Þjóðviljinn - 07.03.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1956, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvlkudagur 7. marz 1956 t—;—;—---------------- lUðOVIUINK Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — <____________________) Trúin á lýgina Eitt er sameiginlegt einkenni afturhaldsblaðanna íslenzku: fyr- irlitningin á lesendunum. Rit- stjóramir virðast ætla að al- mennir biaðalesendur eigi hvorki til þekkingu né almenna dóm- greind, þeir gleypi allt hrátt sem fyrir þá sé borið, trúi öllu sem þeim sé sagt. Munu hvergi í víðri veröld finnanleg blöð sem leyfi sér slíkan málflutning, nema hasarblöð þau sem hvar- vetna eru talin sér í flokki. Á- byrg blöð stjórnmálaflokka í ná- grannalöndum okkar telja það t. d. skyldu sína að birta lesend- uftum sæmilega óbrjálaðar frétt- ir og eru svo auðvitað bundin af fréttum sínum er dregnar eru áiyktanir. Gott dæmi um starfsaðferðir íslenzku blaðanna eru frásagn- irnar af flokksþingi sovézka kommúnistaflokksins. Þetta þing var að sjálfsögðu mjög mikil- vægur atburður, og þeir sem fylgjast vilja með heimsmálun- um gera sér far um að kynnast sem bezt því sem þar fór fram. Þess vegna taldi t. d. bandaríska stórblaðið New York Times það skyldu sína að birta mjög ýtar- lega og óbjagaða útdrætti úr ræðum forustumannanna, og þarf þó enginn að efast um afstöðu þess blaðs til Sovétríkjanna. En í íslenzku afturhaldsblöðunum hefur ekki birzt ein einasta frétt, engin frásögn sem byggð sé á staðreyndum. Þeir sem ein- göngu lesa þessi blöð hafa ekki minnstu hugmynd um það hvað gerðist á þinginu og þeir myndu verða að algeru viðundri ef þeir ættu t, d. að bera saman bæk- urnar við blaðalesendur í ná- grannalöndunum. Hér líta rit- stjórar þessara blaða á það sem höfuðnauðsyn að lesendur viti ekki sjálfir hvað hefur gerzt, til þess að hægt sé að fylla þá með allskonar ósannindum og þvaðri. Það er hægt að ná árangri með slíkum vinnubrögðum um skeið, en aðeins um skeið. Það er hægt að blekkja alla einhvern tíma, suma er kannski alltaf hægt að blekkja, en þess er enginn kost- ur að blekkja alla alltaf. Leigu- pennar afturhaldsflokkanna hafa einnig fengið að súpa seyðið af þessum vinnubrögðum sínum; ailir þekkja örlög Stefáns Pét- ur$sonar, og sá maður er ekki fipnanlegur sem trúi einu orði af því sem menn á borð við Guðna Þórðarson og Þorstein Thorarensen skrifa í Tímann og Morgunblaðið. Þessir menn ganga sér býsna fljótt til húðar, en þá eru fengnir nýir menn og þeim falin sama iðja. Þessi vinnubrögð eru sora- blettur á íslenzkri blaðamennsku. Enginn krefst þess að sömu skoðanir séu birtar í blöðunum, aðeins að ályktanir séu dregnar af raunverulegum atburðum en ekki tilbúningi, að lesendur fái að vita hvað er að gerast. Þetta virðist ekki óbiigjörn krafa, en þó myndi framkvæmd hennar gerbreyta blaðamennsku á ís- landi. Nýjustu ráðstafanir Bandaríkjamanna í landbúnaðarmálum minna á eyðileggingu matvœla á kreppuáru^ium eflir 1930. Myndin sýnir hvernig geysilegum birgöum af kaffi var pá brennt í Brasilíu. „Hriitgurinn" efnir til happ- drættis fyrir baritaspífalann Um þessar mundir efnir Kvenfélagið „Hringurinn" til glæsilegs happdrættis. Vinn- ingar eru fjórir: Mercedes Benz (220) bifreið, þvottavél, flugferð til Hamborgar og rafmagns-steikarofn. Er ekki að efa, að marga mun fýsa að freista þess að vinna ein- hvem