ar ekki sambærileg, svo langt- um ofar, heilsteyptari og full- komnari á allan hátt. á að bera til fætuma. Hvergi slaknar athyglin og margir þættir myndarimiar eru svo heillandi að maður finnur ekki neitt til samanburðar. Mér er sönn ánægja að mótmæla því sem ég sagði eftir frönskum gagnrýnanda í grein um kvilonyndahátíðina í Cannes s.I. sumar, að kvikmyndun verksins Rómeó og Júlía væri ekki sérlega merkileg. Kann- ski má eitthvað að henni finna en frammi fyrir slíkri fegurð sem þessi mynd birtir verður maður fyrst og fremst þakk- látur að fá að njóta. Sumar sviðsetningamar eink- um götuþættimir hverfa manni varla úr minni og það er auð- séð að í þeim köflum hefur ballettinn allur verið endur- saminn fyrir kvikmyndina, þar ilmar af fegurð Ijóðs, litim- ir fínni en við höfum áður séð og sérstaklega hlýtur mað- ur að undrast hve vel hefur tekizt að leiða hinar ýmsu greinar saman i einn ósundr- aðan straum. Hvað skyldi maður svo sem geta sagt um dans Úlanóvu ? Þar er sú fegurð sem maður óskar að aldrei hætti. Og v.arla getur maður sagt neitt að gagni um Sjadanoff sem dans- ar Rómeó, eða Koren í hlut- Það er verkefni fyrir tón- fræðinga, varla leikmanna að tala um tónlistina sem Pro- kofieff hefur gert við þennan ballett. Ég efast um að á okkar tímum hafi verið samin jafn unaðsleg ballettmúsik og þessi. Hún er einföld og ljós og klassískur hreinleiki yfir henni, stundum minnir hún á Klassisku sinfóníuna hans. Arntam heitir stjórnandi myndarinnar en kóreógrafían: dansarmr eru. eftir Lakrovsky. Mér skiist á tali manna sem hafa séð þennan sama ballett svndan í Moskvu að þeir liafi líka yndi af mvndinni. Fransk- ur sragnrýnandi, Sadoul, segir að hann hafi séð í Moskvu fegurstu danssýningu sem til sé í öllum heiminum þegar hann sá þennan ballett þar. Fyrir okkur sem liöfum ekki átt kost á að lifa slík ævin- týri hlvtur a.ð vera ómissandi tækifæri að siá þessa mynd — ef hún verður þá tekin aftur til sýningar. Ég held að allir hafi ein- hveria ánægju af þessari mvnd. liún er ekki bara fyrir ballett.unnendur eins og sum- ir virðast hafa ætlað. Þeir sem vilja hafa snenning fá sjálf- sagt eitt.hvað þesskonar í mörgum bardagaatriðum sem eru með mestu ólíkindum og stórfurðuleg á allan handa-. máta. . Maður sagði við mig þegar við genvum út: ætli þetta sé ekki það sem var kallað sál í gamla daga. Thor Vilhjáhnsson Framkvæmdastjémstala Bæjarstjórinn á Seyðisfiröi óskar að ráða nú þegar framkæmdastj óra að fiskiðjuveri bæjarins. Umsóknir skulu sendar bæjarstjóranum á Seyð- isfirði fyrir 15. febrúar, Bœjarstjórinn Bltstj.: Guðmundur Arnlaugsson Skákeinvígið í Sjómannaskól- anum dregur að sér meiri at- hygli en nokkur annar skákvið- burður til þessa, enda á j Frið- rik hér við keppinaut að etja, sem er ungur eins og hann, slyngur og f jölbrögðóttur, og óvenju þroskaðúr af jafn ung- um skákmanni að vera. Enn er einvígið svo tvísýnt sem mest má vera, skákimar flóknar og fjörugar, eins og þær séu tefldar ekki síður með hliðsjón af áhorfendum en vinningum. Eina stutta skákin til þessa er önnur skákin, þar sem Lar- sen lék ,af sér í vandusamri stöðu, en það nægði, .Friðrik til að gerá út um skjjkina í fáum leikjum. Fyrsta skákin hefur verið bæði löng og hörð og henni er enn ólokið. Snemma í þeirri skák virtist Friðrik ., vera að ná yfirhöndinni, en , Daninn varðist fimlega, og átti. öllu betra, er skákin fór í bið. I annari setu tefldi hann fast til vinnings og mjög vel. Smá- vegis ónákvæmni Friðriks varð til þess að mjög tók pð halla á hann og var um skeið ekki annað sýnna en að taflið væri tapað. En Larsen hafði notað umhugsunartíma sinn nærri til þurrðar og tókst ekki.að finna beztu leiðina í tímaþrönginni, svo að skákin fór enn í bið, og stendur gesturinn enn betur að vígi, en vinningurinn er afar torsóttur, ef hann þá er til. Þriðja skákin, sem tefld var á föstudagskvöldið var þó sýnu flóknust og lokastaðan, er hún fór í bið, svo tvísýn og hættu- leg báðum, að bezt mun sem minnst um hana að segja, en sú skák verður tefld áfram í kvöld. Frá ungmeisfaramótinu í Zagreb, nóv. 1955 Frá ungmeistaramótinu í Zagreb, nóv. 1955. (1.—2. Bent Larsen Danm. og Bhend Sviss, 3. Bilek Ung- verjalandi.) Bent Larsen Djurasevic Danmörk Júgóslavía. 1. Rgl—f3 Rg8—f6 2. g2—g3 d7—d6 3. d2—d4 g7—gG 4. Bfl—g2 Bf8—g7 5. 0—0 0—0 6. c2—c4 Rb8—d7 7. Ddl—c2 e7—e5 8. Hfl—dl Hf8—e8 9. Rbl—c3 c7—c6 10. c2—c4 a7—a5 11. h2—h3 a5—a4 12. Hal—bl .... Skákin er komin inn í al- gengt afbrigði kóngsindverskr- ar varnar, hróksleiknum er stefnt gegn Da5, sem er venju- legt framhalds svarts í þess- ari stöðu. Svartur hefði því betur hætt við þá áætlun og leikið exd4. 12..... Dd8—a5 13. b2—b4 a4xb3 Framhald á 10. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.