þessara ágætu vinn- inga, en styrkja gott málefni um leið. Eins og flestum er kunnugt he'ur kvenfélagið „Hringur- inn“ unnið ötullega að mann- úðar- og líknarmálum hér í bæ um 52 ára skeið. Mesta hugðarmál „Hringsins“ er það, að hér verði komið upp<5> bamaspítala, og vinna Hringskonur af samhug og ósérhlífni að því, að hinn væntan’egi spítali geti tekið til starfa sem fyrst. Þetta hlýtur auðvitað og að vera hverri íslenzkri konu áhuga- mál, og ef allar konur lands- ins leggjast á eitt, er ekki að efa, að innan skamms muni bamaspitalinn tilbúinn til að taka á móti litlum, sjúkum börnum, sem spítalavistar þarfnast. Er þess skemmst að minnast, að það var fyrir for- göngu kvenfélaga landsins, að Landsspítalinn var reistur. Nú þegar er byrjað að byggja viðbyggíngu við Landsspítalann, og er ætlun- in, að hinn nýi barnaspítali verði þar til húsa. Hefir „Hringurinn“ lagt fram ærið fé, er safnazt hefur í Bama- spítalasjóð, til þeirrar bygg- ingar. En þar t'l byggingu barnaspítalans er lokið hefir verið ákveðið, að ný barna- deild verði stofnuð á efstu hæð Landsspítalans, og verð- ur það húsnæði væntan’ega rýmt í haust, eða þegar bygg- ingu Hjúkrunarkvennaskólans er lokið og hiúkmnamemarn- ir, sem hingað til hafa þarna búið, geta flutt í nýja skól- ann. Það sem því nú vakir fyrir Kvenfélaginu „Hringnum“ er, að safna fé í því augnamiði, að gefa allan útbúnað til hinnar nýju bamadeildar, svo sem rúm, sængurfatnað, lækn- ingatæki allskonar o. s. frv. Markmið „Hringsins“ er að stuðla að því, að allur út- búnaður bamanna á hinum nýja spítala megi verða eins góður og framast er kostur á. „Litlu, hvítu rúmin“, sem þegar em bæjarbúum kunn og kær, munu fyrst um sinn verða 30—40 að tölu, og með sameiginlegu átaki ætti okkur að geta auðnazt, að tryggja þar litlum, sjúkum Islending- um hina beztu aðbúð, sem völ er á. Rúmleysið á sjúkrahúsum bæjarins hefur löngum verið tilfinnanlegt. Með því að vinna ötuPega að stofnun bamaspítalans, og með því að safna fé til kaupa á tækjum og húsbúnaði fyrir barna- deildina á efstu hæð Lands- spítalans, vill „Hringurinn" gera sitt til þess að bæta úr þessum vandræðum. Hverjum hugsandi landsbúa ætti líka að vera það innilegt áhuga- mál, að styrkja, þetta mál- efni yngstu borgaranna með ráði og dáð. Því að hvað er dýrmætara en að vernda heilsu hinnar upprennandi ís- lenzku kynslóðar og skapa henni sem bezt skilyrði til þess að njóta góðrar hjúkr- unar er sjúkdómana ber að garði ? Reykvíkingar og raunar all- ir íslendingar em orðlagðir. fyrir öriæti sitt og hjálpfýsi við alla þá, fjær og nær, sem undir hafa orðið í baráttu lífsins. Ekki ber því að efa, að margir muni reiðubúnir að veita þessu mannúðarmáli og nauðsýnjamáli bamanna. liðsinni. Við viijum verða sú þjóð, sem bezt býr að bömum sínum, og nú gefst okkur einmitt tækifæri til að leggja fram- okkar skerf til að svo megi verða. Góðir Islendingar! Kaupum happdrættismiða „Hringsins" og stuðlum að stofnun bama- spítalans hið bráðasta! Gefum börnum okkar happdrættis- miða „Hringsins“ í sumargjöf, og gefum þeim þar með hvorttveggja í senn: tæki- færi til að styrkja velferðar- mál allra íslenzkra barna og tækifæri til að vinna glæsi- legan vinning! Dráttur mun. fara fram á sumardaginn fyrsta, bamadaginn, og verð- ur að sjálfsögðu aðeiris dregið úr seldum miðum. Nú næstu daga mun bæjar- búum gefast kostur á að sjá hina stórglæsilegu Mercedes Benz bifreið á götunum. Happdrættismiðarnir kosta 50 krónur og munu seldir í bif- reiðinni, svo og hjá öllum Hringskonum. Aðrir útSölu- staðir munu auglýstir á Öðr- um stað í blaðinu. „Hringurinn“ þakkar bæj- arbúum og öllum góðum ís- lendingum fyriríram fyrir góðar undirtektir. Minnumst litlu, sjúku barn- anna, sem leita þurfa , at- hvarfs sem fyrst á bama- spítalanum og í „litlu, hvítu rúmunum“! í norska blaðinu „Folket“ 14. febr. er tekin upp grein úr sænska blaðinu „Stock- liolms-Tidningen", þar sem hinn kunni vísindamaður, Le- onard Goldberg, dósent í Stokkhólmi, lætur blaðinu í té nýfengnar niðurstöður rannsókna sinna um hættu af áfengisneyzlu. Undir eins og ég hafði les- ið greinina, fékk ég einn vorn bezta lækni, Níels prófessor Dungal, til þess að snara henni yfir á íslenzku, og fer hún hér á eftir, í þýðingu hans: Hættan er ekki um garð gengin, þótt áfengið sé horfið úr blóðinu I sambandi við umræðurnar um áfengi og umferðarlöggjöf hefir árangurinn af rannsókn- um Leonards Goldbergs dós- ents um áhrif „timburmanna" á umferðarhættuna vakið mikla athygli, einnig meðal erlendra fagmanna. I fyrsta skipti hefir Goldberg dósent og samverkamenn hans fund- ið sýnilegt einkenni frá tauga- kerfinu um áhrif „timbur- manna“. Það fundu þeir með því að mæla augnhreyfingar, meðan ölvun stendur y'ir og eftir að hún er afstaðin. Dós- entinn hefir gefíð „Stocholms- Tidningen” greinargóða lýs- Sænsk rannsókn á áhrifum .timburmanna44 ingu á þessari nýju uppgötv- un sinni, sem sjálfsagt á eftir að hafa áhrif á og móta ölv- unarlöggjöfina. Setjum svo, að maður drekki áfengi um tveggja klukkustunda skeið með mál- tíð. I fimm klukkustundir frá því hann byrjaði að neyta áfengis, verður hann á fyrsta stigi með óreglulegum augn- hrey'ingum, sem hægt er að lesa af með jöfnum millibil- um. Síðan tekur við millibils- ástand í 1—2 klst., þar sem hreyfingamar verða ekki eins óreg'ulegar í augunum. En svo fer hann yfir á annað stig — og þetta er hin nýja uppgötvun — með nýjum, mjög áberandi óreglulegum augnhreyfingum. Þetta stig hefst 6—8 klst. eftir að áfengisneyzlan hófst og getur staðið allt að 14 klst. eða lengur. Það sem mest er um vert, segir dósentinn, er, að tekizt hefir að finna sýnilegt tákn um áframhaldandi skað- leg áhrif á'engisins, nefnilega greinilega truflun á starf- semi taugakerfisins, nokkmm klukkustundum eftir að allt áfengi er horfið úr líkaman- um. Hversu mikil þessi truflun verður, fer eftir öðram ein- kennum, sem viðkomandi persóna hefir um eftirköstin, aðallega svima og vanlíðan. Oft er þessi traflun meiri, þegar ölvun er að verða lokið, heldur en í byrjun hennar. Mögulegt er að þessi upp- götvun verði til þess, að C stað þess að miða við áíeng- ismagn blóðsins, verði gerð krafa um, að menn hafi ekki bragðað áfengi tiltekinn tíma (eins og um flugmenn), 18— 24 klst., allt eftir því hve mikils áfengis hefur verið neytt, til þess að þeir geti talizt öruggir við akstur í um- ferð. Þessar augnhreyfingar skipta máli í sambandi við sjónskerpu, eftirtekt og við- bragðshraða bílstjórans, m. ö o. við andlega hæfni hans til þess að aka bíl. Goldberg dósent getur þess ennfremur, að ,strammari‘ við „timburmönnum“ dragi úr vanlíðan manns, svima o. s. frv. Á augnhrey'ingamar hef- Framhald á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.